Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 8

Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 8
8 Pöntuiiarfélagsblaðið keraur út mánaðarlega. Kostar kr. 2,50 á ári. í lausaaölu kr. 0,25- Utgefandi: Pöntunarfélag Verkainanna. Ábyrgðarmaður: Jón Einarsson. Prentsmiðjan Dögun. um, því að henni hafði frá því fyrsta geðjast vel að hinni háttprúðu og- barns- legu framkomu hans. Sög-uhetjan okkar, sem var afar móðg- uð yfir skapfestuleysi leikarans, er nú orðin hrifin af vísindamanni. Og hvað Nikolaj snertir, virðist hann ekki í neinum ástaræfintýrum lengur. Hann er líka á kafi í önnum. Einstöku sinn- um fær hann þó tóm til að hitta Son- etjku, og þegár hann á frí, fara þau stundum skemtiferð út úr borginni. Svona getur sitt af hverju. gengið á í ástamálum. Skrítlur. Talsími var nýkominn á prestssetur. Gamalli konu, sem liafði verið í heimsókn þar, sagðist svo frá, er hún kom heim: »Ja, nú lield ég að allt sé orðið vitlaust hjá prestinum. Maddaman stóð upp við vegg, talaði við vegginn og kallaði hann afa sinn. Skáldið: »Ég finn að ég er 100 árum á undan tímanum. Húseigandinn: »lJað er mjög sennilegt, en þér eruð sex mánuðum á eftir tímanum með húsa- leiguna. Pðntunarverð — Búðarverð. Ýnis kaupfélög hafa byrjað starf- semi sína sem pöntunarfélög, en þau liafa flest hætt henni þegar þeim óx fiskur um hrygg. Pöntunarfélag Verkamanna hefir einnig opnað sölubúð, en ekki til að láta viðskipti hennar koma í stað pönt- unarviðskiptanna, heldur má segja, að hún sé aðeins varaskeifa, sem félags- menn geta gripið til milli pantana, ef þeim liggur á. Félagið leggur eftir sem áður aðal áherzlu á pöntunarviðskiptin, enda eru þau félagsmönnum liagstæðari, jafnvel þó miðað sé við búð félagsins. í búðinni er hægt að fá keypt dag- lega en í pöntunarafgreiðslunni aðeins einu sinni í hálfum mánuði. 1 búð- inni er selt á almennu búðarverði, en þó er meðlimum P. V. gefinn allt að þvi 10% afsláttur af því, sem þeir kaupa þar. Þó eru nokkrar vöruteg- undir, sem ekki er hægt að gefa full 10% frá útsöluverðinu. Þær vörur eru t. d. smjör, export, kaffi og tóbaksvörur. Orsakirnar eru þær, að þessi vara er svo dýr í innkaupi, að með 10°/0 af- slætti svaraði tæplega kostnaði að selja hana. Þó er gefinn afsláttur af ofangreind- um vörum, sem nemur allt að 7—8%. Margir kaupmenn hafa til siðs, að gefa viðskiptamönnum sínum afslátt. Sjaldnast er þessi afsláttur þó meiri en 5% en þó hjá nokkrum 10%- En þessi afsláttur er svo að segja eingöngu

x

Pöntunarfélagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pöntunarfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.