Árroði - 25.08.1933, Blaðsíða 7

Árroði - 25.08.1933, Blaðsíða 7
Á R R 0 Ð I 47 Þó á mig leggi andstygð alla illur heimurinn, samt mun mig þó sæla kalla sjálfur Lausnarinn. Þótt fái eg hatur flestra þjóða og fátækt gjöri hrjá. Samt er Jesús gullið góða, sem gefst mér himnum á. Brúðguminn minn blóma fríði blíðkar mína lund, það er vel bó þín ég bíði þessa iitlu stund. 1 orðinu ég á þér þreifa oft ineð trúar hönd, mitt þig hjarta ríkan reifar, rétt ineð kærleiksbönd. Þó mér gjöri heilsan hafna og hrinda í heljar móð, orði Drottins eg vil safna í minn trúar sjóð. íklæðist þér, engla siniður, eg fyrir skírnar flóð. Sálu mína særða styður sjálfs þíns hold og blóð. Hver mér þetta brauðið brýtur, blessuð veri sú hönd. Kristí blóð í kaleik flýtur, það kætir hrelda önd. Sá, sem við mitt særða hjarta, sæla huggun fann. Jesús lífsins ljósið bjarta Ijómi í kringum hann. Sá, sem huggar sálu mína, og seður andláts tíð, bið ég hljóti blessun þína bæði fyr og síð. Fær nú ekki djöfullinn djarfl dregið mig frá þér, þótt hann með sínu heimskustarfi hugsi að ógna méi\ Pó hann mér fyrir sjónir setji syndaþungann minn, og örvæntingar orð upp hvetji, örg með skeytin stinn. Samt er Jesús sálarfóður, syndabótin mín. Hann mig styður gæzkugóður, gefur þol í pín. Hjartað byggi helgur andi, huggun ölluin tér. Haf þig burtu heljar fjandi og hættu að ógna mér. Pó keppist þú tneð kænsku þína að kreinkja mína trú, samt er skrifað á sálu mína sætast nafn Jesú. Letta kann þig hrekja og hræða og hryuda i heljar móð. Pú munt rotin skemdarskræða skríða í vítis glóð.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.