Pöntunarfélagsblaðið - 09.03.1935, Blaðsíða 4

Pöntunarfélagsblaðið - 09.03.1935, Blaðsíða 4
4 Pöntunarfélagsblaðið ekki kveðin niður nema með máttugri gagnárás. Gegn sölu- banni heildsalanna verður verkalýðurinn að stilla kaup- banni á þær vörur, sem þessir heildsalar hafa á boðstólnum. Hjer verða allir verkamenn að að greiða stærsta höggið að skoðunar sem þeir annars eru. Það er skylda þeirra, jafnt gagnvart sjálfum þeim sem stétt þeirra. Pöntunarfélag Yerkamanna í Reykjavík. Þróun þess að vöxtur. Það er liðið rétt hálft annað ár síðan við, nokkrir verka- menn í Skerjafirði, komum saman á fund, til þess að ræða um pöntunarfélagsstofnun sem eina færa leið til þess að kom- ast að betri og ódýrari kaupum á lífsnauðsynjum okkar. Með þessum fámenna fundi var fyrsta sporið stigið til að stofna þau neytendasamtök verka- manna hjer í Rvík, sem nú bera nafnið Pöntunarfélag verka- manna í Reykjavík. Á þessum fyrsta fundi var kosin nefnd til að gera uppkast að lögum og athuga allar a'ðrar aðstæður fyrir starfsemi slíkra samtaka. Stuttu síðar var reglulegur stofnfundur haldinn, lög sam- þykkt og kosin stjórn og pönt- unarstjóri. Byrjaði félagið starf- semi sína 1. okt. árið 1933, með ca. 20 meðlimum. En verka- menn sáu hér eins og víða ann- sameinast, hverrar pólitískrar ars staðar, hve samtökin hafa mikla efnahagslega þýðingu fyrir þá, og eftir rúmlega þriggja mánaða starf hafði meðlimatala aukizt upp í 65. En við þurftum ekki lengi því láni að fagna, að þessi ungu samtök okkar fengju að þróast í friði, því að menn þeir, sem lifa á því að selja okkur verkamönnum lífsnauðsynjar okkar við uppskrúfuðu okur- verði, sáu, að með neytenda- samtökum verkamanna var feitum bita kippt burt úr aski þeirra. Þessir menn risu upp á afturfótum með allri sinni „makt“ og settu sín stéttarsam- tök til höfuðs samtökum okkar verkamanna í þeim tilgangi að jafna þau við jörðu. Síðan á fyrra árshelmingi síðasta árs hefir ekki linnt á ofsóknum stórkaupmannastéttarinnar hér í Reykjavík gegn pöntunarfé- lagsstarfseminni, en þrátt fyrir það hafa neytendasamtök verkalýðsins vaxið og styrkzt með hverjum degi, og nú eru þau orðin svo öflug, að þau geta fullkomlega boðið óvinum sínum byrgin og sigrað þá. Á s.l. hausti var það, að öll pöntunarfélög í Reykjavík stofnuðu eitt allsherjar sam- band með sér, til að annast innkaup á vörum, og hefir það gefizt ágætlega og orðið til mikilla hagsmuna fyrir alla fé- lagsmenn, en nú er líka verið að greiða stæsrta höggið að Pöntunafélagi vekamanna með því, að stórkaupmenn og félag þeirra hér í Reykjavík hafa sett viðskiptabann á Pöntunar- félag verkamanna og reyna þar með að hefta starfsemi þess til óbætanlegs tjóns fyrir alla fé- lagsmenn. Þessari ósvífnu árás verða jallir pöntunarfélags- meðlimir að svara með öflugri gagnárás, sem er í því fólgin að vinna að því að verkamenn gangi í Pöntunarfélag Verka- manna og snúa algerlega baki við stórkaupmannaokrinu, en verzla við sín eigin samtök, því þau eru nú þegar orðin þrösk- uldur í vegi fyrir ótakmörkuðu okri stórkaupmanina á lífsnauð- synjum verkalýðsins. Lifi sameining og samtök verkalýðsins! Sigurvin Össurarson. Ábyrgðarmaður: Jens Figved. Útg.: Pöntunarfél. verkamanna. ísafoldarprentsmiðja h.f. FYRIRSPURN. Eins og öllum er kunnugt, hefir pöntunarfélagið ekki lán- að vörur, enda þótt félagsmönn- um hafi legið mikið á. Þegar maður hefir litla atvinnu fyrri part vetrar og getur ekki keypt gegn staðgreiðslu, verður maður að fara til kaupmanna og fá lán- að. Þetta finnst mér vera galli á starfi félagsins, og vil ég þess. vegna spyrja stjórnendur félags- ins, hvort ekki væri hægt að gera þetta einhvern tíma úr árinu. Atvinnulaus félagsmaður. SVAR. Það skal fúslega viðurkennt,. að það er galli á starfi félagsins,. að það skuli ekki koma þeim allra fátækustu nema að litlum notum, en svo verður á meðan þeir verða að fara til kaup- manna og kaupa vörur upp- sprengdu verði, einungis vegna. þess, að þeir verða að fá lán erf- iðustu mánuði ársins. En blaðið vill benda félagsmanni þeim, sem spyr, á það, að ef félagiði fer að reka lánsverzlun, þá verð- ur að leggja sérstaklega á vör- una fyrir því, s.em tapast af lán- unum, og ennfremur fyrir aukn- um kostnaði, og þannig verða þeir, sem borga vörur sínar um leið og þeir koma með pantanir,. að borga fyrir hina. Lánsverzl- un er því alls ekki viðunandi lausn á málinu. Hitt er annað mál, að það er tvímælalaust skylda hins opinbera að sjá öll- um fyrir atvinnu, sem vinnu- lausir eru. Blaðið beinir því þess v.egna til spyrjandans, að íhuga þetta betur og bendir honum um leið á, að það er starfssvið verkalýðsfélaganna að berjast fyrir því, að allir hafi næga at- vinnu og að það er vafalaus vilji allra, sem í pöntunarfélögunum eru, að styrkja verkalýðsfélög- in í þeirri baráttu eftir megni, svo að þeir, sem atvinnuláusir eru, þurfi ekki að sæta afarkost- um hjá kaupmönnum.

x

Pöntunarfélagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pöntunarfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.