Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir úrBirninum og Jón Benedikt
Gíslason hjá Skautafélagi Akureyr-
ar eru íshokkífólk ársins hjá Skauta-
sambandi Íslands. Bæði hafa þau
leikið erlendis en leika hér heima
núna og eiga það sameiginlegt að
vera fyrirliðar í sínum liðum.
Þróttarar hafa komist að sam-komulagi við danska markvörð-
inn Henrik Bödker um að verja
mark úrvalsdeildarliðs félagsins í
knattspyrnu á næstu leiktíð.
Bödker er 27
ára og lék með
Hetti á Egils-
stöðum í fyrra-
sumar en þar áð-
ur með ÍBV og
danska 1. deildar
liðinu Fremad
Amager. Hann
tekur stöðu
Bjarka Guð-
mundssonar en samningur Bjarka
rann út í haust og ekki tókust samn-
ingar á ný milli hans og Þróttar.
Haukur Andrésson skoraði sexmörk fyrir Guif þegar liðið
tapaði, 35:26, fyrir Ystads IF í
sænsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik. Guif er í 5. sæti deildarinnar.
Hreiðar L.Guðmunds-
son og samherjar
í Sävehof gerðu
jafntefli, 26:26,
við Alingsås.
Sävehof er eftir
sem áður í efsta
sæti sænsku úr-
valsdeildarinnar,
hefur fimm stiga forskot á næsta lið.
Einar Logi Friðjónsson kom ekk-ert við sögu þear IFK Skövde
tapaði, 34:32, á heimavelli fyrir
Drott í sænsku úrvalsdeildinni.
Þýska handknattleiksliðið FüchseBerlin, sem Dagur Sigurðsson
tekur við þjálfun á næsta sumar,
framlengdi í gær samning sinn við
Norðmanninn Kjetil Strand til árs-
ins 2011. Fyrri samningur gilti út
júní á næsta ári. Strand gerði garð-
inn frægan þegar hann skoraði 19
mörk er Norðmenn lögðu Íslend-
inga, 36:33, í St. Gallen í Sviss 2.
febrúar 2006 á Evrópumótinu. Dag-
ur var þá hættur að leika með ís-
lenska landsliðinu.
Staðfest hefur verið að Noka Ser-darusic tekur við þjálfun þýska
handknattleiksliðsins Rhein Neckar
Löwen hinn 1. júlí á næsta ári. Ser-
darusic hætti hjá Kiel í sumar eftir
15 ára starf en á þeim tíma vann fé-
lagið 25 titla.
Roy Keane,sem hætti
störfum sem
knattspyrnustjóri
Sunderland á dög-
unum, fékk í gær
áminningu frá
enska knatt-
spyrnusamband-
inu vegna fram-
komu sinnar í leik gegn Chelsea
hinn 1. nóvember. Keane var ósáttur
við tvö marka Chelsea í 5:0 sigri og
lét það í ljósi við Martin Atkinson
dómara í hálfleik. Keane við-
urkenndi fyrir aganefndinni að
framkoma sín hefði ekki verið ásætt-
anleg.
Xabi Alonso miðjumaðurinnsnjalli hjá Liverpool vonast til
að mæta Real Madrid í 16 liða úrslit-
um meistaradeildarinnar en dregið
verður til þeirra í höfuðstöðvum
UEFA í Nyon í Sviss í dag.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
ÍSLENSKA karlalandsliðið í knatt-
spyrnu er í 37. sæti af Evrópuþjóðum
á heimslista FIFA, sem birtur var á
miðvikudaginn. Þetta er besta staða
landsliðsins í árslok í fimm ár, eða síð-
an í desember 2003, en þá hafði liðið
naumlega misst af því að komast í um-
spil Evrópukeppninnar og tapað
hreinum úrslitaleik gegn Þjóðverjum í
lokaumferð riðlakeppninnar.
Íslenska landsliðið var í 29. sæti af
53 Evrópuþjóðum í árslok 2003, í 58.
sæti heimslistans í heild, en hafði fall-
ið um níu sæti tólf mánuðum síðar og
var þá í 38. sætinu í Evrópu, í 93. sæti
heimslistans í heild.
Besta staðan 22. sætið 1994
Besta staða Íslands frá upphafi var
í árslok 1994 en þá var landsliðið í 22.
sæti í Evrópu og í 39. sæti heimslist-
ans í heild. Þess ber hins vegar að
geta að þá voru fjölmargar þjóðir Evr-
ópu nýkomnar með sjálfstæði, t.d.
Króatía og öll önnur fyrrum ríki Júgó-
slavíu, og þjóðir á borð við Úkraínu og
Slóvakíu, og voru allar neðarlega á
listanum af þeim sökum.
Versta staða Íslands í árslok var ár-
in 2006 og 2007 en bæði árin var lands-
liðið í 41. sæti af 53 Evrópuþjóðum, og
í 90. og 93. sæti listans í heild.
Versta staðan í ágúst 2007
Í einstökum mánuði fór liðið lægst í
ágúst 2007 en þá var íslenska lands-
liðið í 46. sæti í Evrópu og í 117. sæt-
inu í heild. Þá stökk það hins vegar
uppí 37. sæti Evrópu strax í næsta
mánuði, september 2007. Á heimslista
FIFA eru 207 þjóðir, þar af 53 Evr-
ópuþjóðir. Þar sem langflestir lands-
leikir eru á milli þjóða í sömu heims-
álfum og Ísland spilar sjaldan við
þjóðir utan Evrópu er það staðan
samanborið við aðrar Evrópuþjóðir
sem segir mest. Ekki hvaða þjóðir
annarra heimsálfa standa nálægt lið-
inu á heimslistanum. Lettland og Alb-
anía eru næstu Evrópuþjóðir fyrir of-
an Ísland en Hvíta-Rússland og
Austurríki eru í næstu sætum fyrir
neðan.
Besta staða karlalandsliðsins í fimm ár
!" #
BIRGIR Leifur Hafþórsson, at-
vinnukylfingur úr GKG, átti
ágætan hring á fyrsta degi á
Opna suðurafríska meist-
aramótinu í golfi, en mótið er
hluti af evrópsku mótaröðinni.
Birgir Leifur lauk leik á 71 höggi
eða einu höggi undir pari vallar
og er í 58. til 73. sæti af þeim 155
kylfingum sem reyna með sér á
þessu sterka móti.
Birgir Leifur hóf leik á 10.
braut og byrjaði ágætlega, fékk þrjú pör í röð en
síðan komu tveir skollar (+1), lék 13. brautina á 6
höggum og þá fjórtándu á fimm. Tvö pör fylgdu þar
á eftir og fyrri níu lauk hann með tveimur fuglum
(-1) og var því kominn á parið. Hann fékk þriðja
fuglinn í röð þegar hann kom yfir á fyrstu holu vall-
arins en skolla strax á þeirri næstu. Tvö pör komu
þar á eftir, fugl og loks fjögur pör. Þetta er þriðja
mótið í evrópsku mótaröðinni sem Birgir Leifur tek-
ur þátt í eftir að hann hóf keppni á nýjan leik eftir að
hafa náð sér af meiðslum sem urðu til þess að hann
varð að hætta leik á mótaröðinni í fyrra. Hann
komst ekki áfram á hinum tveimur mótunum þegar
keppendum var fækkað eftir tvo hringi en með svip-
uðum leik í dag ætti hann að eiga góða möguleika á
að komast áfram.
Fabrizio Zanotti frá Paragvæ er með forystu eftir
fyrsta hring á 8 höggum undir pari og síðan kemur
Svíinn Oskar Henningsson á sjö undir pari.
skuli@mbl.is
Birgir Leifur lék vel í Suður-Afríku
Birgir Leifur
Hafþórsson
,,Það má auðvitað gera betur og við
stefnum að því að gera það á komandi
ári. Hvort árangurinn er betri eða
verri en ég bjóst við er erfitt að dæma
um en við höfum lagt upp ákveðna
hluti sem eru kannski ekki flóknir. Við
höfum náð að virkja nokkuð marga
leikmenn og þegar þeir menn eru kall-
ir til þá vita þeir að hverju þeir ganga.
Það hefur auðvitað hjálpað okkur
gríðarlega að fá aukin verkefni með
liðið. Þó um sé að ræða æfingaleiki þá
eru þeir afar þýðingarmiklir, í þeim
förum við í gegnum ákveðna hluti og
því oftar sem liðið kemur saman því
betra verður það,“ segir Ólafur.
,,Ég lít bara björtum augum á kom-
andi ár. Eins og riðillinn í HM hefur
spilast þá hafa fjögur lið tekið stig
hvert af öðru. Hollendingar eru með
yfirburðalið en hin eru jöfn og það er
ekkert launungarmál að við stefnum á
að taka annað sætið,“ sagði Ólafur.
gummih@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Í brúnni Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari horfir björtum augum fram á
næsta ár en landsliðið hefur tekið framförum undir hans stjórn.
Stefnum á annað sætið segir Ólafur
,,ÉG er heilt yfir nokkuð ánægður með
þetta eina ár sem ég hef verið þjálfari
landsliðsins,“ sagði Ólafur Jóhann-
esson landsliðsþjálfari við Morg-
unblaðið en Ólafur tók við stjórn liðs-
ins í nóvember á síðasta ári. Ólafur
hefur stýrt liðinu í 13 leikjum og er
uppskera liðsins 5 sigrar, 5 töp og 3
jafntefli.
,,Heilt yfir
nokkuð
ánægður“
ni handknattleiksþjálfari og fyrrverandi stór-
óslavneska landsliðinu, hefur verið úrskurðaður í
pska handknattleikssambandinu. Að auki var
ur.
ardar Skopje í Makedóníu, réðst að frönskum
egn Kadetten Schaffhausen í Sviss þann 23. nóv-
ð það þyki fullsannað að hann hafi ráðist að dóm-
fnum, en í svissneska dagblaðinu Schaffhauser
c hafi snúið upp á handlegg annars dómarans og
mall, var íslenskum handknattleiksáhugamönnum
síðustu aldar. Hann var þá lykilmaður og stór-
Júgóslavíu árið 1984 og lék oft með liðinu gegn
á stórmótum, á þessum árum. Vujovic var kjör-
ur heims árið 1988 og hann þjálfaði karlalandslið
ns árs keppnisbann