Tuðran - 01.04.2006, Side 10

Tuðran - 01.04.2006, Side 10
Meistaradeild Oiís Síðasta sumar hélt Knattspyrnudeild Selfoss í fyrsta skipti stórglæsilegt knattspyrnumót þar sem öllum bestu liðunum í 5. flokki drengja var boðið. Tuttugu lið sóttu mótið og vakti það mikla lukku hjá bæði keppendum og þeim sem stóðu á bakvið liðin. Til að gera svona glæsilegt mót eins þetta þurfa margir að koma að. Foreldrar framtíðarknattspyrnumanna deildarin- nar unnu hörðum höndum við mótið, leikmenn meistaraflokks sáu um dómgæslu og auk þess sem fjölmörg fyrirtæki á svæðinu gerðu þetta mót að veruleika. Þar má nefna auk Olís, Krás, EB Hljóðkerfi, Guðnabakarí, Prentsmiðju Suðurlands, HP Kökugerð, TRS, Selfossbíó, MBF, Krónuna, Fagform, Dreifingu, Kjörís og íslandsbanka. Uppbygging mótsins var þannig að á föstudeginum fór fram hraðmót þar sem liðunum var getuskipt, um kvöldið var síðan haldið stórglæsilegt sundlau- garpartý í Sundhöll Selfoss þar sem hljómsveit og plötusnúður léku fyrir gesti. Á laugardeginum bauð Selfossbíó öllum keppendum í bíó ásamt því að riðlakeppni hófst. Mótinu lauk síðan með verðlaunaafhendingu eftir riðlakeppnina á sunnudeginum. Stefnt er á að halda mótið aftur í 11.-13. ágúst þetta árið og verður það með svipuðu sniði og í fyrra, nema stefnt er á að fjöl- ga liðum upp í 48 auk þess sem vegleg kvöldvaka verður með Strákunum á Stöð 2 á laugardagskvöldinu í boði Húsasmiðjunnar. Mót líkt og þetta hefur mikil og góð áhrif fyrir Knattspyrnudeildina og allt bæjarféla- gið, því með svona móti má búast við um yfir þúsund gestum á svæðið til að spila fótbolta og fylgjast með knattspyr- numönnum framtíðarinnar. Á R B 0 R G I R Við styðjum við bakið á knattspyrnufólki á Selfossi Óvissuferðir - Starfsmannaferðir Spennandiferðir jyrir alla aldurshópa - sérsmíöum ferifirfyrirþig Ferð mánaðarins: Að lifa afi skóginum Skemmtilegþrautakeppni inni i HaukadalsskógiJyrir alla aldurshópa. Skemmtiferðir með Sértilboð Stokkseyraferð Hebnsókn i vitann, létt spreU Draugasetrið ogfL 10 UXIL

x

Tuðran

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.