Morgunblaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2009
Bílar 5
Toyota Avensis EXE
2,0 bensín
nýskr. 07/2006 ekinn 12 þ. km.
sjálfskiptur, 17" álfelgur,
leður, rafmagn í sætum.
Verð 2.990.000 - ath skipti.
Toyota Land Cruiser
120 VX 3,0 dísel
nýskr. 02/2003 ekinn 134 þ. km.
sjálfskiptur, aukasæti,
topplúga, krókur og fl.
Verð 3.850.000.- ath. skipti
Toyota Land Cruiser
120 GX 3,0 dísel
33" breyttur nýskr. 06/2006
ekinn 60 þ. km.
Sjálfskiptur, filmur, krókur.
Verð 4.960.000.- ath. skipti.
420 6600
REYKJANESBÆ
Toyota Reykjanesbæ - Njarðarbraut 19 - www.toyotareykjanesbae.is
420 6600
Toyota Tacoma Double cab sport
4,0 Bensín
35" breyttur nýskr. 08/2007
ekinn 8 þ. km. sjálfskiptur,
filmur, topplúga ofl.
Verð 3.990.000.- ath. skipti
Toyota Corolla Verso
1,8 bensín
7 manna 07/2004
ekinn 49 þ. km. beinskiptur.
Verð 1.890.000.- ath. skipti.
Toyota Prius Hybrid
nýskr. 04/2008
ekinn 10 þ. km.
sjálfskiptur, litað gler,
Bílinn lítur út eins og nýr.
Verð 3.190.000- ath. skipti.
Toyota Land Cruiser
200 VX 4,5 dísel
35" breyttur nýskr. 01/2008
ekinn 27 þ. km. sjálfskiptur,
dökkar rúður, krókur.
Verð 12.700.000- ath. skipti.
Toyota Land Cruiser
120 VX 3,0 dísel
38" breyttur nýskr. 02/2004
ekinn 68 þ. km. sjálfskiptur, leður.
Einn með öllum pakkanum.
Verð 5.500.000.-.
Toyota Land Cruiser
100 VX 4,7 bensín
nýskr. 09/2000 ekinn 136 þ. km.
sjálfskiptur, leður, Tems, 7
manna. Verð 2.590.000- ath.
skipti. Tilboðsverð 1.990.000-
Toyota Rav4 GX
2,0 bensín
nýskr. 10/2007 ekinn 18 þ. km.
sjálfskiptur, filmur,
heilsársdekk, aurhífar.
Verð 3.550.000- ath. skipti.
Toyota Land Cruiser
200 VX Dísel 4,5
nýskr. 3/2008 ekinn 4 þ. km.
sjálfskiptur,filmur,álfelgur,topplúga,
tems, krókur ofl. Þetta er nýr bíll.
Verð 12.300.000- ath. skipti.
Toyota Land Cruiser
120 VX 3,0 dísel
nýskr. 05/2005 ekinn 73 þ. km.
sjálfskiptur, dráttarbeisli,
Topp eintak.
Verð 4.950.000.- ath. skipti.
M
bl
10
86
39
2
urseiginleika, þar sem undirstýring og
yfirstýring eru hvorug ráðandi.
Hönnun þessi liggur nálægt hjarta
Porsche því margir af frægustu bílum
Porsche hafa verið með þessu fyr-
irkomulagi og nægir þar að nefna
Porsche 550 Spyder og Porsche 904
sem báðir voru afar sigursælir í kapp-
akstri.
Porsche hefur lagt sig í líma við að
gera Cayman S að fullvöxnum Porsche,
án þess þó að fórna bestu eiginleikum
bílsins. Þannig er bíllinn 8% öflugri en
eldri gerðin en samt 16% sparneytnari.
Reyndar eru nýju vélarnar orðnar mjög
sparneytnar og var leikur einn að halda
eyðslunni í kringum tíu lítra á hundr-
aðið í reynsluakstrinum – svo fram-
arlega sem ökumanni var ekki ögrað
með kröppum beygjum sem kölluðu á
líflegri akstur.
Þá er hinn nýi Cayman S einnig kom-
inn með driflæsingu, nokkuð sem var
mikið gagnrýnt að vantaði í eldri gerð-
ina. Driflæsingin læsir
afturhjólunum um 22-27% eftir því
hve fast er stigið á bensíngjöfina. Með
driflæsingunni hefur Cayman allt til að
bera sem sportbíll á að hafa og hefur
bíllinn því færst mun nær 911 á mark-
aðnum. Það mátti heyra það á starfs-
mönnum Porsche að þeir voru stoltir af
Cayman S og það skein í gegn á blaða-
mannfundinum að þeir töldu bílinn vera
einn hreinasta akstursbíl Porsche í dag.
Í akstri
En hvernig er svo hinn nýi Cayman S
í akstri? Bíllinn var sem áður segir til
prófunar í Jerez á Spáni en þar er stutt
frá strönd upp í fjöll.
Akstursleiðin var rúmir fjögur
hundruð kílómetrar og voru vegirnir
sérvaldir fyrir Cayman S, mishæðóttir,
mjóir og bugðóttir – ekki ósvipaðir
dæmigerðum íslenskum sveitavegum.
Vélaraflið er meira en nóg í S-útgáfu
bílsins en í samblandi við hina nýju tvö-
földu Porsche-kúplingu, PDK, er bíllinn
verulega snöggur. Hröðun í 100 km/klst
í bíl með hinni 7 gíra PDK skiptingu og
Sport Chrono-pakkanum er aðeins 4,9
sekúndur sem er mikilvægt takmark.
Það er þó millihröðun bílsins og þá sér-
staklega viðbragð bensíngjafarinnar
sem sýnir manni hvers bíllinn er megn-
ugur. PDK skiptir leiftursnöggt og með
sportstillinguna virka er bíllinn kvikur
og hárnákvæmur í akstri. Hann var afar
traustvekjandi í þröngum og ójöfnum
beygjum og alveg laus við skoppið sem
fylgir 911-bílnum þegar mikið liggur við
í kröppum dansi. Undirstýring var eng-
in, en með lagni og smávegis dirfsku var
hægt að láta afturenda bílsins renna út í
vel stjórnuðu spóli sem miðjustaðsetn-
ing vélarinnar og þyngdardreifing bíls-
ins hjálpar örugglega til við að halda.
Cayman S hefur einnig fengið mun
kröftugri rödd en áður. Þegar þrýst er á
bensíngjöfina á leið út úr hægri beygju
brýst fyrst út djúp bassadruna sem
breytist í vélrænt öskur á hærri snún-
ingum. Skiptingarnar á botngjöf í PDK-
bíl eru snurðulausar með öllu, en smá-
högg gefur til kynna kraftana sem eru
þar að verki. Stýrið er hárnákvæmt,
enda sérstakt Porsche-einkenni að auð-
velt sé að lesa yfirborð vegarins með
stýrinu. Þegar PDK skiptingin er látin
sjá um að skipta sér sjálf gerist það á
jafnfumlausan máta og í hefðbundinni
sjálfskiptingu og má því hiklaust segja
að PDK sé „bæði best“, þ.e. hún sam-
einar sportlega eiginleika og þægindi.
Þeir sem kaupa sér Cayman S gera
það ekki til að vera hraðastir eða til þess
að geta montað sig á rauðu ljósi af hest-
öflum og 0-100 tímum. Þeir sem kaupa
sér Cayman S gera það til þess að keyra
og njóta
akstursins og ættu að kæra sig koll-
ótta um hvað öðrum finnst því þrátt fyr-
ir að vera aðeins tveggja sæta er Caym-
an S þrátt fyrir allt fremur hagnýtur bíll
og í ofanálag hreinræktaður skemmti-
kraftur.
Farangursrýmið er mjög stórt fyrir
bíl í þessum flokki. Bæði tekur það stór-
ar töskur og talsvert marga lítra eða
410. Þá er rekstrarkostnaður bílsins í
lágmarki með PDK-skiptingunni þar
sem hún á að endast bílinn og þjónustu-
skoðanir eru með lengra millibili en hjá
mörgum vísitölubílnum.
Bensíntankurinn tekur 65 lítra og þar
sem bíllinn vegur aðeins 1350 kíló er
hægt að ná langkeyrslueyðslunni niður í
6,6 lítra á hundraðið með PDK en inn-
anbæjar má þó búast við eyðslu upp í 14
lítra á hundraðið.
Cayman S er þó aðeins tveggja sæta
eins og áður segir og líklegast er það úr-
slitaatriðið sem ýtir fólki í átt að hinum
rosknari 911-bíl. Ef
hins vegar leitað er að sportbíl sem
aukabíl er Cayman S hið sjálfsagða val.
Það gæti vel verið að Cayman ætti
eftir að kosta Porsche peninga
samanborið við gróðavélar eins og
Cayenne. En bílar eins og Cayman S
eru einmitt ástæða þess að Porsche-að-
dáendur halda tryggð við merkið vegna
þess að þeir vita að hagnaðinum af bíl-
um eins og Cayenne er varið í hönnun
og þróun á sportbílum eins og 911,
Boxster, Cayman og Panamera. Og í
núverandi vörulínu Porsche er Cayman
S augljóslega hreinræktaður sportbíll,
það sýndi sig hjá starfsmönnum
Porsche sem voru afar stoltir af sínu
nýjasta verki og sönnuðu það margir
með því að vera þegar búnir að panta
eintök handa sjálfum sér. ingv-
arorn@mbl.is
Klæðskerasaumað
Gríðarleg natni er
lögð í smáatriði hjá
Porsche á er hægt
að panta sér-
staklega leður, lit-
aða sauma og margt
fleira til að ljá bíln-
um persónulegan
stíl eigandans.
Vél: 3,4 lítra sex strokka
vatnskæld boxer vél.
Aflgeta: 320 hestöfl við
7200 snúninga
Tog: 370 NM við 4750
snúninga.
Hröðun: Frá 4,9 sek-
úndum í 100 km/klst með
PDK skiptingu og Sport
Chrono pakka
Hámarkshraði:
277 km/klst
Lengd: 4.347 mm
Breidd: 1.801 mm
Hæð: 1.306 mm
Þyngd: 1.350 kg
Farangursrými:
410 Lítrar
Eldsneytistankur:
67 lítrar
Eyðsla: Innanbæjar
13,3 L/100 km innan-
bæjar, 6,5 L/100 km í
langkeyrslu og
8.9 L/100 km í blönd-
uðum akstri miðað við
PDK gírkassa
Útblástur: 214 g/km
miðað við PDK
Umboð: Bílabúð Benna.
Porsche
Cayman S
Top Gear
Gleymdu því að Cayman sé ein-
hver staðgengill fyrir 911 bílinn.
Cayman er allt annar bíll og al-
gjörlega frábært tæki. Þetta er einn
af bestu bílunum á boðstólunum í
dag. Bíll sem mun skjalla viðvaning-
inn og verðlauna atvinnumanninn.
Evo Magazine
Þessi bíll upplýsir þig nákvæm-
lega um hve hratt þú getur farið.
Og hann heldur áfram að upplýsa
þig um hluti, hve góður vegurinn er
og hve vel þú ekur – og það í langan
tíma eftir að nýjabrumið hefur farið
af bílnum. Þetta er sönnun þess, ef
þörf er á, að aflið er ekki allt.
Car and Driver
Þó Cayman geti hækkað ansi
mikið í verði þegar aukabúnaður er
keyptur höfum við ekki enn hitt eig-
anda sem finnst bíllinn ekki vera
peninganna virði.
Porsche Cayman
S 2009 |
Hvað segja hinir
Athygli Líklegast er þessi litur ekki fyrir hlédrægna því bíllinn dró að
sér mun meiri athygli en mildari litirnir á reynsluakstursbílunum.