Tuðran - 01.04.2006, Page 2

Tuðran - 01.04.2006, Page 2
Vor á Selfossvelli Hér gefur að líta vorblað Knattspyrnu-deil- dar árið 2006. Ritinu er fyrst og fremst ætlað að vera kynningarrit um starf deildarin- nar á komandi keppnistímabili auk sérstakrar kynningar á liði meistaraflokks. Þá eru í ritinu ýmsar frásagnir og greinarstúfar sem kastar ljósi á starfsemina hverju sinni. Mörgum mun vera í fersku minni hið glæsilega afmælisrit sem gefið var út í tilefni af 50 ára afmæli deildarinnar á síðasta ári, en ritið var afhjúpað í afmælishófi að Hótel Selfossi þann 18. des. 2005. Hátíðin batt veg- legan endahnút á gróskumikið starfsár deil- darinnar. Þótt ekki hafi náðst hið metnaðarfulla markmið að koma liði meis- taraflokks upp um deild er ekki dvalið við það heldur er nú farið á fullt íslandsmótið fyrir árið 2006. Eftirvæntingin og spennan er ávalt sú sama í öllum flokkum hverju sinni á sumrin. Undir dyggri stjórn Einars Jónssonar þjálfar og með góðu liðsinni valinkunnra leikmanna, bæði heimamanna og aðkomin- na, eyja stuðningsmenn meistaraflokks góða von um gott gengi og sæti meðal hinna bestu sem fara upp um deild að ári. Nokkuð hefur verið fjallað um starf deil- darinnar að undanförnu en það hefur verið að eflast til mikillar muna. Ráðning yfirþjál- fara í fullt starf hefur hleypt nýju blóði í unglingastarfið og knattspyrnuakademía er í undirbúningi. Þá hafa kvennaflokkar verið að eflast og í haust var blásið lífi í 2. flokk kvenna sem legið hafði niðri um hríð. Það er síðan von okkar að stúlkurnar haldi áfram þannig að á næsta eða þarnæsta ári verði meistaraflokki kvenna hleypt af stokkunum. í vetur hefur verið gengið frá stórum sam- starfssamningum við öfluð fyrirtæki í bænum. Fyrir tilstuðlan Glitnis munu í vor verða endurnýjaðir keppnisbúningar allrar flokka deildarinnar, og er það mikið fagnaðarefni. Þá hafa verið gerðir myndar- legir samningar við Set og Mest á Selfossi, og m.a. vegna stuðning þeirra er stefnt að því að allir iðkendur deildarinnar muni klæðast nýjum æfingagöllum á næstu mis- serum. Knattspyrnudeildin á því láni að fagna um þessar mundir að mæta skilningi fyrirtækja og einstaklinga til stuðnings og samstarfs við deildina. Öflun auglýsinga í blaðið hefur og gengið vel og eru stuðningsaðilum færðar góðar þakkir og kveðjur frá deildinni. Þar er von okkar að sem flestir sjái sér fært að kaupa skilti á keppnisvöllinn í sumar og glæða hann lífi um leið og stutt er við starfi og félagslífi innan deildarinnar Hermann Ólafsson Formaður knattspyrnudeildar UMF. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hermann Ólafsson Ritstjórn: Herbert Viðarsson Laufey Guðmundsdóttir Umbrot, hönnun og prentun: Fagform Liðsmynd í opnu: Filmverk Ljósmyn á forsíðu: Úr safni Björns Gíslasonar Blaðið er gefið út í 2700 eintökum og dreift frítt á öll heimili á Árborgarsvæðinu. 2

x

Tuðran

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.