Ísland - 30.04.1927, Page 3

Ísland - 30.04.1927, Page 3
í S L A N D 3 Einkennilegt dvr. Maurbjörn að éta. Víðvarpsmálið. Mikil óánægja hefir verið meðaí víðvarpsnotenda út af rekstri hf. „Útvarp“ og sérleyfi þess og reglugjörð. J gær sendu víðvarpsnotend- ur eftirfarandi bréf lil Al- jxingis: „Vér leyfum oss hér með, fyrir hönd „Félags víðvarps- notenda, að senda hinu háa Al- j)ingi eftirfarandi óskir félags- ins, sem samþyktar voru á að- alfundi þess 26. þ. m. „Félag víðvarpsnotenda“ leyf- ir sér hér með að lýsa yíir van- þóknun sinni á framkvæmd laga nr. 51, 27. júní 1925 „um sérleyfi til þess að reka útvarp (broadcasting) á íslandi", og telur ákvæði í sérleyfi því, er ríkisstjórnin þann 23. mars 1926 veitti hf. „Útvarp“ •og reglugjörð um rekstur hf. „Útvarp“, sem er gefin sama dag, vera ólögmæt og staðhæfir að framkvæind sérleyfisins og regíugjörðarinnar tefji stórlega fyrir úthreiðslu á sviði víðvarps hér á landi. Jafnframt þessu, leyfir „Fé- lag viðvarpsnotenda“ sér virð- ingarfylst, að skora á hið háa Alþingi: I. að endurskoða sérleyl'i það, er ríkisstjórnin þann 23. mars 1926 veitti hf. Útvarp til 7 ára, lil þess að reka útvarp hér á landi og ógilda jiað ef það reyn- ist ólögmætt. II. að ógilda nú jiegar reglu- gerð um rekstur hf. Útvarp, sehi er gel'in út þann 23. mars 1926. Ef alþingi sannfærist um lxað við rannsókn málsins, að sérleyl'ið og reglugerðin sé ólög- mæt, en ákveður að heimila ríkisstjórninni að veita hf. „Út- varp“, eða öðrum, sérlevfi til jiess að relca víðvarp hér á landi, sarnlcv. lögum nr. 51, 27. júni 1925, leyfir1 „Félag víðvarpsnotenda" sér virðingar- l'ylst að óska þess að væntan- legl sérleyfi og reglugjörð um rekstur víðvarpsfyrirtækisins verið saniin í samráði við „Fé- lag víðvarpsnotenda“. Eí' hið háa Alþingi eigi sér ástæðu til þess að ógilda sér- leyfi það, sem hf. „Útvarp“ nú hefir, leyfir „Félag' víðvarps- notehda“ sér að óska jiess, að Alþingi': 1. láti rannsalca allan rekst- ur hf. „Útvarp“ og veiti „Félagi víðvarpsnotenda“ lcost á því að kynnast niðurstöðu þeirrar rannsókiiár. 2. svil'ti hf. „Útvarp“ sérleyfi því, er það nú hefir, ef rann- sókn málsins sýnir að það hef- ir þrotið sérleyfið eða reglu- gjörðina. Ef hf. „Útvarp“ eigi hefir hrotið sérleyfi sitt eða reglu- gjörð og heldur sérleyfinu fram- vegis, lcyfir „Félag víðvarps- notenda“ sér að skora á Alþingi að krefjast þess, að hf. „Út- varp“ innan loka þessa árs hafi uppfylt eftirfarandi kröfur: a) að reisa hér á landi eina eða lleiri viðvai'psstöðvar, er séu svo sterkar að hvar sem er á landinu, nxegi hafa full not af víðvarpi frá þeim með víð- tækjum, sem eigi séu dýrari en svo, að öllum þorra almennings • . a . • jý i). sé kleift að afla sér þeirra (krystal-tæki og eins- og tveggja lampa viðtæki). b) að stofngjald af viðtækj- um og hluturn til þeirra verði felt niður með öllu. c) að daglega verði viðvarp- að að meðaltali a. m. k. þrjár klst. á tímabilinu í’rá 1. október til 30. apríl, og 1—1% klst. dag- lega frá 1. inaí til 30. septem- ber, enda sé árlega afnotagjald af hverju viðtæki eigi meira en kr. 50.00 ,er greiðist með kr. 12.50 fyrirfram fyrir hvei'ja 3 mánuði í senn. d) að „Félagi viðvarpsnot- enda“ sé heimilt að skipa tvo af þremur eða þrjá af fimrn mönnum i nefnd til þess að velja jiað, sem víðvarpað er. Ennfremur óskar „Félag víð- varpsnotenda“ að engar höml- ur verði lagðar á innflutning og sölu viðtækja og hluta til þeirra. Sjái hf. „Útvarp" sér eigi fært að verða við fyrgreindum kröfurn viðvarpsnotenda, óskar „Félag víðvarpsnotenda“ jiess að ríkið taki víðvarpið í sínar hcndur, og feli sérstakri nefnd eða ríkisstjórninni að undirbúa það fyrir næsta þing í samvinnu við „Félag viðvarps- notenda“. Reykjavík 28. apríl 1927. f. h. Félags víðvarpsnotenda, Ludvig Guðmundsson, cand. phil. Höskuldur Baldvinsson, rafmagnsfræðingur. Karl Johnson, bankaritari. Til Alþingis. Gerðardómur í vinnu- deiium. Róttækir vinstrimenn flytja frumvarp í danska þjóðþinginu um gerðardóm í vinnudeilum. Skal hann ávalt skera úr, þeg- ar samkomulag fæst ekki á milli verkamanna og vinnu- veitenda. Sá heitir Dahlgaard, er talaði aðallega fyrir l'rumvarpinu af hendi flytjenda. Taldi hann, að gerðárdómur væri eini vegur- inn til þess að losa þjóðfélag- ið við hinar stöðugu vinnudeil- ur,, er alt ætluðu að eyðileggja. Kvað hann vinnudeilúrnar vera nokkurskonar innanlandsstyrj- aldir ,þár sem aflið réði en ekk- ert annað. Hélt hann þvi fram, að það væri ósamboðið þjóð- félaginu, að leyfa mönnunx að útkljá slíkar deilur með ofbeldi og þrákelkni. Einnig hélt hann því fram, að þjóðfélagiö' hefði i'ullan rétt til þess að verja sjálft sig og þá, sem án saka biðu tjón af gjörræði aðiljanna i vinnudeilum, verkamanna eða vinnuveitendur. Kragh, innanríkisráðherra, kvaðst ekki vera samþykkur öllu því, er Dahlgaard hefði haldið fram. þó lýsti hann yfir því fyrir hönd stjórnarinnar, að hún mundi greiða fyrir frum- varpinu, ef verkamenn cða virinuveitendur heittu sér ekki með öllu afli gegn því. Eftir nokkrar umræður, var frv. vísað til nefndar. Hver var forsætisráðherra og hver var dóms- og kirkjumála- ráðherra frá 23. júní 1926 til 8. júlí s. á.? Jón Magnússon forsætisráð- herra og dómsmálaráðherra andaðist 23. júní 1926. 8. júlí s. á. fól konungr fjármálaráð- herra Jóni Þorlákssyni fyrst um sinn að fara með störf for- sætisráðherra og Magnúsi Guð- mundsyni atvinnumálaráðherra að fara með störf dónxs- og kirkjumálaráðherra. Á þessu 14 daga tínxabili var enginn for- sætisráðherra og engin dóms- og kirkjumálaráðherra hér í landi. Hvað segir stjórnarskráin unx þessa ráðsmensku? Og hvað segir þingið um stjórn, sem gleymdi sér svo mjög í grundvallaratriðunum? 1 Danmörku var landið einu- sinni stjórnlaust í nokkra tínxa, og þótti hin íxxesta fyrra. — En hér, en hér — hvað getur ekki skeð undir hand- leiðslu Jóns Þorlákssonar? — Og hér þegja menn í lengstu lög. Zaniboni dæmdur í 30 ára fangelsi. Zaniboni, ítalski jafnaðarmað- urinn, hefir nú verið dæmd- ur i 30 ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að nxyrða Mussolini. Tildrög málsins á hendur Zaniboni eru þau, sem hér greinir: Mussolini ætlaði að tala til lýðsins af veggsvölum Chigi- hallarinnar. Zanihoni var kunn- ugt um þetta. Hann tók her- bergi á leigu í gistihúsi við höllina. Lögreglan koinst á snoðir um fyrirætlanir Zanibon- is og tók hann fastan, áður en hann gat komið fyrirætlunum sínunx í framkvsénxd. Þriðjudginn 12. apríl síðast- liðinn var Zaniboni leiddur fyrir réttinn. Hann kvað hafa mæít á þessa leið: „Ég viðurltenni, að ég ætlaði mér að nxyrða Mussolini. Ef lögreglan hefði ekki tekið nxig fastan fyrr en nokkrum minxit- um siðar heldur en hún gerði, þá er ég i engum vafa unx, að mér liefði tekist að lcoma fyrirætlunum minunx fram. Eg vildi koma stjórn Ítalíu aftur í hendur hins rétta aðila. Ég bjóst við, að þegar Musso- lini væri dauður, íxxundi her- stjórn setjast að völdum til bráðabirgða, en ég gerði ráð fyrir, að áður en langt unx liði nxundi lögleg stjórn komast á í landinu. Eg greip ekki til þessa xir- ræðis fyrr en ég var úrlcxilá vonar unx að ná takmarkinxi á annan hátt. Ásetningur uxinn, að myrða Mussolini, var ekki aflciðing af neinu samsæri. Hann var eingöngu sprottinn af því, að ég var sarinfærður um, að Fascisminn væri ekki lieilla- vænlegur fyrir Ítalíu. Eins og áður er sagt, hefir Zaniboni verið dæmdur í 30 ára fangelsi. Mussolini getur því verið óhræddur við hann fyrst um sinn. — En hvað stoðar það? Harðstjórar eru ávalt í hættu. Mussolini hefir konxist til valda með þvi að beita hervaldi. Hann stjórnar með hervaldi, og honunx hefir ekki tekist að efna þau loforð, sem hann gaf ítölsku þjóðinni, þegar hann konx til x'alda. Hann virðist og hafa þann sið, að lxeiiia hug- um ítala til annara landa, til þess að þcir gefi þvi síður gaum, hvernig honunx tekst að efna stóru loforðin, um bætt 1 kjör þjóðinni til handa, sem hann hefir endurtelcið aftur og aftur. Það er stórmerkilegt, hve lengi honum hefir tekist að sitja við völd. — „Það er seig á honum þaran“. Aftur og aftur hafa verið gerðar tilraunir lil þess að drepa hann, en alt af liefir hann sloppið. Andstæðigar Mussolinis eiga niargir unx sárt að binda, meiðsli, ofsóknir og rán hefir veri'ð hlutskifti þeirra. En þeir hugga sig við það, að ein- hverntíma komi að skuldadög- unuin. % Stefnubreyting á meðal Austurálfuþjóðanna. Hann segir, að hugsiinarhátt- ur Norðurálfu- og Austurálfu- þjóðunum, hefir skrifað langa grein í erlent blað unx hinn ný- vaknaða sjálfstæðisanda aust- rænu þjóðanna. , Hér verður skýrt frá innihaldi þessarar greinar. Hanix segir, að hugsunar- háttur Nórður- og Austurálf- þjóðanna sé gérólíkur. Norður- álfumenn kunni ekki að bíða. — þeir séu óþolinmóðir, ef þeir komi ekki fyrirætlunum sínum í framkvænxd, jafnskjótt og þeir viíji. En Asíuþjóðirnar, segir haixn, eru ekki eins bráðlátar. Þær reikna tnnann ekki í klukkustundum, heldur í öld- unx — þær kunna að bíða. Þegar Norðurálfumaður á tal við skynsama Kínverja og ræð- ir um ástandið, senx nú er i Kína, er það ekki ósjaldan, að þeir minna Norðurálfumenn á það, að í hvert skifti, sem breylt hefir verið unx stjórn og stj órnarfyrirkoliiulag ^ i Kína, hafa næstu hundrað ár verið nxjög óróleg. Óeirðirnar, sem nú séu í Kína, muni liða hjá. — Það sé engin ástæða til þess að örvænta, þótt útlitið sé ekki sem glæsilegast nú. Sanxa er að segja unx Ind- verja. Þeir minna Bretana stundum á það, að ríki Ind- verja sé eldra en yfirráð Breta á Indlandi. — Hversvegna eigum vér að vera ójxolinmóðir, segja þeir. Alt er í hendi guðanna. En nú eru Austurlandaþjóð- irnar fai'nar að vakna. Óþol- inmæðin og ákafinn hefir einn- ig gripið þær. Höf. hinnar fyrnefndu grein- ar, kom til Kína á sama tima og Camberlain sendi Kínverj- unx orðsendinguna um það, að England væri fúst til þess að slalca til á kröfunx sínum í garð Kínverja. Þegar þetta skeyti hafði verið birt í Kina, þá safnaðist fólkið saman, á götunx og gatnamótum, i höll- um og hreysum, á gistihúsum, knæpum — og allstaðar, hvar senx raenix voru samankomnir, var unxræðuefnið hið sama; verður þessi boðskapur Chamb- erlains til þess að losa Kín- verja undan ánauðaroki hvítu mannanna, — verður Kína frjálst og fullvalda. Og allir virtust sammála unx það, að úr- slitastundin væri nálæg, að úr því yrði skorið á næstunni, hverir ættu að ráða í Asíu. Hingað til hefir verið litið svo á, að Asíuþjóðirnar hefðu enga samxið hver ineð annari. En þetta er einnig að lxreytast. Flestar Asíuþjóðirnar fylgjast með viðburðununx, sem gerast í Ivína, og það er enginn vafi á því, að þær hafa mikla sam- xið með Kínverjunx. Og þær eru allar samnxála unx það, að Kín- verjar séu að verða forgangs- menn Asíuþjóðanna, og að það muni ráða miklu xim framtíð Asíu, hvort Kínverjum takist að safna hinum dreyfðu lcröftuin þjóðar sinnar sanxan í eina heild. Og ef þeinx tekst það, þá eru hiixar Asíuþjóðirnar vissar um, að þeim takist einn- ig að brjóta af sér Ixlekki Norð- urálfuþjóðanna. Afvopnunarmálið. Afvopnunarmálanefnd þjóða- bandalagsins hefir frestað fundum sínum, þangað til í nóvenxber næsta haust. Sam- komulag hefir náðst unx megin- reglurnar viðvíkjandi takmörk- un á fjölda hermanna í hverju landi, þó ekki hvað vai’aliðið snertir.

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.