Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Síða 7
ir af mönnum og dýrum valdi síðan við sult og seyru í París árið 1946-47 – þar var ull á flestum lífsnauðsynjum í kjölfar heimstyrjaldar – k þá í skóla Fernands Légers, sem hún hefur sennilega ew York. Mér sýnist á öllu að sem málari hafi Léger haft hrif á Drífu en fyrri kennarar hennar, enda voru mynd- ns og nákvæmnisvinnubrögð á skjön við flest annað sem fði fengist við fram að því. Hins vegar hafði Léger góð Drífu sem teiknara. Hann hafði sjálfur einstakt lag á að upp stór og gegnheil form með útlínum einum saman, og rífu sem fullþroska teiknara var einmitt hrein og tær eikning hennar. 1947 sneri Drífa heim til Íslands, þar sem hún gekk að úla Thoroddsen lækni og fluttist með honum til Svíþjóð- einna aftur til Íslands. Í framhaldinu reyndist henni erf- nna myndlistinni til hlítar. Stórt heimili og fjögur börn nn toll af starfsorku hennar, auk þess sem hún var að eðl- ikil félagsmálavera, skrifaði blaðagreinar, myndlist- rýni og ljóð og setti saman barnabækur sem hún mynd- i sjálf; þessar bækur eru enn óútgefnar. dverðum sjöunda áratugnum voru börn Drífa orðin sjálf- að mestu og tók hún þá aftur upp þráðinn í myndlistinni. anlegum ástæðum setti þetta „rof“ svip á myndlist uk þess sem henni var þá eðlilegt að vinna í skorpum, myndir frá sér ókláraðar eða hálfkláraðar, auka svo við gu seinna með spánnýjum hugmyndum. Síðari verk ru því býsna sundurleit og ganga á svig við viðteknar ndir um þróun í myndlist. Innan um á hún samt prýði- retti. al markverðustu málverka hennar frá þessu síðara skeiði ars vegar abstraktmyndir með ljóðrænu yfirbragði, alangt frá myndunum sem Nína og sumir September- hófu að gera á úthallandi sjötta áratugnum, hins vegar gstengdar myndir frá Þingvöllum, þar sem fjölskyldan marbústað; stundum rennur þetta tvennt saman í eitt. ðari verkum hennar eru sennilega heildstæðastar teikn- ar sem Drífa gerði við öll möguleg tækifæri, af fjölskyldu g öðrum vandamönnum, af mönnum og dýrum úti í guðs- náttúrunni, að ógleymdum myndum hennar við íslensk- sögur, ævintýri og þulur, þ.á.m. þulur ömmu hennar, ru Thoroddsen. Einkenni á þessum teikningum er hve dlega hún fangar yfirbragð þeirra sem hún fjallar um, og ekki nema nokkur hnitmiðuð strik eða eina samhang- ínu til að lýsa persónuleika þeirra til fullnustu. Eins og nefnt lést Drífa síðan árið 1971, einungis 51 árs. r ekki í nokkrum vafa um að tími sé kominn til að meta g fjöllistamannsins Drífu Viðar til hvorttveggja íslenskr- dlistar og bókmennta. Vonandi var sýningin á Skóla- ígnum fyrsta skrefið á þeirri leið. auðum kjól Myndin er eftir Nínu Tryggvadóttur, máluð 1944-45. t Mynd eftir Drífu frá árunum 1944-45. Eftir Gunnar I. Gunnsteinsson gunnar@leikhopar.is S amkvæmt kenningum Narramore og Brantlinger er hægt að flokka menn- ingu í 6 þætti. Fyrstu þrír flokkarnir tilheyra svokallaðri hámenningu og seinni þrír lágmenningu. 1 High Art / æðri list 2 Modernist Art / módernismi 3 Avant-Garde-Art / framúrstefnulist 4 Folk Art / þjóðleg list 5 Popular Art / dægurlist 6 Mass Art/ list fjöldans[1] Þegar farið er að rýna betur í þessa fyrstu þrjá flokka hámenningar kemur bersýnilega í ljós að þar er list og listsköpun sem tengist hefðum og fyrirfram skilgreindum gildum og oft kölluð hefðbundin list. Í þennan flokk eru sameinuð öll okkar gömlu gildi og hugtök hinn- ar skilgreindu og fagurfræðilegu listsköpunar. Listsköpun sem fellur í þennan flokk er oftast verk menntaðra listamanna með færni og hand- bragð hins „akademíska“ veruleika. Lágmenn- ing er eign fjöldans. Hún sprettur upp úr menn- ingu samfélagsins og allir geta notið hennar. Hún er ekki svo flókin að það þurfi prófgráðu eða að kafa djúpt til að njóta hennar og skilja. Ef við hins vegar lítum á verkefnaval und- anfarin ár hjá opinberum sviðslistastofnunum má glöggt sjá að flestir sem starfa í þessari at- vinnugrein eru að blanda saman há- og lág- menningu, það er svokallað „bland í poka“ verk- efnaval. Það verður að teljast merkilegt að aðrar sviðslistastofnanir en Þjóðleikhúsið sem eru að stórum hluta háðar aðsókn og sjálfsaflafé skuli leggja jafn mikinn metnað í að sinna svo- kallaðri hámenningu og raun ber vitni.[2] Ef við notum þessa flokkun sem merkimiða á listsköpun sviðslistastofnana koma upp í hug- ann hugtök eins og „æðri“ og „óæðri“ list. Þegar sviðslistastofnanir sem klárlega ættu út frá markaðs- og samkeppnislegu forsendum að sinna lágmenningarflokknum taka mikla fjár- hagslega og listræna áhættu til að hlotnast sá heiður að færast upp í hinn æðri flokk þá er ljóst að listrænir stjórnendur eru að næla sér í hærri status á kostnað skynsemi í rekstri. Þar með er verið að afla sér virðingar meðal listaelítunnar sem stjórnmálamenn hlusta gjarnan á. Þróunin undanfarin ár hefur verið í þá átt að jafna bilið milli þessara tveggja flokka. Hægt er að fullyrða að nú sé að verða til nýr flokkur, svo kölluð miðmenning. Skilgreining mín á mið- menningu er sú að öll listsköpun sem flokkast til hámenningar en hefur öll gildi lágmenningar verður að miðmenningu. Ef skoðað er verk- efnaval stærstu leikhúsa landsins undanfarin ár má sjá að þessi þróun hefur átt sér stað lengi. Í dag er verið að bjóða fjöldann allan af leik- ,dans-, og óperusýningum sem ætlað er að höfða til fjöldans. Þá taka hámenningarlegar stofn- anir og listamenn sig til og nýta sér aðferð/ atburð/framsetningarmáta lágmenningar og framreiða hana undir verndarvæng hámenn- ingar. Það er því verið að selja miðmenningu í umbúðum hámenningar með aðferðum lág- menningar. Markmið miðmenningar er að ná til fjöldans. Að gera hámenningu aðgengilega almenningi. Það er vel þekkt að lágmenning hafi nýtt sér meðöl hámenningar til að öðlast virðingu og skapa sér sess í samfélaginu en slíkt virkar í báðar áttir. Listamenn teygja listsköpun sína niður á alþýðlegt plan án þess að fara út fyrir ramma hámenningar. Þetta hefur samt ekki skapað lágmenningunni viðurkenningu sem æðra listform, frekar umburðarlyndi og velvilja. Slíkt hefur vakið athygli á lágmenningunni sem fullgildri listsköpun. Áhrifamáttur opinberra og hálfopinberra leikhúsa er mikill í sköpun miðmenningar. Há- og lágmenning eru í djúpu faðmlagi og allt er gert til að skapa listviðburð sem „öllum“ áhorf- endum líkar. Einfaldara getur það ekki verið. Áhorfendur skipta gríðarlegu máli fyrir allar sviðslistastofnanir og leikhópa sem er háðar tekjum af miðasölu til að standa undir rekstr- arkostnaði. Krafan um sjálfsaflafé hvílir á öllum sviðslistastofnunum og leikhópum, líka Þjóð- leikhúsinu og ÍD þrátt fyrir að vera opinberar stofnanir. Með því að má út þessa flokkun á há- og lágmenningu í huga almennings er verið að ýta undir og skapar frekari tækifæri til þróunar og aukningar á vægi miðmenningar í nútíma- samfélagi. Miðmenningu er ætlað að sameina alla flokka, allar listgreinar, alla þjóðfélagshópa í einn stóran pott sem heitir markaðurinn. En hverjum þjónar þessi flokkun? Vissulega gerir hún það að mörgu leyti, þegar kemur að því að skilgreina samtímann og samtímalist frá markaðslegu sjónarmiði. Sviðslistir eru mark- aðs- og söluvara í dag. Þær eru ekki eitthvað sem á sér stað í afmörkuðum rýmum hámenn- ingar eða á torgum lágmenningar. Sýningar eru vara sem gengur kaupum og sölum. Það skiptir því máli hvernig hún er verðlögð og því er gripið til þess ráðs að flokka hana. Þegar kemur að veitingu opinberra fjármuna skiptir einnig máli í hvaða flokki viðkomandi list er. Nú þegar kraf- an um mælanleika menningar og listviðburða er staðreynd hefur áhorfendafjöldi og þörfin auk- ist fyrir að réttlæta fjárútlát til þessa mála- flokks. Þannig verður til þessi svokallaða mið- menning. Hún höfðar til fjöldans. Hún réttlætir kostnaðarsama menningarstarfsemi og list- sköpun fyrir fáa í formi hámenningar, svo fram- arlega sem fundinn er atburður/listrænn fram- leiðsla/farvegur í formi miðmenningar sem „fyllir húsið af fólki“ . Hámenningin verður að leita í lágmenninguna til að uppfylla þessi mæl- anlegu skilyrði, réttlæta fjárútlát í lýðræð- issamfélagi og skapa sér almenna velvild allra. Smekkur almennings ræður og hann er vilhall- ari lágmenningu enda er hún í flestum tilfellum auðskiljanlegri. Með þessu er verið að réttlæta og stuðla að þróun á sviði lista og menningar í þágu fjöldans. Hverju svo sem þessi þróun mun skila sam- félaginu í framtíðinni er annað mál. Vissulega kemur upp í hugann orðið stöðnun en það verð- ur tíminn að leiða í ljós … eins og alltaf. Það er hægt að segja sem svo að ráðamenn og menningarritstjórar stærstu fjölmiðla lands- ins séu að vinna samkvæmt þessari hefðbundnu skilgreiningu á hvar æðri list í sviðslistum er framin í stað þess að efla frekar grasrótina. 92% af öllu fjármagni ríkis og sveitarfélaga fara í op- inberar stofnanir sviðslista og því er hægt að bera fyrir sig að almannahagsmunir kalli á að sýningar þeirra séu gagnrýndar. Vissulega eru fjölmiðlar ekki fagtímarit um sviðslistir heldur upplýsingamiðill fyrir almenning. Þeim ber að veita aðhald og fjalla um það sem talið er að al- menningur vilji vita hverju sinni. Að mínu áliti á frum- og nýsköpun sjálfstæðra atvinnuleikhópa erindi við almenning og því ber að veita op- inbert fé til starfseminnar og gagnrýna hana í fjölmiðlum. Slíkt kallar vissulega á aukna vinnu og faglegt mat menningarritstjóra annars vegar og embættis- og ráðamanna hins vegar. Vissu- lega gæti niðurstaðan orðið umdeilanleg. Slíkt tel ég samt að sé heillavænlegra og líklegra til að efla faglega umræðu um skiptingu fjármagns til sviðslista og ýta undir endurmat á því hvar mest verðmæti skapast í þessari atvinnugrein vs. kostnað hins opinbera.  [1] Naremore & Brantlinger 1991, Introduction: Six Art- istic Cultures. Modernety and Mass Culture [2] Vefur: Sjálfstæðu leikhúsin, Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. Miðmenning í sviðslistum Þróunin undanfarin ár hefur verið í þá átt að jafna bilið milli þessara tveggja flokka. Hægt er að fullyrða að nú sé að verða til nýr flokkur, svo kölluð mið- menning. Skilgreining mín á miðmenningu er sú að öll listsköpun sem flokk- ast til hámenningar en hefur öll gildi lágmenningar verður að miðmenningu. Þróunin undanfar- in ár hefur verið í þá átt að jafna bil- ið milli þessara tveggja flokka. Hægt er að full- yrða að nú sé að verða til nýr flokk- ur, svo kölluð mið- menning. Skil- greining mín á miðmenningu er sú að öll listsköpun sem flokkast til hámenningar en hefur öll gildi lág- menningar verður að miðmenningu. Höfundur er MA í menningar- og menntastjórnun. Sviðslistir Styrkþegar leiklistarráðs árið 2009 brosa keikir framan í myndavélina. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr uppsetningu Draumasmiðjunar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokks- ins á Óþelló, og loks úr leikriti Sigryggs Magnasonar, Yfirvofandi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Lesbók 7LEIKLIST

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.