Morgunblaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2009 N1.IS 100.000 vörunúmer. 1 símanúmer. N1 440 1000 Nýttu þér framúrskarandi þekkingu og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta varahlutalager landsins fyrir allar tegundir bíla. Gerðu vel við bílinn þinn! bílar Reynsluakstur á Porsche Cayman S. "Í sókn á meðan flestir sækja í skjól" 4 Þrátt fyrir versnandi afkomu af völdum þverrandi mótorhjólasölu höfðu starfsmenn Harley-Davidson verksmiðjanna ástæðu til að fagna í byrjun ársins. Rann þá milljónasta mótorhjólið úr smiðju fyrirtækisins. Tímamótahjólið var af gerðinni 883L sportster, eða nánar tiltekið Red Hot Sunglo Sportster 883L. Var það framleitt í smiðju Harley í Kan- sas City. Heiðurinn hlotnaðist ekki einu af dýrari hjólum fyrirtækisins. Sportsterinn á þó eftir að teljast með mikilvægari hjólum Harley þar sem hann hefur reynst traustur þjónn í mótlæti undanfarinna miss- era. Hjólið er mun ódýrara en mörg önnur og hefur höfðað til breiðari hóps kaupenda. Reuters Milljónasti Harleyinn sér dagsins ljós Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is F ranski bílsmiðurinn Citroën áformar að kynna senn nýja bíla- línu þar sem í far- arbroddi verður end- urgerð gyðjunnar DS sem Charles de Gaulle gerði ódauðlega er hann valdi hana sem forsetabíl sinn á sjötta áratug síðustu aldar. Veðjar Citroën á að ljúfsár söknuður lið- inna tíma kveiki áhuga á endurgerð DS, hleypi lífi í bílasölu þess og bjargi fyrirtækinu úr greipum fjár- málakreppunnar. DS-bíllinn sló í gegn og fangaði hug Frakka er hann var sýndur fyrsta sinni á bílasýningunni í París 1955. Tókust fljótt ástir með bíla- áhugamönnum og gyðjunni langt út fyrir frönsku landsteinana og í sög- unni er bíllinn fyrir margt löngu goðsögn. Úr vörn í sókn Frönsk bílsmíði sem annarra landa stígur krappan dans vegna samdráttar í sölu. Með nýju línunni, sem kynnt var við Champs-Elysées breiðgötuna í París í gær, vonar Citroën að snúa megi vörn í sókn. Hugmyndabíllinn, sem sýndur var fjölmiðlum í gær, er sagður gefa góða mynd af endanlegri gerð fyrsta bílsins í nýju DS-línunni. Við sköpun afturgöngunnar, ef svo mætti segja, hefur verið byggt á hönnun og tækni DS-bílsins sem þykir tákn dýrðardaga franskrar hönnunar og tæknikunnáttu. Hann þótti framúrstefnulegur úr hófi fram er hann sá fyrst dagsins ljós fyrir rúmlega hálfri öld. Strauml- ínulögunin hreif og einnig nýstár- legur fjöðrunarbúnaður. Ferðaþæg- indin voru annáluð og líkt við flug á töfrateppi, svo mjúklega leið bíllinn áfram á gagnvirkri loftfjöðrun sinni. Goðsagnarímynd DS-bílsins var innsigluð endanlega er de Gaulle forseti slapp óskaddaður úr bana- tilræði árið 1962. Skotheld bryn- vörn bílsins skilaði tilætluðu hlut- verki og á brott af vettvangi tilræðisins komst bílstjórinn á fleygiferð þótt tvö dekk færu undan bílnum í tilræðinu. Í kosningu um bíl aldarinnar árið 1999 varð DS-bíllinn í þriðja sæti, á eftir Ford T-bílnum og Mini. Þótti sú keppni endurspegla áhrifamestu bílhönnun tuttugustu aldarinnar. Alls voru smíðaðar 1,5 milljónir DS- bíla á þeim 20 árum sem bíllinn var framleiddur. Í sölu á næsta ári Mikil leynd hefur hvílt yfir verk- efninu nýja af hálfu Citroën. Fyr- irtækið hefur hvorki viljað staðfesta né neita fregnum sem lekið hafa út um það síðustu daga. Hermt er þó að fyrirtækið hafi um allt að fimm ára skeið verið að hanna bíl sem byggðist á genum DS-gyðjunnar. Ekki er beinlínis um endurgerð goðsagnarinnar að ræða enda mikið vatn runnið til sjávar hvað tækni og smíðaefni varðar. Sá fyrsti, DS3, er sagður það langt kominn að hann muni verða í almennri sölu snemma á næsta ári, 2010. Verður frumgerðin sýnd á bílasýningunni í Genf í næsta mán- uði. Næsta útgáfa, DS4, komi til sögunnar ári síðar, eða 2011, og stærsta útgáfan, DS5, á seinni helmingi sama árs. DS-bílarnir munu styðja núverandi C-línu Citroën, C3, C4 og C5, en verða dýrari í kaupum. Auk bílsins mun ný útfærsla verða kynnt af táknmerki Citroën, síldarbeinsmynstrinu, sem tekur við af þeirri gerð sem notuð hefur verið frá 1985. Endurkoma Nýr DS væntanlegur. Gyðjan DS-bíllinn sló í gegn og fangaði hug Frakka er hann var sýndur fyrsta sinni á bílasýningunni í París 1955. Vinsæll Í kosningu um bíl aldarinnar árið 1999 varð DS-bíllinn í þriðja sæti Gyðjan Citroën DS gengur aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.