Ísland - 04.10.1929, Síða 1

Ísland - 04.10.1929, Síða 1
BLAÐ FRJÁLSLYNDRA MANNA 3. árg. Föstudaginn 4. október 1929. 35. tbl. Einræði og óstjórn. blöðin hafa lagt alt kapp á að draga hann niður í sorpið og veikja álit þjóðarinnar á honum. »Tíminn« hefir sýnt meiri dugnað við þetta skemdarverk en nokkuð annað blað á íslandi. Og rógur hans og árásir kom- ust þó fyrst í algleyming, þegar núverandi stjórn var setst aö völdum. beir, sem staðið hafa fyrir þessum árásum, bera ekki hið minsta skyn á lög. — Og heill stjórnmálaflokkur blygðast sfn ekki fyiir, að láta slíka menn rugla og þvaðra um dóma hæsta- réttar. Þesskonar háttalag þekk- ist áreiðanlega hvergi í víðri veröld nema á íslandi. Orsakir þessara árása eru öllum kunnar. Hæstiiéttur kvað upp dóma, sem »Iögvitringar« Timans þóttust ekki geta sam- rýmt. En jafnvel þólt þeir hafi ekkert þekt til laga, átti þeim þó að skiljast, að þeir fóru með blekkingar einar og rakaleysur. — Og vitanlega hefir þeim skil- ist það. En hvað hefir vakað fyrir þeim og hvað vakir fyrir þeim? 1. Eru þeir að hefna sín á réttinum? 2. Eru þeir að æsa almenn- ingsálitið gegn réttinum, í þeirri von, að geta notað það, til þess að gera hæstarétt hræddan, svo að hann kveði upp dóma flokki þessum í vil? 3. Eða er árásunum haldið uppi með það fyrir augum, að hægt verði að nota almennings- álitið til að afnema hæstarétt og koma upp pólitiskum rétti í hans stað? Framtíðin ein fær úr því skorið, hvað fyrir Tímanum vakir. — Og þó er það vafa- samt. »Tímaálitið« og almenn- ingsálitið er ekki eitt og hið sama og verður það vonandi aldrei. — En margt bendir í þá átt, að einræðisbrölt dóms- málaráðherra eigi eitthvað skylt við árásir Tímans á hæstarétt. /mS Uuuv Afgreiðsla í S L A N D S er fluttá Lokastíg 9 (uppi). Sími 1225 Gjalddagi blaðsins var 1. júlí verið á Prestbakka, en nú hefir verið skift um. Héraðsbúar höfðu lýst sig andvíga þessu. En stjórnin fór ekki að því. Hún braut alveg í bág við vilja þeirra. — Þarna hefir stjórnin kom- ist inn á hættuiega braut. Hún leiðir bæði til ófrelsis og aftur- halds. íbúar hvers héraðs þekkja vitanlega best aðstæður allar og vita það betur en aðrir, hvar skórinn kreppinn að. Víðsýnir menn og frjálslyndir hljóta því að vinna að auknu frelsi héraða, hreppa, sýslna og bæja. Enda hefir svo verið alls staðar og á öllum tímum. — En vegir stjómarinnar eru ekki þeirra vegir. íslendingar hinir fornu unnu frelsinu meira en flestu öðru. Þeir gerðu uppreist gegn öllu ófrelsi, í hvaða mynd sem það birtist. Og þó að margt hafi breyst í þjóðlífi voru, þá er eðli ls- lendinga áreiðanlega hið sama nú og það var á fyrri tímum. Þjáningar liðinna tima hafa áreiðanlega ekki gert þá þræl- lynda. Og þess vegna ættu þeir menn, sem-ganga ineð einræðis- hugsanir í höfðinu, að hafa sem miust um sig og láta einræðis- draumana ekki villa sér sýn. Og þó þeir geri það ekki þjóð- arinnar vegna, þá ættu þeir að gera það vegna sín sjálfs. — 1*30 veröur þeim sjálfum fyrir bestu, þegar dregur að skulda- dögunum. Einræðisherrar hafa brotist til vaida í nokkrum rikjum Norðurálfu. Og þó að óljósar fregnir berist hingað ti! lands af ástandi ríkja þessara, er aug- ljóst af öllu, að þar ríkir óstjórn og ómenning. Sjálfstæðir menn, sem hafa hugdirfö til þess að hafa aðrar skoðanir en einræðisherrarnir, eru ofsóttir, settir í fangelsi, reknir í útlegð — eða myrtir. — — E'gnir þeirra eru gerðar upp tækar, en konur þeirra og börn eru rekin út á gaddinn og látin sæta öðrum slíkum afarkostum. — Örfáir menn velta sér í auð- æfum kringum veldisstólana, en almenningur þjáist í fjötrum þrældóms og örbirgðar. — Helg- ustu mannréttindi þegnanna er troðin undir fótum. lög eru brotin og litilsvirt, ef þau falla ekki saman við geðþótta ein- ræðismannsins. — Vóldin eru notuð sem keyri á þegnana, í stað þess að vera þeim til ör- yggis, og að því er unnið Ijóst og leynt, að gera meun hrædda og ósjálfbjarga. Og menn þurfa alls ekki að undrast þetta: Óstjórn er ávalt förunautur einrœðisins. Kostir góðs stjórnanda koma sérstaklega fram í því, að hann kann að velja sér góða starfs- bræður, ráðunauta eða hjálpar- menn. — Hann -gengur þess ekki dulinn, að mannlegri visku eru takmörk sett — hans eigin visku eins og annara. Og þess vegna forðast hann að vera ein- ráður. Hann ræðir um málin við gáfaða menn og sjálfstæða. lbugar allar hliðar og tekur þá ákvörðun, er hyggilegust virðist og hagkvæmust, þegar öll rök — með og móti — hafa verið veg- in hlutlaust og af skilningi. Mussolini ber vafalaust hæst af einræðisherrum vorra tíma. — Honum hefir þó áreiðanlega ekki tekist ætlunarverk sitt, — sem hann kallar svo: að endurreisa fjárhag ítala. Sögur flóttamann- anna þriggja, sem getið hefir verið um hér í blaðinu, bera stjórn hans ófagurt vitni. Og ofsóknirnar gegn Þjóðverjum í Tyrol og kosningafyrirkomulag- ið nýja í Ítalíu sýna allgreinilega, hverskonar mara hvílir nú yfir ítölsku þjóðinni. Og þó á Mussolini og stjórn- arstefna hans marga dáendur — jafnvel hér norður á hala ver- aldar. Framsóknarmaður nokkur, hefir látið hrífast mjög af ein- ræðisherranum, Mussolini, eins og saga þessi sýnir. Þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir því á Alþingi, að hann helði brotið varðskipalögin visvitandi, þá hvað maður þessi hafa sagt: »Sjáið þið nú! Jónas brýtur lög, þó aö hann hefði auðveldlega getað komist hjá því að brjóta þau. Hann líkist Mussolini«. — Pað er óþarfi að taka það fram, að lotning mannsins fyrir Jón- asi óx mjög við þessa yfirjýs- ingu. — Ekki er oss kunnugt um, hvort önnur lögbrot Jónas- ar hafi haft sömu verkanir á manninn t. d. sala hjáleigunnar frá Bjarnarnesi. En það verður þó að teljast líklegt. Og það var ekki að ástæðu- lausu, þó að manninum dytti einræðisherrann i fhug, þegar hann heyrði yfirlýsingu dóms- málaráðherra, því að slíkar yfir- lýsingar hefði enginn gefið ann- ar en sá', sem lítilsvirðir lög landsins og er til þess búinn að hrifsa völdin í hendur sínar. Enn það er fleira, sem bend- ir í einræðisáttina, heidur en lögbrot. Stjórnvaldið greinist í þrent: dómsvald, framkvæmdarvald og löggjafarvald. Dómsvaldið er falið á hendur dómendunum. Þeir eru sjálfstæð- ir aðilar, sem ekki mega fara eftir neinu öðru en lögunum. Allar menningarþjóðir hafa reynt að búa sem tryggast um dómsvaldið. Þær hafa ekki eingöngu gert það að sjálfstæðum aðila. — Þær hafa einnig sett ákvæði í stjórnarskrár sinar, til þess að tryggja það, að það kæmist aldrei í hendur annara aðila ríkísvaldsins. Og íslendingar hafa gert þetta líka. Og það eru engin undur þó að hvervetna hafi verið gripið til þeirra. Dómstólarnir eiga að dæma um æru, frelsi, líf og eignir margra manna. Og veltur því vitanlega mikið á því, að stjórn- málamennirnir geti ekki haft áhrif á dóma og úrskurði dómstól- anna. 1 öllum menningarlöndum er þó mest áhersla lögð á að tryggja öryggi æðsta dómstóls ríkisins, enda á hann að kveða upp úr- slitadóma í dómsmálum. Hæstiréttur íslands er ungur. En hann hefir þó sannarlega orðið fyrir aðkasti á þeim stutta tíma, sem hann hefir starfað. Hann var limlestur í sparn- aðarskyni. Og sum stjórnmála- Einræðisherrar sósíalista og afturhaldsmanna hafa jafnan reynt að hrifsa alt vald úr hönd- um héraða og einstaklinga. Og Tíma-foringjarnir hafa dyggilega fetað í spor einræðis- herranna í þessu efni. Tvö dæmi skulu nefnd hér: Sýslunefndir Árnessýslu og Rangárvallasýslu höfðu komið sér saman um skólastað fyrir Suðurlandsskólann. — En dóms- málaráðherrann hirti lítt um vilja þessara sýslna. — Hann reisti skólann þar sem honum sýndist. Fyrir skömmu var breytt um bréfahirðingarstað í Skaftafells- sýslu. Hann hefir um langt skeið Háskólasetning. Háskólasetning fór fram 2. þ. m. að viðstöddum flestum kennurum skólans og allmörg- um stúdentum. Einar Arnórsson, núverandi rektor skólans, bauð menn vel- komna með snjallri ræðu. Ræða hans snerist aðallega að utanförum islenskra stúdenta og mentamanna að fornu og nýju. Frá kristnitökunni og fram til siðaskifta fóru allmargir kirkj- unnar menn utan til náms. Stunduðu þeir nám viða um 1 S L A N D Árgangurinn kostar 8 kr. Gjalddagi 1. júlL Einstök blöð kosta 20 aur. Ritstjóri og ibjTgBarmaCur: Guðm&ndur Benediktssan, Talsimi: 1875. AfgreiCslu og innheimtu annast: Friðrik B jörnsson. Lokastíg 9. — Sími 1225. — Boz 871. — I lönd, en sóttu ekki til einnar einstakrar þjóðar. Eftir siðaskiftin varð breyting á þessu. Flestir íslendingar, sem fóru utan til náms, fóru iil Dan- merkur. En þetta breyttist aft- ur 1918. Þá fóru íslenskir náms- menn að leita til háskóla stór- þjóðanna. Og nú er svo komið, að næsta vetur munu fleiri ís- lendingar verða við háskólanám í Þýskalandi en Daumörku. Ýmsir íslendingar hafa óspart borið lof á Hafnarháskóla og talið það illa farið, ef íslend- ingar hættu að sækja hann. Ekki tók rektorinn undir harma- söng þessara manna. Hann kvað námið í Höfn að vísu hafa orð- íslendingum gagnlegt á ýmsa lund, en agnúar þess hefðu þó verið margir. Sérstaklega þó það tvent, að námið hefði ekki ver- ið sniðið eftir islenskum stað- háttum eða við hæfi íslendinga í neinu og að andleg einangrun hafi af því hlotist, að íslending- ar sóttu alla mentun á einn stað. Ræðumaður taldi það því góðs vita, að íslendingar væru farnir aðK stunda háskóianám í stóru löndunum, bæði vegna þess að fjölbreyttari menningarstraumar mundu bér eftir berast hingað með háskólamönnum en verið hefir, og sakir þess, að þjóð vorri væri mikil nauðsyn á mönnum, sem kynnu tungur stórþjóðanna til hlítar. Hann gat þess og, að menn þeir, sem stunda háskólanám hér á landi, rnuni nú öllu fær- ari til þess að taka að sér störf á landi hér heldur en áður var, meðan menn lærðu erlendis.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.