Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Síða 2

Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Síða 2
2 Frá adalíundi Pöntunarfél. Yei'kamanna. Aðalfundur félagsins var haldinn sunnudaginn 8. rnars 1936 í K-R-hús- inu. Fundinn sátu nær 70 fujltrúar af 80, sem nú eru fulltrúar félagsins. Þar sem skýrsla. stjórnarinnar og reikningar höfðu áður verið rædd á fulltrúafundi og almennum félagsfundi og ennfremur birt í Pöntunarfélagsblað- inu, var látið nægja að vísa til þess þar. Nokkrar fyrirspurnir komu fram við- víkjandi reikningunum og var þeim svarað af framkvæmdastjóra. Reikn- ingarnir síðan bornir upp og samþyktir með öllum greiddum atkvæðum. Framkvæmdastjóri skýrði ítarlega frá samstarfi félagsins við Önnur neyt- endafélög og sýndi fram á nauðsyn þess, að samvinna allra neytendafélaga í bænuin yrði sem mest, og taldi góðar horfur á að samstarfið mundi aukast að miklum mun í náfnni framtíð. Enn- fremur mintist hann á byrjunarstarf félagsins, þróun þess og breytt álit al- mennings. Sagði hann, að þegar félag- ið hefði byrjað starfsemi sina, þá hefði verið reynt að klessa á það stimpli eins ákveðins stjórnmálaflokks, en það hefði aldrei tekist, nú vissu það allir, að fé- lagið væri algerlega óháð pólitískum flokkum, eins og vera bæri, enda væri það opið mönnum áf öllum pólitískum og trúarlegum flokkum, og væri það mikið þessu að þakka, hvað félagið hefði vaxið ört á svo skömmum tíma. Sigfús Sigurhjartarson talaði um neytendahreyfinguna alment, og rakti sögu hennar stuttlega, Kvað hann það áberandi, hvað samvinnufélög bænda hefðu lengi vel átt örðugt uppdráttar og neytendafélög hér í Reykjavík hefðu fram að þessu, að mestu farið út um þúfur, en nú væri sýnilegt, að með stofnun og starfsemi Pöntunarfélags verkamanna væri stefnt í rétta. átt, og félagið ætti mikla framtíð, sem neyt- endafélag. Lét hann í ljós ánægju sína á stefnu og starfsemi félagsins og hvatti til áframhaldandi starfsemi á þeim grundvelli, sem' nú væri lagður. Enn- fremur taldi hainn æskilegt, að félagið útvíkkaði starfssvið sitt smám saman, með þátttöku, í iðnaði og framleiðslu, eins og neytendafélög víða erlendis gerðu. Nokkrir aðrir fulltrúar létu í ljós ánægju sína yfir stefnu; og starfsemi félagsins. Pá komu næst til atkvæðagreiðslu nokkrar lagabreytingatillögur, sem stjórnin gerði og áður höfðu verið rædd- ar á fulltrúafundi og almennum félags- fundi. Aðalefni þeirra var: I fyrsta lagi: Bænum sé skift niður í deildir eða hverfi, hvert fyrir sig sé félagsdeild, sem kjósi sér 3ja manna stjórn, kjósi sér fulltrúa á fundi félags- ins, einn fyrir hverja 20 eða brot úr 20. Stjórn deildarinnar skal vera ráðu- nautur aðalstjórnar um málefni félags- ins. I öðru lagi: 1 stað þess, að áður var lagt í várasjóð af viðskiftavelti; búðarinnar, skal leggja 1% af a,llri velt- unni. 1 þriðja, lagi: :i|B af útborganlegum arði félagsmanna skal leggjast í stofn- sjóð, sem sé séreign félagsmanna og á-

x

Pöntunarfélagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pöntunarfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.