Ísland - 12.05.1928, Blaðsíða 3
í S L A N D
3
5. gr.
Takast má vátryggingarsjóð-
ur á hendur almenna vátrygg-
ingu hrossa í þeim sveitar- og
bæjarfélögum, þar sem fóður-
trygging er í góðu lagi að áliti
Búnaðarfélags íslands. Leita
skal þó samþykkis ráðherra
um þetta í hverju einstöku
tilfelli.
6. gr.
Hvergi má vátryggja annars-
staðar þann V* hluta af virð-
ingarverði vátrygðra gripa, sem
ekki er vátrygður samkvæmt
lögum þessum.
9. gr.
Hreppsnefnd í hreppum, en
í bæjum bæjarstjórn, hefir með
höndum alla stjórn og umsjón
vátryggingarsjóðs og setur fé
hans á vöxtu á hentugum stað,
með fullri trýggingu. Sama
gildir um innheimtu iðgjalda
til sjóðsins, svo og um skýrslu-
gerð og reikningshald. Iðgjöld
hafa sama lögtaksrétt og sveit-
arútsvör, og ber stjórnin á-
byrgð á, að iðgjöldin komist í
vátryggingarsjóð á réttum gjald-
daga.
Sveitasjóðir í hreppum, en
bæjarsjóðir í kaupstöðum á-
byrgast allar skyldur og skuld-
bindingar, er hvíla á vátrygg-
ingarsjóði og greiði skaðabætur,
ef vátryggingarsjóður hrekkur
ekki til.
Ef sveita- eða bæjarsljórn
vill ekki taka að sjer þau störf
sem getið hefir verið um hjer
á undan, er henni heimilt að
skipa 3 menn í nefnd, af bú-
fjáreigendum, til þess að liafa
þetta starf á hendi.
Árið 1929 á að stofna Bú-
fjártryggingasjóð Islands með
tillagi úr ríkissjóði, er nemi
15 þúsund krónum árlega í 20
ár samfleytt. Hlutverk hans er
að endurtryggja vátrj'gginga-
sjóði sveita- og bæjarfjelaga.
Þessi lög eru þörf. Er því
að vænta að skepnueigendur
komi þessum fjelögum af stað
i öllum sveitum landsins.
Hjúalög.
Þessi lagabálkur hefir verið
nokkuð lengi á döfinni, en hef-
ir nú náð samþykki þingsins.
Þau lög, sem gilt hafa i þessu
efni, eru frá 1866.' Voru þau
því orðin á eftir tímanum í
ýmsum atriðum.
Hér skal ekki farið út í þá
sálma, að lýsa kostum þessara
laga fram yfir eldri lög.
Breytingarnar eru fáar, sem
verulegu máli skifta. Ein breyt-
ing er þó veruleg. Hún er sú,
að þegar hjú er ráðið til langs
tima, t. d. árs, þá getur það
heimtað kaup fyrir 1. mánuð
ráðningartímans, þegar það
hefir verið í vistinni í 3 mán-
uði. Þegar það hefir verið í 4
mánuði, getur það heimtað
kaup fyrir annan vistarmánuð-
inn o. s. frv., þannig, að það
þarf ekki að eiga kaup inni
hjá húsbónda sínum, nema
fyrir tvo síðustu mánuði. —
Þegar hjúið fer úr vistinni
verður þegar að greiða þvi
að fullu.
Nýtt erlent auðfélag.
Sænskt félag hefir fengið
leyfi til þess að byggja hér ný-
tísku frystihús, og er þegar
byrjað á byggingunni.
Vafalaust er það nauðsyn-
legt, að vandað frystihús rísi
upp hér i bænum, en óneitan-
lega hefði það verið skemti-
legra, að íslendingar hefðu
sjálfir átt þetta risavaxna fyrir-
tæki.
Það er kunnugra en frá
þurfi að segja, að það er bæði
óheppilegt og hættulegt fyrir
íslendinga, að erlend auðfélög
fái réttindi hér á landi. Og
þetta félag virðist ekki vera
þannig vaxið, að rétt sé að loka
augunum fyrir hættunni.
Það virðist augljóst, að hér
sé um svo stórskostlegt fyrir-
tæki að ræða, að það muni
ekki þurfa að óttast neina
samkepni á næstunni. Og þar
af leiðandi getur það sett Is-
lendingum stólinn fyrir dyrn-
ar, ef því þóknast. Getur það
þess vegna fengið hér óeðlilega
mikil völd, ef íslendingar eru
ekki á verði.
í aðsendri grein, sem birtist
i dagblaðinu »Vísi« fyrir
skömmu, var skýrt frá því, að
félag þetta hafi reynst þeim
manni illa sem kom því á
laggirnar hér á landi. Hann
kvað hafa fengið leyfið o. s.
frv. og eytt miklu fé og fyrir-
höfn í þágu félagsins. Hann
kvað og hafa sett það skilyrði,
að hann yrði í stjórn félagsins.
En þetta var ekki gert, hver
svo sem ástæðan hefir verið.
Ef hér er um svik að ræða
— en um það viljum vér ekk-
ert fullyrða, því að vitum
ekkert um það, — þá veitir
sannarlega ekki af þvi að verið
sé á verði.
Ríkisstjórnin þarf að hafa
opin augun og taka í taum-
ana, ef ástæða virðist vera til,
'áður en það er orðið um
seinan.
Varkárnin er aldrei of mikil
þegar um erlend félög er að
ræða. Hagsmunir þeirra og
landsmanna eru oft á tíðum
ekki hinir sömu, og þá verða
hagsmunir landsmanna auð-
vitað fyrir borð bornir.
Annars virðist dálæti lands-
manna á erlendum auðfélög-
um vera orðið nokkuð mikið.
Þeir virðast ekki gæta þess,
að það er óskynsamlegt að
hleypa úlfum inn í hjörðina.
A.
Ýmislegt.
27. febrúar síðastl. fór dr.
Vilhjálmur Stefánsson á spítala
í New York. Erindi hans þang-
að er ekki að leita sér lækn-
inga, heldur til þess að sanna
mönnum, að þeir fái ekki
skyrbjúg, þótt þeir eti kjöt í
alla mata. Læknirinn, sem lít-
ur eftir honum, segir, að heilsa
hans sé ágæt.
Enginn veit sína æfina fyr en
öll er. — Trygðu þig í tíma!
(„Andvaka").
Ljótur siður.
Niðurl.
Ekki er hægt að kveða á um
aldur þessara söguljóða með
neinni vissu. Og það er ekki
hægt að benda á greinilegar
heimildir fyrir ekknabrenslunni
fyrr en grískir fræðimenn skýra
frá henni. Diodorus, Plutarch og
fleiri segja að það sé gamall
siður á Indlandi, að lifandi ekkj-
ur séu brendar með látnum eig-
inmönnum sínum. Fyrsta greini-
lega tilfellið, sem hægt er að
henda á í indverskum fræðum,
er frá .árinu 509—510 e. Kr. í
bókmentum Indverja frá þess-
um tímuin er talað um ekkna-
brensluna sem algenga venju.
Fyrir þann tíma er varla hægt
að benda á hana með neinni
vissu, og alt virðist styrkja þá
skoðun, að þangað til hafi ekkna-
brenslan verið undantekning,
undan reglunni, að hún hafi
upprunalega veriö fátíðari, en
breiðst smámsaman yfir öll þau
héruð í Indlandi, þar sem íbú-
arnir voru bramatrúar. Og á-
stæðan til þess hafir vafalaust
verið sú, að síður þessi sam-
ræmdist trúarkerfinu mjög vel,
Það, sem sérstaklega er mark-
vert í þessu sambandi, er skoð-
un Indverja á konunni og stöðu
hennar í þjóðfélaginu. Af því
sjáum vér, hve varhugavert er
| að treysta á skáldin í þessum
efnum. Þeir hlaða lofi á kon-
una. Nota öll þau fegurstu orð,
sem þeir eiga í fórum sínum,
þegar þeir tala um hana. En
samt sem áður er staða ind-
versku konunnar í þjóðfélaginu
alls ekki öfundsverö, og hefir
aldrei verið það.
Konan er aldrei sjálfstæð. Á
meðan hún er barn, verður hún
að lúta vilja föðursins i einu og
öllu. Þegar hún giftist, hefir
maður heunar sama rétt yfir
henni, sem faðirinn hafði áður.
Og þegar hún er orðin ekkja,
verður hún algerlega að lúta
vilja sona sinna. Þannig er sagt
frá ósjálfstæði konunnar á ind-
verska vísu og þannig hefir í
raun og veru staða hennar verið.
í indverskri lögfræði kemur
greinilega i Ijós, hve slæm staða
konunnar er. Hún nýtur f raun
réttri ekki almennra mannrétt-
inda. Heitasta ósk Indverja er
að eignast syni og kvikfé. Ef
hann á engan son, sem getur
fært máttugum verum fórnir
fyrir sál hans, þá fer hann til
helvítis.
Tilgangurinn með hjónaband-
inu er því sá, að eignast son,
en að elgnast dóttur er skoðað
sem óhamingja, er ekki sé hægt
að komast hjá. Þetta kemur
greinilega i Ijós í því, að það er
skilnaðarsök, ef konan hefir
eignast margar dætur en enga
syni.
Það er miklu minni refsing
lögð við því að myrða konu en
að niyrða karlmann. Alla æfi er
hún öðrum háð. Hún getur ekki
átt neinar eignir. Hún má ekki
bera vitni. Hún má ekki höfða
mál. Og hún má ekki gera neina
samniga. Að vísu hefir þetta
breyst dálitið á siðari tímum,
mannúðin i þeim málum; er
snerta konuna, hefir aukist. En
það sem sagt var hjer á undan,
er þó beint f samræmi við hinar
eiginlegu skoðanir bramatrúar-
manna á þessum efnum. Og það
tillit, sem tekið er til konunnar,
byggist vafalaust á því, að hún
er nauðsynleg fyrir manninn, til
þess að hann geti uppfylt óskir
sinar á jarðríki, að eignast syni.
Það eina, sem konan getur
vænst af lifinu, er að giftast.
Stúlka, sem er ógift í föðurhús-
um fram yfir æskualdur, getur
undir vissum kringumstæðum
orðið ver sett en þeir aumustu
í þjóðfjelaginu, faliið niður í
þann flokk manna, sem allir
fyrirlíta. Þegar stúlka er orðin
fjögurra ára, getur hún gifst.
Og þegar hún er orðin tólf ára,
getur hún tæplega vænst þess,
að hún giftist. 1891 settu Eug-
lendingar lög, til þess að koma
í veg fyrir þessar barnagiftingar.
En fyrir þann tima — á þeim
timum, sem vér erum að tala
um, — er þelta algild regla.
Það, sem augljósast sýnir
stöðu konunnar, er að hún var
keýpt og seld eins og skepna.
Það var meira að segja leyfilegt
að svíkja þann, sem var trúlof-
aður henni, ef annar kom sem
bauð hærra. Hjónabönd, sem
bygð eru á ást, þekkjast að vísu
í iögum Indverja, en þess kon-
ar hjónabönd voru að eins heim-
iluð æðstu stjettinni og voru þó
í raun réttri ekki lögleg.
Þegar konan er gift, er hún
eign mannsins. Hann er hús-
hóndi hennar, og honum verður
hún að sýna skilyrðislausa
hlýðni, jafnvel þótt hann sé
svallari, drykkjusvoli og aum-
ingi. Hann má berja hana og
fara með hana eins og honum
þóknast — nema drepa hana.
Hún er réttlaus, og einasta
skjdda hennar er að hlýða
manni sínum. — Hún verður að
hlýða honum, þótt hann skip-
aði henni að brjóta lög guðs og
manna.
En þó er húsmóðirin miklu
betur sett heldur en .ekkjan,
Hún má ekki giftast aftur. Al-
menningsálitið bannar það, og
lögin bönnuðu það einnig fram
á miðja 19. öld. — Hún verð-
ur að lifa og deyja sem ekkja.
— Kona manns sem er í ferða-
lagi, er ekki öfundsverð. Hún
má ekki bera neina skartgripi.
Hún má ekki láta sjá sig við
gluggann, ekki nota smyrsl, ekki
leysa fléttur sinar, ekki borða
sælgæti og ekki vera á neinni
skemtun. En þó er ekkjan miklu
ver sellt. Hún má auðvitað enga
skartgripi bera, hún má ekki fá
sér falleg föt, en verður að sætta
sig við að klæðast lélegum
baðmullarfötum. Á meðan sorg-
armánuðurinn stendur yfir, verð-
ur hún sjálf að sjóða í sig mat-
inn og má ekki hafa fataskifti.
— Hún verður að fastatvodaga
í hverjum mánuði, sem hún á
ólifaða. Og á meðan á föstunni
stendur má hún ekki einusinni
neyta vatnsdropa. Engin and-
litssmyrsl má hún nota. Og
engan karlmann má hún nefna
á nafn, nema hinn látna mann
sinn. — Euda verður hún að
færa honurn fórnir á degi hverj-
um. Verst eru konurnar farnar
í norð-vesturhéruðum landsins.
Þar má ekkja ekki borða
nema einu sinni á dag. Hún
verður að sofa á gólfinu, af því
að rúm er of gott handa henni.
Hárið er rakað af henni, ogþað
sem henni hefir þótt vænst um,
er tekið frá henni. Hún verður
að sitja og standa eins og syn-
ir hennar skipa henni — ef
hún hefir enga syni, koma frænd-
ur hins látna manns hennar í
þeirra stað. Og hún er látin
vinna þau störf, sem eru svo
fyrirlitin, að enginn vill vinna
þau. Vjer skulum setja oss fyr-
ir sjónir hlutskifti ungrar stúlku,
sem er orðin ekkja á barns-
aldri, áður en hún hefir hug-
mynd um, að hún sé maður.
Hún fær að klæðast fögrum föt-
um, bera hringi og fleiri skart-
gripi, sem indverskum konum
þykir svo væut um. í barnslegri
gleði horfir hún á sjálfa sig í
speglinum, og gleðst yfir fegurð
sinni. Svo er hún leidd út og
láliu setjast við bálið, þar sem
lík manns hennar skal brenn-
ast, mannsins, sem hún hefir ef
til vill aldrei séð. Ættingjar
hennar koma, rífa af henni
skartgripina og fögru klæðin.
Hún skilur þetta ekki og fer
að gráta. — Enginn huggar
hana. Hún sér önnur börn leika
sér. Hún vill leíka sérmeðþeim
en fær það ekki. Hún má ekki
hugsa um lystisemdir þessa
heims. Hún verður að helga
hinum látna eiginmanni, — sem
hún hefir ef lil vill aldrei séð —
alt líf sitt. Hann er eiginmaður
hennar og guð, á meðan hún
lifir. Og það sem hún gérir, og
hvert sem hún fer, verður hún
skoðuð sem afhrak. Og þegar
hún þarf helst á ást að halda,
verður hún allstaðar fyrir fyrir-
litningu og miskunarleysi, Eftil
vill fellir hún ástarhug til ein-
hvers annars manns seinna á
lifsleiðinni, þá er henni sagt,
að ástin, sem kastar Ijóma yfir
líf jafnaldra hennar, sé synd,
syud, sem muni baka henni
kvalir helvítis um aldir alda.
Og ef hún lætur undan freist-
ingunni, þá er hún skoðuð sem
fallin kona. Ættmenni hennar
vilja ekki líta við henni. Hún
er útskúfuð úr þeim stiga mann-
félagsins, sem hún á heima í.
Og hvaða afleiðingar þetta hefir
í för með sér fyrir hana, getur
enginn skilið sem ekki þekkir
til í Iudlandi.
Eru það nokkur undur, þótt
ekkjurnar kjósi heldur að ganga
á bálið með manni sínum, en
lifa slíku lífi ?
Þýtt hefir S. K.
f
Innlendar fréttir.
Séra Jakob Kristinsson
hefir verið settur skólastjóri
Eiðaskóla frá 1. þ. m. og þar
til öðruvisi veröur ákveðið.
Afrekslaun.
Fiskifélagið hefir veitt Jóni
Vigfússyni, sjómanni i Vest-
mannaeyjum, afrekslaun, fyrir
að bjarga félögum sínum, með
þvi að klifa Ofanleitishamar.
Verðlaunin eru áletraður silfur-
bikar.
Sendiherra Dana
hefir tilkynt, að konungur
fari opinbera heimsóknarför
til Finnlands, og Tryggvi Þór-
hallsson forsætisráðherra fari
með honum.