Tuðran - 01.01.2008, Blaðsíða 10
Framtíðarþróun íþróttavallarsvæðisins á Selfossi
Á undanförnum mánuðum hefur verið
unnið að stefnumótun við framtíðar-
þróun íþróttavallarsvæðisins en til
stendur að endurbæta keppnis- og
æfingavelli sem og allt almennt að-
gengi um Rauðholt. Að leiðarljósi er
haft gildandi deiliskipulag frá 2004,
en síðan þá hafa forsendur nokkuð
breyst. Knattspyrnulið karla er komið
í 1. deild, til stendur að halda Iands-
mót UMFÍ á Selfossi árið 2012 og nú
liggur fyrir ákvörðun um að fjölnota
fþróttahús skuli rísa í hjarta bæjarins,
þar sem nálægð við skóla og gott
aðgengi bæjarbúa er eins og best
verður á kosið. Drög að nýju skipulagi
svæðisins liggja nú fyrir og í framhal-
dinu verður ráðist í breytingu deiliski-
pulags vegna fyrirhugaðra bygginga á
íþróttasvæðinu.
Meginmarkmiðið við endurskoðun
skipulagsins hefur verið að tryggja
að æfinga- og keppnisaðstaða íþrótta-
iðkenda verði sem best. Víðtækt
samráð hefur verið haft við íþrótta-
hreyfinguna á Selfossi og hafa
bæjaryfirvöld ásamt embættismönn-
um sveitarfélagsins unnið hörðum
höndum að því að hrinda hugmynd-
um þessum í framkvæmd. Á sama
tíma hefur verið lögð áhersla á að
mótun heildarsvæðisins verði með
þeim hætti að það nýtist einnig al-
menningi sem útivistarsvæði. Göngu-
stígar innan svæðisins eru hluti af
megingöngustfganeti bæjarins og
þaðan er stutt í aðliggjandi skóla og
stofnanir. Áfram verði hlúð að trjá-
gróðri og plöntun á svæðinu. Þar sem
sérstakar jarðmyndanir eru sýnilegar,
s.s. grýlupottarnir og ýmsir hólar og
gjótur, verður þess gætt að raska þeim
ekki meðan á framkvæmdum stendur
og taka mið af þeim við staðsetningu
valla og annarra mannvirkja.
íþróttavellir
í stað eins sameiginlegs vallar er
nú gert ráð fyrir tveimur aðskildum
völlum, þ.e. einum knattspyrnuvelli
og einum frjálsíþróttavel 1 i. Knatt-
spyrnuvöllurinn verður nánast á sama
stað, en þó nær áhorfendasvæðinu að
austanverðu. Frjálsíþróttavöllurinn
verður síðan sunnan við knattspyrnu-
völlinn. Gert er ráð fyrir tveimur
æfingavöllum austan við frjálsíþrótta-
völlinn. Núverandi æfingavellir
sunnan við gervigrasvöllinn verða
tímabundið, þvf þar er síðar gert ráð
fyrir fjölnota íþróttahúsi. Gert er ráð
fyrir æfingavelli fyrir kastgreinar í
frjálsum íþróttum sunnan við „Fjallið
eina“ en það verður fiutt til og mun fá
aðra Iögun en það hefur í dag.
Byggingareitir
Byggingareitir meðfram Engjavegi
gera það mögulegt að hægt verður að
byggja við Tíbrá eða byggja ný hús
sem rúmað geta bætta félagsaðstöðu,
búningaklefa, æfinga- og þrekaðstöðu,
kennslustofur, skrifstofur og fleira
þvíumlíkt. Byggingareitur meðfram
áhorfendabrekku austan við knatt-
spyrnuvöll er hugsaður fyrir létta
stúkubyggingu og jafnvel áhalda-
geymslu og búningsklefa. Sunnan við
gervigrasvöll er gert ráð fyrir um 10-
17.000m2 byggingareit fyrir fjölnota
íþróttahús. Hugmyndir og útfærsla á
því húsi eru á frumstigi og því ekki
hægt að segja til um á núverandi tíma-
punkti hversu umfangsmikil starfsemi
getur rúmast þar.
Samkomuflöt
Tjaldsvæðið austan við Gesthús
helst óbreytt en á grasflötinni þar
suður af er lagt til að mótuð verði
skállaga grasflöt sem nýst getur til
samkomuhalds, s.s. stækkun tjald-
svæðis á álagstímum og brennustæði
fyrir þrettándann og brekkusönginn á
Jónsmessunni. Á sjálfu brennustæðinu
væri hægt að slá upp markaðs- og
samkomutjaldi. Þarna mætti einnig
hafa púttflöt og æfingasvæði fyrir
golfiðkendur.
Bflastæði
Auk bílastæða meðfram Engjavegi
er nú gert ráð fyrir auknum fjölda
bílastæða meðfram Langholti. Hluti
þeirra er í tengslum við fyrirhugað
fjölnota íþróttahús og hluti þeirra
hugsaður sem viðbótarbílastæði á
álagstímum. Bílastæðin munu nýtast
þegar kappleikir eru haldnir og ann-
að samkomuhald. Mikill kostur er að
geta dreift bílastæðum og aðgengi
með þessum hætti í stað þess að hafa
eitt mjög stórt bílastæði sem oft skap-
ar vandamál við stóra atburði.
Stígar
Einhverjar breytingar verða á stíg-
um en lögð er áhersla á að svæðið
nýtist áfram sem útivistarsvæði fyrir
almenning sem og að fólk geti stytt
sér leið gegnum svæðið. Lagt er til að
2-3 meginstígar verði malbikaðir en
aðrir stígar geta áfram verið malar-
bornir líkt og í dag. Megingöngustígar
verða upplýstir líkt og í dag.
Aðrar greinar íþrótta
Knattspyrnu- og frjálsíþróttavellir eru
plássfrekir í eðli sínu og taka þar af
leiðandi stóran hluta af heildarsvæð-
inu. Þó má hugsa sér að pláss verði
fyrir aðrar íþróttagreinar svo sem
æfingavelli í golfi, torfærubrautir fyrir
torfærureiðhjól og fleira í þeim dúr.
Fjallið eina verður endurmótað og þar
verður sleðabrekka.
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Áætlað er að framkvæmdir hefjist nú
strax í sumar, en þá verður ráðist í að
slétta undir fyrirhugaðan æfingavöll
við Langholt. I lok sumars, að loknu
keppnistímabili, verður síðan byrjað á
uppgreftri og jarðvegsflutningum við
báða keppnisvellina. Framkvæmd-
irnar verða mjög umfangsmiklar og
íþróttaiðkendur og aðrir bæjarbúar
munu án efa verða þeirra varir. Leit-
ast verður við að verkið verði unnið
hratt og vel, en þó er ljóst að sumarið
2009 verða framkvæmdir í fullum
gangi og keppnisvellir ekki tilbúnir
fyrr en vorið 2010. Á meðan verða
knattspyrnuiðkendur að nýta sér
æfingavellina og gervigrasvöllinn.
Almennt útivistarsvæði vestan við
Sunnulækjarskóla verður þá einnig
tilbúið og getur því nýst tímabundið
til æfinga.
Ljóst er að með tilkomu þessara nýju
æfinga- og keppnisvalla mun öll
íþróttaaðstaða verða með því besta
sem þekkist á íslandi. Mikilvægt er að
í beinu framhaldi verði ráðist í bætta
félags- og búningsaðstöðu við Tíbrá.
10