Ísland - 06.12.1929, Síða 2

Ísland - 06.12.1929, Síða 2
2 I S L A N D + Eiríkur Ðriem prófessor. Síra Eiríkur Briem, pró- fessor, andaðist hér í bænum 27. f. m. Hann var fæddur 1846. Eiríkur Briem var öllum landslýð kunnur. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum í þágu hins opinbera, var prestur, kennari við hinn æðri skóla og þingmaður. Hann var hvata- maður að stofnun Söfnunar- sjóðs íslands og Ellitryggingar- sjóðsins. Hann var einn af ágætustu mönnum sinnar sam- tíðar. Með því gáfu þeir dönsku nefnd- armönnunum byr undir báða vængi. Þeir styrktu kröfur þeirra um ótakmarkað jafnrétti milli landanna. En aðstöðu ísienzku nefndarmannanna veiktu þeir »eftir allri sinni getu«. Og þrátt íyrir þessar stað- reyndir segir ritstj. »Jafnaðarm.«, að jafnaðarmenn hafi frá upp- hafi verið óánægðir með jafn- rétlið. Er hægt að komast lengra í blekkingum og ósannindum en rit^tj. gerir hér? Jafnaðarmenn heimta raun- verulega innlimun íslands í danska ríkið. þeir koma aítan að íslendingum með þessa kröfu. Og þrátt íyrir það segir þessi ritstjóri, að jafnaðarmenn hafi ávallt veriö óánægðir með jafn- rétlið og kröfuharðir fyrir hönd íslendingu í sjálfstæðismálunum. Og þessi maður þykist leita sannleikuns í stjórnmálum og kallar andstæðinga sína lygara og ómenni. Heyr á endemil Tíu árum síðar varð það upp- víst, að jafnaðarmenn fengi styrk frá dönskum stjórnmálaflokki. í umræðunum um það hneyksl- ismáf var iiokkuð minnzt á jafnréltið. Og hvað sögðu jafn- aðarmenn þá? í Aiþýðublaðinu 29. okt. 1928 segir meðal annars: y>AUir þeir, sem björtustum jafn- réttishugsjónum halda á lofti mannkyninu til handa, heimta jafnan rétt manns gagnuart manni eigi ad eins innari lxvers þjóð/é- lags, hetdur livarvetna á jörð mannanna..........og frá þessu sjónarmiði er þjóðlegur jœðingja- réttur (ríkisborgarréttur) að eins hindrun þess, að mennirnir fái notið sjálfsagðs sonarréllar síns til móður jarðar. Pessu hélt vit- anlega fulltrúi danskra jafnaðar- manna fram i sambandslaga- ne/ndinni, og þykir víst engum furðulegt, þótt hann vildi ekki bregðast' einhverri viðfeðmustu hugsjón stefnu sinnar......... Sú varð lika niðurstaðan, að samkvœmt sambandslögunum er fœðingjaréttur íslendinga og Dana sameiginlegur gagnkvœml . . . .« Hver er munurinn á afstöðn jafnaðarmanna til þessara mála 1918 og 1928? Hann er enginn 1928 hælist Alþýðublaðið yfir því, að krafa jafnaðarmanna um sameiginlegan borgaraiélt hafi náð fram að ganga 1918. En það er nú ekki rélt. Jafn- réttið og sameiginlegur borgara- réttur er ekki það sarna, eins og sýnt hefir verið fram á. Samræmið í þessari grein »Jafnarm.« er ekki á marga fiska. Þar er Sig. Eggerz ámælt fyrir það, að hann hafi verið með sambandslögunum 1918, en vilji nú afnema þau. Það er alkunn- ugt, að Sig. Eggeiz fylgdi sam- bandslögunum 1918 vegna þess, að 18. grein þeirra veilir íslend- ingum heimild til að segja þeim upp með einhliða gerningi og losua þannig úr sambandinu við Danmörku fyrir fuilt og allt. En hvernig dirfist »Jafnaðarm.« að ámæla Sigurði fyrir fylgi hans við þá stefnu, sem hann telur jafnaðarmenn fylgja? Sig. Eggeiz var með sambandslög- unum 1918, en vill nú afnema þau jafnskjótt og unnt er. Ritstj. »Jafnaðarm.« segir, að jafnaðar- meun hafi verið með lögunum 1918, og vilji nú afnema þau. Ámæli jafnaðarm. verða að eins skilin á fvo vegu: að illgirnin ráði þessu athæfi hans, eða að jafnaðarmenn séu á móti upp- sögn samningsins þrátt fyrir fullyrðingar »Jafnaðarm.« um hið gagnstæða. En ekki tekur betra við, er hlaðið fer að ræða um jafnréttið. Það kveður jafnaðarmenn and- víga jafnréttinu, en reynir þó að verja það eins og votan sekk. Þar stendur þessi klausa m. a.: »AUt hjal íhaldsins um væntan- legar flskiveiðar Dana hér við land er vísvitandi lygar og blekkingar«. Þetta segir sannleikspostulinn. Hefir hann lesið rit Yde ræð- ismanns, er barst hingað til lands á árinu 1928? Hefir hann lesið greinar Lárusar Sigurbjörnsson- ar, er birtust í Vísi árið 1927? Þar er vitnað í allmargar blaða- greinar um þessi efni/ Hefir hann aldrei heyrt getið um greinir þær, er biitust í Nationaltidende um að beina danska útflytjanda- straumnum til íslands? Ef rit- stjórirm veit ekkert um neitt af þessu, ætti hann að setjast niður og læra belur. En ef þekkingar- leysið bagar haun ekki í þess- um efnum, þá er hann meiri hræsnari en hægt er að gera ráð fyrír. Rilstj. minnist á konungssam- bandið og tekur það rétlilega fram, að nppsögn sambands- laganna og uppsögn konungs- sambandsins geti ekki farið saman. Er hann líklega lyrsti jafnaðarmaðuiínn, sem hefir sannfæizt i því efni. En einnig þar fer hann meö rangt inál. Hann segir, að flest Sjálfstæðis- blöðin hafi tekið þaö fram. að þau vilji halda í konungssam- bandið einnig eftir 1943. Þetta er liibæfulaus uppspuni. Ekkert Sjálfstæðisblað hefir lýst yfir þessu. Og ekkert þeirra hefir gefið hina minnstu átylln lil þess, að þeim sé borið á brýn fylgi við konungssamband. Eu sannleikspostulinn fer ekki að því. Ham »krítar Iiðugt«, án þess að blygðast sín hið minnsta. Hér verður látið staðar numið, þó að fleiri séu fjarstæður þess- arar greinar »Jafnaðarmannsins« en hér hafa verið teknar til meðferðar. — Það væri óvinn- andi verk, að eltast við allar vitleysurnar. Hryllilegt morö. Jón Egilsson, bifreiðaviðgerðar- maður, tannst myrtur í svefnher- bergi sinu að morgni þess 30. f. mán. — Morðinginn er 19 ára gamall unglingur. Bræðurnir, Sveinn Egilsson og Jón Egilsson, hata um nokk- urra ára skeið rekið bifreiða- vinnustofu í húsinu nr. 99 við Laugaveg hér í bænum. Jón Egilsson svaf í herbergi, sem var áfast við vinnustofuna. Þegar starfsmenn vinnustof- unnar komu til vinnu að morgni þess 30. f. m., sáu þeir, að lúða hafði verið tekin úr útidyra- hurðinni á austurhorui hússins. Inni í húsinu fui du þeir Jón Egilsson örendan. Líkið var mjög blóðugt og skaddað á höfði. Var allmikið úr lagi fært í her- herginu. Peningaskápur var upp- brotinn. Og voru horfnar þaðan 3000—4000 krónur i peningum og ávísun. Lögreglunni var strax gert viðvart. Og hófst hún þegar handa á rannsókn málsins. Eftir skamma stund tókst henni að festa hendur í hári morðingjans. Hann heitir Egill Hjálmarsson og er 19 ára gam- ali. Hann er bifreiðastjóri, og hafði unnið öðru hverju á bif- reiðavinnustofu þeirra bræðra. Hann hefir skýrt þannig frá tildrögum þessa hryllilega glæps: Hann kom inn á viðgerðar- verkstæðið milli kl. 2 og 3 að- faranótt 30. f. m. Jón Egilsson var sofandi og logaði á nátt- lampa í herbergi hans. Egill gekk inn i svefnherbergið og náði Iyklunum að peningaskápn- um, án þess að Jón vaknaði. Hann náði peningunum og ætl- aði síðan sömu leið út og hann hafði farið inn. Hann rak sig á stól í næsta berbergi við sveínherbergið, og vaið af því nokkur hávaði. Jón vaknaði og hljóp þegar fyrir dyrnar. Tók- ust þá ryskingar með þeim og stóðu þær nokkura stnnd. Jóni veitli belur og varð Egill undir. Greip hann þá máimstykki, seni fyrir honum varð og fannst hjá líkinu, og veitti Jóni högg á höfuðið. Egill vísaði á peningana. Peir voru heima bjá honum. Rannsókn málsins var ekki lokið, þegar síðast fiéttisl. Þessi skýrsla Egils þarf vitanlega að rannsakast. Þegar fregnin um þenna hræði- lega glæp barst út um hæinn, sló óhug miklum á bæjaibúa. Munu flestir hafa ællað, að slík- ur voða-glæpur mundi ekki korna fytir hér í bænum. Jón Egilsson var miðaldra maður. Hann hafði geynt ýms- uin trúnaðaistörfum hér í bæn- um, áður en hann gerðist með- eigandi bróður sfns í bifreiða- vinnustofunni. Var hann drengur góður, enda gat hann sér hvei vetna hið bezta orð. Ásgarðs-vörur afla sér álits góðra manna. HJARTAÁS um hauður ber hámark vinsældanna. Danska gullið fyrr og nú. Alþýðuflokkurinn sendi Ólaf Friðriksson til Datimerkur árið 1918. Eitt íslenzkt blað leiddi þá getum að því, að utanför Ólafs mundi vera til þess gerð, að sníkja fé út úr Danskinum, tll stuðnings íslerzkum jafnaðar- mönnum. Jón Baldvinsson, formaður Alþýðusambandsins, mótmælti þessari getgátu, og sagði: »Pess þarf naumast að geta, að það er tilhœfulaus uppspuni, að sendijörin til Danmerkur hafi verið gerð til þess að leita jjár- styrks hjá dönskam jafnaðar- mönnum, svo sem blað eitt hér i bænum hefir viljað láta það heitae. (»Dagsbrún« 13. júli 1918). Tímarnir breytast og menn- irnir með. — 1918 telui Jón Baldvinsson það tilhæfulaasan uppspuna, sem naumast þurfi að mótmæla, að íslenztur jafn- aöarmenn fái fjárstyrk hjá Dön- um til pólitískrar starfsemi hér á landi. — 1928 sannast það á Jón Baldvinsson og aðra »brodda« Alþýðuflokksins, að þeir hafa um langan aldur ver- ið styrkþegjar danskra jafnaðar- manna. Árið 1928 var það ekki leng- ur fjarstæða að þiggja slíkan styrk hjá Dönum, heldur sjálf- sagður hlutur, í fullu samræmi við stefnu jafnaðarmanna. Ekki er lengi að slcipast veður í lofti. 1918 telur Jón Baldvinsson fjárstyrk frá Dönum til íslenzkra jafnaðarmanna svo mikla og svo vitlausa fjarstæðu, að henni þuifi ekki að mótmæla. — 1928 er hann hreykinn yfir danska gullinu og byggir sínar pólitísku vonir á almætli þess. Pessi er þá dómur Jóns Bald- vinssonar um danska gullið. Jón Baldvinsson, og aðrir foringjar jafnaðarmanna, hafa gert sig seka í því, sem var óhugsandi, að dómi Jóns Bald- vinssonar íyrr. Sektardóinur Jóns Baldvins- sonar j'fir sjálfum sér og félög- um sínum, er réttur. — Það er óhæfa, óafsakanleg, óverjan- leg og fyrirlitleg, að þiggja fjár- styrk frá dönskuin stjórninála- ílokki til pólitískrar slarfsemi tiér í landi. Náíttröllið á Akureyri Nýlega biitist átakanlega flónskuleg grein í »Degi« á Akureyri. Blaðið reynir að telja sér og öðruin trú um þaö, að ekki hafi verið þörf á stofnun Sjálf- stæðisflokksins, vegna yfirlýs- inga þingflokkanna um sam- bandsmálið á Alþingi 1928. »Dngur« man liklega ekki eftir binni aumingjalegu fram- komu Framsóknarbroddanna, síðan þeir komu til valda. Það er því ekki úr vegi að minna hann á riokkura þætti hennar. 1. Yíirlýsingar Tryggva Þór- hallssonar í Danmörku. Þar var öllu snúið öfugt; uppsögn var kölluð endurskoðun og Danir hughreystir með því, að í 8 L A N D Árgangurinn kostar 8 kx. Gjalddagi 1. júlL Einstök blö6 kosta 20 aur. Rltstjörl og ibyrg6arma8nr; Gudm&ndur Benediktsson. Talslmi: 1876. AfgreiCslu og innheimtu annast: FriÖrik Björnsson. Lokastíg 9. — Sími 1225. — Box 871. — margt og mikið gæti breytzt á 15 árum. Ráöherrann hefir að vísu lýst yflr því á Alþingi, að dönsku blöðin hafi rangfært ummæli sín. En ekki hefir hann gert tilraun til að leiðrétta rang- færslurnar. 2. Stjórnarsinnar minntust aldrei á uppsögn sambandslag- anna á þingmilafundum lands- ins, þótt þeir hefðu lofað því á Alþingi 1928 að vinna þessu máli fylgi. 3. »Tíminn« hefir ruglað saman uppsögn og endurskoð- un og unnið gegn málinu með þvi að lýsa yfir, að vel geti svo farið, að engin breyting verði á sambandi landanna árið 1943. Fleira mætti nefnu þessu líkt úr dálltum »Tímans«, en til þess er engin ástæða. Par er flest á eina bókina lært. Og ekki má gleyma »Degi«. Dana-dindilsháttur hans er engu minni en »Tímans«. Hann hefir og sýnt það jafn-greini- lega og »Tíminn«, að hanu hefir ekkert vit á sambands- málunum. 4. Að lokum skal svo minna »Dag« á yfirlýsingu dómsmála- ráðherra á fundi ráðgjafanefnd- ar. Hún var á þá leið, að löng- un íslendinga til að Iosna við jafnréttisástandið væri ekki of- arlega á baugi hér á landi. Dómsmálaráðherra er og eini maðurinn, sem orðið hefir til þess að mæla bót aðgerðaleysi danska gæzluskipsins. Þá vill »Dagui« meina, að ekki hafi verið þörf á stofnun flokksins vegna þess, að Knútur Berlín vilji ekki halda í sam- bandslögin. »Dagur« skilur það ekki enn þá, þó að oft sé búið að segjn honum það, að oss kemur í raun léttri ekkert við, hvað Danir segja um þessi mál. Vér höfum fullan rétt til þess að slíta af oss sambandslaga-fjötur- inn, án þess að biðja Dani um leyfi eða spyrja þá ráða. Knúlur Berlín vill ekki láta Dani halda í sambandslögin vegna þess, að hann sér það fyrir, að íslendingar muni slíta sambandið. Og þá skoðun sína byggir hann aðallega á stofnun Sjálf.stæðisflokksins. »Dagur« kannast við fátt af því, sem gerzt hefir f sjálfstæðis- inálunum. Hann hefir dagað uppi og er orðinn að nátttrölli fyrir löngu.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.