Árroði - 25.08.1933, Side 5

Árroði - 25.08.1933, Side 5
Á R R 0 Ð I 45 Fylgið einnar ferðar ininnar, fyrstu sköpun bjó, heim til beztu borgar pinnar, burt frá Jeríkó. Hrasað hef ég á hrygðar svæði, hreldur sauður þinn. Sakleysis mig svifti klæði, synd og djöfullinn. Ei peim nægði yndisklæði af mér slíta klár, á mig lögðu bölvuð bæði banvæn syndasár. Fetta gjörði pungt mig hryggja, þraut ei gjörðist smá, hálfdauð hlaut ég lengi að liggja leið glötunar á. Heimurinn með háði og spotti, hratt mér fram hjá gekk, að raunum mínum gálaus glotti, grimma sorg ég fékk. Lögmál Guðs með svipur sínar sviðakvöl mér jók, ýfðust sár og undir mínar, of mjög skjálfa tók. Varð á nauðum varla endi, vafin raunahring. Annað sá ég ei fyrir hendi, utan fordæming. Sálin öllum svift var krafti, særð á heljarstig, djöfuls illa ginið gapti, gleypa vildi mig. Pá mig gjörði prautin spenna, prálega brann og kól. I austri sá ég upp mér renna eina fagra sól. Sú réttlætis sólin fróma, sæl og blessuð skín. Út um lönd með ástarijóma, ofan kom til mín, Sefaði sú sólin bjarta sút og hrygðakranz, og mér sýndi elskuhjarta opið skaparans. öllum nauðum af mér hnekti, angurs létti pín. Jesúm Kristum par ég pekti, pá kom hann til mín. Góðgjarnasti Guð og maður glögt mér nærri stóð, af elsku til mín uppljómaður. um hann rann pá blóð. Hann inér kveðju góða greiddi, gjörði lækka sig, ástar faðminn út hann breiddi, upp að reisa mig. Mjúkt faðmaði miskunn sinni, mjög pá tæpt ég stóð. Allri hjartans ánauð minni á sinn manndóm hlóð.

x

Árroði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.