Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Blaðsíða 7
u m g að , g af- ? a - í si - n ar sjómannadaginn varð hasar úr einu þorskastríðinu fyrir valinu; þegar Guðmundur Kjærnested á Ægi stóð togarann Everton að ólöglegum veiðum á Sporðagrunni, norðvestur af Grímsey, og lét skjóta á hann föstum skotum svo litlu munaði að hann sykki (sjá www.landsbanki.is/umlandsbank- ann/hatidisdagar/sjomannadagur2008). Auglýsingin má teljast glæsileg og hrífandi og er henni lýst svo á vefsíðu Landsbankans: „Guð- mundur Kjærnested (Hilmir Snær Guðnason) og tveir varðskipsmenn fylgjast náið með breska togaranum Everton laugardaginn 26. maí 1973 þegar átök um 50 mílna fiskveiðilögsögu voru í al- gleymingi. Bresk freigáta kemur aðvífandi.“ Í frá- sögn af gerð auglýsingarinnar segir jafnframt: „Mikil vinna var lögð í að auglýsingin væri söguleg rétt og nákvæm.“ Eflaust vantar ekkert upp á að hvert smáatriði í brú Ægis sé sannleikanum sam- kvæmt en hið stóra samhengi hlutanna er rangt. Freigáta var hvergi nærri þegar Ægir og Everton voru í námunda við hvort annað, og það vissi Guð- mundur skipherra vel, eins og hann sagði mér í einum af okkar fjölmörgu samræðum um þorska- stríðin: „Ég hefði náttúrulega aldrei gert þetta nema af því að ég vissi að freigátan var úti fyrir Austfjörðum.“ Ægir var síðan í skjóli inni á Héð- insfirði þegar herskipið var komið á vettvang nokkru síðar. Hin endurskapaða mynd er því ekki sögulega rétt heldur goðsagnakennd og gagnrýni verð, en segir auðvitað sitt þrátt fyrir það. Atburðurinn, myndin og minningin verða miklu glæstari og merkari ef herskipið er nálægt en menn taka samt slaginn. Í Lesbókargrein sinni gerði Einar Már Jónsson greinarmun á „sögufölsun“ og „goðsögn“ og kannski hann vilji halda því fram að þessi litla Landsbankamynd úr þorskastríðinu sé gott dæmi um sögufölsun frekar en goðsagnasmíð. Mér þætti það þó of djúpt í árinni tekið, og jafnvel niðrandi ef út í það er farið. Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon Fornleifauppgröftur í Skálholti. Sú tilgáta hefur komið fram að Árni biskup Helgason, biskup í Skálholti 1304-1320 og frændi Árna Þorlákssonar, sé höfundur Árna sögu. ið lítið ágengt. Meðal kirkjustaða voru bestu bújarðir landsins og stórbændur létu eðlilega ekki óðul sín af hendi umyrðalaust og stóðu fast á því að hefð helgaði yfirráð þeirra yfir kirkjustöðum. Í því stappi stóð Árni biskup alla sína biskupstíð en hann samdi einnig nýj- an kristnirétt handa Íslendingum og var hann lögtekinn á alþingi 1277. Sagan rekur bisk- upsferil Árna fram til ársins 1291, en þar end- ar sagan og eru líkur á að hún hafi upp- runalega verið lengri en endir hennar sé að fullu glataður. Þó Árni biskup væri friðarins maður og leitaðist við að sætta deilur þá gaf hann hvergi eftir í kröfu sinni um full yfirráð kirkjunnar á kirkjustöðum og samkvæmt öðr- um heimildum lauk þeim deilum með nær full- um sigri hans er þeir sættust á lausn mála á Ögvaldsnesi, Eiríkur konungur Magnússon (lagabætis) og Árni biskup, sem þá átti aðeins eitt ár ólifað. Þetta merka rit kom út í norskri þýðingu ár- ið 2007 hjá Aschehoug & Co í ritröðinni Thor- Böðvar Guðmundsson bodvar@post8.tele.dk Í slenskar miðaldabókmenntir hafa lengi vakið áhuga erlendra fræðimanna og ber þar margt til, hin sérstæða bókmennta- tegund, Íslendingasögurnar, eiga sér enga hliðstæðu meðal Evrópuþjóða, og auk þeirra skrifuðu íslenskir miðaldahöfundar einstæð sagnfræðirit, bæði um landnámstím- ann og þjóðveldistímann og um fjörbrot ís- lenska þjóðveldisins. Mörg þessara íslensku miðaldarita eru aðgengileg öðrum þjóðum í vönduðum þýðingum og Íslendingasögur finn- ast nú á öllum Norðurlandamálum, ensku, þýsku og frönsku og vafalaust enn fleiri tungu- málum. Meðal merkustu heimildarrita frá lokum 13. aldar er Árna saga biskups Þorlákssonar (1237-1298), Staða-Árna, sem fjallar um bisk- upstíð hans frá 1269 til dauðadags og þá at- burði sem gerðust þegar norskt konungsvald tók við af hinu forna goðaveldi. Frumgerð sög- unnar er glötuð en til eru nokkur gömul hand- ritabrot af henni og eftirrit af þeirri gerð henn- ar sem Reykjafjarðarbók hefur upprunalega geymt. Reykjafjarðarbók er meginhandrit Sturlungasögu og saga Árna biskups er rök- rétt framhald þeirra atburða sem þar er lýst. Nú eru aðeins varðveitt nokkur skinnblöð af þeim hluta Reykjafjarðarbókar sem upp- runalega hafði sögu Árna biskups. Á 17. öld var sagan enn heilleg í handritinu og þá voru gerð nokkur eftirrit, misjöfn að gæðum, og það hefur því verið ærinn höfuðverkur fræðimanna að endurgera heillegan texta sögunnar. Mikilvæg saga í miðaldasagnfræði Frá sjónarhóli miðaldasagnfræðinga er Árna saga biskups afar mikilvæg, hún fjallar um tímamótin þegar íslenskir embættismenn, sýslumenn konungs, tóku við af goðum og höfðu fengið Noregskonung sem yfirvald. Þá voru margir helstu kirkjustaðir landsins í eign ríkra bænda og Árni biskup gerðist einarður fylgismaður þeirrar stefnu að kirkjan skyldi fá full yfirráð yfir þeim. Þannig yrði kirkjan efna- hagslega sjálfstæð og óháð veraldlegu valdi. Áður hafði Þorlákur biskup Þórarinsson, Þor- lákur helgi (1133-1193), hreyft því máli en orð- leif Dahls Kulturbibliotek. Það hefur löngum verið viðleitni í Noregi að líta svo á að íslensk miðaldarit eigi einungis að þýða á nýnorsku. Þetta tel ég bagalegt því það tungumál er ein- ungis tamt hluta Norðmanna og auk þess nær óskiljanlegt öðrum Norðurlandaþjóðum. Það er því full ástæða til að gleðjast yfir því að Saga Árna biskups er nú aðgengileg á frábær- lega fallegu og skíru norsku bókmáli sem er auðskilið hverjum einasta Norðmanni og auk þess bæði Svíum og Dönum. Þýðendur verks- ins eru hjónin Gunhild Stefánsson og prófess- or emeritus Magnús Stefánsson. Þau hafa bæði um árabil verið starfsmenn háskólans í Bergen, þar sem Magnús hefur kennt norsk- um stúdentum, fyrst íslenskt tungumál og síð- ar norska og íslenska miðaldasögu, en hann er jafnframt einn helsti sérfræðingur í sögu ís- lensku miðaldakirkjunnar og hefur skrifað fjölda fræðirita þar að lútandi og má þar nefna Kirkjuvald eflist, Saga Íslands II, 1975 og Frá goðakirkju til biskupskirkju, Saga Íslands III, 1978 og stórvirkið Staðir og staðamál, Skrif- ter. Historisk institutt, Universitetet i Bergen, 2000. Vönduð og greinargóð þýðing Árna saga biskups heitir á norsku Biskop Ar- nes Saga og er 194 síður á lengd. Í formála gera þýðendur góða grein fyrir textavanda sögunnar ásamt þeim deilum sem hún fjallar um og stjórnmálavafstri samtímans. Sú tilgáta hefur áður komið fram að Árni Biskup Helga- son, sem var biskup í Skálholti 1304-1320 og náfrændi Árna Þorlákssonar, sé höfundur. Í Lárentíus sögu biskups er Árna Helgasyni lýst sem lítillátum og óhlutdrægum manni sem ekki otaði sjálfum sér fram. Á þeim forsendur efast þýðendur um að hann geti verið höf- undur sögunnar þar sem hann er nefndur fjór- um sinnum og ávallt tekið fram að hann tók við biskupstign af frænda sínum. Eins og áður hefur verið tekið fram er þýð- ing þeirra hjóna afar vönduð og greinargóð. Íslenskur texti sögunnar er sums staðar nokk- uð tyrfinn og lærður og úr öllum slíkum flækj- um hafa þau leyst af skilningi og smekkvísi, enda norsk og íslensk tunga báðum töm. Það er því mikill og góður fengur að norskri þýð- ingu þessa merka miðaldarits, sem auk þess að vera meginheimild um gang mála á Íslandi á fyrstu áratugum konungsvaldsin hefur einnig mikið heimildargildi fyrir norska sögu. Árna saga biskups á norsku Höfundur segir það hafa verið venju í Noregi að líta svo á að íslensk miðaldarit eigi einungis að þýða á nýnorsku. Hann telur það bagalegt og fagnar nýútkominni þýðingu á Sögu Árna biskups yfir á norskt bókmál. Frá sjónarhóli miðalda- sagnfræðinga er Árna saga biskups afar mik- ilvæg, hún fjallar um tíma- mótin þegar íslenskir emb- ættismenn, sýslumenn konungs, tóku við af goð- um og höfðu fengið Nor- egskonung sem yfirvald. Magnús Stefánsson Gunhild Stefánsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2009 Lesbók 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.