Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Side 5
ari útgáfa Tortímandans, send á vettvang í
sama tilgangi – að drepa Connor sem nú er 10
ára. En hann hefur einnig sent sinn fulltrúa aft-
ur til fortíðar, engan annan en eldri Tortímand-
ann, Schwarzenegger, til að vernda Connor
litla.
Þriðja myndin, The Rise of the Machines,
gerist 1997, þegar Connor er kominn yfir tví-
tugt, en Skynet er að undirbúa nýja dómsdags-
styrjöld. Það sendir nýjasta Tortímandann,
T-X, á vettvang, hann á ekki aðeins að slátra
Connor heldur verðandi eiginkonu hans. Í
myndarlok hefur Skynet tekið yfir og hafið
kjarnorkustríð.
Tortímandinn 2009: Frelsun
Nýjasti kaflinn, gerist eftir Ragnarök, árið
2018. Christian Bale er tekinn við hlutverki
Connors, sem leiðir uppreisn mannkyns gegn
Skynet. Framtíðinni sem Connor dreymir um
er umturnað af Marcus Wright (Sam Worthing-
ton), sem á engar minningar aðrar en frá dauða-
deild í fangelsi. Connor verður að ákveða hvort
Marcus er sending úr framtíðinni eða hluti af
fortíðinni. Þegar Skynet gerir loka-útrýming-
arárásina, leggja félagarnir í hættuferð að
kjarna Skynets. Terminator Salvation sver sig
fullkomlega í ætt við fyrri myndirnar – þó að nú
séu framleiðendur og stjörnur þeirra fyrri,
horfnar á braut. Leikstjórinn er hasarmynda-
maður sem fékk sinn skóla hjá Propaganda
Films, tónlistarmyndbandaframleðslu Sig-
urjóns Sighvatsonar. Síðan hefur hann m.a. gert
myndirnar um Charlies Angels. Þessi 4. kafli í
sögu Tortímandans er sú ískyggilegasta og
hraðasta og hittir vafalaust í mark hjá aðdá-
endahópnum. saebjorn@heimsnet.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009
5
Marcel Proust Enski rithöfundurinn Graham Green
sagði hann merkasta rithöfund 20. aldarinnar.
H
ún lét senda eftir þessum stuttu og
bústnu kökum sem kallast magðale-
nusmákökur og virðast formaðar í rá-
kóttum hörpudiski. Fljótlega, óafvitað,
þrúgaður af drunga dagsins og annar ömurleg-
ur í vændum, bar ég að vörum mér teskeið með
bita af magðalenu bleyttri í tei. Á sama augna-
bliki og munnsopinn með kökumylsnunni snerti
góminn tók ég kipp, furðu lostinn yfir feiknun
sem áttu sér stað innra með mér. Undursamleg
ánægjutilfinning hafði gagntekið mig, ein sér
og án sýnilegrar orsakar. Fyrir hennar tilstilli
hafði mótlæti lífsins gufað upp, skakkaföll þess
orðið meinlaus, hverfulleikinn eins og fyrir til-
verknað ástarinnar: eða öllu heldur, þessi eig-
ind var ekki í mér, ég var hún. Mér fannst ég
ekki lengur lítilfjörlegur, tilviljanakenndur,
dauðlegur. Hvernig stóð á þessari mögnuðu
gleðitilfinningu? Ég skynjaði að hún tengdist
bragðinu af teinu og kökunni, en var langtum
víðtækari, gat ekki verið sama eðlis. Hvaðan
kom hún? Hvað táknaði hún? Hvernig átti ég að
ná í skottið á henni? […]
[Þ]egar fortíðin er liðin undir lok með manni
og mús standa lykt og bragð eftir, pastursminni
en lífseigari, loftkenndari, staðfastari, trúrri –
um langa hríð halda þau áfram eins og sálir að
rifja upp, bíða, vona, á rústum alls hins liðna, að
bera uppi án þess að kikna, í allri sinni smæð,
hina risavöxnu byggingu minnisins.“ Þýðing:
Pétur Gunnarsson. hoskuldur@mbl.is
Bakkelsið sem Marcel
Proust gerði ódauðlegt
í skáldsögunni Í leit
að glötuðum tíma
frá árinu 1913.
Magðalenu-
kakan
G
etur vel klæddur
stjörnulögfræðingur
sem lítur út eins og
Hollywoodstjarna skrifað góða
bók? Já, það getur hann svo
sannarlega og fer létt með
það.
Í markaðssetningu á
þessari bók hefur mik-
ið verið gert úr starfi
glæpamannaverjandans
Jens Lapidus sem sagð-
ur er hafa nýtt sér
reynslu sína í starfi við
samningu bókarinnar.
Hann lýsir hér undir-
heimum Stokkhólms og
lífi og afbrotum þriggja
glæpamanna. Bókin er ágæt-
lega skrifuð, sálfræðilega
sterk og spennandi. Lesandinn
fær aldrei beina samúð með
glæpamönnunum en öðlast
skilning á persónuleika þeirra
og því hvað það er sem
rekur þá áfram.
Þetta er fyrsta bókin
í þríleik höfundar sem
er stjarna í Svíþjóð.
Prýðilega raunsæ
saga, vel sögð og
áhugaverð. Ætti að
falla ágætlega að
smekk þeirra sem
alla jafna lesa ekki
glæpasögur.
Fundið fé | Jens Lapidus
Spennandi undirheimar
K
rimmarnir hans Stigs Larson
hafa selst hér sem annars
staðar eins og heitar lumm-
ur og fyrir skömmu var sýnd heim-
ildarmynd í sjónvarpinu um öm-
urleg erfðamál höfundarins sem féll
frá um það leiti sem fyrsta bókin
hans kom út. Karlar sem hatar kon-
ur var gefin út á íslensku í fyrra og
kvikmyndagerð bókarinnar var
frumsýnd fyrir skömmu og hefur
gengið ágætlega á hinum Norð-
urlöndunum. Þetta er dýr og vönd-
uð mynd, samvinna þýskra, norskra
og sænskra kvikmyndargerð-
armanna og leik-
stýrð Svíanum Op-
lev (Drömmen,
Portland). Karlar
sem hata konur er
ein af mest seldu
bókum Larsons og
fjallar um stúlku
sem hvar sporlaust
árið 1966. Fjörutíu
árum síðar setur
lögfræðingurinn-
Dirch Frode (Ingvar
Hirdwall), sig í sam-
band við rannsókn-
arblaðamanninn Mikael Blomqvist
(Michael Nyqist). Frode annast mál
Henriks Vanger (Sven-Bertil Taube),
milljarðamærings af gamla skól-
anum. Hann fær Mikael til að fara á
fund Henriks, sem býr í smábænum
Hedeby, auk margra skyldmenna
sinna. Hann ræður Mikael til að
skrifa sögu Vanger ættarinnar en
það býr meira undir. Fyrir fjörutíu
árum hvarf bróðurdóttir Henriks,
ung og falleg blómarós, Harriet að
nafni, og er gamli maðurinn þess
fullvisd að hún var myrt. Og það af
einhverjum nákomnum, sem sjálf-
sagt er enn á lífi.
Undir yfirskini æf-
isagnarritarans líð-
ur ekki á löngu uns
Mikael er kominn á
bólakaf í gamlar
syndir ásamt að-
stoðarkonu sinni,
Lisbeth Salander
(Noomi Rapace).
Myndin hefur feng-
ið góða dóma og
aðsókn og verður
vonandi tekin til
sýninga hér heima.
Män som hatar ... (2008) | Niels Arden Oplev
Blomqvist er mættur í bíó
G
ríðarlegur fjöldi bóka hefur verið
skrifaður um stalínismann en lítið
hefur farið fyrir bókum um það
hvernig sovéskur almenningur lifði
einkalífi sínu undir oki Stalíns. The Whisper-
ers (Hvíslararnir) eftir Orlando Figes er ný-
leg bók þar sem líf hins venjulega sovéska
borgara er í forgrunni. Bókin vakti gríðarlega
athygli við útkomu og gagnrýnendur spöruðu
ekki stóru orðin. Lofsyrðin eru öll réttmæt
því hér er á ferð bók sem gleymist ekki svo
glatt.
Falin gögn dregin fram
Bókin, sem var mörg ár í smíðum, er rúmar
700 blaðsíður og í henni eru fjölmargar
myndir úr fjölskyldualbúmum þeirra ein-
staklinga sem sagt er frá. Heimildir eru gríð-
arlega margar, byggt er á bréfum, dagbókum
og skjölum mörg hundruð sovéskra fjöl-
skyldna. Þetta eru gögn sem við-
komandi einstaklingar höfðu
falið undir dýnum og í leynihólf-
um stundum áratugum saman af
því þeir vissu að það sem þar
stæði myndi reita yfirvöld til reiði
og kosta þá fangelsisvist eða jafn-
vel lífið. Bókin er einnig byggð upp
á viðtölum við fjölmarga ein-
staklinga og meðalaldur þeirra er
80 ár. Aðallega er fjallað um kyn-
slóðina sem fæddist á árum 1917-1925 en í seinni
köflum er vikið að afkomendum þessa fólks.
Höfundur segir að með titli bókarinnar sé
hann að vísa til lífs sovéskra borgara sem í and-
rúmslofti sem einkenndist af tortryggni hvísl-
uðu til að náunginn heyrði ekki til þeirra og
sömuleiðis sé verið að vísa til þeirra sem hvísl-
uðu upplognum ásökunum um náungann í
eyru stjórnvalda.
Ókunnugar manneskjur
Sagt er frá einstaklingum sem um nótt
vöknuðu við að lögreglan var komin til að
sækja þá. Þeir voru ákærðir fyrir glæpi
sem þeir könnuðust ekki við og stimplaðir
sem óvinir þjóðarinnar. Sakborningar
trúðu því að allt stafaði þetta af misskilningi
stjórnvalda sem myndu láta þá lausa innan ör-
fárra daga. Það gerðist vitanlega ekki. Margra
beið dauði, annarra vist í Gúlaginu.
Ekki var óalgengt þegar foreldrar voru hand-
teknir að börn þeirra væru sett á munaðarleys-
ingjahæli. Í bókinni er að finna dapurlegar
reynslusögur þessara barna.
Sum börn fengu foreldra sína til baka, gjör-
breytta. Foreldrar sem höfðu sýnt börnum sín-
um umhyggju og ástúð sneru heim úr fangabúð-
um sem kaldlyndar og sjálfselskar manneskjur
sem tortryggðu allt og alla. Þessir foreldrar voru
nú orðnir ófærir um að sýna börnum sínum blíðu
og börnin áttu sömuleiðis í erfiðleikum með að
elska þá ókunnu og lítt geðugu manneskju sem
hafði snúið heim.
Flogið með mömmu
Einn af þeim sem segja sögu sína er Nikolai sem
fæddist árið 1936 í fangabúðum en foreldrar
hans höfðu verið fluttir þangað árið 1933. Móðir
hans var skotin árið 1937 og faðir hans ári eftir.
Nikolai litli var sendur á munaðarleysingjahæli.
Hann vissi ekki að foreldrar hans væru dánir en
hann dreymdi margoft móður sína þar sem hann
flaug með henni yfir engi og mýri nálægt mun-
aðarleysingjahælinu: „Hún sagði við mig: „Ekki
vera hræddur. Við fljúgum ekki of hátt og förum
ekki of langt í burtu.“ Og við brostum. Við vorum
alltaf brosandi í draumum mínum. Ég fann fyrir
hamingju í þessum draumum. Það voru einu
skiptin sem ég fann fyrir hamingju. Í dag, þegar
ég hugsa um hamingju, minnist ég þessara
drauma, þessarar hreinu hamingjutilfinningar.“
kolbrun@mbl.is
Brosandi í draumum
Stalín Fjallað er um óttann sem einkenndi einkalíf
þegna hans í nýlegri bók Orlandos Figes.
BÆKUR VIKUNNAR
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
E
itt af meistaraverkum bók-
menntasögunnar, Moby
Dick, eftir Herman Mel-
ville, er komið í kilju. Þetta er
óstytt útgáfa í þýðingu Júlíusar
Havsteen og Ískaks Harð-
arsonar.
Frá útkomu bók-
arinnar árið 1851 hafa
menn rýnt í meiningu
hennar og hvað hvíti
hvalurinn eigi að tákna.
Þar er best að hver dæmi
fyrir sig.
Moby Dick, sagan um
baráttu Akabs skipstjóra
við hvíta hvalinn, er skrýtin
bók og kannski er ekkert
meistaraverk bókmenntanna jafn-
gallað. Í þessu langa verki eru ít-
arlegir kaflar sem erfitt er að kom-
ast fram úr nema lesandinn hafi
því meiri áhuga á lifnaðarháttum
hvala, hvernig eigi að veiða þá og
hvernig best sé að verka þá.
En þegar upp er staðið
skiptir þetta ekki svo miklu
því snilldin í bókinni er svo
yfirþyrmandi að lesandinn
getur ekki annað en geng-
ist henni á hönd.
Bækur þurfa ekki að
vera fullkomnar til að
vera meistaraverk. Það
sannast í þessari miklu
bók.
Moby Dick | Herman Melville
Gloppótt meistaraverk
A
ð undanförnu hefur belgísk-
franska vegamyndin Eldo-
rado, vakið athygli beggja
vegna Atlanshafsins. Hún var valin
besta, evrópska myndin á Cannes
kvikmyndahátíðinni í fyrra, í flokkn-
um Directoŕs Fortnight og fer leik-
stjórinn, Bouli Lanners, einnig með
annað aðalhlutverkið, Eldorado þyk-
ir gamansöm og alvarleg í senn, en
umfjöllunarefnið harla óvenjuleg
vinátta ólíkra einstaklinga undir
ámóta kringumstæðum. Elie (Fa-
brice Adde), er illa á sig kominn her-
óínfíkill sem fremur innbrot í að því
er virðist auðu hús í
úthverfi Liege, en
finnur fyrir Yvan
(Lanners), þéttvax-
inn og einmanna,
léttgeggjaðan bíla-
sölumann og eig-
anda hússins. Af
góðmennsku sinni
hringir hann ekki á
lögguna og upp-
hefjast undarleg
samskipti á milli
persónanna . Kynn-
in eiga að enda úti á
krossgötum daginn eftir, þar sem
Yvan skilur fíkilinn eftir á leið sinni í
vinnuna . Að loknum tíðindalitlum
vinnudegi á bílasölunni heldur hann
heim á gamla Chevynum sínum, og
finnur gaurinn í nánast sömu spor-
um um kvöldið. Þar sem örlögin
ætla sér greinilega ekki að sleppa af
þeim hendinni, leggja kumpánarnir
saman út á þjóðveginn, stefnan tek-
in á heimabæ Elies, við landamæri
Frakklands. Bíllinn, félagsskapurinn
og tilbreytingarlítið umhverfið verð-
ur smám saman skrítinn en
heillandi heimur.
Að lokum ná þeir á
áfangastaða og
gleðin fjarar að
mestu leiti út. Móðir
Elies tekur honum
hnuggin en af alúð og
með opnum örmum
en gagnkvæm óvild
liggur í loftinu á milli
feðganna. Yvan skilur
einmannaleik félaga
síns enn betur, þeir
eru baáðirámóta ut-
anveltu í flatnekju-
legu landslaginu.
Eldorado (2009) | Matthew Nestel
Vinátta á belgískum vegum
Bækur
The Whisperers | Orlando Figes