Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 „ÉG hef náð botninum í mínu lífi,“ sagði banda- ríski kylfingurinn John Daly í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á ný- ársdag. Forsvarsmenn PGA-mótaraðarinnar tóku þá ákvörðun að úrskurða Daly í 6 mánaða keppn- isbann þar sem hann er sagður hafa skaðað ímynd golfsins með framferði sínu undanfarna mánuði. Daly var handtekinn fyrir ölvun á al- mannafæri í október og var það dropinn sem fyllti mælinn hjá aganefnd PGA. Á undanförnum tveimur árum hefur Daly stól- að á að fá boð frá styrktaraðilum á PGA- mót þar sem hann hefur ekki náð að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni. Daly, sem er 42 ára gamall, segir að sér hafi ekki liðið jafnilla á 18 ára ferli sínum. Þetta er í annað sinn sem Daly er úrskurð- aður í keppnisbann á PGA-mótaröðinni. Hann fékk 12 mánaða bann árið 1994. Ekki eru þó allar dyr lokaðar fyrir Daly. Það er allt eins líklegt að hann leiki á Evr- ópumótaröðinni á næstu mánuðum á meðan hann tekur út keppnisbannið á PGA- mótaröðinni. seth@mbl.is John Daly í langt keppnisbann á PGA John Daly GUÐJÓN Þórðarson stígur fram á sviðið í ensku knattspyrnunni á nýjan leik í dag þeg- ar hann stýrir liði Crewe gegn Millwall á The New Den-vellinum í Millwall í 3. umferð ensku bikarkeppninnar en Guðjón var ráð- inn nýr knattspyrnustjóri Crewe um jólin. Bæði liðin leika í 2. deildinni. Crewe situr þar á botninum með 16 stig en Millwall er í þriðja sæti með 44 stig. Millwall komst alla leið í úrslit bikarkeppninnar árið 2004 undir stjórn Dennis Wise en tapaði þar fyrir Man- chester United, 2:0, þar sem Cristiano Ron- aldo og Nistelrooy skoruðu fyrir United. ,,Það eru aldrei auðveldir leikir í bik- arkeppninni hver svo sem mótherjinn er. Þetta er bara einn leikur sem getur farið á hvorn veginn sem er. Það breytir engu fyrir mig að fyrsti leikur liðsins undir minni stjórn er bikarleikur. Þetta er leikur sem við ætlum að reyna að vinna. Það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum þó svo að deildin sé í for- gangi hjá okkur,“ segir Guðjón á vef Crewe en hann á fyrsta blaðamannafundinum sagð- ist hann ekki vera neinn kraftaverkamaður. gummih@mbl.is Guðjón stýrir Crewe í fyrsta sinn Guðjón Þórðarson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Liverpool komst að samkomulagi við danska úrvalsdeildarliðið AGF um kaupin á íslenska unglinga- landsliðsmanninum en Guðlaugur, sem er 17 ára gamall, hefur verið í herbúðum AGF í eitt og hálft ár og á dögunum tilkynnti félagið að hann hefði verið færður upp í að- alliðið og átti að hefja æfingar með því eftir helgina. Guðlaugur var til skoðunar hjá Liverpool í haust og eftir þá ferð settu forráðamenn Liverpool sig í samband við AGF þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að kaupa Íslend- inginn sem hefur leikið með U19 og U17ára landsliðum Íslands. Verður erfitt en mikil ákorun ,,Ég fer út í næstu viku og fer þá í læknisskoðun og eftir hana mun ég skrifa undir samninginn. Þetta er stórt tækifæri sem ég get ekki látið framhjá mér fara. Ég er auð- vitað að taka risastökk og ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta verður erfitt en á móti er þetta mikil áskorun,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann eyddi áramótunum á Ís- landi en heldur utan til Danmerkur eftir helgina og í framhaldinu til Englands þar sem hann gengur frá málum við Liverpool. Móðir hans og systir munu flytja með honum út til Liverpool og þau eru þessa dag- ana að leita að íbúðarhúsnæði í bítlaborginni. Finn ekki fyrir neinni öfund Hvernig hafa vinir þínir á Íslandi tekið fréttunum um að þú sért að fara til Liverpool? ,,Bara rosalega vel. Þeir eru í jafnmiklu sjokki og ég. Ég finn ekki fyrir neinni öfund í minn garð. Bestu vinir mínir samgleðjast mér og eru bara stoltir af mér. Þegar ég var fyrst orðaður við Liverpool heyrði maður utan af sér að menn trúðu þessu ekki og menn töluðu um annan Hauk Inga. Ég hef ekk- ert verið að hlusta á þetta. Ég held bara mínu striki og ætla að reyna að standa mig eins vel og ég get,“ sagði Guðlaugur Victor. Spurður hvort hann hafi fylgst meira með Liverpool-liðinu og sett sig inn í hlutina þar eftir að fréttist að Liverpool væri áhugasamt að fá hann sagði Guðlaugur: ,,Nei, ég get ekki sagt það. Liðið sem ég horfi mest á er Manchester United. Ég hef alltaf haldið með því liði en ætli ég verði ekki að hafa mig hægan þegar ég verð búinn að skrifa undir hjá Liverpool.“ Guðlaugur Victor verður annar Íslendingurinn til að ganga til liðs við Liverpool en Haukur Ingi Guðnason var í röðum félagsins tvö tímabil, 1998-2000. „Er að taka risastökk“  Guðlaugur Victor Pálsson, 17 ára unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, skrif- ar undir þriggja ára samning við Liverpool á næstu dögum  Ánægður og hissa Morgunblaðið/Árni Sæberg Bítlaborgin bíður Guðlaugur Victor Pálsson verður annar Íslendingurinn til að ganga til liðs við Liverpool. Í HNOTSKURN »Guðlaugur Victor verðurannar Íslendingurinn til að ganga til liðs við Liverpool en Haukur Ingi Guðnason var í röðum félagsins 1998-2000. »Guðlaugur er 17 ára gam-all. Hann lék með Fylki hér á landi áður en hann samdi við AGF í Danmörku fyrir einu og hálfu ári. ,,ÞETTA var besta gjöfin sem ég gat hugsað mér. Ég er ennþá að jafna mig eftir símtalið í fyrradag þar sem ég fékk að vita að þetta væri í höfn,“ sagði knattspyrnumaðurinn Guð- laugur Victor Pálsson við Morg- unblaðið í gær en hann mun á næstu dögum skrifa undir þriggja ára samn- ing við enska stórliðið Liverpool. Körfuknattleiksfólkið Páll AxelVilbergsson og Jovana Lilja Stefánsdóttir voru kjörin íþrótta- menn ársins í Grindavík 2008 í sam- kvæmi á vegum UMFG í Salthúsinu á gamlársdag. Þetta er í fyrsta skipti sem kjörið er kynjaskipt og í þriðja sinn sem Páll Axel er kjörinn íþrótta- maður Grindavíkur.    Davíð Þór Við-arsson hef- ur verið útnefnd- ur íþróttamaður FH fyrir árið 2008. Davíð Þór er fyrirliði karla- liðs FH í knatt- spyrnu og var lyk- ilmaður liðsins í sumar sem varð Íslandsmeistari eftir harða keppni við Keflavík. FH-ingar notuðu tækifærið á gamlársdag og sæmdu Loga Geirsson, einn af silf- urdrengjunum, gullmerki FH og veittu honum viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar en Logi er uppalinn FH-ingur sem leikur með þýska liðinu Lemgo.    Katrín Jóns-dóttir, fyr- irliði Íslands- meistara Vals og landsliðsins í knattspyrnu, er íþróttamaður Vals árið 2008. Katrín varð Ís- landsmeistari með Val í fjórða sinn á fimm árum og hefur lyft Ís- landsbikarnum ítrekað sem fyrirliði liðsins síðustu árin. Hún er jafnframt fyrirliði landsliðsins sem vann sér sæti á EM kvenna og sló um leið landsleikjametið í kvennaflokki á árinu en að því loknu er hún með 78 leiki og 12 mörk fyrir Íslands hönd.    Haukar einsog fleiri fé- lög útnefndu íþróttamenn árs- ins í sínum röðum á gamlársdag og að þessu sinni var sú nýbreytni tekin upp hjá félaginu að velja karl og konu sem íþrótta- menn Hauka 2008. Þau sem urðu fyr- ir valinu voru knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir og hand- boltamaðurinn Sigurbergur Sveins- son.    Englandsmeistarar ManchesterUnited hafa gengið frá kaup- unum á Serbunum Zoran Tosic og Adem Ljajic frá Partizan Belgrad og verða þetta einu kaup meistaranna í janúarglugganum. Tosic, sem er 21 árs gamall og hefur leikið 12 lands- leiki fyrir Serbíu, mun ganga þegar í stað til liðs við Manchester United og verður í keppnistreyju með númer 17 á bakinu en Ljajic, sem er 17 ára gamall, verður í láni hjá Partizan Bel- grad út leiktíðina. Fólk sport@mbl.is Bolt, sem vann til þrennra gullverðlauna á Ólymp- íuleikunum í Peking í sumar og setti heimsmet í 100 metra og 200 metra hlaupi og í 400 metra boð- hlaupi, hafði betur í baráttunni við bandaríska sundkappann Michael Phelps sem vann til átta gullverðlauna á Ólympíuleikunum. Bolt hlaut 1.673 atkvæði en Phelps 1.557 en 571 íþrótta- fréttamaður frá 96 þjóðum tók þátt í valinu, þar á meðal frá Íslandi. Spænski tenniskappinn Rafael Nadal hafnaði í þriðja sæti í valinu, knattspyrnumaðurinn Crist- iano Ronaldo varð fjórði og ökuþórinn Lewis Hamilton fimmti. Yfirburðir hjá Isinbayevu Isinbayeva hafði mikla yfirburði í kosningu á íþróttakonu ársins en stangarstökkvarinn hefur verið ósigrandi í greininni mörg ár og bætti heimsmetið fjórum sinnum á síðasta ári. Is- inbayeva hlaut 1.723 atkvæði, Pamela Jelimo hlaupakona frá Kenýa varð önnur með 631 at- kvæði og serbneska tenn- iskonan Jelena Jankovic varð í þriðja sæti með 583 atkvæði. Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem hampaði Evrópumeistaratitilinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslita- leik, var valið lið ársins en það hlaut 1.385 atkvæði. Boð- hlaupssveit Jamaíku í 4x100 metra hlaupi varð í öðru sæti með 1.154 stig og Englands-, Evrópu- og heims- meistarar Manchester United komu í þriðja sæt- inu með 769 atkvæði. gummih@mbl.is Meistaralið Spánar AIPS-lið ársins  Usain Bolt og Jelena Isinbayeva best hjá íþróttafréttamönnum ALÞJÓÐASAMBAND íþróttafréttamanna, AIPS, hef- ur valið Usain Bolt, spretthlaupara frá Jamaíku, íþróttakarl ársins 2008 og rússneska stang- arstökkvarann Jelenu Isinbayevu íþróttakonu ársins 2008. Þá var lið Spánverja, sem varð Evrópumeistari í knattspyrnu í sumar, útnefnt lið ársins. Jelena Isinbayeva

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.