Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Side 9
Nú maður gæti skotið á að tjónið sem að varð þarna á vellinum sé þetta ja sirka 100 milljónir. Það er eins og að það séu flestir þingmenn sem að styðja stjórnina sem að vilja bara leggja frum- varpið fram eins og ráð- herrarnir voru með það, svona mikil samstaða er ekki alltaf. Dægurmál MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Lesbók 9ÍSLENSKT MÁL Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is L undúnir eða London? Hvernig talar maður í útvarp? Það er spurning sem flestir útvarpsmenn hljóta að velta fyrir sér. Á maður að vera formlegur, og þræða handrit frá orði til orðs, eða getur útvarpsmaðurinn leyft sér að hnika til orðum, sleppa handriti og tala frá eigin brjósti. Það fer að sjálfsögðu eftir umfjöllunar- efninu, og líklega eru andstæðu pólarnir í þeim efnum fréttalest- ur annars vegar og dægurmálaútvarp hins vegar, og einhvers staðar þar á milli sitja dagskrárgerðarmenn sem vega og meta hvort þeir nálgast hlustendur í formlegum ritmálsstíl, í óform- legu hversdagsmáli, eða kannski einhvers staðar þar á milli. Ari Páll Kristinsson málfræðingur varði fyrir skömmu dokt- orsritgerð við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en grundvöllur hennar er rannsókn á einkennum íslensks útvarps- máls. Ari Páll var um tíma málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins og þekkir því vel litróf þess talmáls sem þar heyrist. Ari Páll lýsir í rannsókn sinni tveimur gerðum útvarpstexta; annars vegar í út- varpsfréttum og hins vegar í dægurmálaefni. Með hliðsjón af vís- bendingum um ólík einkenni ritaðra og talaðra texta er í rann- sókninni hugað meðal annars að áhrifum þess að nota skrifað handrit frá orði til orðs. „Fréttirnar eru mestmegnis lesnar af skrifuðu handriti, allt nema fréttaviðtölin. Í dægurmálaefninu var slíkt orðrétt handrit almennt ekki notað. Ég valdi það sem nálgun að leita að þeim fyr- irbærum sem menn hafa ímyndað sér að tengdust frekar hand- ritslausu tali en ritmáli og sjá hvernig þau birtust og hvort þau birtust með afgerandi hætti annars vegar í fréttum og hins vegar í dægurmálaþáttunum.“ Útvarpsmál er að sögn Ara Páls annars eðlis en samtöl, því út- varpsmanneskjan hugar ekki bara að viðmælanda sínum, heldur líka að hlustandanum. „Málið þarf að vera skiljanlegt fyrir þriðja mann, hver sem hann er og hvaða bakgrunn sem hann hefur. Það er munurinn á útvarpsaðstæðunum og því hversdagsmáli sem allir þekkja.“ Hikorðin fleiri í dægurmálum En hversu mikill er munurinn á þessum tveimur málsniðum út- varps? Ari Páll tekur undir það aðspurður, að að sumu leyti sé munurinn ginnungagap. Vafalaust hafa flestir þeir sem hlusta á útvarp tekið eftir mun, sem rannsókn Ara Páls staðfestir. „Já, hi- korð, mistök og málvillur; þar er feiknarlegur munur – eins og svart og hvítt, þar sem slíkt heyrist í dægurmálaútvarpi eins og vanalega í mæltu máli okkar, en nánast ekki í lesnum fréttum. Önnur atriði, eins og tengingin „sem að“, heyrast alls ekki í frétt- um, en eru algeng í dægurmálaþáttum. Einkenni sem fylgir bara dægurmálaefninu en ekki fréttum er notkun orðanna „maður“ og „þú“ sem óákveðins fornafns, í merkingunni „einhver“. Þetta eru dæmigerð talmálseinkenni og svo virðist sem margt af þeim eigi alls ekki heima í skrifuðum fréttum.“ Ari Páll rannsakaði líka tíðni fastra orðasambanda og hversu mikið útvarpsmenn notuðu þau til að skreyta mál sitt og gera það litríkara. „Almennt talað má ætla að notkun þeirra tengist frekar ritmáli, því þar er meiri undirbúningstími. Það kom þó í ljós að það var ekki svo mikill munur á notkun slíkra orðasambanda milli dægurmálaútvarps og frétta. Mestu skipti að . Þar var munurinn mestur milli þáttastjórnendanna og viðmælenda þeirra, sem not- uðu bæði færri orðasambönd og fóru oftar skakkt með þau. Það hlýtur að vera merki um fagmennsku þáttastjórnendanna.“ Bylgjan og Ríkisútvarpið voru þær stöðvar sem Ari Páll notaði við rannsóknina, án þess að hann bæri þær saman á nokkurn hátt, en allmörg ár eru raunar síðan efninu var útvarpað. Málsniðin gegna ólíku hlutverki Það er ekki hægt, að sögn Ara Páls, að segja að annað sé réttara, betra eða æskilegra en hitt, þegar þessar tvær tegundir útvarps- máls eru annars vegar. „Ef eitthvað er æskilegt, þá er það að hvort tveggja fái að vera til, því hvort um sig gegnir sínu hlut- verki. Útgangspunkturinn er sá að fréttirnar gegna ákveðnu hlutverki í málsamfélaginu og spjall í dægurmálaútvarpi öðru. Ritgerðin mín sýnir hvernig ákveðin málleg einkenni tengjast hvoru hlutverkinu fyrir sig. Í fréttum, þar sem upplýsingaþátt- urinn er kjarninn, höfum við til dæmis mun meira af nafnorðum en í dægurmálaútvarpi, – helmingi meira, en 20 prósent fleiri sagnorð í dægurmálunum en í fréttunum, en dægurmálaútvarp sinnir líka afþreyingarhlutverki, auk þess að skapa stemningu og nánd. Þetta er mælanlegur munur, sem segir ekkert um það hvort annað sé betra en hitt.“ Í lok ritgerðar sinnar bendir Ari Páll á ýmislegt sem vert væri að kanna nánar. „Eitt af því væri að fylgja tilteknum útvarps- manni eftir og athuga hvernig hann breytir sínum stíl eftir dag- skrárefni og hlustendum. Það væri mjög áhugavert að kanna breytilegt málsnið einstaklingsins í ljósi þess hverja hann telur hlusta á sig hverju sinni.“ Hvort tveggja þarf að vera til Morgunblaðið/Heiddi Ari Páll „...stjórnendur dægurmálaþáttanna sem ég kannaði notuðu óskap- lega mikið af föstum orðasamböndum og nokkurn veginn alltaf rétt.“ Ari Páll Kristinsson málfræðingur rannsakar ólík málsnið útvarps- frétta og dægurmálaútvarps Ari Páll Kristinsson er með BA-próf í íslensku og almennum málvísindum og cand. mag.-próf í íslenskri málfræði, auk prófs í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda. Hann er nú rannsóknardósent og stofustjóri málræktarsviðs hjá Stofnun Árna Magnússonar. Talið er að tjónið á flug- vellinum nemi um 100 milljónum króna. Óvenjumikil samstaða virðist vera í þing- flokkum stjórnarflokk- anna um að leggja fjár- lagafrumvarpið fram óbreytt frá þeim drögum sem ríkisstjórnin kynnti. Fréttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.