Ísland - 12.05.1928, Síða 2
Höfum fengið:
Þakjárn, bárótt og slétt.
Þakpappa.
Þaksaum.
Pappasaum.
Girðingarefni.
undirlagi »góðgerðastofnunar-
innarct. Og blöðin segja margt
fallegt: að gleðilegt sé að fá
þessa miklu snillinga, þessa
heimsfrægu listamenn hingað
heim í fámennið, til þess að
skemta Reykvikingum. — En
hvers vegna koma þeir til
Reykjavikur, þar- sem allur
hinn mentaði heimur liggur
við fætur þeirra, þar sem þeir
geta fengið mikið meira fé á
einu kveldi, heldur en á heilu
sumri hér i Reykjavik? Þetta
skilja blöðin mæta vel. -- »SnilI-
ingana« langar til að kynnast
landi voru og þjóð, — langar
til þess að lyfta sér upp frá
striti daglega lifsins.
Og Reykvíkingar verða hug-
fangnir. Þeir keppast um að
sjá »snillingana« og heyra til
þeirra. — Þá er nóg af pen-
ingunum, enda eru þeir ekki
látnir liggja kyrrir i kistu-
handraðanum. Þeir renna i
striðum straumum niður i
vasa »snillingsins«. Þar verða
þeir kyrrir — að mestu leyti,
eitthvað fer að vísu til »góð-
gerðastofnunarinnar«.
En eflaust kemur það á dag-
inn, að frægð þessara manna
er hvergi nema í hugskoti
þeirra sjálfra. Þeir hafa lítillar
eða engrar frægðar getað aílað
sér í heimalandi sínu. Þeir
eiga litils úrkosta i sinu eigin
landi og koma hingað til þess
að safna í sarpinn, til þess að
græða fé.
Ef þetta er borið á »snill-
ingana«, bregðast þeir illa við,
segja, að lítillæti sitt sé svo
raikið, að þeir vilji ekki tala
um frægð sina, og »góðgerða-
stofnunin« spilar undir á ótal
grammófóna.
Síðan leggja »listamennirnir«
frá landi með bros á vör og
fulla vasa af íslenskum pen-
ingum. Og þegar þeir komu
heim, skýra þeir frá hinum
miklu sigrum sínum á íslandL
Það er nokkurskonar auglýs-
ing um hina miklu verðleika
þeirra, sem engir hafa séð,
nema »góðgerðastofnunin« og
Islendingar.
En hinir erlendu menn sann-
færast ekki — nema ef til vill
asnarnir. Hinir hrista höfuðin
og tala um hinn vesala lista-
smekk íslendinga. Og hinir
sönnu listamenn hrista einnig
höfuðin. Þeim dettur ekki i
hug að fara til íslands, því að
þar virðast liðléttingar og mið-
lungsmenn vera settir á bekk
með snillingum á sviði listanna.
En »góðgerðastofnunin« er
ekki í vandræðum. Hún getur
alt af náð í fleiri fugla, sem
þjást af fóðurskorti í heima-
landi sínu til þess að koma til
íslands og safna þar i sarpinn.
X.
Bela Kun.
Hér í blaðinu hefir verið
skýrt frá því, 'að Bela Kun hafi
verið handtekinn í Vínarborg.
Hvernig er saga þessa manns?
Foringi frjálslynda flokksins
í Ungverjalandi, Karolyi greifi,
lýsti yfir sjálfstæði landsins i
októbermánuði 1918. Hann
myndaði stjórn í landinu, en
varð að hröklast frá völdum
22. mars 1919. Bela Kun steypti
þeirri stjórn með byltingu.
Hann myndaði sovietstjórn í
landinu og annaðist sjálfur
meðferð utanrikismálanna.
Hann var lifið og sálin í stjórn-
inni, og honum hefir verið
kent um flest þau hryðjuverk,
sem unnin voru í Ungverja-
landi á meðan kommúnistar
voru þar við völd.
Þessi kommúnistastjórn sat
við völd í 4 mánuði. Bela Kun
flýði land. Fór hann fyrst til
Austurrikis og lenti þar á geð-
veikrahæli.. Stjórnin, er komst
til valda f Ungverjalandi, þegar
kommúnistar hrökluðust frá
völdum, vildi fá Bela Kun
framseldan. En stjórnin í Aust-
urríki varð ekki við þeirri ósk.
Hún lét hann lausan með því
skilyrði, að hann kæmi aldrei
framar til Austurríkis. Hann
hét góðu um þetta og fór til
Rússlands. Þar hefir hann ver-
ið síðan sem starfsmaður 3ja
»InternationaIe«.
Bela Kun hefir verið ákafur
fylgismaður Trotskis, en síðan
hann var rekinn úr kommún-
istaflokknum, hefir Kun hall-
ast að Stahlin.
Ungverji nokkur, sem stadd-
ur var í Vínarborg, sá Bela
Kun á kaffihúsi. Hann lét lög-
regluna þegar vita af þessu, og
fór hún þegar á kreik.
Lögreglan komst brátt að
þvi, að kommúnistar höfðu
tekið nokkrar skrifstofur á
leigu þar í borginni. Var látið
líta svo út, að í þessum skrif-
stofum væri verslað með lyf í
heildsölu. En í raun réttri
voru skrifstofurnar notaðar til
þess að halda kommúnista-
fundi. Þegar lögreglan braust
inn í þessar skrifstofur, stóð
einn slíkur fundur yfir.
Bela Kun var þar auðvitað.
Var hann þegar tekinn fastur
og nokkrir aðrir frægir kom-
múnistar.
Ekkert vildi Bela Kun láta
uppi. Hann sagði meðal ann-
ars, að menn mundu þekkja
sig að því, að það þýddi
ekki að spyrja sig um leynd-
armál kommúnista.
Talið er að þessi frægi mað-
ur hafi verið búinn að vera 4
vikur í Austurríki, áður en
lögreglunni hepnaðist að ná í
hann. Og ekki hefir tekist að
uppgötva, hvernig hann komst
til Austurríkis. Er talið líkleg-
ast, að hann hafi komið i flug-
vél frá Rússlandi, flugvélin
hafi komið til jarðar á ein-
hverjum eyðistað i Austurríki,
þar hafi Bela Kun stígið
úr henni, en bifreið hafi sótt
hann þangað og flutt hann til
Vínarborgar.
1 síðasta blaði var skýrt frá
því, að af skjölum, sem fund-
ust við lögregluleitina, hafi
sannast, að Bela Iíun ætlaði
sér að koma af stað byltingu
i Ungverjalandi og löndum á
Balkanskaganum.
Við rannsókn þessa sannað-
ist ennfremur, að Bela Kun
var beinlínis sendur frá Moskva,
til þess að koma þessari bylt-
ingu af stað, að hann hafði
fjögur fölsk vegabréf: rússneskt,
austurrískt, ungverskt og rúm-
ansld. Þá þykir og mega ráða
það af skjölunum, sem fund-
ust, að átt hafi að myrða
Horthy, ríkisstjóra, og Bethlen,
forsætisráðherra Ungverja.
Þegar Ungverjar fengu sann-
anir fyrir þvi, að Bela Kun
væri handtekinn, lét hinn op-
inberi ákærandi í Ungverja-
landi taka saman öll þau skjöl,
er snertu Bela Kun. Er sagt
að skjalapakki þessi sé 300
pund að þyngd. — 17 menn
voru látnir setjast að verki, til
þess að rannsaka öll þeSsi skjöl
að nýju. Þegar þessir 17 höfðu
lokið störfum, lagði ákærand-
inn beiðni fyrir ungverska
dómsmálaráðherrann, er fór í
þá átt, að Ungverjar krefðust
þess af Austurríkismönnum,
að þeir framseldu Bela Kun.
Dómsmálaráðherrann varð
glaður við og sagði, að nú
væru loksins líkur fyrir því,
að Ungverjar gætu náð sér
niðri á mesta illmenninu, sem
getið væri um í sögu Ungverja.
Hann kvaðst og vonast til þess,
að Austurríkismenn yrðu við
kröfum Ungverja í þessu efni.
Og nógar ástæður virðast
þeir hafa til þess að refsa hon-
um. 'Hann er ákærður fyrir
179 morð, föðurlandssvik, upp-
reisn, peningafölsun, heitingar
í ávinningsskyni, þjófnað, rán
og frelsísskerðingar.
Nú er sagt, að ungverska
stjórnin hafi fallið frá kröfu
sinni um að fá Kun framseld-
an. Landshluti sá, sem Bela
Kun er fæddur í, lagðist undir
Rúmeníu við friðarsamniugana,
sem gerðir voru í Trion. Þeir
Ungverjar, sem heima áttu í
þessum landshluta, áttu að
lýsa yfir því innan ákveðins
tíma, eftir að friðarsamning-
arnir voru undirskrifaðir, að
þeir vildu halda áfram að vera
rikisborgarar Ungverjalands,
annars urðu þeir rúmanskir
ríkisborgarar. Bela Kun lýsti
engu slíku yfir, og er þess
vegna rúmanskur rikisborgari.
Af þessum ástæðum hafa Ung-
verjar ekki heimtingu á því,
að fá þennan fræga mann
framseldan.
Það má telja víst, að Aust-
urríkismenn þykist hafa ástæðu
til þess að refsa Bela Kun, t.
d. fyrir að hafa stofnað hlut-
leysi Austurríkis í hættu með
þessum undirróðri eða eitt-
hvað þess háttar.
Þjóðnýting
rússneskra jarðeigna.
Sovietbyltingin kom tiltölu-
lega lítið við bændurna. Þeir
gripu að vísu til vopða og ráku
aðalsmennina af höndum sér.
— En þeir áttu mestallar jarð-
eignir i Rússlandi á dögum
keisaraveldisins. — Bændurnir
urðu jarðeigendur. Og auðvit-
að voru þeir kommúnistum
þakklátir fyrir að hafa gefið
þeim tækifæri til þess að ná í
jarðirnar.
Kommúnistar hafa farið all-
gætilega að bændunum. Þeir
hafa að vísu gert þá að til-
raunadýrum; stundum hafa
þeir hvatt þá til þess að reka
eiustaklingsbúskap, stundum til
þess að reka sameignarbúskap.
Rússnesku bændurnir eru
orðlagðir geðspektarmenn. Þeir
hafa yfirleitt sætt sig við boð
og bann stjórnarinnar, þótt
þolinmæðin hafi á stundum
farið út um þúfur.
Ollu má ofbjóða, og rúss-
nesku bændunum líka. Þegar
stjórnarherrarnir gengu of langt
í kröfum sínum við bændurna,
mistu þeir þolinmæðina og
tóku til vopna, en aldrei hefir
þó verið um verulegar bænda-
óeirðir að ræða.
En nú hafa kommúnistar ■
tekið af skarið.
Kommúnistar hafa samið
lög, er gera víðtækar breyting-
ar á eignarrétti yfir jarðeign-
um. Ríkið á að eiga allar jarð-
eignir í landinu, en jarðeigna-
litlir og jarðeignalausir menn,
samvinnufélög o. s. frv. eiga
að ganga fyrir öðrum, sem
taka vilja jarðirnar á leigu. —
Þessum lögum er aðallega
stefnt að hinum stærri bænd-
um, þeim bændum, sem hafa
rekið búskap með hagnaði,
síðan þeir urðu jarðeigendur.
Útlend blöð, sem ræða um
þessi nýju lög, telja líklegt, að
óeirðir muni hljótast af þess-
um lagabreytingum. Þau telja
líklegt, að þetta brölt stjórnar-
innar í landbúnaðarmálunum
hafi eyðilagt þolinmæði bænd-
anna. Það er og skoðun þeirra,
að fræðsla sú, sem bændur
eiga nú kost á að fá, muni
ekki gera þá að kommúnist-
um, heldur muni hún gera þá
sjálfstæðari í hugsunarhætti og
ófúsari til þess að sætta sig
við fyrirskipanir stjórnarinnar.
— Þetta er auðvitað spádóm-
ur. Enginn veit, hvað tímarnir
bera í skauti sínu.
f S L A N D
KEMUB ÚT Á LAUGARDÖGUM
Árgangurinn kostar 8 kr.
Gjalddagi 1. júlL
Einstök blöð kosta 20 aur.
Ritstjóri og ábyrgCarmaOur:
GuOmdndur Benediktsson,
Talsími: 1875.
Afgreiðslu og innheimtu
annast:
Friðrik Björnsson.
Laugaveg 15. Simi 1225.
— Box 371. —
Þingbálkur
Lög um búfjártryggingar.
1. gr.
Heimilt er sveitar- og bæj-
arfélögum á Islandi að stofna
vátryggingarsjóði, með skyldu-
ábyrgð fyrir kýr, kynbóta-
naut, kynbótahesta og hrúta.
Verksvið sjóðanna og fyrir-
komulag fer eftir lögum þess-
um og nánari ákvörðun reglu-
gerðar.
Yfirstjórn þeirra mála, sem
undir lög þessi falla, hefir at-
vinnumálaráðherra. Hann úr-
skurðar og ágreining, er rísa
kann út af lögum þessum, nema
um dómsmál sé að ræða.
2. gr.
Vátryggingarsjóður bætir 4/6
hluta alls þess skaða, er eig-
endur eða afnotahafar vátrygðra
gripa verða fyrir, af hverskon-
ar vanhöldum gripanna, eí
ekki er um að kenna fóður-
skorti, hirðuleysi eða hand-
vömm hlutaðeigenda, þjóna
þeirra eða nánustu erfingja, að
áliti virðingarmanna sjóðsins.
Til vanhalda teljast dauðs-
föll gripa af sjúkdómum og
slysum, svo og vanheimtur og
afurða- og afnotamissir sakir
veikinda og eðlisgalla (t. d. ó-
frjósemi kynbótadýra), eftir
því sem nánar verður ákveðið
í reglugerð.
3. gr.
Aldrei má hafa í vátryggingu
eldri gripi en hér segir: hrúta
6 vetra, kynbótanaut 12 vetra,
kýr 15 veðra og stóðhesta 18
vetra.
Lambhrúta má eigi taka í
vátryggingu, fyr en liðnir eru
8 dagar frá bólusetningu. Svo
getur og stjórn vátryggingar-
sjóðsins krafist þess, að vá-
trygðir hrútar skuli bólusettir
veturgamlir og eldri, en ekki
er heimilt, að sjóðurinn bæti
skaðann, þótt hrútur farist af
bólusetningu, nema stjórn
sjóðsins hafi fyrirfram við,ur-
kent þann, er bólusetur. Vá-
trygging á kynbótahestum nær
til slysa af vönun, þó þvi að-
eins, að dýralæknir, eða ann-
ar maður, er stjórn sjóðsins
hnfir viðurkent, vani.
4. gr.
Vátryggingarskylda hvílir á
öllum eigendum þeirra gripa,
sem taldir eru í 1. gr., þegar
samþykt hefir verið á löglegan
hátt að stofna vátryggingar-
sjóð, sbr. 7. gr.