Tuðran - 01.01.2008, Blaðsíða 3
2. flokkur kvenna í rífandi byr
í sumar kemur 2. flokkur kvenna til með
að taka þátt í tveimur mótum á vegum
KSI, í Islandsmótinu og í bikarkeppni
KSI, Visabikarnum.
Liðið er skipað 23 stelpum og þar af 19
á löglegum 2. flokks aldri. Stelpur úr
yngri flokkum hafa fengið að spila með 2.
flokki, sem nokkurs konar viðurkenningu
fyrir góða frammistöðu. Flestar koma þær
af Arborgarsvæðinu (Selfossi, Kjartan!)
en einnig eru leikmenn komnir lengra
að. Þessi blanda hefur rnyndað góðan
og samheldinn hóp, sem hefur raunsæ
markmið.
A undirbúningstímabilinu var hópur-
inn ekki svona stór. Við vorum með 10
manna kjarna og eiga þær stelpur hrós
skilið, því metnaður þeirra og árangur
hefur skilað þessari rniklu tjölgun í hópn-
um. Flestar hefðu lagt árar í bát og hætt,
en þær börðust áfram og er það lýsandi
fyrir karakterinn í liðinu, þær gefast ekki
upp.
Þrátt fyrir fámennan hóp þá stóðu stelp-
urnar sig frábærlega í Faxaflóamótinu
og enduðu þar í 2. sæti, einu stigi á eftir
toppliðinu.
fslandsmótið hefur farið ágætlega af stað,
þær hafa unnið einn leik og tapað einum.
I Visabikarnum eru þær komnar í 8 liða
úrslit og nræta Þór/KA/Völsungi í leik
um sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.
Þjálfarar liðsins eru Guðmundur Signrars-
son, sem hefur verið þjálfari stelpnanna
frá því í 4. flokki og Guðjón Bjarni
Hálfdánarson, sem var ráðinn til starfa í
janúar 2008.
Stelpurnar hafa allt til brunns að bera til
að verða frábærar fyrirmyndir fyrir yngri
stelpur og stráka á Selfossi og flottir
fulltrúar kvennaknattspyrnunnar. Við
hvetjum bæði einstaklinga og fyrirtæki til
að styðja við bakið á þeinr því þær þurfa
á því að halda.
Hvað varðar getu þeirra, þá er það okkar
að vita, en ykkar að komast að. Eina
leiðin til þess er að mæta á völlinn og
hvetja þær til dáða og sjá hversu góðar
þær eru.
Við minnum á heimasíðu kvennaknatt-
spyrnunnar á Selfossi: www.blog.central.
is/gummastelpur
Með hvatningar- og baráttukveðju,
Afram Selfoss!
Guðmundur Sigmarsson &
Guðjón Bjarni Hálfdánarson
kemur á óvart
3