Tuðran - 01.01.2001, Blaðsíða 9
9
5.flokkur karla árið 1978 ásamt þjálfara sínum, Guðmundi Axelsyni sem lést fyrir fáum
árum. Guðmundur var á sínum tíma gerður að heiðursfélaga knattspyrnudeildarinnar.
Fyrsti 6. flokkur kvenna á Selfossi árið 1995
Steypuflokkur að störfum.
Mfl. karla árið 1993 eftir að hafa unnið þriðju deildina í leik
Völsunga á Húsavík, ásamt Magna þjálfara.
Gamlir knattspyrnugarpar hittast með fyrrum þjálfara sínum,
Gylfa Þ. Gíslasyni.
5. flokkur karla á Selfossi fyrir nokkrum árum, ásamt þjálfara sínum.
Mfl. kvenna árið 1992 ásamt þjálfara sínum.
Gömlu kempurnar í gullaldarliði Selfoss mættu í keppni sín á milli
í síðasta leik sumarsins. Þjálfari: Krístján Jónsson
frh.af bls. 3
í þessari stefnumörkun þá standa
menn uppi með eitthvað ómetanlegt
eftir nokkur ár og þá verður um leið
auðveldara að fá l'ólk til starfa.
Svo þegar samfélagið skynjar að það
er verið að hlúa að æskublóma
bæjarins þá fáum við meiri stuðning
frá fólkinu í bænum sem er þá að
standa á bak við eigin ímynd um leið
og það styður hópinn og starfið.
Félagið verður þannig hluti af
íbúunum og þeir koma frekar að
hvetja liðið ef þeir þekkja alla liðs-
mennina.
Gott samspil við áhorfendur
Fótboltinn er samspil leikmanna við
áhorfendur. Þegar leikmenn fá hvatn-
ingu frá áhorfendum þá leggja þeir
sig meira og frekar fram urn að ná
árangri og standa sig vel í keppni og
á æfingum.
Við vonum svo sannarlega að fólk
komi og veiti strákunum góðan
stuðning í blíðu og stríðu í sumar,”
sagði Kristinn Björnsson þjálfari á
fallegu vorkvöldi á íþróttavellinum á
Selfossi. Hann hvarf síðan inn til
sinna manna sem fögnuðu gífurlega
öðru hverju framan við sjónvarpið
enda skemmtilegur leikur á skjánum
og auðvelt var að lifa sig inn í
stemmninguna.
sj.
Stjórn frá fyrri tíð.
f.v. Gunni Guðm., Gunni Skúla.,
Gunni Gunn., Bárður Guðm.,
Guðm. Axelss., Valli Ólafss., og
Denni
Þessir herramenn stilltu sér upp til myndatöku, í tilefiii nýrra
búninga sem dómarar deildarinnar fengu afhenta á dögunum.
T.v. e.röð: Guðmundur Karl, Sigdór, Bárður, Tóti Ingólfs,
t.v. n.röð: Marinó, Skúli, Helgi Bergman.
Dómarar
Eitt er það starf sem nauðsynlegt er
að einhver taki að sér ef
knattspyrnuleikur á að fara vel
fram, en það er dómgæslan.
Flestir sem þekkja til fótboltans vita
að það starf er oft mjög
vanþakklátt. Þrátt fyrir það eru hér
á Selfossi 14 menn sem hafa boðið
fram krafta sína til að leysa þessi
verkefni. Á vordögum keypti
unglingaráð búninga handa öllum
starfandi dómurum innan félagsins,
með góðum stuðningi frá MBF, og
er tilgangurinn með því að þakka
þeim fyrir störf sín og jafnframt að
gera ásýnd heimaleikja
skemmtilegri þar sem allir
dómararnir verða í eins búningum.
Við viljum þakka þessum mönnum
fyrir störf þeirra í þágu knattspyrn-
unnar á Selfossi og hvetjum alla þá
sem fylgjast með boltanum til að
virða störf dómaranna og
hvetja fremur knattspyrnu-
mennina en að kasta rýrð á störf
dómara.
Styrktarlínur
Efnalaug Suðurlands
Hársnyristofan Krítík
Vélaverkstæði Þóris
á.