Árroði - 25.08.1933, Page 4

Árroði - 25.08.1933, Page 4
44 Á R R 0 Ð I IJað er sælt, ef þjóðin mín þekkist dygðir fríðar. Henni bjarini af blessun skín bæði fyr og síðar. Guðl. Ásmundsson. G e ð f r ó. Faðir, Sonur og Friðarandi, fyrst ég beiði þig: Náð þín yfir mér stöðug standi, styrk þú, Drottin, mig. Náðugi Guð í nafni þínu, neyð svo verði stytt, nú skal varpa út neti mínu 1 náðardjúpið þitt. Fyrst þú hefir einn fyrir alla angurs þolað pín, aum manneskja eg því kalla upp í hæð til þín. Aldrei skal ég af því láta, oft þó reynist hér: Til þín kalla, kveina og gráta, Kristur, gegndu mér. Stjórntaumana styrk þú mína stormveðranna ieið, svo mjúka finni ég miskunn þína í minni hjartans neyð. Djöfullinn þó að mér æði, örg með skeytin sín, þá vil ég með þolinmæði þreyja slíka pín. Láttu ekki, Lausnarinn góði, lengi hrekja mig, Satans mátt í syndaflóði. Sárgrátbæni eg þig. Punglega kvelst minn þankinn stirði þrautin hjartað sker; kalla ég undir krossins byrði: Kristur, bjarga mér. Góðgjarnasti Guð blessaður, gættu að sálu mín. Veiztu það, ég er veikur maður, vafinn sorg og pín. Veikari er ég en vatnsins bóla, veiztu það, Jesú minn. Preyttur reynslu í þínum skóla þjáir krossbyrðin. Pungar jafnan þrautir beygja þjóð, í hvert eitt sinn. Nú er ei til neinum að segja, nema þér, Jesú minn. Láttu ekki lesti hræða, linaðu sorg og pín, heldur á mig blíður blæða blóðið sára þín. Pegar kvöl með þungum kvíða þrálega brjóstið sker, þín gegnum stungin signuð síða svali þá, Jesús, mér.

x

Árroði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.