Árroði - 08.11.1939, Blaðsíða 1

Árroði - 08.11.1939, Blaðsíða 1
I. ÁRG. 8. NOVEMBER 1939. 1. TOLUBLAÐ. Stofnun F. U. J. markaði timamót í sögn ísienzkrar alpýðnæskn. Þann 8. nóvember 1927 var halldinn fundur ,í Kaupþings-i salnum í Eimskipafélagshúsinu. Fundur þessi hafði verið boðað- ur af nokkrum ungum jafnað- armönnum. Tildrög þessa fundar voru þau, að um viku áður, höfðu nokkrir ungir piltar og stúlkur komið saman að Hótel Heklu. Hafði þar verið rætt um, hvort ekki væri tiltækilegt að stofna til samtaka meðal þeirra ungra manna og kvenna hér á landi, er aðhylltust skoðanir jafnaðar- stefnunnar og styðja vildu verkalýðshreyfinguna í baráttu hennar fyrir bættum kjörum hins vinnandi lýðs. Á samkomu þessari var að lokum ákveðið að gangast fyrir slíkum samtökum, og var í því skyni kosin nefnd, er hafa skyldi allar framkvæmdir á hendi. Nefnd þessi starfaði síðan í nokkra daga og ákvað svo að boða til almenns fundar með ungu fólki. Var hann síðan haldinn, eins og áður segir, þriðjudaginn 8. nóvember 1927. Á þeim f undi vaf samþykkt at5 stofna félág, er bæri nafnið j.Félag ungra jaf naðarmanna'-'. Eftir Matthías Guðmundsson formann Fél. ungra jafnaðarm. Og þar með var hafinn nýr þáttur í sögu þjóðarinnar. Unga fólkið, sem aðhylltist skoðanir jafnaðarstefnunnar og fylgdi Alþýðuflokknum að málum, hafði gripið til vopna Frh. á 3. síðu. SIGURBJÖRN MARÍUSSON Hvert beinist hugur pinn æska Flestir æskumenn hafa þegar í uppvexti sínum hugsað um það, hvað þeir eigi fyrir sig að leggja til þess að framtíð þeirra geti orðið þeim til gagns og gleði. Venjulega er það svo, að þeir hugsa fyrst um sjálfa sig, en eftir því sem þroski þeirra vex, ber hugann einnig að heim- ili, foreldrum, konu og börnum. Vonir margra háfa oft brugð- izt, þrátt fyrir það þótt þeim hafi oft verið haldið lengi við og . mikið gert til að láta þær rætast. Menn hafa orðið að byrja snemma að vinna sér fyr- ir daglegu brauði og á annan veg, en þeir hafa óskað sér, og' þess vegna ekki notið þeirrar vinnugleði, sem þeir hefðu hlot- ið af verki, sem væri við þeirra ósk og hæfi. En ástæðan fyrir því að svona hefir gengið til um áratugi er sú, að fjöldinn allur af æsku- mönnum er að pukrast. með vandamál sín í einrúmi. Reynsl- an hefir þó sýnt með svo mörg- um óhrekjandi dæmum að „samtök er máttur". Því ætti þá íslenzkur æskulýður ekki að bindast svo sterkum samtök- um, að, fyllsta tillit sé tekið til áhugamála hans? Við eigiim að taka við þjóð- félagihu til uppbyggingar af

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.