Ísland


Ísland - 25.10.1929, Blaðsíða 1

Ísland - 25.10.1929, Blaðsíða 1
/ BLAÐ FRJÁLSLYNDRA MANNA 3. árg. Föstudaginn 25. október 1929. 38. tbl. Sílisti greínar Knúts Beriín um sjálfstæðismál Islands. Hann vill fella sambandslögin úr gildi þegar í stað. i Um mánaðamótin síðustu birti Knútur Berlin greinaflokka um sjálfstæðismál íslands i danska blaðinu »Nationaltidende«. íslandið heíir þegar nokkuð skýrt frá óliti prófessorsins á sambandslögum íslands og Dan- merkur. — En þar sem greiu- ar þaer, er hér um ræðir, eru greinilegri og koma víðar við, en fyrri ritgerðir hans um þetta efni, þykir íslandinu létt að birta hér meginhluta siðara greinaflokksins í islenzkri þýð- ingu. Piófessorinn getur þess i upp- hafi, að íslendingar vilji þegar i stað taka utaniikismálin í eig- iu hendur. í orði kveðnu sé krafa íslands að eins sú, að sendiherra íslands i Dmmörku veröi viðurkendur íslenzkur sendiherra í Noregi, Svfþjóð og Finnlandi. — En þegar íslend- ingar hafa tekið í sínar hendur utanrikismál íslands á Norður- löndum, þá séu þeir í raun réttri orðnir alráðir um öll ut- amikismál íslands. Peir setja þá á stofn yfirstjórn íslenzkra utanríkismála i land- inu sjálfu. Og þeir ráða þvt sjálfir, hvar í löndum þeir hafa sendiherra eða ræðismenn. Þeir þurfa ekki að hafa slíka sendi- menn annars staðar en á Norð- urlöndum, ef þeim sýnist svo. Því næst ræðir prófessorinn um það, að krafa íslendinga um islenzka sendiherra á Norð- urlöndum hljóti að leiða til breytinga á sambandslögunum. En slfk breyting verði að gerast með samningi á milli landanna, er slðan verði samþykktur sem lög af báðuin ríkjunum. Siðan bætir Berlín við : »En þá er spurningin þessi: Er ástæða til þess fyrir Dani að verða við óskum íslendinga um afnám eins af aðalákvæð- um sambnndslaganna (7. gr.) 11 árum áður en þeir geta kraf- izt endurskoðunar og uppsagn- ar á lögunum ? Eiga Danir að verða við þessum óskum vegna þess að íslendingar ætla að halda 1000 ára hátíð að sumri komanda, þegar fullnægingþeirra óska mundi hafa i för með sér, að fjarstæða væri að halda í þær lélegu leifar, sem eftir yrðu af lögunum, er 7. gr. væri fall- in niður? Viðvíkjaudi þessum spurning- um vil ég taka það fram, að í sjálfu sér má að vísu segja, að ekki sé trútt um, að langt sé sótzt til tilefnis, þar sem er þús- undárahátíðin að sumri kotn- anda, enda þótt það beri raun- ar vott um mikla mannþekk- ing að knýta það tvennt saman. Er ennfremur sízt örgrannt um, að sjálf hugmyndin að halda bátíðlegt þusund ára afmæli Alþingis 1930 kunni að virðast nokkuð hæpin, — þó að hún sé hreinasta fyrirtak sem stór- kostleg auglýsing fyrir ísland — ef þess er minnzt, að Alþingi á nú vart annað sameigið með Alþingi hinu forna, er sett var á stofn um 930, en nafnið eitt. Nú, en íslendingar um það. En annars er hugmyndin sett svo vel fram, að maður gæti freistazt til að æskja þess, að Daumörk færi að finna upp á einhverju samskonar, t. d. meö því að efna til þúsundárahátíð- ar Gorms hins gamla, fyrsta þekkts konungs hins sameinaða Danaveldis, — nema þá að ekki sé auðið að grafa upp, hvenær hann var uppi og ekki verði hjá því komizt að lenda í skömm- um út af konu hans. En að tilefoinu slepptu, get ég ekki annað en verið þeirrar skoðunar, að sýni sig það í raun og veru, að íslendingar séu nú þegar orðnir óánægðir með skipun sambl. á utanríkis- málunum í 7. gr.f þá eigum vér ekki að halda í hana, heldur verða skilyrðislaust við óskum Islendinga í þessu efni. — Ég hefi aldrei dregið dul á það, að sú skipun utanríkismálanna, sem ákveðin er með 7. gr., sé ómöguleg, svo ómöguleg, að vait er hægt að hugsa sér hana verri. Hún er að eins dóm- greiudarlaus stæiing af hinu misheppnaða fyrirkomulagi norskra utanríkismála á sam- bandsárum Noregs og Svíþjóð- ar. — Það var einmitt utan- rikisráðherra Svíþjóðar, sem kom fram fyrir hönd Noregs gagnvart öðrum þjóðum, eins og utanríkisráðherra Dana kem- ur nú fram gagnvart öðrum þjóðum fyrir íslendinga hönd. Fyrirkomulag norskra utanrík- ismála hafði i för með sér, eins og allir vita, sifelldar kvartanir og sifellt sundurlyudi á milli Norðmanna og Svia, er leiddi að lokum til skilnaðar land- anna árið 1905. Maður helði f— rHm *w i v*- —-«■ ff r Afgreiðsla 1 S L A N D S i— f rtf 83 T 1 erfluttá Lokastíg 9 (uppi). Sími1225 Lesendur blaðsins, eru ámintir um, að r 1 tilkynna afgreiðslunni, sem fyrst, rf v-j ef þeir hafa bústaðaskifti. )i\ /ai Uiu <44JJ Gjalddagi blaðsins var 1. júlí J l UA { Á m UkV nú getað vænzt þess, nð þetta fordæmi, sern gerðist á voruin dögum, heíði orðið til viðvör- unar. En inanneskjurnar virð- ast áldrei geta lært af sögunni, og dönsku samningamennirnir hafa auðsjáanlega ekki geit það heldur, enda þótt þeir hafi haft breytingafikinn prófessor i sögu til þess að leiða > sig i allan sannleika i staðinn fyrir læið- an lögfræðing. Vér eiguin þess vegna ekki að víla fyrir oss að afnema þetta óviðunandi ákvæði jafn- sktólt og íslendingar óska þess fyrir alvöru, að það hverfi úr sögunni, því að ákvæðið er í rauninni þýðingarlaust fyrir Dani. Pað er að eins skuggi af því, sein var : — yfirstjóm Dana á íslandi. Döusku samninga- mennirnir 1918 hafa líklega tal- ið nauðsynlegt að hafa að minnsta kosti »skuggann« í eft- irdragi til þess að leyna hinum ríkisi éttarlega skilnaði landanna. En skiluaður var framkvæmd- ur 1918, þó að konungssam- bandið ætti að haldast. En nú geta þessi ímynduðu dönsku yfir- ráðyfii íslandi ekki freistað neins manns framar, þegar lsland fer meir og meir sinna eigiu ferða og Danmörk leggur allt kapp á að gera sjálfa sig minni og minni. En ef eitt af aðalákvæðum sambandslaganna er fellt niður — og 7. gr. er eitt af aðalákvæð- um þeirra — þá eiga hin á- kvæði þeirra einnig að falla niður — að eins meö þeirri undantekningu, að vér verðum að halda í hinn gagnkvæma fiskiveiðarétt þau 10 ár, sem eftir eru af samningstímanum, — þar til hann fellur skilyrðis- laust niður fyrir uppsögn samn- ingsins af íslands hálfu, sem Alþingi hefir þegar boðað, að fram eigi að fara. En í fiski- veiðaiéttinn verðum vér að halda út samningstímann, sérstaklega vegna Færeyinga. Vér höfum engan hagnað af þvi að halda í önnur ákvæði samningsins — þegar 7. gr. er fallin niður — þau fáu ár, sem honuui er ætl- aður aldur. Þar sem vart er við því að búast, að menn hafi öll þessi ákvæði — sem satt að segja eru ekki mörg — í huganum, þá ætla ég að minnast á þau fáurn orðum. Fyrst skal minnzt á ákvæðin i 1.—5. gr., um konungssam- bandið. Það er enginn skaði skeður þó að þau félli niður, þar sem þau eru ekki nauð- synleg til þess að vernda kon- ungssambandið. Konungseríða- lögin frá 1853 halda gildi sínu á íslandi, án tillits til sambandslaganna. — Þau eru meira að segja tryggð með stjórnarskránni sjálfri. — Og ekkert bendir til að íslendingar vilji breyta þeim, eða að þeir hafi í byggju að stofna lýðveldi, jafnvel eltir að sambandslögin eru fallin niður fyrir uppsögn. Fá er 6. greinin. Hún veitir dönskum rikisborgurum að öllu leyli sama ié>t á Islandi sem íslenzkum rikisborgurum, og gagnkvæmt. Þe ssi regla er hreinasta fjar- stæða. Hún gengur svo langt út í öfgar, að Dönum kemur aldrei nokkurntíma til hugar að samþykkja það, án nauð- ungar, að annað ríki, þó ekki væri nema 20 sinnum stærra en Danmqrk — t. d. í*ýzka- land — fengi slikan rétt hér í landi. Og það er því ofur skilj- anlegt, að íslendingar, sem eru meira en 30 sinnum fámennari en Danir, hafa takmarkað jafn- rétti Dana við t íslendinga á ís- landi með svo mörgum undan- tekningarákvæðum, að vér miss- um varla mikið við það, að það félli niður, en verzlunar- samningur milli Islands og Dan- merkur kæini í staðinn, líkur þeim,' sem vér höfum þegar gert við aðrar þjóðir Norðurlanda,— að eins með þeirri undantekn- ingu, — eins og áður er sagt, að jafnréttið, að því er snertir fiskiveiðarnar, baldist til árs- loka 1941. 8 gr. fjallar um skyldu Dana til að hafa á hendi giezlu íiski- veiða í íslenzkri landhelgi. Og tæplega óska margir Danir eltir þvi, að þetta ákvæði haldi á- fram að vera í lögutn lengur en nauðsyn krefur. Ákvaíði 9. gr., um myntsamband íslands og Danmerkur, er broslegt. Það er i rauninni fólgið í því, að hvort landið fyrir sig hafi sjálf- stæða mynt og sjálfstæða pen- ingaseðla. Ákvæði 10. gr., um sameiginlegan hæstaiétt, hefði getað orðið nytsamlegt. En Is- lendingar gátu fellt það úr gildi, þegar þeim sýndist, og þeir létu ekki bíða lengi eftir því aö þeir geröu það. Þeir atnámu það þegar á næsta þingi, eftir að sambandslögin voru gengin i gildi. Miljónirnar tvær, sem 12. —14. gr. fjalla um, hafa verið greiddar íslendingum fyrir löngu, svo að þær fáum vér heldur ekki þó að vér höldum í sam- bandstagaræksnið í 10 ár enn þá. Og svo er nú ekki annaðeft- ir af sambandslögunum en dansk-islenzka nefndin! Þessi nefnd hefir jafnan verið hinn aumasti vanskapningur. Hún á meðal annars að fást við laga- skýringar f málum er varða ís- land og Danmörku. Hún á m. ö. o. að vera dönsk-íslenzk laga- nefnd En í þessari laganefnd, sem á að veita lögfræðilega að- stoð í mikilvægum fræðiefnum, er enginn lögfræðingur af hálfu Dana. — En tveir af fjórum fulltrúum íslands f nefndmni eru hálærðir lögfræðingar. Danir ætluðust til þess, að nefndin tæki við störfuvn danska rikisráðsins: að hafa eítirlit með íslandi. En raunin hefir orðið öll önnur. íslendingar hafa not- að hana til þess að gera nýjar og nýjar kröfur á hendur Dön- um: ura afhendingu skjala og forngripa, Nefndin hefir ekki einu sinni gjört svo mikið gagn, með heimsóknum Dana til ís- lands og íslendinga til Dan- merkur, að færa stjórnmála- menn þessara landa nær hver öðrum. Bjarni frá Vogi, sem var einn af nefndarmönnunum, kom aftur og aftur frarn með ályktanir á A þingi um að skipa íslenzkan utanríkisráðherra á íslandi og að senda islenzka sendiherra til annara landa án þess að minnast á það einu orði viö hina dönsku samnefnd- armenn sína og án þess að dönsku nefndarinennirnir hefðu kjark til þess að gera athuga- semdir við þetta háttalag. í fyrra lýstu allir íslenzkir stjórnmálamenn, sem sæli eiga á alþingi, yfir þvi, að sainbands- lögunum skyldi sagt upp eftir 1940. — Fulltrúar íslendinga i ráðgjafarnefnd, sem sátu áþingi, lýstu yfir þessu sama, án þess að þeir létu hina dönsku sam- nefndarmenn sfna vita um þetta fyr en allt var klappað og klárt. Dönsku neÍDdarmennirnir voru jafn forviða og undrandi og aðr-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.