Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Síða 6

Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Síða 6
snöggvast vandlætíngunni yfirsterkari, og hann spurði, sár í röddinni: »Hvað er þetta, herra minn? Eg býst við dömu i heimsókn til mán, hún getur komið á hverri stundu, og hvað sér hún þá? Einn eða annan mannræfil liggj- andi í herberginu mínu,. Hvernig í fjand- anum komst hann hér inn. Herbergið var læst.« »Ég bið yður afsökunar! Eg fullvissa yður! Ég fer nú á stundinni. Ég lagði mig bara fyrir andartak til að. hvíla mig. Ég hafði ekki hugmynd, að þetta væri yðar rúm, því megið þér trúa.. Eg var alveg sturlaður af öllu því sem fyrir mig hefur komið. Það hefur gengið svo mikið á — hvað hefur rekið annað, skiljið þér?« Nú hafði reiðin fengið yfirhöndina yfir undru.ninni hjá komumanni og harm öskraði: »Þetta er særingsleg ósvinna, kalla ég! Sjá þetta ,hann hefur jafnvel farið með lappirnar u,pp í rúmið mitt. Það má hann vita, ég leyíi ekki einu sinni göml- um kunningjum að fara með fæturna upp í rúmið mitt! Þetta er þokkalegt eða hitt þó! Þetta hræ!« Hann hljóp að leikaranum, þreif í öxl hans og hristi hann bókstaílega út úr rúminu. Þá tók hann alt í einu eftir þvi, að þetta var kunningi hans frá því um morguninn. Það varð stutt þögn. Herbergisbúinn, sem ekki skildi upp né niður, sagði með þrumandi rödd: »Jæja, svo nú hefi é,g náö í þig, af- hrakið þitt!« Og hann var að því korn- inn að þrífa í hálsinn á honum, þegar' klappað var mjúklega á dyrnar. »Jæja, þú mátt þakka hamingjunni,« sagði maðurinn, að sú, sem ég beið eftir, er komin, annars hefði ég komið við beinin í þér. Svo tók hann í hnakkadrambið á leikaranum, dró hann fram að hurð- inni og ætlaði að þeyta honum út n ganginn eins og hverjum öðrum ósóma. Það má skjóta því inn í, að slíkar aðgerð- ir hefðu orðið leikaranum hin mesta, huggun eins og á stóð. Alt í einu opnuðust dyrnar og frem- u,r snoturlegur kvenmaður stóð á þrösk- uldinum. Það var sú, sem herbergisbú- inn átti von á, og hún kom rétt mátu- lega til að bjarga lífi leikarans okkar ágæta. Þegar leikarinn sá konuna, hrökk hann aftur á bak og lá við yfirliði. Um- rædd dama var sem sé konan hans. Þetta var óneitanlega mjög merkileg tilviljun, Og leikarinn, sem hafði orðið að vera hljóður eins og mús síðustu tvo tímana, gaf nú tilfinningum sínum útrás, með ópi og hinum ægilegasta hávaða, og krafðist samstundis skýringar á þessari dularfullu, heimsókn. Konan hans fór að snögta og gráta og sagði að maöurinn ynni á sajna stað; og hún og* að hún kæmi bara við ein- stöku sinnum til að fá tesopa og köku. Hinn undrandi samverkamaður henn- ar stakk upp á því, ad fyrst ekki hall- aðist nú á lengur, gætu þa,u, alveg* eins fengið sér tesopa meöan þau, væru að jafna deiluna. Þessari hugmynd svar- aði leikarinn með hræðilegri skamma- kvíðu, og það setti móðursjúkan grát ao konunni. Samverkamaður hennar mundi

x

Pöntunarfélagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pöntunarfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.