Ísland - 26.03.1927, Síða 3
í S L A N D
3
Kosningar.
Á þessu ári fara fram nýjar
kosningar. þörfin á að veita
■nýjum straumum inn í þingið
hefir sjaldan verið meiri en nú.
þingið virðist vera þreytt. Flokk-
arnir, sem mest áhrif hafa á
þingið, fhalds- og framsóknar-
flokkurinn, virðast ekki hafa
neina endurnýjunar möguleika
i sér. Ádeilur þeirra minna
stundum á kerlingar, sem gigt-
in þjáir, sem strjúka mjöðmina
á undan hverju illviðri og tala
•ekki um annað en gigtina. Mun-
urinn aðeins sá að kerlingarnar
hölva gigtinni f sjálfri sér, en
íhaldið kennir gigtinni í fram-
sókninni um alt ilt og framsókn-
in gigtinni f íhaldinu. Og þó eru
þessar pólitísku kellingar sam-
mála um æði margt.
Hér er lftill minnisseðill:
1. Bankaeinokunin.
2. Sildareinokunin.
3. Áburðareinokunin.
4. Hæstaréttarrýrnunin.
5. Fækkun þinga.
6. Titan.
7. Afsetning Sigurðar búnaðar-
málastjóra.
3. Innsetning Sigurðar búnað-
armálastjóra.
3. Innsetning annars búnaðar-
málástjóra.
Að því 7—9 snertir, þá er
það ihaldið og framsóknin í
búnaðarfélaginu, sem þar standa
:að. Enginn skilur þessar undar-
legu ráðstafanir. En eitt skilja
þó allir, að hinn mikilvirki bún-
aðarmálastjóri hefði ekki verið
-settur inn aftur, ef sakleysi hans
hefði ekki verið augljóst. Þessu
hafði og verið fast haldið fram
af ýmsum af þeim frjálslyndu.
Því ver og miður virðist þing-
ið sneiða all mjög fram hjá
ýmsum af þeim vandamálum
sem bfða lausnar. Hvað er nú
gert fyrir atvinnuvegina? Ekkert
bólar á því að létta eigi hinum
þungu byrðum af þeim, og þó
hlýtur öllum að vera Ijóst við
hvað mikla örðugleika þeir eiga
að stríða.
Sú von, sem fólst í því að
atvinnuvegunum yrði gert Ijett-
ara undir fæti, með því að koma
fyrirkomulagi bankamála vorra
á heilbrigðan grundvöll, virðist
með öllu útilokuð. Hið þraut-
seiga afturhald í þinginu, leggst
enn eins og mara á allar vitur-
legar tillögur í því máli, en í
öndvegi á að skipa gömlu úr-
eltu fyrirkomulagi. Til þess að
spekja í augnablikinu mun eiga
að taka nokkurra milj. kr. lán til
veðdeildarinnar. En hver hefur
nú þrek til þess að hugsa at-
vinnuvegunum fyrir nægu fjár-
magni? Áhugin virðist meiri
fyrir því að láta alt deyja, sem
dáið getur. *
Ymsum örðugum málum virð-
ist aptur varpað í faðm erlendra
sérleyfa. Og þó sýnist "nokkur
reynsla fengin í þeim málum.
Minna má á Vestfjarðaeinka-
leyfið.
Þá áttj að fá fé með banka-
sérleyfi. Það fé er ekki komið
enn. Og nú á að bjarga land-
búnaðinum austanfjalls, með sér-
leyfi fyrir »Titan«. En hvað er
»Titan«. Félag, sem viröist væg-
ast talað hanga á mjög mjóum
þræöi fjárhagslega séð. Og þó á
Mikið atvinnuleysi
hefir verið í Þýskalandi. Reyna
Þjóðverjar að ráða bót á því með
ýmsu móti, meðal annars með
því að setja á stofn vinnustofur.
Þar eru ungir verkamenn látnir
vinna ýmislegt, er til handiðna
heyrir. Er þetta meðal annars
gert í þeim tilgangi að sporna
við því, að þessir menn leiðist
út á brautir lasta og ómenning-
ingar.
Þessi mynd er af einni slíkri
vinnustofu. Er þar unnið að skó-
viðgerðum.
— En hvað gera íslendingar
til þess að bæta úr atvinnuleys-
inu?
Fólkið þyrpist til kaupstað-
anna í þeirri von, að þar eigi það
hægara með að lifa lífinu. Þegar
harðnar í ári og atvinnurekend-
ur verða að draga saman seglin,
þá verður fóík þetta atvinnulaust.
Afleiðingarnar af atvinnulysinu
verða svo þær, að menn hafa
ekki nægilegt til þess að fram-
færa sig og sína og verða því að
leita á náðir hins opinbera. Unga
fólkið venst á aðgerðaleysi og
lendir út á villigötum.
Hér er lítið gert til þess að
vinna á móti þessum ægilegu af-
leiðingum. Slæm fjármálastjórn
gerir það að verkum, að atvinnu-
rekendur verða að draga saman
seglin. Skattar og tollar hvíla
eins og mara á einstaldingunum,
svo að framtak þeirra getur
hvergi nærri notið sín. — Og
svo, þegar alt er komið í öng-
þveiti, þá eru tekin lán á lán of-
an. Lánsfénu er að vísu oft varið
til sæmilega nytsamra fyrir-
tækja, en það gengur ekki til þess
að auka framleiðsluna í landinu,
að minsta kosti ekki beint. En
það er einmitt hið eina nauð-
synlega. Það verður að auka
frainleiðsluna í landinu, rækta
landið meira en nú er gert. Það
er skilyrðið fyrir vellíðan og
þroska landsmanna.
Þegar alt er komið í ógöngur,
rísa jafnaðarmenn upp til handa
og fóta og krefjast þess að rík-
ið eða bæjarfélögin sjái mönn-
um fyrir atvinnu, það eru neyð-
arráðstafanr, því að þær eru
venjulega þungur baggi á ríkinu
eða bæjarfélögunum. Slíkar ráð-
stafanir duga því ekki til lengd-
ar. Eina og sjálfsagðasta ráðið
er að skapa nægilega atvinnu-
mögueika fyrir alla þá, sem vilja
vnna og nenna að vinna. •
að Ieggja járnbrautina o. fl. á
hans breiða bak. Sancta simpli-
citas (heilagri einfeldni). Þingið
er þreytt. — Það vantar nýja
krafta, þarf að endurnýjast. En
ef heilbrigt blóð á að færast í
æðar þess, þá verða kjósendur
í landinu að kjósa þá eina á
þing, sem eru sjálfstæðir, sterkir,
einbeittir, menn. Þá má ekki
kjósa, sem fórna skoðunum sín-
um á altari flokksagans. En
er nú ekki verið að reyna að
skipa fiokksaganum yfir málin?
Þessa hæltu verður að varast í
tíma. Því hún er brot á þing-
ræðinu. En leiðirnar fram hjá
þingræðisgrundvellinum enda i
einræðinu sbr. facísman og
bolcivisman.
Atturhaldið er orðið of sterkt
í þessu landi. Óbáðir kjósendur
verða að athuga þetta við i
höndfarandi kosningar. Ef það
gleymist að koma víðsýnu
mönnunum á þing má vera að
þjóðin eigi eftir að yðra þess
sáran.
Höfðatalan er ekki aðalatriðið
heldur höfuðin.
En hve margir gleyma ekki
þessum sjálfsagða sannleika.
Kristján Bergsson,
forseti Fiskifélagsins, skrifar
greinar um sjávarútveginn í
næstu blöð.
Erlendar fréttir.
1 mörg ár hefir ægilegur
innanlandsófriður geysað i
Kinaveldi. Hafa margir herfor-
ingjar risið upp, safnað iiði og
farið ruplandi og rænandi um
alt landið. En nú er svo komið,
að Canton-herinn svokallaði
hefir alt landið fyrir sunnan
Jangstekiang (Blá-á) á valdi
sínu. Er ætlun manna, að hon-
um muni hepnast að sameina
aftur þetta gamla menningarríki.
Mussolini hefir tilkynt stór-
veldunum, að Jugoslavar séu
að undirbúa ófrið gegn Alban-
iu. Kveðst hann ekki geta setið
hjá, ef til ófriðar dragi á milli
þessara ríkja, sakir samninga,
sem séu á milli ítala og Albana.
Jugoslavar mótmæla, að nokkur
fótur sé fyrir þessum áburði.
Þá hefir Mussolini borið það
á Jougoslava, að þingmenn
þeirra hafi svivirt sendiherra
ítala á þingfundi. Hefir hann
sent fjögur herskip til Jugo-
slavíu.
Síðustu skeyti herma, að
England og Frakkland muni
reyna að koma sáttum á, og er
búist við, að þeim takist það.
Stefnuskrá
fyrir fjelag frjálslyndra manna í Reyjavík.
1. gr.
Fjelagið heitir: »Fjelag frjálslyndra manna í Reykjavfk.«
2. gr. 1.
Stefna fjelagsins er:
a) Að halda stjórnmálunum í horfi frjálslyndis á grundvelli
þjóðstjórnar og þingræðis og leitast við að eyða stjettarríg og
vinna að sem bestu samkomulagi milli sveita og bæja og láta
yfir höfuð hag alþjóðar jafnan sitja í fyrirrúmi fyrir hags-
munum stétta og einstaklinga.
b) Að gæta sjálfstæðis þjóðarinnar, sæmdar og réttar hennar
útávið og undirbúa hana til þess að verða fær um að taka
öll mál i sinar hendur.
c) Að efla mentun og menning í landinu, og jafnframt barna-
fræðslunni stuðla að því að hver unglingur eigi kost á því
að fá þá mentun er honum hæfir best, án tillits til efnahags,
einkum með þvi að koma upp góðum lýðskólum og heima-
vistum við mentaskóla og háskóla og styrkja efnilegustu
menn til háskólanáms innanlands og utan, að efla íslensk
vísindi, bókmentir og listir og sjálfmentun alþýðu með styrk
til bókasafna, fræðirita og fyrirlestra.
d) Að efla atvinnuvegi landsmanna, til sjávar og sveita, að
stuðla sérstaklega að því að landbúnaðurinn komist í betra
horf en nú er með aukinni jarðrækt, bættum samgöngum
og með því að styðja að hollri nýbreytni í búnaðarháttum,
svo sem notkun rafmagns o. fl., að efia innlendan iðnað,
sjerstaklega með það fyrir augum, að vinna úr afurðum
landsins, að vernda og styðja frjálsa verslun og vinna á móti
öllu misrjetti í löggjöf um þau efni.
e) Að vanda lagasetning, gæta slranglega settra laga og tryggja
rjettaröryggið, meðal annars með því að vinna að því að
jafnan verði sem öruggast búið um æðsta dómstól landsins.
f) Tekna handa ríkissjóði vill fjelagið láta afla, aðallega með
tollum á ónauðsynlegum vörum og með stighækkandi tekju-
skatti. Toll á nauösynjavörum og útflutningsgjald af útfluttum
vörum vill fjelagið láta afnema sem fyrst.
Álögunum sje svo sem unt er hagað eftir afkomu atvinnu-
veganna á hverjum tíma, og stund lög á það, að áætla sem
nákvæmast tekjur og gjöld ríkissjóðs, svo að forðast megi
bæði mikinn tekjuhalla og óeðlilegan tekjuafgang.
g) Fjelagið vill stuöla að auknum tryggingum almennings.
h) Fjelagið vill styðja að sem bestu fasteignalána fyrirkomulagi.
i) Fjelagið vill efla landhelgisgæsluna og vinna að því að land-
helgin verði rýmkuð.
j) Fjelagið vill vinna að útrýmingu áfengisnautnar í landinu,
meðal annars með því að styðja að ríflegum fjárframlögum
til bindindisstarfsemi og með því að lögleiða bindindisfræðslu
í barnaskólum landsins.
2. g. 2.
í bæjarmálum vill fjelagið beita áhrifum sinum til þess að
fylgt verði sömu grundvailarstefnu eins og í landsmálum
Herluí Clausen.
Stærsta pappírsheildsala á landinu.
Kirkjutorg 4. — Reykjavik.
Höfum ávalt fyrirliggjandi birgðir af allskonar pappír, um«
slögum, blýöntum, ponnuin, höfuðbókum,
blelii og margt fleira.
Avalt lœgsta verð.
cTbaupié þar sam ééýrast er.
Gosdrykkir og saftir
frá „Sanitas“
eru alþektar um land alt fyrir g-seöi — Pað er því
yður fyrir beztu að kaupa ávalt
,,Sanitas“-vörur, sem fást alstaðar.
Sími 190. jfSanÍfaSfí. Simi 190.