Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Page 5

Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Page 5
»Sonja, g-ullið mitt, ég er kominn! Opnaðu! Þetta vakti allmikið fát og skelfingu eins og eðlilegt var. Hjarta. leikarans hrapaði allar gotur niður í skó, og í örvæntingu sinni var hann í þann veginn að fleygja sér á dívaninn og látast vera veiku.r, en þá datt honum í hug, að slíkt tiltæki mundi sennilega aðeins gera hann grunsam- legan og leiða til árásar á hann. Svo slepti hann sér alveg og fór aö hlaupa fram og aftur um herbergió, stökk yfir borð og' stóla. og gerði liinn skelfilegasta hávaða. Eiginmaðurinn utan við dyrnar vissi ekki hvað hann átti að hugsa um þenn- an drátt. Hann tók að hamra á dyrnar, þar sem honum d,att í hug, að eitthvað óvenjulegt væri að gerast í herberginu. Þá sagði dansmærin við leikarann: »Hérna eru dyr, þær Iiggja að herbergi nágranna míns. Svona, ég skal opna þær fyrir yður. Þér getið skroppið í gegn og fram á ganginn og flogið svo eins og elding niður stigann. Skiijid þér? Farið í friði!« Hún þreif í fiýti í handfangið1 og skip- aði honum að flýta' sér út, því að eigin- maðurinn, sem, heyrði hávaðann inni í herberginu, var að bisa við að ná hurð- inni af hjörunnm tryltur í að komast inn. Leikarinn stökk inn í hliðarher- bergið og ætlaði að lilaupa út á gang- inn, en fann þá að ganghurðin var Lr,st að utan, líklega með falllás. Leikarinn ætlaði þá að að súna. við og segja konunum í hvaða úlfakreppu hann var, þar sem hurðin var læst og engin undankomuvon. En það var um seinan. Eiginmanninum hafði þegar verid hleypt inn í hitt herbergið og þar höfðu nú byrjað viðræður sem enganveginn gerðu nærveru leikarans æskilega. Og leikarinn, sem var einkar vanstilt- ur maður, varð skyndilega. magnþrota eftir alt sem, á hafði gengið. á svo skömm- uro tíma. Máttvana og þreyttur lét hann fallast á rúmið og hélt að þar mundi hann að minsta kosti vera. tiltölulega ör- uggur. Þa,r lá hann svo og hugsaði um hitt og annað og sérstaklega um fánýti ást- arævintýra. En. hugjsanir hans trufluð- ust fljótlega af hávaða utan af gang- inum. Það. var einhver að rjála við fall- lásinn. Hver sem það nú gat verið, þá var hann auðsjáanlega að opna hurðina og hlaut að koma inn eftir andartak. Alt í einu. stóð maður í dyrunum með, brauðkörfu, í hendinni. Þegar komumað- ur sá ókunnan mann liggjandi á rúmi sín.u, gapti hann af undrun og án þess að skilja hið minsta, hvernig í þessu lá, ætlaði hann að fara og loka á eftir sér. Leikarinn var byrjaður að stynja upp afsökunum, þegar hann sá sér til óum- ræðilegrar skelfingar, að herbergisbú- inn var einmitt saroi maðurinn, sem hann hafði lent í rifrildi við í sporvagn- inum um morguninn. Þar sem leikarinn hafði nú enga von um að komast nokkru. sinni lifandi úr þessum stað, lét hann aftur fallast á rúmið, hjálparvana eins og barn. Þetta hlaut einungis að vera draumur, hugs- aði hann, og bráðlega miundi hann vakna til fagurs veruleika. þar sem hvorki var sorg né háski, Hjá komumanni varð undrunin seni

x

Pöntunarfélagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pöntunarfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.