Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Side 6
Eftir Einar Fal
Ingólfsson
efi@mbl.is
R
agnar Kjartansson myndlist-
armaður prýðir forsíðu nýjasta
tölublaðs Modern painters.
Hann stillir sér upp eins og
sannur atvinnumaður, horfir í
linsuna, tottar vindil og heldur
stoltur á bók. En þetta er ekki
bók eftir hann eða um hann
heldur kennslubók í málaralist fyrir áhugamenn.
Er maðurinn alltaf að fíflast?
„Íslendingar eru góðir í að vera amatörar,“ hef-
ur greinarhöfundur Modern painters eftir Ragn-
ari. „Það er þessi „carpe diem“ hugmynd,“ að njóta
dagsins. „Þeir óttast ekki að fikta við hvað sem er,
því þeim er ekkert heilagt. Þessi afstaða er bónus
fyrir Ísland en líka ástæðan fyrir falli Íslands,
þessi skortur á alvarleika. Þetta er góður eiginleiki
fyrir listamann en hræðilegur ef þú ert banka-
starfsmaður.“
Ragnar er iðulega að leika í listaverkum sínum.
Hann hefur tekist á við leikhúsið, óperuna, tónlist
og nú síðast líka málverkið. Markús Þór Andr-
ésson, sem er sýningarstjóri sýningar Ragnars á
Feneyjatvíæringnum, ásamt Dorothée Kirch, seg-
ir að allt sem hann geri sé í raun gjörningur. Er
það satt?
„Já,“ svarar Ragnar. „Þetta er einhverskonar
listamannamont, sem er komið frá Dieter Roth.
Hvert hans minnsta viðvik var myndlistarverk.
Auðvitað er það mont að halda því fram að allt
sem maður gerir sé gjörningur. Ég hef hinsvegar
tekið þessa afstöðu í listinni. Ég heillast af ferlinu,
af athöfninni við að gera hluti; athöfnin skiptir mig
oftast meira máli en afurðin. Ég ákvað þetta og
það veitti mér mikið frelsi.“
Ekki ein frumleg hugsun
Á föstudaginn kemur mun Ragnar hefjast handa
við að skapa á Feneyjatvíæringnum verk sem
hann kallar The End. Reyndar skiptir hann ís-
lenska skálanum, sem er í höll við Canal Grande, í
tvennt. Viðamikla myndbandsinnsetningu, sem
hann vann að í kanadísku Klettafjöllunum og opna
vinnustofu þar sem hann málar á hverjum degi
næsta hálfa árið mynd af kollega sínum, Páli
Hauki Björnssyni myndlistarmanni, sem verður
klæddur svartri Speedo sundskýlu, reykir og
drekkur bjór meðan hann situr fyrir.
„Mér finnst ég ekki hafa eina frumlega hugsun í
höfðinu. Ég er að leika mér í hugmyndasarpinum,“
segir Ragnar og enn hlær hann, þar sem hann sit-
ur inni á gistiheimili á Kópaskeri og ræðir við mig í
símann. Ég ætlaði að hitta hann í Reykjavík en
honum fannst betri hugmynd að vera í viðtali á
Kópaskeri. Hann var þar með eiginkonu sinni, Ás-
dísi Sif Gunnarsdóttur myndlistarkonu, sem var að
setja upp innsetningu í vitanum á staðnum.
Fyrst þegar ég hringdi norður í Ragnar var
hann staddur á bílaverkstæðinu á Kópaskeri að
drekka kaffi og borða kex. Ragnar virðist alls-
staðar vera á heimavelli, hvort sem hann er að
syngja ljóðaflokkinn Dichterliebe eftir Schumann í
heila viku samfleytt á listahátíð á Ítalíu, á sviði með
popphljómsveitinni Trabant eða á bílaverkstæð-
inu. Hann er sannkallað kameljón.
Ragnar segist leika sér í hugmyndasarpinum og
ég spyr hvort hann sé einskonar forsíðudrengur
póst-módernismans, þar sem úrvinnsla eldri hug-
mynda er allsráðandi.
„Það má segja það. Þessir tímar sem við lifum
eru hrikalega póstmódernískir. Ég var alltaf að
reyna að afneita því – en það er óþarfi. Ég held að
við verðum föst í þessum úrvinnsluþætti næstu 200
ár. 20. öldin var svo rosaleg. Ég er ekki af kynslóð
myndlistarmanna sem gerir eitthvað massa-
frumlegt. Því miður. Verkið mitt í Feneyjum er
tregafull táknmynd þeirrar staðreyndar.“
Ég má til með að spyrja Ragnar um íróníuna í
myndinni framan á Modern Painters.
„Írónían er skrýtin skepna. Þessi mynd var tek-
in í stúdíóinu mínu. Hún er í raun ekkert uppstillt.
Ég nota mikið þessa „how-to-paint“-bók sem ég er
með á myndinni. Ég er alveg heiðarlegur í minni
íróníu þótt ég sé auðvitað meðvitaður um hvað er í
gangi.
Ég var í svo rosalega póstmódernískum skóla
hérna, Listaháskólanum, að þótt mig langaði til að
læra að mála þá var ekki hægt að kenna mér það.
Það snerist allt um konseptið þannig að ég þarf að
nota svona bækur!“ Aftur hlær hann.
„Þetta er ekki bara einhver paródía á málara
þótt mér finnist þeir óneitanlega dálítið fyndnir –
þessi lotning fyrir miðlinum. Umræðan um blessað
málverkið hér heima er reyndar ótrúlega skrýtin
og gamaldags, það er eins og maður sé annaðhvort
með því eða á móti. Það er ótrúlega mikil áhersla á
eitthvert rugl eins og hvað sé gott málverk, fag-
mannleg vinnubrögð og vitleysa, þar fram eftir göt-
unum. Menn verða nú að vera aðeins meiri pönk-
arar en það og reyna að sjá hlutina í stærra
samhengi. Málverk er bara einn af mörgum mynd-
listarmiðlum, ekkert heilagra en kúkur í dós og ryk
í plastpoka.
Síðan er þversögnin sú að þó mér finnist þessi
upphafning málverksins kjánaleg, þá er verkið mitt
lofgjörð til stemningarinnar á vinnustofum mál-
ara.“
– Þú hefur verið að sýna málverk á síðustu árum
og daðrar við rómantíkina á írónískan hátt.
„Írónían kemur óvart inn, það eru bara tímarnir
sem við lifum. Ég er sökker fyrir rómantík. Þetta
er spurning um mótttökustellingarnar. Út úr ír-
óníunni kemur oft hrein og tær einlægni. Það er
manninum eðlislægt að segja hlutina í hálfkæringi,
í hálfkveðnum vísum, þótt full alvara búi að baki.
Skárra væri það nú ef allt í kringum mann væru
bara gerilsneyddar, hnitmiðaðar fullyrðingar. Það
eru svo margir tónar eða litir sem er ekki hægt að
miðla nema með einhverskonar útúrsnúningi.“
Ragnar játar að írónían í verkum hans, eins og í
myndbandsverkinu God frá 2007, þar sem hann
syngur í hálftíma frammi fyrir 11 manna hljóm-
sveit, fullur einlægni, sömu setninguna aftur og aft-
ur, „sorrow conquers happiness,“ komi í raun frá
fullkomnlega einlægum stað. „Einlægni er vand-
meðfarin, vegur salt einhversstaðar á milli væmni
og kaldhæðni. Ég viðurkenni það einlæglega að ég
er pínu hræddur við að vera alveg einlægur í mynd-
listinni. En það er ekki bara spurning um manns
eigin viðhorf. Það er líka tíðarandinn sem dæmir
hluti sem spaug og flipp þó í þeim búi angist. Ein-
lægni í glysbúningi er ekkert endilega kaldhæðni.
Allar listgreinar hafa fyrir löngu gefist upp á því að
miðla hlutlausum sannleika.“
Megavesen
Ragnar segir sýninguna The End hafa verið að
taka á sig mynd síðasta árið. Verkið hafi orðið að
miklu leyti til í bréfasamskiptum við sænskan lista-
mann, Andjeas Ejiksson, „og í samtölum við sýn-
ingarstjórana, Ásdísi Sif, vini og fjölskyldu. Ásdís
sagði í haust að ég yrði að vera einn í viku til að
skilja hvað ég ætlaði að gera. Ég fór í kofa í Borg-
arfirðinum og þá komu allar myndirnar – eins og
hjá spámanninum í eyðimörkinni! Það voru ótrú-
legir dagar. Allt dramað var að byrja hérna, fnykur
í loftinu og bankahrunið handan við hornið, og allt
small saman. Báðir hlutar sýningarinnar spunnust
samhliða.“
Ragnar langaði að vinna í Banff-listamiðstöðinni
í Kanada og sú ósk rættist er hann kynntist yf-
irmanni myndlistardeildar miðstöðvarinnar er hún
setti saman sýningu í i8 galleríinu í fyrra.
„Drottinn var þarna!“ þrumar Ragnar í símtólið,
djúpri röddu. Þagnar svo og bætir við, auðmjúkur:
„Það var furðuleg hundaheppni. Þessi kona, Kitty
Scott, hjálpaði til við að láta þetta gerast í Banff.
Vídeótakan var rosalegt fyrirbæri. Megavesen.
Banff-miðstöðin útvegaði tuttugu manna hóp sem
vann með mér. Kostnaðurinn hefði verið brjál-
æðislegur ef ég hefði gert þetta sjálfur.“
Ragnar segir að myndbandsverkið verði á fimm
skjám í sama rýminu. Á hverjum þeirra séu þeir
Davíð Þór að leika á hljóðfæri óræða sveitatónlist.
„Við hvern skjá heyrirðu í hljóðfærunum sem þú
sérð en þegar þú ert í miðju herberginu blandast öll
hljóðfærin saman.
Þetta var tekið upp læf, í frostinu í þessu ægi-
fagra umhverfi Klettafjallanna.“
– Þú hefur sagt að gestir sem koma á sýninguna
og mæta þessum tveimur heimum, myndbands-
verkinu og þér að mála Pál, þurfi að gera upp við
sig hvað þeir upplifa.
„Mér finnst gott að vera ekki fastur í einhvers-
konar konsepti. Þetta er ákveðin póesía. Ég er
sjálfur alltaf að velta fyrir mér hvað það þýði að
blanda þessum tveimur hlutum saman.“
Þegar líður á sumarið verða málverk Ragnars af
Páli farin að hlaðast upp í vinnustofunni, sem er
sýningin um leið. Hann hefur sagt að málverkin séu
hliðarafurð verksins.
„Amma sagði að ég ætti að henda öllum mál-
verkunum þegar ég væri búinn. Það er alltaf best
að tala um myndlistina við ömmu, hún er með þetta
allt á hreinu.
Ég tala galgopalega um þetta núna en málverkin
verða hlaðin miklu tilfinningalegu gildi á endanum.
Þessi ógurlegi fjöldi verka af sömu fyrirmyndinni,
sum skemmd vegna rakans í Feneyjum. Ég held að
þetta verði forvitnilegt.“
– Þátttakan í Feneyjatvíæringnum hlýtur að
vera dýrt verkefni.
„Jú, þetta er mjög dýrt.“ Ragnar hugsar sig um.
„Ísland hefur um áratuga skeið tekið þátt í tvíær-
ingnum, stærsta myndlistarviðburði heimsins.
Auðvitað er kostnaðarsamt fyrir Ísland að gera sig
gildandi alþjóðlega, á hvaða vettvangi sem er. Ríkið
leggur til tæplega helminginn af raunkostnaðinum
við þessa framkvæmd. Vegsemdinni að vera boðin
þátttaka fylgir sá vandi að útvega fjármagn fyrir
restinni. Í ljósi vorra klikkuðu tíma hefur þetta ver-
ið flókið. En allir hafa lagst á eitt við að láta þetta
ganga. Galleríin mín, i8 og LuhringAugustine, hafa
borið hitann og þungann af því.“
Kannski fátækir en ekki fífl
Ragnar er kominn á mála hjá virtu erlendu galleríi
og hefur aukinn möguleika á að koma sköpun sinni
á framfæri erlendis. Hér er nokkuð rætt um að í
kreppunni séu leiðir íslenskra listamanna út fyrir
landsteinana að lokast, en Ragnar segist telja
menningarlega innistæðu Íslands það mikla að
leiðir listarinnar lokist ekki.
„Auðvitað er stórkostlegt að fá að starfa með
frábæru galleríi erlendis, en ég held að Ísland þyki
bara ennþá merkilegra menningarlega út af öllu
þessu rugli. Listasenan hérna hefur alltaf verið
frjáls og óháð. Þótt einhver þeirra fyrirtækja sem
mikið bar á hafi eitthvað stutt við listina, þá var það
í raun mjög lítið. Listin vandist ekki tuggunni. Ein-
hverjir hundraðþúsundkallar voru settir í listuppá-
komuna en síðan keypt auglýsing fyrir milljón.
Fyrst og fremst er þetta ástand erfitt fyrir
stofnanirnar, eins og Nýlistasafnið og listasöfnin.
En svo lengi sem ríkisvaldið hefur vit á að skera
ekki of mikið niður til listarinnar, halda hurðum
opnum og svo framvegis, er framtíðin björt. Eftir
bombarderingu Kaupmannahafnar árið 1807 og
gjaldþrot danska ríkiskassans í kjölfarið, bað ein-
hver ráðgjafi Friðrik 6. um að hætta að styðja við
listir, Danir hefðu einfaldlega ekki efni á því. Kóng-
urinn svaraði: „Vér erum kannski fátækir en vér
erum ekki fífl.“
– Þegar þú verður búinn að mála 180 málverk í
haust og orðinn góður af sinaskeiðabólgunni eftir
glímuna við „pentskúfinn“, hvað tekur þá við?
„Ég fer að gera verk í Düsseldorf í samstarfi við
Marinu Abramovic. Síðan verður afrakstur Fen-
eyjauppákomunnar sýndur í Hafnarborg og í
Banff-Center í Kanada. Síðan er það einkasýning í
New York, Ítalíu og ég veit ekki hvað. Jesús, ég er
bara farinn í útlandagrobb eins og Baltasar Kor-
mákur!“ segir Ragnar og skellihlær inni á gisti-
heimilinu á Kópaskeri.
„Út úr íróníunni kemur of
„Ég er ekki af kynslóð myndlistarmanna sem gerir
eitthvað massa-frumlegt. Verkið mitt í Feneyjum er
tregafull táknmynd þeirrar staðreyndar,“ segir
Ragnar Kjartansson um metnaðarfullt framlag sitt
til Feneyjatvíæringsins. Hvað er hann að gera?
Síðan er það einkasýning í
New York, Ítalíu og ég veit
ekki hvað. Jesús, ég er
bara farinn í útlandagrobb
eins og Baltasar Kormákur!
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009
6 LesbókMYNDLIST