Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Page 1
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 STOFNUÐ 1925 34. TBL. 85. ÁRGANGUR LESBÓK Cecilia Bartoli Varpar ljósi á fórn ítölsku geldinganna fyrir tónlistina 4 Morgunblaðið/Einar Falur Málarinn sem flutti heim Tryggvi Ólafsson listmálari gaf á dögunum 100 grafíkmyndir til söfnunar fyrir Grensásdeild. Þær seldust allar og 200 til. Tryggvi er í endurhæfingu á deildinni og talar um lífið og listina. Fjölmiðlar: Alþingi hefur brugðist þjóðinni2 6Myndlist:Drífa Viðar áttilítríkan listferil 8Málfar:Eiður er ekki reiðareksmaður M eð hvaða hætti svafstu í nótt, ástin mín? – Æi, veit ekki, bara með einum eða öðrum hætti. Fáránlegt? Já. Ólíklegt? Nei. Þannig tala stjórnmálamenn. Þeir eru á einn eða annan hátt á höttunum eftir háttum. Það er prýðileg ástæða á niðurskurðartímum að spara hér, eins og annars staðar, til dæmis með því að endurnýja kynnin af atviksorðinu ágæta: hvernig, sem tekur skemmri tíma í tali, og sparar pappír og blek í rituðu máli. Svo gæti góðu heilli farið að þessi ljóta klisja hyrfi. Ef niðurskurður á ljótu máli er ekki á dag- skrá, má alltaf reyna við önnur orð, þó ekki væri nema til að votta sköpunargáfunni og hugmyndafluginu virðingu sína í orðavali. Þá væri kjörið fyrir þá sem ekki treysta sér til að láta af nafnorðafíkninni að spyrja: með hvaða móti? á hvern veg? og svarið gæri verið: á ýmsa lund, eða með ýmsu móti. Ég læt mér þó yfirleitt einhvern veginn duga. Það má líka sýna litbrigði í stíl þegar spurt er og nota gamlar myndir orða, eins og hvurnig og hvernin. Tungumálið er litríkur skrúðgarður og þar gónir maður ekki bara á fífla. Þetta veit Eiður Guðnason sem rætt er við í Lesbók í dag. Hann bloggar um málfar í fjöl- miðlum og segir í viðtalinu, að móðurmálið hafi orðið hornreka. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er ekki feimin við að nota móðurmálið í útlönd- um, og í fjölmiðlapistli Lesbókar segir Gauti Kristmannsson þá gagnrýni sem beinst hefur að Jóhönnu fyrir vikið byggjast á landlægu of- mati Íslendinga á enskukunnáttu sinni. Tungumál Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur er tónlistin. Hún er einn okkar efnilegustu píanóleikara og segir frá lífi sínu í tónlistinni í Lesbók í dag. Hún hætti oft að spila, en sem betur fer byrjaði hún oftar en hún hætti. begga@mbl.is Háttatal hið nýja ORÐANNA HLJÓÐAN BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR Tungumálið er litríkur skrúðgarður og þar gónir maður ekki bara á fífla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.