Ísfirðingur - 11.01.1942, Side 4
4
KOSNINGABLAÐ C-LISTANS
að staðfesta of átakanlega, á
liverju nasistar hafa flotið hezt,
enda er hljótt um sosialdemo-
kratiskar dáðir, í fregnum síð-
síðustu tíma, af baráttunni
gegn nasismanum.
En Hristingsnafnbótina þökk-
um við, og vonum, að reynast
hennar veröugir, með því að
lirista af bæjarmönnum þær
politísku i>einakerlingar, sem
hér hafa hlaðist upp síðustu
árin.
Góðir
alþýðuforingjar.
Þegar sala Skutuls var til
umræðu á bæjarstjórnaríundi
17. nóv. s. 1. vildu Alþýðu-
flokksforingjarnir afdráttarlaust
knýja sölu í gegn. Skyldi tog-
arinn seljast ásamt öllu fylgifé
til Guðm. I. Guðmundssonar
hæztaréttarmálfl.manns (félaga
Stefáns Jóhanns ráðherra) fyrir
eina miljón króna. — Guðm.
Hagalín barði í borðið og heimt-
aði að ákvörðun yrði tekin á
þessum fundi, Sjálfstæðismenn
og Grímur Kristgeirsson vildu
fresta ákvörðun til næsta dags
og báru Sjálfst.menn fram til-
lögu þess efnis. Guðm. Hagalín
sá sinn málstað kominn í óefni
og féll frá fyrri kröfu með því
að greiða atkvæði með tillögu
Sjálfstæðismanna ásamt Grími.
Hjá sátu við atkvæðagreiðsluna
Hannihal Valdimarsson, Helgi
Hannesson og Halldór Ólafsson.
Það þýðir: Þeir voru á móti
frestun til næsta dags. Hvað
þýðir ]>að? Þeir vildu heldur
selja Skutul með öllu fylgifé,
rúmlega tvö hundruð þúsund
krónum lægra en raun varð á.
Það þýðir aftur: Þeir vildu að
bæjarsjóður, hafnarsjóður og
lóðasjóður fengju til samans um
eitt hundrað þúsund krónum
minna, en þeir fengu með söl-
unni daginn eftir.
Um þessa menn segir Finnur
Jónsson:
» , . Hannibal Valdemarsson
er einn hinn þrautreyndasti og
harðasti haráttumaður alþýð-
unnar á ísafirði . . . sakir . . .
mikillar þekkingar á baráttu-
málum alþýðunnar við sjóinn
él' Ilannibal Valdemarsson Al-
þýðuflokknum á ísafirði ómiss-
andi fulltrúi.«
» . . . Helgi Hannesson ér
gæddur bæði óvenju góðum gáf-
um og miklum dugnaði . : .
Enginn, sem til þekkir, mun
efast um, að málefni alþýðunn-
ar í bænum séu í góðum hönd-
um meðan Helgi Hannesson er
bæjarfulltrúi . . .«
Mennirnir, sem með því að
sitja hjá við hina þýðingarmiklu
atkvæðagreiðslu, stofna til þess,
að sjóðir bæjarins beri úr bít-
eilt hundrað þúsund krónum
minna, en þeir svo fengu.
Þessir menn eru ómissandi
sem baráttumenn alþýðunnar
í bæjarstjórninni, að dómi Finns
Jónssonar.
Hvað segið þið kjósendur?
Z.
Alþýðuflokkurinn
og atkvæðasmölunin.
Á föstudagskvöldið efndi á-
hugalið kratanna til skemtun-
ar í Alþýðuhúsinu og bauð
kjósendum sínum frían aðgang
meðan húsrúm leyfði.
Ekki hefur heyrst að hús-
rúm hafi vantað tilfinnanlega,
og má þó telja víst að þar hafi
fleiri komið, en tryggir kjós-
endur Alþýðuflokksins. Hitt
virðist kindug kosningaglaðn-
ing, að telja það til skemmt-
unar, að hlusta á Finn Jóns-
son og Guðm. Hagalín verja
sín pólitísku axarsköft og sinna
flokksbræðra, og mun flestum
finnast ekki bein ástæða til
þess að borga mikið fyrir það.
Þriðja númerið var Hrói
Höttur.
Líklega hefur Hróa Hött al-
drei dreymt um það, að hann
yrði gerður að einu aðal lukku-
númeri í kosningabaráttu krat-
anna á ísafirði, enda þóttust
sumir áhorfendanna verða þess
varir, að hann væri heldur
undirleitur út af þessari vafa-
sömu heiðrun.
Hróí Höttur er vitanlega
gamalt og gott æfintýri. — En
æfintýri kratanna er nokkuð á
annan veg.
Ilrói Höttur tók af þeim ríku
til þess að hjálpa hinum fá-
tæku, en krataforingjarnir nota
hina fátæku til þess, að skapa
sér valdaaðstööu til sjálfsauðg-
unar, og fór þessi ábending
fram hjá fáum nærstöddum.
Þakklálur boðsgeslur.
Fréttir úr Reykjavík.
Frá verkfalli prentara, bók-
bindara, skipasmiða og járn-
iðnaðarmanna eru þær fréttir,
að þjóðstjórnin fræga gaf í fyrra
dag út bráðabirgðalög, sem
banna verkföll og lögleiða
gerðardóm í vinnudeilum, —
lagleg nýársgjöf handa hinum
vinnandi stéttum.
Prentarar, skipasmiðir og
járniðnaðarmenn hafa svarað
þessu með því, að mæta ekki
til vinnu og er óvíst hvernig
þessari deilu lýkur. Félagsmála-
ráðherra. Stefán Jóhann Stef-
ánsson, kvað hafa verið látinn
segja af sér ráðherratigninni,
og á nú að verða einu sinni
enn sprellikarl til þess að villa
alþýðunni sýn í sambræðslu
kratanna við Sjálfstæðið og
Framsókn.
Hinsvegar hefir blaðið ekki
fengið ennþá nægilegar heim-
ildir til þess að geta skýrt ítar-
lega lrá þessu máli, en mun
strax og frekari upplýsingar
ligg,ja fyrir hendi gefa lesend-
um sínum kost á að fylgjast vel
með þessu ámælisverða athæfi
þjóðstjórnarinnar. Er nú orðið
skammt stórra högga á milli
gagnvart lýðræðinu. — Menn
minnast þess ef til vill, að þessi
sama þjóðstjórn kaus sjálfa sig
til þess að fara með völd um
óákveðinn tíma.
Húsmæður!
í eggjavandræðunum skuluð
þér biðja um
þurkaðar eggjarauður,
þar sem þér verzlið.
Talsverðar birgðir fyi irliggj-
andi.
G. Indriðnson,
umboðs og heild-ve zlun.
Prentstofan Isrún