Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Lesbók 11 Draugasetrið Stokkseyri Draugar fortíðar, hljóðleiðsögn og sýning Opið allar helgar frá kl. 14-18 Opnum fyrir hópa á öðrum tímum www.draugasetrid.is draugasetrid@draugasetrid.is sími 483-1600 895-0020 Icelandic Wonders Safn um álfa, tröll og norðurljós Opið allar helgar frá kl. 14-18 www.icelandicwonders.com info@icelandicwonders.com sími 483 1600, 895 0020. Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík og nýjasta margmiðlunartækni. Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Endurfundir Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna! Þrælkun, þroski, þrá? Ljósmyndir af börnum við vinnu Svart á hvítu Prentlistin og upplýsingabyltingin Úrval útskriftargjafa í safnbúðinni Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn. www.thjodminjasafn.is Söfnin í landinu Görðum, 300 Akranes Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is museum@museum.is LISTASAFN ASÍ OPNANIR LAUGARDAGINN 30. MAÍ KL. 15:00 Ásmundarsalur: Aðalheiður Valgeirsdóttir, Tímaljós Gryfja: Karl Ómarsson, Innsetning Opið 13-17 alla daga nema mánud. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is 16. maí - 21. júní 2009 Vættir - Jónína Guðnad. Madame Lemonique & Madame Lemonborough - Guðný Guðmundsd. Sunnudag 31. maí kl. 15 ókeypis síðdegisdjass í kaffistofu Mánudag 1. júní kl. 15 Listamannsspjall með Jónínu Guðna Opið 11-17, fim. 11-21, lokað þri. www.hafnarborg.is - sími 585 5790 Aðgangur ókeypis LEIFTUR á stund hættunnar Charlotta Hauksd. · Einar Falur I. Gréta S. Guðjónsd. · Haraldur Jóns. Ingvar H. Ragnars. · Katrín Elvarsd. Kristleifur Björns. · Pétur Thomsen 2. maí – 28. júní Opið alla daga kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS Hveragerði HRAFNKELL SIGURÐSSON/KRISTJÁN GUÐMUNDSSON 15.5. - 28.6. 2009 Sýning Listasafns Íslands á Listahátíð í Reykjavík 2009. LISTAMANNASPJALL - SUNNUDAG KL. 14-15 HRAFNKELL SIGÐURSSON myndlistarmaður spjallar um verk sín. SIGRÍÐUR MELRÓS ÓLAFSDÓTTIR sýningarstjóri leiðir samtalið. ÞÓRÐUR BEN SVEINSSON Borg náttúrunnar, 1981-2009 og fleiri verk til sýnis á 2. hæð 18.4. - 28.6. 2009 Hádegisleiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 - 12.40 Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mánudaga Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR. www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Sýningar opnar alla daga: Handritin - sýning á þjóðargersemum, saga þeirra og hlutverk. ÍSLAND::KVIKMYNDIR, 100 íslenskar kvikmyndir til að horfa á. Að spyrja Náttúruna - dýrasafn og aðrir munir í eigu Náttúrugripasafnsins. Þjóðskjalasafn Íslands - 90 ár í Safnahúsi. Merk skjöl úr sögu þjóðarinnar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Setrin í landinu Listasafn: Í húsi sársaukans - Olga Bergmann Byggðasafn: Völlurinn Bátasafn: 100 bátalíkön Bíósalur: Verk úr safnkosti Opið virka daga 11.00-17.00, helgar 13.00-17.00 Ókeypis aðgangur reykjanesbaer.is/listasafn E ftir eilífar kreppu- og spill- ingarumræður í fjöl- miðlum ásamt léttvægum íþróttameiðslum hjá undirrit- uðum er ég ekki frá því að ég hafi verið far- inn að vera dulítið þung- ur í skapi. Það var því mikið gleði- efni að ég sá nýverið kvik- mynd sem fékk mig ekki einungis til að brosa, heldur til þess að bók- staflega grenja úr hlátri. Það var kvikmyndin Hangover sem myndi útleggjast á okkar ást- kæra ylhýra sem Þynnkan. Myndin fjallar um þrjá félaga á fertugsaldri sem hyggjast steggja þann fjórða og myndu nú margir ætla að þeir könnuðust við þess konar efnistök en úr- vinnsla efnisins er líklega með því frumlegasta sem sést hefur í langan tíma á hvíta tjaldinu. Þema myndarinnar er í raun hinn dásamlegi velvilji góðra vina við að gera síðustu stund pip- arsveinsins ógleymanlega en það er líklega raunveruleiki sem margir íslenskir vinahópar kann- ast við. Það er sjaldan sem kvikmynd fær undirrit- aðan til að tárast en að lokinni sýningu mynd- arinnar þurfti ég að þvo mér um andlitið til að mæta ekki aftur til vinnu útgrátinn karlmað- urinn á fertugsaldri. Það verður að segjast að þar sem undirritaður þekkir til þess af eigin raun að vitleysan (eða kannski sniðugheitin) sem karlmenn taka sér fyrir hendur í teitum sem þessum á það oft á tíðum til að fara úr böndunum en það verður eiginlega til að myndin verður enn betri; vitleysan sem þeir félagar leið- ast út í er svo yfirgengileg. Mottó félaganna í myndinni er að auka sífellt við fjörið og alls ekki hætta leik þá hæst stendur en slíkt getur auð- vitað haft í för með sér geigvænlegar afleið- ingar. Þessir tilteknu félagar eiga það þó sam- eiginlegt með íslensku útrásarvíkingunum að hafa kannski hætt sér helst til langt, auk þess sem þeir muna ekki neitt eftir ósköpum gær- dagsins. Á tímum sem þeim sem við Íslendingar nú lif- um er nauðsynlegt að létta sér lund og hvað er þá skemmtilegra en að fara á vel heppnaða gamanmynd með kunnuglegu stefi sem þó tekst að koma manni sífellt á óvart? Ég bara spyr … Gláparinn | Sigurður Victor Chelbat Þema myndarinnar er í raun hinn dásamlegi velvilji góðra vina við að gera síðustu stund piparsveinsins ógleymanlega Höfundur er markaðsstjóri og viðskiptafræðingur. É g hef verið að lesa sögurnar sem lagðar voru fram til Glerlyk- ilsverðlauna í ár og það eru veru- lega sterkar sögur: Þetta eru Harðskafi eftir Arnald Indriðason, Frosnar rósir eft- ir Finnann Marko Kilpi, Strákur í tösku eftir dönsku skáldkonurnar Kaaberbøl og Friis, Draumalandið eftir Norðmanninn Vidar Sundstøl og Nátt- stormur eftir Svíann Johan Theorin. Spennusögur eru sérstök bókmennta- grein og í þeim er siðferði sögupersóna oft frábrugðið því sem almenningur telur gott og gilt. Líklega er það þess vegna sem lesendur hópast að spennusögum og íhuga yfir þeim drauma um að stíga yfir landamæri, brjóta niður múra og um- hverfast um stund og verða aðrir menn. Þessar fimm norrænu úrvalssögur eru ólíkar en í þeim má þó sjá hliðstæður. Þau mörk sem Arnaldur og Finninn Marko Kilpi kljást við eru kannski framar öðru af innri eða sálfræðilegum toga. Þar glíma persónur við innri veruleika og sögu. Þar eru veikleikarnir og hömlurnar. Hver erum við? Norðmaðurinn Sundstøl og dönsku skáldkonurnar Kaaberbøl og Friis leita frekar að mörkum veruleikans á félagslegu og pólitísku eða siðferðilegu sviði. Hvað gerum við og hvað megum við? Sænska sagan hefur nokkra sér- stöðu að því leyti að þar glittir í hið yf- irnáttúrlega og segja má að þar sé spurt: hvað er veruleiki og hvað er ímyndun? Eru kannski engin mörk þar á milli? Að sjálfsögðu er hér um einföldun að ræða en mér finnst þessi einkenni skilja milli þessara glerlykilssagna. Sameiginlegt eiga þær fyrst og fremst hvað þær eru ótrúlega spennandi! Spennusögur eru sérstök bókmenntagrein og í þeim er siðferði sögupersóna oft frábrugðið því sem almenn- ingur telur gott og gilt. Lesarinn | Kristján Jóhann Jónsson Höfundur er dósent í íslensku á mennta- vísindasviði HÍ og formaður dómnefndar Hins íslenska glæpafélags.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.