Morgunblaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 3
Notalegt Húsið er vel skipulagt. Fyrir þremur árum var settur upp nýr þakkantur og rennur.
Reykjavík | Hjá Fasteignamiðlun
Grafarvogs er til sölu þetta 149 fm
endaraðhús á tveimur hæðum með
bílastæði í geymslu við Flúðasel.
Eignin er til sölu á lækkuðu verði.
Ásett verð er nú 31 millj. en var
áður 36,9 milljónir. Er mikið áhvíl-
andi á eigninni og koma skipti á
minni eign til greina.
Húsið er vel skipulagt og bjart.
Komið er inn í forstofu með nátt-
úrustein á gólfi og góðan fataskáp.
Inn af forstofu er gestasalerni með
hvítum tækjum og náttúrustein á
gólfi. Úr holi er opið inn í rúmgóða
og bjarta stofu, borðstofu og eld-
hús. Á gólfum eru fallegar flísar og
er innrétting í eldhúsi hvít með við-
arköntum og gegnheilli viðarborð-
plötu. Góð tæki eru í eldhúsi og er
tengt fyrir uppþvottavél. Flísar eru
á milli skápa í eldhúsi og er út-
gangur út í bakgarð úr borðstofu.
Inn af eldhúsi er þvottahús og
geymsla, gólf er málað og eru hill-
ur, borð og skápur, útgangur er í
bakgarð úr þvottahúsi.
Bjartur stigagangur
Stigi upp á aðra hæð er flísalagð-
ur og er stór gluggi í stigagangi. Á
2. hæð er komið í gott sjónvarpshol
með flísum og parketi á gólfi.
Þrjú svefnherbergi eru á hæð-
inni, stórt hjónaherbergi með
stórum hvítum skápum, parket á
gólfi og góðum suðaustursvölum,
stórt tvískipt barnaherbergi (teikn-
að sem tvö herbergi auðvelt að
skipta upp aftur) og annað barna-
herbergi, parket á báðum, skápur í
öðru þeirra.
Baðherbergi er rúmgott, flísar á
gólfi og veggjum, ljós innrétting yf-
ir og við vask, sturtuklefi og bað-
kar. Sturtuklefi þarfnast lagfær-
inga.
Við húsið að framanverðu er
hellulögn, tröppur og pallur er
flísalagður með hita undir. Í bak-
garði hússins eru hellur og gras-
flöt. Markísa er yfir hellulögn að
hluta og í garði er áhaldaskúr.
Húsið er í góðu ásigkomulagi, var
málað fyrir u.þ.b 3 árum og einnig
var settur upp nýr þakkantur og
rennur.
Flúðasel
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2008 F 3
SKÚLAGATA 51- TIL LEIGU EÐA SÖLU
• Húsið er á fjórum hæðum með tveimur lyftuhúsum, þar af inndregin efsta
hæð með glæsilegum útsýnissvölum. Samtals 5.015 m2 sem skiptist þannig:
Kjallari: 705 m2
1. hæð: 710 m2
2. hæð: 1.033 m2
3. hæð: 1.033 m2
4. hæð: 797 m2
Bílastæðahús: 737 m2
• Fjölbreyttir notkunarmöguleikar svo sem fyrir heilbrigðisþjónustu,
skrifstofur, hótelrekstur eða höfuðstöðvar fyrirtækis/stofnunar.
• Næg bílastæði.
• Húsið afhendist strax tilbúið til innréttinga eða eftir óskum leigutaka.
• Frábær staðsetning með glæsilegu útsýni og með miklu auglýsingargildi.
• Hagstæð langtímaleiga.
• Leigist í heilu lagi eða í smærri einingum.
• Eignaskipti möguleg.
• Seljandi er tilbúinn að lána allt að 80% kaupverðs til 30 ára með 6,8%
vöxtum.
Vel staðsett atvinnuhúsnæði neðst í Borgartúni við sjávarsíðuna
Til afhendingar strax
Upplýsingar veitir Aron Pétur Karlsson í síma 861 3889, netfang aron@kirkjuhvoll.com
Berjavellir
- glæsileg 2ja herb. íbúð
Nýkomin í einkas. mjög falleg
og björt 69 fm íbúð á þriðju
hæð í nýlegu lyftufjölbýli á
góðum stað á Völlunum. Falleg
gólfefni og innréttingar og gott
útsýni úr íbúð. Stutt í alla
þjónustu, skóla, verslun, sund
og íþróttahús. Getur verið laus
fljótlega. Verð kr. 16,7 millj.
Til Sölu eða leigu á Akureyri iðnaðarhúsnæði að
Njarðarnesi 1. Stærð er 320-790 fm. Hátt til lofts,
6 innkeyrsluhurðir, flísar á 320 fm.
Uppl. Vilhelm S. 461 2010
Gellir fasteignasala