Ísland


Ísland - 28.07.1928, Qupperneq 3

Ísland - 28.07.1928, Qupperneq 3
iSLAND 3 Mentaskólinn. I. Kenslumálaráöherrann hefir skrifað margar greinar i Tiin- ann um mentaskólann. Hann hefir, eins og kunnugt er, framið þá regin óhæfu, að loká neðri bekkjum skólans fyrir börnum hinna fátækari manna, bæði héðan úr Reykja- vík og utan úr svéitum lands- ins. Þetta mikla óhæfuverk, skóla- lokunin, hefir mælst mjög illa fyrir, eins og eðlilegt er. Menn eiga ómögulegt með að sætta sig við þá endemisráöstöfun, það geysi-afturhald. Og kenslumálaráðherrann hefir staðið uppi varnarlaus að katla. Hann hefir ekki reynt að rétt- læta skólalokunina, með nein- iun frambærilegum rökum, enda er Jiað alger ógerningur. En hann hefir reynt að snúa sig út úr ógöngunum á þann hátt, að býsnast yfir ræktarleysi því, sem fyrv. stjórnir hafi sýnt mentaskólanum, þ. e. a. s. hús- inu sjálfu. Hann hefir lýst göllunum á nientaskölahúsinu í löngum og mörgum Timagreinum. Þessi röksemdafærsla róð- herrans var því fölsk. Hún kom hvergi við það efni, sem um var deiit: takmörkun nemenda- fjölda í skólanum. Þetta glappaskot ráðherrans verður engu minna fyrir ]>ví, þótt fyrverandi stjórnir hafi ekki látið mála skólann nógu °ft, eða kítta nógu oft ineð gluggarúðum i honum. II. Oft og mörgum sinnum höf- nm vér skorað á ráðherrann að h'da gera við það, sem aflaga færi i skólahúsinu. Lengi x hefir hann slegið skollaeyrunum við þessum kröf- um vorum, en loksins hefir hann þó séð að sér op orðið við þeim. Það á þó ekki að ganga hægt °g hljóðalaust hjá ráðherránum. Hann ætlar, svei mér, að láta á hví bera. yér getum nú ekki skilið að nauðsynlegt sé að gera mikið veður út úr því, þótt gert verði við skólahúsið. Það er skylda þeirrar stjórnar, sem ineð völd- *n fer, að sjá um, að eignir rík- ,sins gangi ekki úr sér og eyði- ,eggist vegna vanhirðu. Menta- skólahúsið er ríkiseign, svo að það er bein skylda stjórnarinn- nv að verja það skemdum. Ef ráðherrann gerir við skólahúsið, þá innir hann af hendi skyldustarf og ekkert nnnað. Að morgni dags 23. þ. m. hauð ráðherrann blaðamönnum llPP í mentaskóla, til þess að ,,ta á hann (skólann, en ekki Jaðherrann) og fræðast um hvaða endurhætur ráðherrann Æ«i að gera á skólahúsinu. Það er hest að segja hverja sogu eins og hún gengur. — Skólahúsið er traust og vandað, en * niörgu er því ábótavant. I régólf eru í húsinu. Þau eru vitanlega nokkuð slitin, og J>að gerir þvott á þeim erfiðan. Loftin i stofunum eru ekki góð, en J>ó eru þau sæmileg. Veggir í skölastofunum eru lélegir. í sumum stofunum ægir ÖIlu sainan, ómáluðum tréskil- rúmum og pappalögðum veggj- um. Tréþiljurnar eru ekki sem sléttastar, og sumstaðar all- gisnar. Pappinn er rifinn af á einstaka stað, og allviða bætt- ur, sumstaðar eru bæturnar með öðrum lit en aðalpappinn. — Skólaborðin eru J>ó lökust. Þau eru, sérstaklega i kenslustofum gagnfræðadeildar, alhnjög krössuð og tálguð, sumstaðar eru jafnvel tálguð göl á þau. Þetta er að nokkru leyti eðli- legt. Unglingar í neðri bekkj- um gagnfræðadeildar eru hálf- gerð börn, sem krassa og pára eins og unglingum er titt. Það hefir og verið föst venja að slétta yfir borðin og mála þau á hverju hausti. Þetta var þó ekki gert á síðastliðnu hausti, hver svo sein ástæðan hefir ver- ið — þá var nýja stjórnin komin til valda. — En nú er verið að slétta yfir og mála þau, eins og áður hefir verið gert. — Einnig hef- ir á haustin verið límt yfir göt- in, sem komið liafa á veggfóðr- ið, og af því koma bæturnar. Fatasnagarnir eru inni. í flest- um kenslustofunum, og virðast þeir hafa verið færðir úr stað, þegar loftrásin var sett í húsið. Vanhús eru mikils til of fá, og erum vér sammála Alþýðu- hl. að Tímanum um að ]>að sé milciíl galli. Hurð á milli tveggja kenslu- stofa, sem að vísu á aldrei að vera opin, er.í ólagi, en svo er að sjá sen> hún hafi brenglast og brotnað fyrir skömmu. Ytra útliti skólans þarf ekki að lýsa. Málning er farin að rigna af þaki og veggjum. Leikfimishúsið hefir bæði kosti og galla. Það er sæmilegt, að öðru leyli en því, að bað- klefar eru of fáir og ofninn er farinn að síga. Hann er stór og milcill og gólfbitarnir virðast ekki geta borið hann. ,,Fjósið“ gamla hefir verið innréttað fyrir tilraunastofur. Eru þær yfirleitt sæmilegar. Á annari stofunni er enginn gluggi, en fróðir rnenn segja, að þar inegi enginn gluggi vera, því J>ar fari fram ljósrannsóknir. En gallinn er sá, að hún er of lítil. Bókasöfn skólans og skola- pilta eru geymd í ,íþöku‘. Aðal- hluti hússins fer undir safn skólans, sem lítið mun vera notað. III. Fijrirhugaðar umbæiur. Húsameistari ríkisins, er leið- heindi blaðamönnuin um skól- ann, skýrði svo frá, að í ráði væri að dúkleggja gólfin, líma léreft á veggina, mála horðin, eins og venjulega, fyrst um sinn, leggja dúka á loftin á neðstu hæð (gölf-liæð), fjölga vanhús- unum, og stælcka anddyrið á hakhlið skólans í því skyni, flytja skólasafnið úr „íþöku“, upp á Landsbókasafn, og nota hana fyrir lestrarsal handa nem- endum, mála skólann eitthvað að utan og taka eina skólastof- una og nota liann fgrir fata- geymslu. — Virðist það bera vott um, að niðurskurður á nemendum eigi að fara - fram, ef til vill aukinn frá því, sem nú er. — Með litlum kostnaði mætti grafa kjallara undir íiokkrum hluta hússins. Þar mætti hafa vanhús og fata- geymslu og þyrfti þá ekki að eyðileggja neina skólastofuna. Að lokum viljum vér talca það fram, að það er algerlega sjálfsagt að gert sé við skóla- húsið sem allra fyrst og sein rækilegast. — En oss finst bros- legt, að ráðherrann skuli aug- lýsa J>að með bækslagangi miklum, að einhverjar smá- vægilegar endurbætur eigi að gera á þessari ríkiseign. Endur- hæturnar verða aldrei til þess að hæta fyrir afglöp ráðherrans í skólamálunum — lokun mentaskólans. Þær eru sjálf- sagðar og ekki þakkar verðar. Aumkvunarvert. Allir ættu að varast að leyfa útlendum mönnum að blanda sér inn í stjórnmál vor. Vér vöruðum kröftulega við því, er það varð uppvist, að danskir jafnaðarmenn veittu foringjum jafnaðarmanna hér fjárstyrk til kosninga. Þvi hvað sem um það er sagt, þá mun enginn vafi á því, að hvergi eru slíkir styrkir veittir til hreinnar poli- tiskrar starfsemi nema hér. En tólfunum kastar, þegar slíkur styrkur er veittur eins og ástatt er um sambandið milli lslands og Danmerkur. Alveg sýnist það ganga úr hófi fram, ef rétt er, að samband sé milli Borg- bjergs jafnaðarmannaforingjans og eins af ráðherrunum hér, þannig að þeir í sameiningu bollaleggi árásir á íslenska stjórnmálamenn. Bendir þetta á að Borgbjerg sé búinn að komu íætinum inn i islensk sljórnmál. En hve lengi á að þola slíkt? Þjóðin er aumkvunarverð ef hún ekki mótmælir þessu at- hæfi. Margt er skrítið Svo langt er farið i politisk- um árásum, að einn af ráð- herrunum hér og Borgbjerg hinn danski gera það að árása- atriði á Sig. Eggerz, að hann hefir náð góðum samningum við danska ríkissjóðinn. Hér er um hreint fjármála- atriði að ræða, sem er allri »politík« óviðkomandi. Og svo er að sjá, sem ráðherrann og Borgbjerg líti svo á, að fyrir það að þessir samningar tók- ust. þá verði S. E. að vera auðmjúkur i sínu hjarta og megi ekki halda fram málum íslands. Einhverntíma hefðu Islendingar orðið óþolinmóðir yfir að heyra slíkar kenningar eins og þessar og varla pré- dikar Borgbjerg hinn danski samskonar undirgefni undir »kapitalið« niðri í Danmörku. X Erlendar férttir. Stjnrnmálamaður látinn. Giolitti fyrverandi stjórnar- forseti er látinn. (Giovanni Giolitti var fæddur í Piemont 1842. Fékk hann snemma orð á sig fyrir stjórn- málakænsku og mælsku. Hann varð fyrst ráðherra 1889, i ráðuneyti Crisp’s. Sagði hanu af sér í árslok 1890 og vann siðan á móti Crispi-sljórninni, sem fór frá völdum 1891, og eins stjórn Rudinis, sem fór frá völdum 1892. Giolitti myndaði þá stjórn, í maí 1892. Vann hann að ýmsum sparnaðarráð- stöfunum til þess að bæta fjár- haginn, án þess að auka skatt- ana, og vann mikinn sigur í kosningum í nóv. það ár, en varð að fara frá i nóv. 1893 vegna bankahruns (Banca Ro- maná), er hann var eitthvað bendlaður við. Árið 1901 varð hann innanrikisráðherra í ráðu- neyti Zardelli’s og frá þvf um haustið það ár og þangað til i mars 1905 forsætisráðherra. — Árin 1901—1914 var Giolitti talinn aðalstjórnmálaleiðtogi í- taliu. Hann var vinveittur Þjóðverjum, endurnýjaði 1912 þríveldasamninginn og 1913 leynilegan flotasamning við Miðveldin. Hann kom þó í veg fyrir, að Austurriki réðist á Serbfu 1913. Árið 1914 tók Salandra við sljórnartaumun- um,- en Giolitti gaf sig þó enn að stjórnmálum um hríð og vann að því, að Ítalía varð- veitli hlutleysi sitt í heimsstyrj- öldinni, en er sú stefna sætti æ öflugri mótspyrnu, dró hann sig í blé. Þegar Orlando lét af völdum 1919 lét hann aftur til sfn taka og myndaði fimta ráðuneyti sitt i júní 1920. Síð- an Mussolíni komst til valda 1922 hefir verið hljótt um nafn Giolitti). Sjálfstœðismenn i Elsass náðaðir. Forseti Frakklands hefir náð- að þrjá sjálfstæðismenn í El- sass, sem í mai voru dæmdir til fangelsisvistar. Fjórði fang- inn, Ricklin, var ekki náðaður vegna þess, að hann neitaði að afturkalla áfrýjun. Kólera. geysar á Filippiseyjum, og mikið eldgos er þar í landi, hefir það eyðilagt heila borg. Mussolini og norðurfararnir. Mussolini hefir skipað norð- urförunum ítölsku að koma þegar heim. Hann hefir og bannað þeim að tala við blaða- menn og yfirhöfuð að láta nokkuð uppi um það, sem gerð- ist í leiðangrinum. Mussolini hefir og lýst yfir þvi, að ítalir muni rannsaka alt viðvíkjandi leiðangrinum, þegar björgunarstarfinu væri lokið, en ekkert vit væri í því, * að annara þjóða menn fram- kvæmdu rannsókn þessa. Zappi, arinar þeirra, sem var með Malmgren, hefir skýrt svo frá ,að hann hafi soltið í 13 sólarhringa. Læknirinn á Krassin rengir þetta. Hann seg- ir, að Zappi hafi ekki soltið nema í 3 daga. Svíastjórn hefir kallað heim leiðangursmenn sina á Spitz- bergen, vegna þess að ekki sé þörf á þeim í leitinni að Am- undsen og loftskipsflokknum. Krassin, rússneski ísbrjótur- inn, fer til Noregs eða Svíþjóð- ar til aðgerðar. — Skrúfan og stýrið hafa skemst. Viðgerðin tekur að líkindum þriggja vikna tima. ítalir hafa pantað tvær flug- vélar hjá þýskri flugvélaverk-^ smiðju. Flugvélar þessar á að nota i leitinni að loftskips- flokknum. Frá Rússum. Rússneska stjórnin hefir á- kveðið að hækka kaupverð á korni og skipað verslunarmála- ráðuneytinu að hafa nægilegar iðnaðarvörur handa hændum. Unibrot i Egyptalandi. . Konungurinn í Egyptalandi hefir rofið þing þriggja ára tímabil. Konungsúrskurður gert þar af leiðancli nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Prentfrelsi er afnumið um stundarsakir. Kinverjar og stórveldin. Þjóðernissinnastjórnin í Kína hefir sagt upp verslunarsamn- ingnum við Japana. Japanar eru því framvegis háðir dóm- stólum og skattalöggjöf Kín- verja. — Japanar mótmæla upp- sögninni. Þeir segja, að hún sé ekik heimilt fyrr en 1936, en þeir kveðast vera fúsir til þess að endurskoða samninginn. Bretar búast ekki við alvar- legum afleiðingum af uppsögn- inni. Frá Bretum. MacDonald hefir borið upp tillögu um að lýsa vantrausti á stjórn Breta, vegna þess, að ráðstafanir hennar viðvíkjandi atvinnuleysi kolanámumanna séu ófullnægjandi. Baldnin * forsætisráðh. sagði, að stjórnin ætlaði að vinna að því, að atvinnulausir menn flyttu til velstæðra héraða og nýlendanna. — Ennfremur, að litflutningsgjald á kolum yrði lækkað. Ný bók. Med Lawrence i Arabien eftir Lowell Thomas. Þessi bók segir frá einhverjum merkilegasta manniEnglendinga, Thomas Lawrence. Hann er kandídat frá Óxford. Hann fékst við ýmsar rannsókn- ir í Austurlöndum, þegar ófrið- urinn mikli braust út. Hann er málamaður mikill, framúrskarandi »agitator«, hug- rakkur og sniðugur. Þessirmiklu hæfileikar hans urðu þess vald- andi að hann fór að skifta sér af stjórnmálum Austurlanda. — Hann safnaði í kringum sig ætt- flokkunum í Arabiu, gerðistfor- ingi þeirra og hershöfðingi.vann hinar helgu borgir Múhameðs- trúarmanua, Mekka og Medina, úr böndum Tyrkja og rak þá að lokum úr Arabíu. Við lok ót'riðarins buðu Eng- lendiugar honum hershöfðingja- stöðu, viktoríukrossinn og að- alsmannsnafnbót. — En hann þáði ekki þessi boð. Hann gerð-

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.