Morgunblaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2008 fasteignir Kostakjör Björt íbúð í Grafarvogi til sölu á lækkuðu verði 3 Fasteignir mbl.is með skafrenningi. Hins vegar skyggir striginn á blöð plantnanna og kemur þannig í veg fyrir að sólin nái að hita þau upp. Ungar sígrænar plöntur eiga ein- mitt oft í erfiðleikum á vorin þegar veður er kalt og bjart. Slíkt veður er ákaflega erfitt þessum plöntum því sólin skín á blöðin og hitar plöntuna upp. Til að kæla sig niður þarf plantan að gufa út vatni um blöðin en þar sem jarðvegur er frosinn ná plönturnar ekki að taka upp vatn úr jarðvegi í stað þess sem gufar út. Afleiðingarnar fyrir plönt- urnar verða þær að blöðin sviðna og kuldinn virkar þannig alveg eins og alvarlegur þurrkur. Þetta á sér- staklega við ungar sígrænar plöntur sem ekki eru komnar með djúpstætt og þroskað rótakerfi. Með aldrinum eiga plönturnar auðveldara með að glíma við þetta vandamál því rætur þeirra ná niður fyrir frostlagið í jarðveginum og þær geta því dregið upp vatn í stað þess sem gufar út. Best áður en jarðvegur frýs Striginn er því ákaflega heppi- legt vetrarskýlingartæki. Settir eru niður staurar í kringum plönt- una sem á að skýla með striga og þeir látnir vera nokkru hærri en plantan. Þetta er best að gera áður en jarðvegurinn frýs og um að gera að ráðast í þennan hluta verksins sem allra fyrst. Striginn þarf ekki að fara á staurana strax. Þeir sem vilja hafa jólaljósin ríkjandi fram yfir áramót bíða bara með að setja strigann á staurana þar til eftir þrettándann. Sólin sést hvort eð er ekkert að gagni fyrr en seinna í jan- úar eða í febrúar og gerir lítinn usla á plöntum á þessum tíma. Mestu skemmdirnar verða yfirleitt seinna í febrúar fram í mars þegar birtir en frost er ekki farið úr jörðu. Grenigreinar sem skjól Striginn er þó ekki eini mögu- leikinn sem við höfum á vetrarskýl- ingu plantna þótt hann sé kannski heppilegur kostur fyrir uppréttar plöntur. Ef um jarðlægar eða lág- vaxnar sígrænar plöntur er að ræða er alveg tilvalið að taka grenigrein- ar og leggja þær ofan á plönturnar. Gott er að festa skýlingargrein- arnar niður með járnlykkju sem nær 30-40 cm niður í jarðveginn. Það kemur í veg fyrir að greinarnar fjúki af plöntunum þegar síst skyldi. Þetta er ágætt að gera þeg- ar grenibúntin hafa lokið hlutverki sínu sem jólaskraut og þannig má sýna hagsýni á krepputímum. BLÓM VIKUNNAR Guðríður Helgadóttir Morgunblaðið/Guðríður Helgadóttir Ábreiða Snjórinn er ekki bara fallegur heldur skýlir hann plöntunum. Ekki má þó stóla á snjóinn og þurfa sumar plöntur manngert skjól. Það hefur sennilega ekkifarið framhjá neinum aðvetur er genginn í garð.Hupplegu húsfeðurnir standa úti við fjölskyldubifreiða- rnar og skafa af bílrúðunum í morg- unmyrkrinu á meðan hinir bíða inn- andyra meðan eiginkonan reddar málunum. Deilan um nagladekk hefur farið fram með hefð- bundnum hætti en eitthvað hafa umræður um efnahagsmál þjóðarinnar skyggt á nagla- dekkjadeiluna, að minnsta kosti er hún ekki eins áberandi og í fyrra. Alvarlegt ástand í þjóðfélaginu virðist þó ekki ætla að draga úr skreytingagleði landans því jóla- seríur spretta fram á ólíklegustu plöntum, manni virðist í sumum til- fellum hvert einasta uppistandandi strá í sumum görðum ljósum skrýtt. Það er auðvitað af hinu góða því ekki veitir okkur af því í svart- asta skammdeginu að lýsa upp okk- ar nánasta umhverfi. Þarf að skýla með striga Einbeittustu garðeigendur eru síður en svo komnir í jóladvalann. Þeir standa nú í stórræðum og und- irbúa vetrarskýlingu á viðkvæmari plöntum. Ýmsum sígrænum teg- undum þarf að skýla með striga á vormánuðum og gegnir striginn í raun og veru tvöföldu hlutverki. Annars vegar veitir hann plönt- unum skjól gegn veðri og vindum og kemur í veg fyrir að nálar og börkur plantnanna skemmist af völdum ísnála sem berast hratt yfir 681. þáttur Vetrarskýling sígrænna plantna Íslenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200www.iav.is Gullengi í Grafarvogi er mjög vel staðsett 3ja hæða fjölbýlishús með sérinngangi. Húsið er á grónum og eftirsóttum stað. Eigum örfáar rúmgóðar 4ra herbergja 120 fm og 5 herbergja 130-140 fm íbúðir eftir í Gullengi 2. Með einu símtali er hægt er að mæla sér mót við sölumenn okkar. Síminn er 530 4200 Verið velkomin, sjón er sögu ríkari. www.malarar.is Húseigendur Hugsaðu til framtíðar og tryggðu þér málarameistara í verkið. Málarameistarafélagið80ára                                                                        !"       #  #  #  #   $  $             %                    &' ()(  *    !      "#   + + + !  + $ %     &   ,- & .  / 0 - + & . 0 -/ ,. ' (     "#                    %+   +   + 12 ) ,     ' 3 45 678' ( 93 3 ( :45 ,30 3    ; < $ %  )" +(  ; < $ %  )" , #  &-% % ; < $ %  )" Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.