Ísland - 30.04.1927, Qupperneq 2
í S L A N D
2
Sjálfstæðis-
málin.
Þegar sambandslagasamning-
nrinn var gerður við Dani 1918,
hætti meiri hluti kjósenda að
skipa sér í flokka eftir við-
horfinu tiJ sjálfstæðismálanna.
— Stéttakrytur, héraðarígur og
smámunaleg hagsmunamál hafa
síðan ráðið miklu um stefnur
og störf stjórnmálaflokkanna.
I.
Með sambandslagasamningn-
um var ísland viðurkent
frjálsf og fullválda ríki, en í
honum eru ýmsar liráðabirgða-
takmarkanir á yfirráðarétti
bjóðarinnar yfir málum henn-
ar. Þessar takmarkanir standa
þar til samningurinn fell-
ur úr gildi. Til þess að af-
nema samninginn, þurfa %
þingmanna í sameinuðu þingi
að samþykkja ályktun, er
fer í þá átt. — En það dugar
ekki til. — Þessa ályktun þings-
ins verður að leggja undir at-
kvæði allra kosningabærra
manna í landinu. Ef % — 75
af hverju hundraði — ltjósenda
í landinu taka þátt í atkvæða-
greiðslunni, og % — 75 af
hverju hundraði — þeirra, er
taka þátt í atkvæðagreiðslunni,
samþykkja ályktunina, þá er
sambandslagasamningurinn fall-
inn úr gildi.
Samningurinn mælir svo fyr-
ir, að Danir fari með utanrík-
isrnál íslands í umboði þess til
1943. — Nú er það alkunnugt,
að utanríkismálin eru vanda-
tf
sömustu mál hveri-ar þjóðar.
Þau taka til allra viðskifta
ríkis við önnur ríki, og þau
gripa beint eða óbeint inn í alt
líf þjóðarinnar. Ef íslendingar
eiga að taka þess mál í sínar
hendur 1943, — en það telja
frjálslyndir mcijn algerlega
sjálfsagt, — þá veitir sannar-
lega ekkj af því, að þjóðin fari
að búa sig undir það.
En hvortveggja þetta, að
svona mikill hluti þjóðarinnar
verður að greiða atkvæði með
sambandsslitum og að þjóðin
þarf að búa sig vel undir það,
að taka við meðferð utanrík-
ismálanna, gerir það að verk-
um, að þegar í stað verður að
hefjast handa — 10 ár eru
stuttur tíini í lífi þjóðarinar.
Þjóðin verður að gera sér
ljóst, hvert leiðirnar liggja.
Hún verður að krefjast þess af
öllum frambjóðendum við
næstu kosningar, að þeir lýsi
yfir, hver afstaða þeirra sé til
þessara inála. Þeir einir mega
komast á þing, sem taka hreina
afstöðu og vilja þegar í stað
hefjast handa. — Hálfvelgjan
veikir trú þjóðarinnar á sjálfa
sig og sigurinn.
II.
En hvers vegna eiga íslend-
ingar að nota uppsagnarákvæð-
ið 1943.
1 6. gr. sambandslaganna seg-
ir, að danskir ríkisborgarar njóti
að öllu leyti sama rétlar hér
landi sem íslenskir ríkisborg-
ar, að danskir ríkisborgarar —
hvar sem þeir eru búseltir —
hafi saina rétt til fiskiveiða í
íslenskri landhelgi sem íslensk-
ir ríkisborgarar, að dönsk skip
njóti sama rétlar á íslandi sem
íslensk skip.
Danir, Færeyingar og Eski-
móar geta þvi þyrpst inn í land-
ið og rekið hér hverja þá at-
vinu, sein íslendingum er heim-
ilt að reka. Þeir geta gerst hér
bændur og búaliðar, verslunar-
mcnn og kaupmenn, sjómenn
og verkamenn o. s. frv. Þeir
hafa kosningarrétt til Alþingis
með sömu skilyrðum og ís-
lendingar. Þeir geta sent skip
sín hingað og látið þau fiska
í íslenskri landhelgi, rekið stór-
útgerð og lagt aflann hér upp
og látið verka hann. Og skip
sín mega þeir skrásetja hér og
láta þau sigla undii* íslenskum
fána„ ef þeir fullnægja þeim
skilyrðum, sem íslendingar
verða sjálfir að l’ullnægja.
Á meöan sambandslögin eru
í gildi, er fsland ekki fgrir ts-
lendinga eina, heldur einnig
fgrir Færeginga, Dani og Eski-
móa.
Að vísu hafa þessar þjóðir
lítið notað þennan rétt, enn
sem komið er, og ýmsir trúa
því, að svo muni einnig verða
í framtíðinni. — En framtíð
heillar þjóðar má ekki byggj-
ast á trú. Hún verður að
byggjast á haldbetri grundvelli.
Margt bendir til þess, að
Danir séu farnir að yfirvega,
hvernig þeir geti hagnýtt sér
þann rétt, sem þeim er trygð-
ur ineð sambandslögunum.
Fólksfjöldinn er orðinn svo
mikill í Danmörku, að menn
neyðast til þess að flytja úr
landi og setjast að í öðrum
löndum. Og mikill áhugi er
vaknaður l'yrir því í Dan-
mörku, að útflytjendurnir fari
ekki til framandi landa, lieldur
til dönsku nýlendnanna og til
íslands. — Þeir, sem be rjast
fyrir þessari nýju stefnu, eru
aðallega ungir mentamenn. I
málgangi sínu hafa þeir með-
al annars kolnist þannig að
orði: „ísland, Færeyjar og
Grænland — enginn angurblíðu
fornaldarblær iná kasta rýrð á
þessi nöfn í meðvitund okkar,
þau verða að iákna danska
framtið, framtíð Danmerlcur
hinnar meiri“.
Ýmsir merkismenn, danskir,
hafa tckið undir þessi ummæli
í dönskum blöðum, og ganga
jafnvel öllu lengra en gert er
í hinum tilfærðu orðum. Þeir
. _ ■ i
virðast ogr vera farnir að
hugsa nokkuð mikið um auðs-
uppsprettur íslands, bæði til
lands og sjávar. Þeir ræða mik-
ið um að stofna félög til þess
að veiða hvali í Norðurhöfum,
og þeir eru nú að síofna út-
gerðarfélag, sein ráðgerir að
kaupa 10—15 togara og senda
þá hingað til Islands. —. Auð-
vitað koma danskir verkamenn
hingað til þess að skipa fiskin7
um upp úr þessum togurum og
verka hann hér.
— Trú þeirra er mikil, sem
trúa því, að ekkert sé að ótt-
ast, að oss geti engin hætta
stafað af þessum fyrnefndu á-
kvæðum sambandslaganna. —
Sumir þingmenn vorir hafa
sjálfsagt þessa miklu trú, því
að þeir telja það merki um
karlinensku — og sjálfsagt ætt-
jarðarást — að lýsa yfir því,
að þeim detti ekki í liug að
vera hræddir við útlendinga.
7. gr. sambandslaganna ræð-
ir um utanríkismálin. Með
þeirri grein hefir Dönum verið
gefið umboð til þess að fara
með utanríkismál íslands til
1943. — Þó er umboð þetta
takmarkað að ýmsu leyíi.
Það er óeðlilegt og óheppi-
Jegt að láta Dani fara með þessi
mál, því að þótt þá slcorti ekki
viljann á því að leysa þau vel
af hendi, þá skortir þá þekk-
inguna á því, hvað þjóð vorri
hentar best.
— íslendingar hafa auðvitað
meiri þekkingu á þeim málum
heldur en Danir. Auk þess, sem
hagsmunir Dana og íslendinga
geta hæglega rekist á.
Það er og víst, að erlendar
þjóðir komast aldrei í fullan
skilning um það, að ísland sé
sjálfstætt ríki á meðan Danir
fara með utanríkismál þess.
„Sjálfs er höndin hollust“. —
íslendingár verða að taka þessi
mál í sínar hendur, jafnskjótt
og það er unt.
III.
Vér gerum ráð fyrir því, að
flestir muni vera á einu máli
um það, að sambandið, sem nú
er á milli íslands og Danmerlc-
ur sé óhæft til frambúðar. En
hinu má einnig gera ráð fyrir,
að sumir horfi í lcostnaðinn,
sem það mundi hafi í för með
sér fyrir þjóð vora, ef upp-
sagnarákvæðið yrði notað. En
ef ÖIIu er haganlega fyrir lcom-
ið, þá þyrfti kostnaðurinn ekki
að verða þjóðinni ofvaxinn á
nokkurn hátt.
Niðurlagsorð.
Þetta er svo mikið mál, að
það er ekki unt að kryfja það
til mergjar i stuttri blaðagrein.
Margt fleira mætti telja, er ger-
ir það Ijóst, að það er alger-
lega sjálfsagt að nota uppsagn-
arákvæðið 1943. En þau atriði,
sem talin hafa verið hér á und-
an, eru nægileg til þess að sýna
það, að þótt sambandslögin
hafi veitt þjóð vorri mörg og
margvísleg réttindi, þá eru gall-
ar þeirra svo miklir, að það er
ekkert vit í að láta þau vera
Iengur í gildi en til 1943.
Þjóðin má ekki vera of
værukær. Stéttakrytur og hér-
aðarigur má ekki skyggja á
helgasta mál þjóðarinnar. Hún
verður að slíta af sér herfjöt-
urinn, sem blindir flokksfor-
ingjar hafa smeygt á hana.
1918 og 1943 eiga að verða
merkústu árin í sögu þjóðar
vorrar.
Landsbankinn.
Samþykt var við þriðju umr.
Landsbankalaganna, tillaga frá
fjármálaráðherra um að ríkis-
sjóður bæri ekki ábyrgð á
Landsbankanum neð öðru en
því, sem hann hefði lagt bank-
anum til.
Allmiklar umræður urðu um
lillöguna, en samþ. var hún
með 8 atkv gegn G.
Finski
skáldsnillingurinn,
Zacharias Topelius,
er fæddur 14. janúar 1818.
Ilann varð doktor 1847 og pró-
fessor i Helsingfors 1853 til
1878. Hann fékst við blaða-
mensku í mörg ár, en auk þess
skrifaði hann feiknin öll af
sögum, ritgerðum um sagnfræði
og kvæðum. Hann var einlæg-
ur ættjarðarvinur, og kemur
það glegst í 1 jós í hinum al-
vöruþrungnu orðum hans lil
finskra mæðra. Hann skorar á
þær að kenna hörnunum að
elska tunguna og ættjörðina,
jafnskjótt og þau vakna til
meðvitundar um lífið.
í skáldskapnum fylgdi hann
rómantísku stefnunni og lagði
mikla áherslu á það leyndar-
dómsfulla. — En ættjarðarást-
in, réttlætisþráin og virðingin
fyrir sannleikanum var þó að-
aluppistaðan í skáldskap hans.
Af sögum hans hafa „Bók
Náttúrunnar" og „Sögur Her-
Iæknisins“ verið þýddar á ís-
lensku. Hafa þær báðar fengið
svo mikla lýðhylli hér á landi,
að óhætt er að segja, að flestir
íslendingar muni hafa lesið
þær.
Z. Topelins andaðist 12.
márs 1898. — Nú hefir verið
efnt til almennra samskota í Sví-
þjóð og Finnlandi, til þess að
reisa honuin ininnisvarða í höf-
uðborg Finnlands, Helsingfors,
(finska heitið á henni er
Helsinki).
Hættuleg tiílaga.
Tveir þingmcnn úr framsókn
báru fram tillögur í 4 liðum
um bannmálið, 2. þingm. Sunn-
inýlinga og þingm. Dalamanna.
Samkvæmt 2. lið tillögunnar,
skyldi hefja að nýju sainninga
við Spánverja.
Vér njótum nú bestu kjara
að því er toll á saltfiskinum
snertir. Þetta þýðir margra
milj. hag á ári fyrir ísland.
Er. því óverjandi að fara nú
að hreyfa þessu máli, og mætli
vera að það gæti orðið oss
að stórtjóni.
FulltrÚEp’ þjóðarinnar verða
að skilja, að ekki má hafa ut-
anríkismál þjóðarinnar að leik-
soppi. — Einu sinni var þingm.
fyrir Dalamenn sem skildi
þetta. 1
Þyngri búsyfjar væri elcki
hægt að gera landbúnaðinum
en ef þessu máli væri stofn-
að í slík vandræði, að yl’irfæra
þyrfti nokkuð af sköttum þeim,
sem hvíla sj ávarútveginui* á
Iandbúnaðinn.
Bækur og tímarit.
„Dæmalaus kirkja“ heitir ritl-
ingur einn, nýútkominn, eftir
Sigmund Sveinsson, uinsjónar-
mann við Barnaskólann hér í
Reykjavík. Höí. ritlingsins
ræðst gegn þeim, sem ráðist
hafa á kenningar gömlu guð-
fræðinnar. Biskupinn, guðfræði-
kennarar Háskólans og ýmsir
fleiri verða aðallega fyrir barð-
inu á honum.
Mars- til apríl-hefti Freys er
nú komið út og er fjölbreytt
að vanda. Fyrsta greinin er eft-
ir Sigurð Sigurðsson, búnaðar-
málastjóra, og fjallar um jarð-
yrkjutilraunir. í niðurlagi grein-
arinnar kemst hann þannig að
orði: „Nákvæm tilraunastarf-
semi er undirstaða allrar jarð-
yrkju og búnaðarframfara. Það
má því eigi undir höfúð Ieggj-
ast að stofna til slíkrar starf-
semi, og vér vonum að s'tjórn
og þing hafi fullkominn skiln-
ing á þýðingu þessa máls“.
Pálmi Einarson, ráðunautur,
skrifar fréttir frá Búnaðarþing-
inu 1927. Steingrímur Stein-
þórsson, kennari við Hvanneyr-
arskólann, skrifar grein um
notkun áburðar. Kveður hann
mikla nauðsyn á þvi, að betur
verði farið með áburðarefnin,
sem falla til í landinu sjálfu,
heldur en gert hefir verið til
þessa. Pálmi Einarsson skrifar
um FéSag norrænna búvisinda-
manna. Klemenz Kr. Kristjáns-
son skrifar um grænfóðurrækt.
Jón H. Þorbergsson skrifar
tvær greinar, er önnur þeirra
um nokkur nýbýli, sem lcomið
hefir verið upp hér og þar á
Jandinu, hin er uin ineðferð og
kynbætur hrossa. Auk þess eru
frétlabréf, jarðabótaskýrslur og
ýmislegt fleira í heftinu.
Allir þeir sem unna landbún-
aði vorum ættu að lesa „Frey“.
MiSvikudagur til mæðu.
Sérleyfið til handa „Titan“
var samþykt í n. d. siðastl.
miðvikudag. Þungt var mörg-
um i hug út af þessari sam-
þykt, og er hin mesta nauð-
syn á að þjóðin felli harðan
dóm yfir þessari ráðstöfun. Og
dagur dómsins nálgast óðum.
Úr bréfi úr Dölum.
Vér erum spurðir að því í
bréfi að vestan, hvort nokkuð
muni hæft í því að -Jónas á
Hriflu hafi síðastliðið haust
beðið forsætisráðherra um að
sjá uin að „Willemoes" yrði
slöðvaður í Stykkishólmi, svo
Sig. Eggerz kæmist ekki með
honum inn í Búðadal.
Vér biðjum Jónas frá Hriflu
vinsamlegast að svara þvi í
,,Tímanum“, hvort hann hafi
nolckra fyrirætlaniy í éþá átt, að
gera skip ríkissjóðsyþólitísk.