Ísland


Ísland - 12.05.1928, Qupperneq 1

Ísland - 12.05.1928, Qupperneq 1
ISLAND BLAD FR]ÁLSLYNDRA MANNA 2. árg. Frjálslynda stefnan. III. í I. og II. kafla þessarar greinar hefir verið skýrt frá stefnu frjálslyndra manna í sjálfstæðis- og þjóðernismálun- um. Hér verður í fám orðum gerð grein fyrir afstöðu þeirra til innanlandsmálanna, að því leyti, sem það hefir ekki áður verið gert i hinum greinar- köflunum. Hér er ekki rúm til þess að rekja sögu frjálslyndu stefn- unnar i heiminum. Það skal aðeins tekið fram, að frjáls- lyndir menn hafa ávalt barist fyrir frelsi einstaklinganna, — ekki því frelsi, sem viðurkennir engin bönd, — heldur því, sem gerir einstaklingana frjálsa í raun og sannleika. Stjórnleysi (anarkismi) miðar t. d. ekki að auknu frelsi. Ef slíkt fyrir- komulag væri í einhverju ríki, mundi það veita þeim sterkari frelsi til þess að undiroka hinn veikari. — Sá sterkari yrði frjáls, sá veikari ófrjáls. Frjálslynda stefnan miðar að því að gera alla þjóðareinstak- linga frjálsa og sjálfstæða. Það er rétt að geta þess hér, að á fyrstu árum frjálslynda flokksins í Englandi, börðust fylgismenn hans bæði fyrir því að afnema þau lög, sem lögðu óeðlileg höft á frelsi einstak- linganna, höft, sem stóðu í vegi fyrir þroslcun þeirra, og einnig fyrir því, að lög væru sett til þess að koma í veg fyrir, að þeir sterkari undirokuðu þá veikari. Og þessi hefir stefnan ávalt verið, og er enn þann dag í dag. Frjálslyndir menn vilja láta einstaklingana hafa rétt til þess að ráða athöfnum sínum inn- an ákveðinna takmarka. Þau takmörk setur ríkið með lög- um. Ef einstaklingarnir fara út fyrir þessi takmörk, á rikis- valdið að taka í taumana og knýja þá til þess að halda sér i skefjum. En hvar á að setja tak- möj'kin? Frjálslyndir menn vilja á- kveða takmörkin þannig: að einstaklingunum sé veitjur rétt- ur til þess að vera sjálfráðir athafna sinna, á meðan þeir krjóta ekki i bág við hag heild- arinnar með framferði sínu. Hvar og hvenær einslakling- arnir brjóta í bág við hags- muni heildarinnar, verður rík- isvaldið að ákveða á hverjum tima. Og verður það þá að taka tillit til aldarandans og annara ástæðna. Við þetta mat sitt verður ríkisvaldið að hafa það hug- fast, að einstaklingarnir verða að hafa nægilegt svigrúm til þess að þroskast og fullkomn- ast, því að undir þroska og vellíðan einstaklinganna er þroski og vellíðan heildarinnar kominn. Gamalt máltæki segir: Eng- inn er sigurinn, ef ekkert er stríðið. Og á öllum öldum hefir sagan sýnt, að þetta er sann- leikur. Og af þessari ástæðu verður einstaklingurinn ávalt að finna það, að hann verður sjálfur að bera ábyrgð á fram- tíð sinni, lífi og vellíðan. — Hann verður að finna til á- byrgðarinnar. Frjálslyndir menn líta svo á, að ábyrgðartilfinningin sé lyfti- stöng þjóða og einstaklinga. Og þess vegna megi ekki leggja nein þau höft á einslaklingana. er geti orðið til þess að sljóvga ábyrgðartilfinninguna. Einstaklingurinn verðurávalt að finna til þess, að það sé undir honum sjálfum komið, hvert hlutskifti hans verður í lífinu, hvort honum vegnar vel eða illa, hvort hann getur séð fyrir sér eða sínum. Ef hann finnur það, að hann getur varpað ábyrgðinni upp á aðra, þá kærir hann sig kollóttann, lætur alt reka á reiðanum. Rikið má þvi ekki skoða sig sem forsjón einstaklinganna, enda mun það oftast vera ver til þess fallið að ráða skyn- samlega fram úr málefnum þeirra heldur en einstakling- arnir sjálfir. Hér hefir hugsjónum þeim verið lýst með fám orðum, sem liggja til grundvallar fyrir frjálslyndu stefnunni. Og út frá þessum grundvallarreglum verður svo að leysa þau ein- stök mál, sem uppi eru i þjóð- félaginu. — Og verður það gert í framhaldi þessarar greinar. Kjördæma- skipunin. Fyrir nokkru var haldinn fundur í Stúdentafélagi Reykja- víkur um þetta mál. Thór Thórs cand. jur. var framscgu- maðui’. Hélt hann langa ræðu og snjalla og sýndi greinilega fram á ranglæti núverandi kjör- dæmaskipunar. Ræðumaður benti á þrjár leiðir, til þess að ráða bót á misréttinu: 1. Að alt landið yrði gert að einu kjördæmi. 2. Að landinu yrði skift í 6—7 kjördæmi, og hlutbundn- Laugardaginn 12. maí 1928. ar kosningar væru lögleiddar í hverju kjördæmi. 3. Að alt landið yrði gert að einmenningskjördæmum. Vér ætlum oss ekki að rekja þessa ræðu Thórs hér. Hún birtist vafalaust á prenti, og þá verður tækifæri til þess að skýra nánar frá innihaldi hennar. Þessir tóku til máls á fund- inum: Jakob Möller, banka- eftirlitsmaður af hálfu frjáls- lyndra manna, Magnús Jóns- son, alþm. af hálfu íhaldsins og Haraldur Guðmundsson, alþm. af hálfu jafnaðarmanna. Allir þessir ræðumenn voru sammála um að þakka Thór Thórs fyrir hina snjöllu ræðu hans, og fyrir að hafa flutt mál þetta inn á fundinn. Þeir voru og sammála um, að nú- verandi kjördæmaskipun væri svo ranglát, að ekki væri við vært. — En þeir voru skiftra skoðana á þvi, hvernig rétt væri að bæta úr misrsttinu. Núverandi kjördæmaskipun er gömul. Hún var ranglát þegar hún var lögleidd í upp- hafi, en þó hefir ranglætið auk- ist síðan. — Fólkinu hefir fjölg- að ört i sumum kjördæmum, en fækkað í öðrum. — Kjör- dæmaskipuninni hefir að vísu veríð smávægilega breytt, en ekki hafa þær breytingar bætt verulega úr misréttinu. Sumir hafa haldið þvi fram, að við kjördæmaskiftinguna ætti tala kjósenda ekki ein- göngu að koma til greina, heldur atvinnuvegirnir. Þessi skoðun hefir dálítið til síns ágætis. En kjördæmaskipunin er svo ranglát, að það er ekki einusinni hægt að verja hana frá þessum sjónarhól. Ibúar sumra kjördæma hafa þrisvar sinnum meiri áhrif á stjórn landsins, þegar tekið er tillit til kjósendafjölda, heldur en önnur kjördæmi, þótt at- vinnuvegirnir séu nákvæmlega þeir sömu í báðum kjördæm- unum. Það er ekki hægt að finna neina skynsamlega ástæðu fyrir því, að núverandi kjördæma- skipun skuli vera lengur við líði. Hún er svo ranglát, að það er ógerningur að færa henni nokkurn skapaðan hlut til málshóta. En ranglætið er hættulegt. Það eykur óánægjuna og gefur þeim byr undir báða vængi, sem öllu vilja breyta. Og meðal annars af þeirri ástæðu verður að breyta kjördæmaskipuninni sem allra fyrst. En hvernig á að breyta henni? Hér á undan hefir verið hent á þrjár leiðir, og er rétt að at- liuga þær með nokkrum orð- um. Ef landið yrði gert að einu kjördæmi, þá væri sjálfsagt að kosningar væru hlutbundnar, eins og nú á sér stað við land- kjör og almennar kosningar i Reykjavík. Ef kosningunum yrði hagað eins og nú er al- gengast við almenna kosningu, mundi sterkasti flokkurinn hafa óeðlilega mikil völd. Minni- hlutinn — hinn sigraði — yrði að sætta sig við alt. — Það er og líklegt, að þeir, sem vilja gera alt landið að einu kjör- dæmi, séu sammála um, að kosningarnar yrðu nauðsyn- lega að vera hlutbundnar. Og þá er að athuga, hvað af því mundi leiða. Það er oft á tiðum heppi- legt, að þingmenn séu kunnug- ir kjósendum sínum, þekki þarfir þeirra og óskir. Það get- ur og verið heppilegt, að þing- maðurinn vili hvernig hagar til i kjördæminu, þar sem hann er kosinn. Hann hefir þá betri aðstöðu til þess að beita sér fyrir málum kjósenda sinna á þingi. En ef alt landið væri gert að einu kjördæmi, þá væri þingmönnum ómögulegt að hafa þekkingu á þörfum manna í einstökum landshlutum. — Kjósendur einstakra landshluta yrðu vafalaust út undan. En aðalgallinn á þessu kosn- ingafyrirkomulagi mundi þó vera sá, að flokksforingjarnir og fámennar klíkur hér í Reykja- vík, mundu ráða því, hverjir kæmust á listana. Og eftir þeirri reynslu, sem þegar er fengin, mundu þeir setja þá menn á listana, sem eru ósjálfstæðir og þægir í taumi, en ekki hina, sem meira hafa til brunns að bera. Með þessu móti yrði þjóðræði og þingræði innan- tóm orð, en enginn veruleiki. — Forkólfarnir yrðu einvaldir. Þessir gallar mundu einnig vera fyrir hendi, ef landinu yrði skift i 6—7 kjördæmi. Ef til vill mundu þingmenn slíks kjördæmis hafa nokkra meiri þekkingu á málefnum kjör- dæmis sins, en þó ekki eins mikla og nú á sér stað. En aðalgallinn, sem ávalt leiðir af hlutbundnum kosningum: að örfáir menn ráða því, hverjir í kjöri verða, mundi vera hér fyrir hendi. Þá er þriðja leiðin: að gera landið að einmenningskjör- dæmum. Tvent hefir verið haft á móti þessu fyrirkomulagi, að ógerningur væri að skifta Rvik í einmenningskjördæmi, og að meiri hlutinn fengi alt of mik- il völd, en minni hlutinn yrði settur hjá. Hvað fyrra atriðinu viðvikur, 18. tbl. þá mætti hafa hlutbundnar kosningar i Reykjavík, þó öllu landinu utan Rvíkur væri skift i einmenningskjördæmi. Þetla atriði hefir því litla þýðingu. Þá er hin ástæðan, að meiri hlutinn fengi of mikil völd, en úr þessu mætti bæta með hægu móti. — Það mætti t. d. ákveða, að landinu skyldi skift í 25 ein- mennings-kjördæmi, utan R.- víkur. Og að flokkar þeir, sem kept hafa við kosningarnar, fengju nokkra þingmenn til uppbótar. Þeir þingmenn, sem þannig ætti að kjósa, mundu þá skiftast niður á flokkana, eftir því hvert atkvæðamagn þeir höfðu fengið við kosn- ingarnar. — H. Sumargestir „Góðgerða- stofnunarinnar“. Miklar eru framfarirnar. í fornöld tók það forfeður vora mikinn hluta sumarsins að komast yfir hafið, frá ná- grannalöndum vorum og hing- að til lands. — Þá var Island nyrst á útkjálka veraldar, — langt frá »heimsmenningunni«. En timarnir breytast. Nú eru sjófarendur aðeins örfáa daga að komast þessa löngu leið. — Yér erum óðfluga að færast nær heimsmenningunni. Og bráðum, þegar fluglistin er komin í algleyming, verður það fárra stunda verk að kom- ast þessa löngu leið. — Þá komumst vér inn í hringiðunu. Þá þurfum vér ekki að kvarta yfir fjarlægðinni. En það getur verið, að vér verðum að bíða dálitið eftir þessu ennþá. — En góðar vættir sjá um að oss leiðist ekki. Þrátt fyrir fjarlægðina, sem er á milli Islands og umheims- ins, hafa farfuglarnir komið hingað á hverju sumri og sungið fyrir oss um dýrðina, gleðina og ánægjuna. Ómarnir hafa borist inn í kofakytrurnar og flutt þangað sumar og gleði. En farfuglarnir kæra sig ekki um að dvelja i Reykjavík, þeir eru ekki hrifnir af margmenn- inu. En Reykvíkingar kvarta ekki. Það eru aðrir farfuglar, sem heimsækja þá á sumrin. »Góðgerðastofnun« í Reykja- vík hefir á siðustu sumr- um gerst forsjón Reykvikinga. Hún hefir fengið hingað heim harmonikuspilara, danskenn- ara og fleiri »listamenn«. Þeg- ar »góðgerðastofnunin« hefir gert samninga við þá, fara dagblöðin að skrifa, líklega að

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.