Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 14. MARS 2009
STOFNUÐ 1925
11. TBL. 85. ÁRGANGUR
LESBÓK
Afbyggðar ofurhetjur Ófáar
andlitslyftingar í gegnum árin 3
Bóklegt popp:
Svíar hrista grípandi
laglínur fram úr erminni 5
8Á vit glundroðans:Bók Ahmed Rashid semObama ætti að lesa
9Verkinu lýkur í spurn:Atli Heimir hefur „þróaðstíl sinn af djörfung“
T
il er tvennskonar þögn. Önnur af því tagi að
ekkert orð er sagt. Hin er þannig að jafnvel
er beitt orðaflaumi. Sú ræða talar fyrir
tungumáli sem læst er undir orðaflaumnum.
Tungumáli sem stöðugt er vísað til. Ræðan sem við
heyrum vísar til ummerkja þess sem við heyrum
ekki. Í henni felst knýjandi þörf fyrir að koma sér
hjá einhverju, ofbeldisfullt, slægt, angistarfullt, eða
háðslegt sjónarspil sem heldur því sem undir býr í
skefjum.“
Svona lýsir Harold Pinter þögninni. Ef skilgrein-
ing hans er rétt getur þögnin sem sagt verið ærandi
í orðsins fyllstu merkingu.
Vinur minn sendi mér þessi orð fyrir nokkru og
þau hafa knúið á með auknum þunga síðan. Ekki
síst í tengslum við þá umhleypinga sem samfélagið
hefur búið við á sviði stjórnmála. Svo virðist nefni-
lega sem þær breytingar sem orðið hafa á öllum
grunngildum samfélagsins hafi ekki náð til póli-
tísku orðræðunnar. Þar er allt við hið sama og
menn láta eins og ekkert sé – halda bara áfram að
búa til sjónarspil með orðaflaumi sem óhjákvæmi-
lega leiðir hugann að því sem ekki er orðað; því sem
liggur í þagnargildi.
Nú er prófkjörsbarátta í algleymingi og kosn-
ingar framundan. Fæstir frambjóðendur tala þó
um það sem brennur mest á almenningi. Þeir beita
fyrir sig óræðum – og í þeim tíðaranda sem nú ríkir
nánast merkingarlausum – frösum á borð við „end-
urreisn samfélagsins“, „uppbyggingu atvinnulífs-
ins“, „jöfnun tækifæra“, „hagsmunir heimilanna“,
„verk að vinna“, jafnvel „aukið traust“. Allt hljómar
þetta sannfæringarsnautt, enda eins og hannað til
að komast hjá því að ræða þá kröfu er fyrir liggur.
Áhrif tungumálsins eru mögnuð, en einungis ef
fólk skynjar dýpt þess. Áttar sig á því að tungumál-
inu tileyrir auk orðanna bæði þögnin, hrein og tær,
og þá ekki síður allt það sem ekki er sagt en allir
„heyra“ – hátt og snjallt.
Tvennskonar
þögn
ORÐANNA HLJÓÐAN
FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR
Tungumálinu tileyrir bæði þögn-
in, hrein og tær, og það sem
ekki er sagt en allir „heyra“.