Tuðran - 01.01.2001, Blaðsíða 11
11
Mikilvœgt er að mœta á réttum tíma á œfingar
IFyFDrihifflfgiiii® nnnétt ff gmmnmir
25 - 30 strákar, árgangur 1985
og 1986 frá Selfossi og
nágrenni æfa með 3. flokki
karla. Þeir taka þátt í
íslandsmóti og Bikarkeppni,
einnig Faxaflóamóti og HSK
móti. Þar sem þessir strákar eru
flestir orðnir vinnandi menn yfir
sumarið, eru æfingarnar yfir-
leitt kl. 20:00 á þriðjudögum,
miðvikudögum og fimmtu-
dögum. Þetta er stór og
öflugur hópur og margir
strákar sem hafa æft og spilað
með Selfoss frá því í 7. flokki.
Nokkur hluti hópsins mun einnig
taka þátt í æfingum og keppni
með 2. flokki í sumar.
Þjálfarar 3. flokks karla eru
Guðjón Þorvarðarson, Hlynur
Bárðarson og Helgi Bárðarson.
Guðjón er menntaður íþrótta-
kennari frá Laugarvatni og
hefur einnig lokið cand.mag
gráðu á þjálfaralínu við
íþróttaháskólann í Osló, með
knattspyrnuþjálfun og
í þ róttal ífeðlisf ræði sem
aðalfög.
Guðjón hefur þjálfað töluvert
í gegnum tíðina, aðallega
unglinga í 3. og 2. flokki,
bæði á Selfossi og einnig hjá
ÍR í Reykjavík.
Helgi og Hlynur eru nemend-
ur við Fjölbrautaskóla
Suðurlands og leikmenn 2.
og meistaraflokks. Þeir eru
drengir góðir og hafa verið
félaginu dýrmætir frá unga
aldri sem dómarar og að-
stoðaþjálfarar.
Faxaflóamót utanhúss
H.S.K. mót
Selfossmót
Byrjun júní
Byrjun júlí
Seinnipart sumars
Æfíngatímar í sumar
Dagar: Mánudagar Þriðjudagar Fimmtudagar
Tími: kl. 10:30 10:30 10:30
Mikilvœgt er að mœta á réttum tíma á œfingar
IFyD°np°IhtffljgD]i® nnnéít n sitnnnnaiir
íslandsmót í allt sumar vikulega
H.S.K. mót maí - júní
Essómót á Akureyri 4-7. júlí
Faxaflóamót
ÞJALFARINN
Sverrir Ingibjartsson er þjálfari
hjá 7. og 5. flokki karla. Þetta
er fjórða árið í röð sem hann þjálf-
ar strákana sem nú eru á eldra
ári 5. flokks. Sverrir er 36 ára
Hvergerðingur, en hefur búið á
Selfossi síðustu sex ár. Hann
er íþróttakennari að mennt og
hefur starfað við knattspymuþjálf
un nær óslitið í 15 - 16 ár.
Fyrst í Hveragerði, svo á
Stokkseyri og að lokum hér á
Selfossi.
Æfíngatímar í sumar
Dagar: Mánudagar Þriðiudagar Miðvikudagar Fiinmtudagar
Tími: kl. 9:30 9:30 9:30 9:30
Æfíngatímar í sumar
Dagar: Mánudagar Fimintudagar Föstudagar Sunnudapar
Tími: kl. 16:30 16:30 14:30 18:00
Mikilvægt er að mœta á réttum tíma á œfingar
Gylfi Sigurjónsson þjálfar
4. fl. karla og 3. fl. kvenna.
Hann er 35 ára
Selfyssingur. Stúdent
frá FSU árið 1986 og
íþróttakennaramenntun
frá ÍKÍ árið 1989. Gylfi
hefur þjálfað yngri flokka
hjá U.M.F. Selfoss s.l.
13 ár.
Markmiðið hér er einnig að efla tækni, leikskilning og sigurvilja. Það er
ekki hægt að stytta sér leið til árangurs þvi að það er alltaf æfingin sem
skapar meistarann.
JFvirnirlhmgroi^ mméít n gtuinmD°
Faxaflóamót utanhúss Mánaðarmót maí - júní
Járnbendingsmótið í Kóp. Seinnipart júlí
H.S.K. mót....................
íslandsmót í allt sumar
Að sjálfsögðu reyna allir að standa sig eins vel og hægt er, en í þessum
aldursflokki er öll áherslan lögð á að hafa gaman að því að spila fótbolta
hvernig sem leikurinn fer. Keppnisdagur er alltaf hátíðisdagur og við
látum óhagstæð úrslit ekki spilla fyrir því.
Æfíngatímar í sumar
Dagar: Mánudagar Þriðiudagar Miðvikudagar Fimmtudagar
Tími: kl. 14:30 14:30 14:30 14:30
Mikilvœgt er að mœta á réttum tíma á œfingar
FymflmpiiS) moiétt n gtmimaiir
o
Stefnan hjá 5. fl. karla er sett hátt í sumar, en það er að vinna okkar riðil í
íslandsmótinu og komast í úrslitakeppnina. Við vitum þó að flest lið
stefna að þessu og munu veita okkar harða keppni.
Markmið sumarsins er að efla tækni, leikskilning og sigurvilja. Iðkandi
góður, það er mikilvægt að þú leggir þig allan í það sem þú tekur þér fyrir
hendur. Stundaðu íþróttina af kappi, mættu vel á æfingar og láttu vita ef þú
forfallast.
Faxaflóamót utanhúss Mánaðarmót maí - júní
H.S.K. mót...................
íslandsmót í allt sumar
Heilræði oa hvatnina til iðkenda
Það borgar sig að æfa vel og vera
samviskusamur. Þeir sem stunda æfingamar af
kappi og áhuga eiga eftir að standa sig vel
seinna meir, því lengi býr að fyrstu gerð og
síðan gamli frasinn “æfingin skapar meistarann!”
Punktar frá þjálfurum
Allir sem æfa knattspyrnu ættu að hafa það í huga að knattspyrna er íþrótt. Leikur sem
á að hafa gaman af. Mikilvægt er að leggja sig fram, hafa gaman að því sem verið er
að gera og vera jákvæður félagi. Góð hvíld og rétt mataræði eru einnig sérlega mikil-
vægir þættir. Foreldrar og þjálfari þurfa að vera í góðu sambandi. Foreldrar þurfa að
koma inn í starfið með ýmsum hætti, þ.e. í fjáraflanir fyrir mót, skipulagningu og svo
þegar farið er á mót. Það gefur börnunum gríðarlega mikið og ýtir undir áhuga þeirra,
ánægju og árangur ef foreldrar sýna iðkun þeirra áhuga.