Árroði - 08.11.1939, Side 2

Árroði - 08.11.1939, Side 2
ÁRROÐI ÁGÚST |H. PÉTURSSQN: Brautryðjendur. Sigurbjörn Maríusson. þeim eldri þegar þeir falla frá, og ef um framför á að vera að ræða, verðum við að vera betur undirbúnir til að vinna okkar hlutverk í þágu þess, heldur en þeir, sem frá falla. Ef við erum það ekki, þá höfum við ekkert lært. í dag er Félag ungra jafnað- armanna í Reykjavík 12 ára. Það er ekki hár aldur, og það er heldur ekki fjölmennt þegar tekið er tillit til þess, hvað margt ungt fólk er hér í bæn- um og enn stendur utan við það. En það hefir fyrir mikinn á- huga, dugnað og þrautseiga baráttu félaganna unnið mikið starf til réttinda og kjarabóta bæði fyrir þá sjálfa og þá, sem utan við samtökin standa. Eg ætla aðeins að minnast á 21 árs kosningarréttinn, margendur- bætta iðnnemalöggjöf, og ung- lingavinnuna, en margt má fleira telja og til þess mun gef- ast tækifæri síðar. Þessi verk eru fyrst og fremst verk F.U.J., en fulltrúar Alþýðuflokksins á þingi og í bæjarstjórn hafa tek- ið við þeim til endanlegrar úr- lausnar með góðum árangri, og eru þeir reiðubúnir að halda baráttunni áfram með okkur, því að mörg eru málin, sem enn eru óleyst, en munið það, að svo er með þessi verk sem önin- Síðan Félag ungra jafnaðar- manna var stofnað eru liðin nú í dag 12 ár. Og þar sem félagið er nú að hefjast handa á því að gefa út prentað blað, finnst mér það viðeigandi að í stuttu máli sé minnzt þess starfs, sem brautryðjendur félagsins unnu. Okkur er það öllum ijóst, að þegar F.U.J. var stofnað, var enginn æskulýðsfélagsskapur starfandi, sem hafði forgöng- una fyrir frelsisbaráttu alþýðu- æskunnar í landinu. Vegna þeirrar lífsbaráttu, sem æsku- lýðsins beið í framtíðinni, var knýjandi nauðsyn þess að upp risi félagsskapur, sem þroskaði æskuna undir það erfiða lífs- starf, sem henni var falið að leysa af hendi og sýna það með starfi sínu, að skilningur og fé- lagsþroski hefði ráðið þar mestu. Það er ekki ætlun mín að fara að tilnefna hér neina sérstaka menn sem brautryðj- endur F.U.J. Saga liðinna tíma hefir leitt það í ljós, að það starf, sem þeir unnu, bar vitni um starfsorku þeirra og vilja- þrek, og þeir, sem notið hafa árangurs þess, munu í dag færa þeim þakkir sínar og minnast þeirra sem framsæknustu manna, sem unnið hafa starf sitt af einlægni til sigursælla ur, að því fleiri, sem við verð- um, því meiru afköstum við, og því duglegri og áhugasam- ari sem við verðum, því fyrr er hverju verki lokið. Hugur okkar á ekki framveg- is að beinast að því, að skila af- komendum okkar gulli og auð- valdsskipulagi, heldur eigum við að bindast samtökum og mynda sósíalistískt þjóðskipu- lag á íslandi, þá skilum við af- komendum okkar ómetanlegum arfi. Öll eitt í F.U.J.! árangra fyrir alþýðuæsku þess- arar þjóðar. Nú er röðin komin að okkur, þeim sem nú störfum innan F.U.J. Okkar hlutverk er að halda brautryðjendastarfinu á- fram, sýna í verki að okkur bar rétturinn til að vera verjendur þess frelsis og þeirra réttinda, sem liðin ár hafa fært okkur að launum fyrir látlausa bar- áttu okkar. Við verðum öll að gera það ýtrasta, sem hægt er til að fyrirbyggja það, að sundr- ungarstarfsemi sú, sem náð hef- ir tökum í félaginu á tímabil- um og þar af leiðandi gert því erfiðara fyrir með að geta hald- ið uppi fullkomnu starfi, geti á nokkurn hátt átt tækifæri til að ná rótum sínum aftur, sem aldrei skapar annað en eyði- leggingu þess menningarstarfs, sem okkur ber að leysa af hendi. Takist okkur þetta, þá erum við öruggir að starf okkar verður til gleði og ánægju brautryðjendum F.U.J. og á þann veg launum við bezt fyrsta brautryðjandastarfið. F.U.J.-félagar! Einhuga skul- um við vinna að því að efla fé- lagssamtök okkar, skapa þeim breiðari grundvöll og víðtæk- ara starfssvið, báeði meðal okk- Frh. á 4. síðu. Rfhisprentsmiðjan Gutenberg. Reykjavík. Þingholtsstræti 6. Pósthólf 174. Símar (3 Iínur) 2583, 3071 og 3471. PRENTUN BÓKBAND PAPPÍR Vönduð vinna. Greið viðskipti.

x

Árroði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.