Ísland - 06.12.1943, Side 2

Ísland - 06.12.1943, Side 2
2 ÍSLAWD lllfniFina iaiir ettl kætiir Framhald af 1. síðu. hálfu brattari en fyrr: Nú eru ekki eftir nema 14 „undanvill- ingar“, — allir aðrir eru með okkur! í fljótu bragði virðist það hé- gómlegt athæfi að ljúga svona í sjálfan sig og aðra. En þetta er gert af ráðnum hug: Það á að telja þjóðinni trú um að það sé búið að „kæfa hljóm- inn“. Nú hafi þau stórtíðindi gerzt, að allir séu orðnirhrað- skilnaðarmenn, nema 14 guðs- volaðir vesalingar, sem ættu að biðja þess heitt og innilega, að minning þeirra lifði sem skemmst. í hópi þessara 14 „undanvill- inga“, eru samt nokkrir rosknir menn og ráðnir, sem almenn- ingur á íslandi minnist með talsverðri virðingu og þakklæti — auk sumra af þeim mönnum yngri kynslóðarinnar, sem hvað mestar vonir standa til. Þjóð- viljinn hælir stjórnarskrárnefnd fyrir þá „sjálfsögðu ókurteisi“. að virða þessa menn ekki svars. Morgunblaðið fjargviðrast dag eftir dag yfir þeirri ósvífnu „hótun“ þessara manna að vilja skjóta máli sínu til þjóðarinnar! Stalín hefur enga ástæðu til að kvarta .yfir „frjálslyndi“ þeirra manna, sem hann hefur falið forustuna í sjálfstæðismál- um íslendinga. Og Hitler mundi vissulega brosa í Chaplin-skegg- ið ef hann vissi, hvað baráttu- aðferð hans er hugleikin ýms- um þeim, sem „gera sér mat úr að nudda sér utan 1“ Roose- velt og Churchill. /^\G svo vita hinir hrað- ^ stígu menn ekkert fyrr en þeir reka tærnar í „bölvað- ar staðreyndirnar11. Skoðana- könnun hefur farið fram um „viðhorf almennings til lýðveld- isstofnunar, forsetakjörs og for- setavalds.1' Úrslitin eru þau, að 33% — þriðjungur — kjósenda utan Reykjavíkur vilja að frestað sé lýðveldisstofnun að óbreyttum aðstæðum. Um úrslit skoðanakönnunar- innar hér í Reykjavík vita menn ekki. En það er spá manna að meira en þriðjungur þeirra kjósenda höfuðstaðarins, sem spurðir hafa verið, munu hafa tjáð sig andvíga hraðskiln- aði. Þó ógætilegt væri að fullyrða, að þessi úrslit gæfu nákvæma mynd af þjóðarviljanum, væri samt hálfu ógætilegra að halda því fram, að úrslitin gefi ekkert til kynna um hug manna í skilnaðarmálinu. Ef úrslitin væru nærri lagi, ættu full 20.000 — tuttugu þúsund — íslenzkra kjósenda að vera and- víg hraðskilnaði. En þótt ó- skeikulleiki skoðanakönnunar- innar verði vefengdur ættu menn að láta sér skiljast, að hér er að minnsta kosti um svo á- kveðna bendingu að ræða, að óhyggilegt er að hafa að engu. Þessvegna skal hraðskilnaðar- mönnunum í fullri vinsemd ráðlagt, að taka strax út úr sér þá narratúttu, að „undanvilling- arnir“ séu ekki nema 14! Urslit skoðanakönnunarinnar gefa til kynna, að hið tak- markalausa flokksræði, sem ríkir á Alþingi hafi ekki enn náð til kjósenda almennt. Eins og sagt hefur verið er nálega allur blaðakostur landsins á valdi hraðskilnaðarmanna. Á- róðurinn hefur verið skipulagð- ur á þann hátt, að hver þing- flokkanna þriggja hefur út- nefnt sinn „Göbbels“: Bjarna Benediktsson, Einar Olgeirsson, Jónas Jónsson. Valið á áróðurs- stjórunum gat ekki betur tek- ist. En þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir yfirgnæfandi blaðakost, þrátt fyrir „fjallræðuna“, sem send var á hvert heimili, benda ákveðnar líkur til þess, að full- ur þriðjungur landsmanna hafi ekki enn öðlast hina einu sálu- hjálplegu hraðskilnaðartrú. jl/fÖRGUM herforingjum hefur orðið hált á því, að vanmeta liðstyrk andstæð- inga sinna. Sjálfsblekking kann aldrei góðri lukku að stýra. Það er ekki sigurvænlegt til Iang- frama að neita staðreyndum. Bandinginn er bandingi, þó hann sé kannski svo sljór að hann finni ekki til fjötranna. Hemumin þjóð er engu frjáls- ari, þótt einhver skrökvi því að henni í nafni sinnar sérfræði að hemámi sé aflétt. Það er Iíkara „þrælabömum“ en „höfðingja- sonum“ að telja sér trú um að frelsisskerðing sé aukið frelsi. Það er blindni en ekki skarp- skyggni, að telja sér enga hættu búna, nema af vinveittri smá- þjóð, sem engist umkomulaus undir járnhæl kúgarans. I»að er ekki mannræna, heldur vesal- dómur, að þegja við því, er á- hrifamenn úrræðamestu stór- þjóðar heimsins lýsa því yfir hver af öðrum — ofan í gefin fyrirheit — að þjóð þeirra, „verði“ að hafa hér hervamar-aðstöðu, jafnvel „æ- varandi“ að ófriðnum loknum. Það er ekki forsjálni, heldur skammsýni, að miða allt við stundargengi og „hagkvæma verzlunarsamninga“. Það er ekki íslenzkt þjóðareðli, heldur sameiginleg ónáttúra hollustu- lausra skoðanaprángara í öll- um löndum, að viðra sig stöðugt upp við þann sem „bezt borg- ar“, en kannast ekki við „fá- tæka ættingja“. Það er ekki broslegt, heldur grátbroslegt, þegar þeir „sem þekktu ekki arfhelgi þess eða hins“ þykjast vera „betri íslendingar“ en all- ir aðrir. Og það er ekki þjóðráð, heldur öðmvísi „ráð“, þegar flokkur manna, lætur erlent einræðisríki, voldugt og drottn- unargjamt herveldi, segja sér fyrir verkum í sjálfstæðismál- um þjóðarinnar. Það var ekki hugaburður, heldur einber uppspuni að stórtíðindi hefðu gerzt í sam- bandsmálinu 1. desember. Það var talað um samkomulag, en í sömu andránni var öllu sam- komulagi hafnað. Sjónhverfinga mönnunum tókst ekki að villa neinum sýn nema sjálfum sér. Með skoðanakúgun og ofstopa átti að hræða menn frá, að segja hug sinn. Þetta tókst ekki. Afleiðingar þessa ofstopa- Islandsklukkan Fyrir nokkru síðan er komin a bókamarkaðinn ný skáldsaga eft- ir Halldór Kiljan Laxness, sem hann nefnir íslandsklukkan. Það er alltaf viðburður í bókmenntum okkar, þegar ný bók kemur frá hendi þessa höfundar, og þykir hlýða að geta hennar að nokkru. Höfundur færir okkur aftur á svið aldamótaáranna um 1700. Varla mun hag þjóðarinnar að öllu samanlögðu hafa nokkru sinni verið ■ verr komið. Verzlunarkúgun Dana hafði nær komið þjóðinni á kné og hvergi sést rofa fyrir nýjum I degi. Vesæld og örbirgð svifu yfir vötnunum. Hungraðir flækingar fóru hópum saman um landið, og yfirvöldin höfðu ekki við að brennimerkja, kaghýða og hengja vesalinga þá, er hnuppluðu sér málsvcrði til þess að séfa sárasta hungrið. Hinum smávægilegustu afbrotum við hin dönsku máttar- völd landsins var refsað með mik- illi harðneskju, og eina huggunin var sú, að eitthvað kynni úr þessu að rætast í öðru lífi, það er að segja fyrir þeim tiltölulega fáu, sem gátu gert sér von um að fara ekki frá einni plágunni til annarr- ar við þau umskipti. Á þessum bakgrunni bregður höfundur svo upp mynd sinni af Jóni Hreggviðssyni og nokkrum af samferðamönnum hans. Hann er staddur á Þingvöllum og er kom- inn þangað til þess að sækja hina einu sameign íslenzku þjóðarinn- ar, sem metin varð til fjár, dóm- klukkuna á Þingvöllum, en kon- ungur hefúr mælt svo fyrir, að hún , verði send til Kaupmannahafnar, brædd þar upp og koparinn not- aður til þess að skreyta með dansk ar hallir. Nokkru síðar lendir Jón fengma kúgunaratferlis urðu þveröfugar við það, sem stefnt var að. Þeir sem leggja annað mat en hraðskilnaðarmennirnir á sóma þjóðarinnar og hugsana- frelsi borgaranna, tóku að ráða ráðum sínum sameiginlega. ís- lendingum er óhætt að trúa því, að „hljómurinn, sem áttí að kæfa“ verður EKKI KÆFÐUR. Á. J. í þeim ævintýrum að verða sam- ferða böðli sínum drukkinn á næt- urþeli. Sálaðist böðullinn á ókenni- legan hátt um nóttina, og er Jóni kennt um. Hann er dæmdur til , lífláts fyrir morð á kóngsins böðli. en tekst að sleppa úr varðhaldi nóttina áður en aftakan á að fara fram. Kemst hann eftir mikla hrakninga til Kaupmannahafnar og fær konungsleyfi til þess, að mál hans verði tekið upp að nýju. Lýkur þar bókinni, sem þó mun aðeins vera fyrsti kafli úr stærra skáldverki. Höfuðpersónur sögunnar eru þeir Jón og Arnas Arnæus, „vinur konungsins“, hvort tveggja í senn andstæðir og samhverfir, og kannski tekst höfundi hvergi bet- ur, en þegar hann læriir leiðir þeirra mætast. Eru myndir þeirra dregnar föstum og markvissum dráttum, svo að hvergi skeikar. Aðrar persónur bókarinnar eru og margar með ágætum, t. d. móðir Jóns, en hlutverk þeirra er minna. og fremur til þess fallið að gefa heildarmynd bókarinnar fyllingu. Það ætti að vera kunnara en frá þyrfti að segja, að Halldór cr kunn- áttumaður hinn mesti. Og þó að hann hafi unnið mörg afreksverk á rithöfundarferli sínum hefur hon- um kannski hvergi tekizt betur en einmitt í íslandsklukkunni að fella si.il, efni og byggingu í órofaheild. //. S. Bragð er að þá bamið fimuir, datt mér í hug við lestur fyrri leiðara Mbls. í dag (11. des.), er það ræðir um útrás evvirkis vors við Austurvöll á hendur þjóðinni í skattamálunum. Ritstjórinn dregur saman álit sitt á þinginu í lok leiðarans á þessa leið: „Er að furða þótt þjóðinni blöskri sam- koman í Alþingishúsinu, þegar gef- ur að líta slíka hrygðarmynd mis- beitingar löggjafarvaldsins og fá- vitaskapar í þeim málum, sem þannig varða efnahagsstarfsemi þjóðarinnar og atvinnurekstur í framtíðinni?“ Ég þykist vita, að Magnús minn súr mjólkurklerkur muni segja sem svo, að ekki taki því að styðja þingið vegna þessa, því að hér sé Framhald á 3. síðu. Ferflabíl Euicls oi llana Ferðabók Eggert Ólafsson- ar og Bjama Pálssonar. — Reykjavik 1943. ★ Ferðabók Eggerts og Bjarna er tvímælalaust merkasta og gagnleg- asta rit, sem ritað hefur verið um ísland fyrr og síðar. Hún er hin fyrsta heildarlýsing lands og þjóð- arhátta hér og rituð af geysimikilli þekkingu, eftir því sem þá gerðist. í meira en öld var hún aðalheimild allra þeirra, innlendra og erlenclra, er kynnast vildu landinu, og ekk crt rit annað hefur drepið niður óhróðri og hleypidómum um land- ið meðal erlenclra manna og ís- iendinga sjálfra cins og hún. Þeir Eggert og Bjarni ferðuðust um landið á árunum 1752—1757. I>á var hallæri í landinu eitt hið mesta, sem yfir það hefur gengið og mannfellir. Ekki virðist það hafa staðið þeim félögum fyrir ferðum, enda var hvort tveggja, að þeir voru ,kappsfullir mjög og einhuga, einkum Eggert, og höfðu auk þess fullar hendur fjár, að kalla má, til ferðalaga og annars, sem til þúrfti. Báðir voru þeir á- gætlega menntaðir, þekktu og að- hylltust þær skoðanir, sem þá voru nýjastar á náttúrufræðum, en auk þess voru þeir rammíslenzkir í anda, þekktu sögu þjóðarinnar og háttu til hlítar, og vildú efla allt, sem horfði frám. Árið 1757 fóru þeir utan báðir, Bjami og Eggert, og unnu síðan úr því efni, er þeir höfðu aflað á ferðum sínum, unz Bjarm var skipaður landlæknir vorið !760. Eftir það vann Eggert einn að ferðabókinni, bæði hér vestur í Sauðlauksdal, hjá Birni Halldórs- syni, og úti í Kaupmannahöfn. Árið 1766 skilaði hann handritinú, en ekki kom bókin út fyrri en árið 1772, þá var Eggert dáinn. Hann drukknaði á Breiðafirði hið „þoku- drungaða vor“ 1763, eins og kunn- ugt er. En Jón Eiríksson og Schönning nokkur Iögðu síðustu hönd á ritið og sáu um útgáfuna. Hún var mjög vönduð, enda ekk- ert til sparað. Um aldamótin 1800 var bókin gefin út í enskurn, þýzk- um og frönskum þýðingum. En á íslenzku hefur hún eigi komið út fyrri en nú, er hið mikla bókaflóð skolar henni hér að landi. Tveir ungir menn, Ilelgi Hálf- dánarson og Iiaraldur Sigurðsson, réðu það með sér að gefa bókina út í íslenzkri þýðingu. Það var gott ráð, enda virðist heill hafa fylgt því frá upphafi. Varðar það mestu, að Steindór Steindórsson, frá Hlöð- um, tókst á hendur þýðinguna, og er hún með þeim ágætum, sem vænta mátti af hendi hans. En hitt má einnig telja vel farið, að ísafoldarprentsmiðja tók að sér prentun og umsjón alla með útgáf- unni og virðist ekkert hafa sparað til þess að bókin vrði vel og sæmi- lega úr garði ger. Ætla má, að einhverjum kunni að þykja það óþarft að þýða 18. aldar rit, slíkt sem ferðabókina, og gefa út, þar sem það sé úreltog komi að litlum notum. Því er ekki að neita, að ferðabókin er úrelt um margt það, sem lútir að náttúrufræði, cinkum jarðfræði. Margt er þar þó enn í góðu gildi, til dæinis þjóðlífslýsing- ar, sem ég ætla, að flestum finnist þær bæði fróðlegar og skemmti- legar. Þetta skiptir þó ekki öllú máli að mínum dómi, heldur hitt, að ferðabókin er sígilt rit. Hún er fyrsta stórvirki hins nýja tíma hér á landi, hyrningarsteinn 19. aldar- innar, sem lagður er í kalclan klaka eymdar, mannfellis og vonleysis, þegar einna dimmast var umhorfs á íslandi. Þetta gerðu tveir fyrstu náttúrufræðingar okkar, tvö stór- menni vits og dáða. — Það er fróðlegt að bera saman ferðabók- ina og jarðabók þeirra Árna Magn- ússonar og Páls Vídalíns. Jarða- bókin er annað stórvirki, tveggja annarra stórmenna. en hún er af öðrum heimi, annarri menningu. annarri öld. Hún er löstsæ á land- ið, heldur því fram, sem áður var, en finnst fátt um hitt, sem er, enda hefur þetta auðsjáanlega ver- ið markmið höfundanna. Ferða- bókin sér aftur kosti lándsins og er bjartsýn. Höfundamir horfa. fram, og yfirleitt hefur reynslan lagzt á þeirra sveif. Menn tala stundum um það, að flytja heim bein íslenzkra merkis- manna, sem látizt hafa erlendis, og er það ekki að lasta, þótt, slík ræktarsemi sé sýnd. Bein Eggerts Ólafssonar liggja utan landsteina, og kalla má, að verk hans bafi legið þar í öðrum stað, þangað til nú. En með þýðingu og útgáfu ferðabókarinnar, þykir mér, sem hann hafi verið fluttur heim, Egg- ert Ólafsson, og ekki vonum fyrr. Því þakka ég öllum þeim, sem að þessu hafa unnið og vona, að Is- lendingar fagni góðum gesti vel 1 P. H. ) i

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.