Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 12 LesbókGAGNRÝNI Myndlist Hafnarborg Vættir - Jónína Guðnadóttir „Fleiri vættir í einhvers konar fugls- og fiskslíki sjást í hnapp í verkinu Vættir, í Dreyrafoss virðist blóð renna í taumum og vindur sverfa yfirborð í Vernd. Form þessara verka hafa ævintýralega skírskotun og þau einkennast af næmri efnis- tilfinningu og hrjúfri áferð sem felur í sér sér frásögn í sjálfri sér: það er sem ytri öfl hafi rist í eða rifið upp jarðveg – en leirinn vísar óneit- anlega til jarðar eða lands. Blái lit- urinn, sem brenndur hefur verið í yfirborð margra verkanna, er tákn- rænn fyrir Ísland.“ Anna Jóa Hafnarborg Guðný Guðmundsdóttir - Teikningar og skúlptúr bbbnn „Veröld Guð- nýjar inniheldur einstaka óvænt- ar fígúrur og hluti, en byggist þó aðallega á mekanískum strúktúr sem líkist landakorti eða minniskorti. Hvort veröldin er að taka á sig form eða að liðast í sundur er ekki ljóst en arkitónískir leirskúlptúrar Guð- nýjar gefa einnig samtímis tilfinn- ingu fyrir ósnertum absúrd nýbygg- ingum og yfirgefnum merkingarhlöðnum rústum.“ Þóra Þórisdóttir Kvikmyndir Smárabíó, Háskólabíó, Laug- arásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Night at the Museum 2 bbbnn „Nú er það Kamunrah (Az- aria), egypskur faraó með stór- hættulegar áætlanir í koll- inum, sem er fyrirferðarmestur safngripa. Hann nær því sjaldnast að vera virkilega kómískur, en það er enginn skortur á kúnstugum, sögufrægum persónum og fyr- irbrigðum úr dýraríkinu og brell- urnar eru stórfenglegar sem fyrr. Leiktjöldin og munirnir eru einnig í hæsta gæðaflokki en sama verður ekki sagt um samtölin. Night at the Museum er létt, notalegt og fjöl- skylduvænt mótvægi við has- armyndir sumarsins en maður hefði gjarnan viljað hlæja meira og brosa minna.“ Sæbjörn Valdimarsson Í GANGI Þ ótt síðustu gulu sinfón- íutónleikar 2008-9 væru helgaðir „suðrænum slóð- um“ eins og yfirskrift og dagskrá báru með sér var ekki á tæpri miðlungsaðsókninni að sjá að lokkandi tónumgjörð sólarlanda hefði laðað nándar nærri jafn marga og einleikstónleikar Víkings Heiðars fimm dögum fyrr. E.t.v. sakir þess hve flest atriði voru tiltölulega lítt kunn. Engu að síður brá mörgu bráð- fallegu fyrir eyru, jafnt að upplagi sem góðri túlkun. Amphitheatre [10’], konsertforleikur brezka víólu- leikarans Bretts Deans frá 2000, innblásinn af blóðugri fornhliðstæðu nútíma knattspyrnuvalla, gerði að vísu mest út á púlslausa massaáferð, en var samt gizka áheyrilegur í vandaðri meðferð Rumons Gamba. Öllu frægara verk Ottorinis Re- spighis um Gosbrunna Rómaborgar (1916) úðaði síðan hlustendur suð- rænum vatnaskrúða í frábærri sin- fónískri túlkun svo varla varð betur gert, með ljúflegu einleiksframlagi stakra SÍ-lima á við m.a. Helgu Þór- arinsdóttur á víólu. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sá um einsöngshlið Arianna a Naxos við seinna tilkominn strengjasveit- arundirleik ónafngreinds útsetjara við frumgerð Haydns við píanóund- irleik frá byltingarárinu 1789. Verk- ið hæfði tæplega dramatískri mezzo- rödd söngkonunnar, því agaður Vínarklassískur stíllinn kallaði greinilega á slétttónaðri raddbeit- ingu í líkingu við t.d. postulínsrödd Gundulu Janowitz. Samt tókst Guð- rúnu víða furðuvel upp við að tjá hugarangur hinnar yfirgefnu ást- meyjar Þeseifs Mínotárusarbana, og í Phaedru eftir hlé skein hún og glansaði svo um munaði í meist- aralegu óperustykki Benjamins Brittens frá 1975, til jafns við göldr- ótta hljómsveitarútfærslu brezka óperusnillingsins á síðasta ást- arsambandi gríska fornkappans, þar sem m.a. dulúðug klasahljómabeit- ing dýpri strengja og mögnuð nýting pákna og slagverks lifnaði rækilega við undir stjórn Rumons. Síðast á dagskrá var In the South (1903) eftir lárviðartónskáld brezka heimsveldisins, Edward Elgar. Skv. sífróðum tónleikaskrárritara hafði hvorki það né Phaedra (hvað þá verk Deans) verið flutt hér áður, og kannski varla að ófyrirsynju um ekki þekktara verk. Alltjent var það ný- mæli á minni hlustunarskrá, og því ánægjulegra að uppgötva jafn glæsi- lega aukahlið á Elgar ef marka mátti hve SÍ dró mikla dýpt og frussandi skerpu fram úr tónsmíð er ku ann- ars árangur misheppnaðrar inn- blástursferðar til Rívíerunnar í aus- andi rigningu. Ef slíkt er ekki rakið dæmi um fyrsta flokks „jákvæða blekkingu“ túlkenda, þá veit ég ekki hvað það er. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir „...í Phaedru skein hún og glansaði svo um munaði í meistaralegu óperustykki Benjamins Brit- tens frá 1975,“ segir Ríkarður Örn. Suðrænt vatnaskrúð TÓNLIST RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON Verk Ottorinis Re- spighis um Gos- brunna Rómaborgar úðaði hlustendur suðrænum vatna- skrúða í frábærri sinfónískri túlkun HÁSKÓLABÍÓ | Sinfóníutónleika- rbbbbnVerk eftir Dean, Respighi, Haydn*, Britten* og Elgar. Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir mezzosópran*; Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudaginn 22. maí kl. 19:30. Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir málverkasýning þar sem sjá má verk eftir listamenn sem tengjast bæði Garða- stræti í Reykjavík og 8. stræti í New York líkt og segir í yfirskriftinni: „Frá Unuhúsi til Áttunda strætis“. Flest verkin eru eftir Nínu Tryggva- dóttur og Louisu Matthíasdóttur en einnig eru til sýnis verk eftir nokkra samnemendur þeirra í skóla Hans Hofmann á West 8th Street í New York, þau Jane Freilicher, Nell Blaine og Robert De Niro eldri (faðir leikarans), og svo eftir Hans Hof- mann sjálfan. Sýningin bregður ljósi á skapandi tengsl Louisu og Nínu innbyrðis sem og við aðra listamenn, annars vegar í Unuhúsi á millistríðs- árunum og svo í samhengi menning- arhræringa í New York. Það er sannarlega merkilegt að á þessum tíma hafi tvær djarfhuga ungar konur siglt vestur um haf til frekara náms eftir að hafa lokið námi frá listakademíunni í Kaupmanna- höfn auk námsdvalar í París. Þetta segir sitt um sterkan persónuleika og listrænan metnað, og báðar áttu þær farsælan listferil. Í Unuhúsi máluðu þær sjálfsmyndir (athygli vekur „töffaraleg“ sjálfsmynd Nínu, sem þó er ókláruð) og margar frábærar port- rettmyndir af öðrum merkum kar- akterum í menningarlífinu, og þessar myndir gefa tóninn. Myndirnar, mál- aðar á árunum 1939-42, eru sýndar í sérrými á rauðmáluðum veggjum og votta um áhrif frá módernískum hræringum; andlitin eru stíliseruð svo minnir á kúbisma og afrískar grímur. Í New York komust þær í örvandi og kraftmikið andrúmsloft eft- irstríðsáranna í listalífi borgarinnar. Hofmann var þar lykilmaður: áhrifa- mikill „tengiliður Bandaríkjanna við róttækan evrópskan módernisma“ (sem Louisa og Nína þekktu svo sem fyrir), eins og segir í sýningarskrá, enda hafði hann búið í París og kynnst þar m.a. Picasso og Matisse. Það eru einmitt þessi tengsl – fremur en afstrakt-expressjónismi New York-skólans – sem skila sér í verk- unum á sýningunni sem einkennast mörg hver af „hefðbundnum“ við- fangsefnum á borð við kyrralíf, lands- lags- og nektarmyndir í anda mód- ernískra lit- og formtilrauna, og með óhlutbundnu ívafi. Áhersla Hofmanns á náttúrutengsl og á gildi litarins endurómar í verk- um nemendanna, eins og sjá má í verkum Louisu frá 8. áratugnum af kyrralífi og landslagi í Maine sem jafnframt eru góð dæmi um persónu- legan, lit- og formhreinan stíl hennar. Fróðlegt er að sjá landslagsmynd- irnar frá Maine sem ekki hafa verið áberandi hérlendis. Tvö verk eftir Louisu, frá námsárunum á 5. ára- tugnum, sýna hins vegar fremur áhrif frá eiginmanni hennar, Leland Bell (sem var ekki nemandi Hofmanns). Hugurinn hvarflar til Matisse þeg- ar horft er á verk Hofmanns, Eilífð (1951), auk þess sem líkindi eru með því og verki Nell Blaine af „önd“ frá 1943 hvað snertir línuteikningu, lita- meðferð og myndbyggingu. Stað- setning verka varpar oft á ljósi á tengsl þeirra á milli; t.d. í lausbeisl- uðum litaflötum og frjálslegri línu- meðferð í verkum Hofmanns og De Niro. Óhlutbundið verk Hofmanns frá 1954 ásamt Eilífð í námunda við fallegt afstraktverk eftir Nínu frá 1961 gefur til kynna áhrif frá Hof- mann í sköpun dýptar og hreyfingar í myndrýminu, auk þess sem nátt- úrutengslin í verkum Nínu eru ótví- ræð. Annað afstraktverk eftir Nínu frá 1958 hangir við hlið afstrakt- myndar Jane Freilicher frá 1960. Verkin eru nokkuð lík í myndbygg- ingu og einkennast bæði af lausfljót- andi formum, grábláum, okkurgulum og grænum litatónum. Málningin er þó borin þynnra á hjá þeirri síð- arnefndu og það minnir á vissan hátt á verk New York-málarans Helen Frankenthaler (sem einnig var nem- andi hjá Hofmann) og á ljóðræna mýkt í síðari verkum Nínu á borð við Grýtt eyðimörk (1966). Líkt og Nell Blaine, hvarf Freilicher þó síðar af braut hins óhlutbundna eins og verk frá seinni hluta ferilsins sýna glögg- lega. Á sýningunni eru engin verk frá New York-árum Nínu Tryggvadótt- ur heldur frá því um og uppúr 1960; verk sem sýna að hún ein þessara nemenda þróaði áfram óhlutbundið myndmál – sem er athyglisvert í ljósi þess að dvöl hennar þar lauk snögg- lega 1949. Nína vakti töluverða at- hygli í New York en hvarf úr hring- iðu borgarinnar skömmu áður en afstrakt-expressjónisminn komst í al- gleymi – en Hofmann tók virkan þátt í þeim hræringum. Þessi sýning varp- ar ljósi á að samnemendur Nínu við skóla Hofmanns fylgdu ekki þeirri þróun, þótt vissulega hafi þeir engu að síður öðlast viðurkenningu í mynd- listarheiminum. Nína varð ekki hluti af þeim hópi sem Louisa, De Niro, Freilicher og Blaine mynduðu (raun- ar strax á 5. áratugnum) og tengdist ákveðnum galleríum og menning- arhræringum, svo sem djasslífi borg- arinnar, hópi sem enn er kenndur við arfleifð Hofmanns. Ætla mætti að í vali verkanna eftir Nínu sé fólgin ábending sýningarstjóra um að lýr- ískar afstraktmyndir hennar séu einnig ávöxtur þeirrar arfleifðar, þótt hún hafi horfið úr þessu samhengi. Þetta er fjölbreytt og skemmtileg sýning með fjölda góðra myndlist- arverka, auk þess sem hún veitir inn- sýn í mótandi áhrif staðarmenningar og tíðaranda á listamenn hverju sinni. Arfleifð Hofmanns? Landslag með vegi og akri eftir Robert De Niro „Áhersla Hofmanns á náttúrutengsl og á gildi litarins endurómar í verkum nemendanna,“ segir gagnrýnandinn Anna Jóa. MYNDLIST ANNA JÓA Þetta er fjölbreytt og skemmtileg sýning með fjölda góðra myndlist- arverka LISTASAFN REYKJAVÍKUR | KjarvalsstaðirFrá Unuhúsi til Áttunda strætis – Jane Freilicher, Hans Hofmann, Louisa Matthíasdóttir, Nell Blaine, Nína Tryggvadóttir, Robert De Niro eldriTil 30. ágúst 2009. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Hrafn- hildur Schram.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.