Morgunblaðið - 16.03.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 16.03.2009, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2009 BÆJARSTJÓRN Hveragerð- isbæjar hefur ítrekað fjallað um nauðsyn þess að tvöföldun Suður- landsvegar verði sett í tafarlausan forgang. Ráðamenn þjóðarinnar ákváðu að gefa engan afslátt af um- ferðaröryggi og flutningsgetu veg- arins og áttu framkvæmdir við 2+2 veg að vera hafnar. Þar af leiðandi koma hugmyndir Vegagerðarinnar um 2+1 veg nú á óvart og er sú stefnubreyting í andstöðu við áherslur Hveragerðisbæjar og ann- arra sunnlenskra sveitarfélaga. Vegsnið eins og á Reykjanesbraut er eini raunhæfi kosturinn til framtíðar litið. Það er afar brýnt að setja sem fyrst í gang framkvæmdir við tvö- földun Suðurlandsvegar. Í því skyni bendir bæjarstjórn á að fram- kvæmdir geta hafist nú þegar við tvöföldun frá Hólmsá til Hveragerð- isbæjar enda er skipulagsvinnu á því svæði lokið. Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja í íslensku þjóðfélagi tel- ur bæjarstjórn að skoða megi hvort ekki sé rétt að fresta framkvæmdum við mislæg gatnamót þar til betur árar en þess gætt að ekki verði gef- inn neinn afsláttur af öryggi og flutningsgetu á Suðurlandsvegi. Tvöföldun er ófrávíkjanlegt for- gangsmál. ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR, ELLEN ÝR AÐALSTEINSD., EYÞÓR H. ÓLAFSSON, GUÐM. ÞÓR GUÐJÓNSSON, HERDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR, RÓBERT HLÖÐVERSSON, UNNUR ÞORMÓÐSDÓTTIR Tvöföldun Suðurlands- vegar er forgangsmál Frá bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar Í GRÍMSEY er gott fólk og gott mannlíf. Þar búa í dag 93 ein- staklingar með skráð lögheimili. Nú er þessu góða fólki vandi á höndum, þar sem fyrir alþingi liggur frumvarp sem kveður á um að ekkert sveit- arfélag skuli ekki vera minna en 1.000 íbúar. Hvað verður nú, spyrja Grímseyingar. Verður okkur ráðstafað til annars sveitar- félags og þá hvaða sveitarfélags? Það er ekki góð tilfinning að vera ráðstafað og láta flytja heimavöll- inn í annað hérað. Grímseyingar hafa hugleitt þetta og komist að þeirri nið- urstöðu að vilja sameinast Ak- ureyri. Tengslin við Akureyri hafa alla tíð verið mikil. Þangað hafa ungmennin í Grímsey sótt sitt nám og margir Grímseyingar hafa átt þar sitt annað heimili. Flugsamgöngur tengjast Akur- eyri og í áratugi sigldi Drangur milli Akureyrar og Grímseyjar. Grímseyingar hafa líka átt góða samskipti við önnur sveitarfélög við Eyjafjörð. Tengslin hafa engu að síður verið mest við Akureyri og þangað er horft í dag. En til þess að þetta megi verða að veruleika, þurfa Akureyringar og Grímseyingar að greiða at- kvæði um sameiningu. Ég veit um hug Grímseyinga og margra Ak- ureyringa. En til þess að þetta megi fram ganga, þurfa Akureyr- ingar að mæta á kjörstað og greiða sitt atkvæði með samein- ingunni. Það er góð reynsla af samein- ingu Akureyrar og Hríseyjar. Nú hvet ég góða Akureyringa til að muna eftir útvörðum okkar í norðri. Sveitarsjóður í Grímsey stendur vel, þrátt fyrir áföll. Íbúar eru skilvísir og innheimta er góð. Miklum framkvæmdum í Grímsey er lokið eða eru á lokastigi. Höfnin hefur verið stækkuð og end- urbyggð og sundlaugin fullbúin. Þá er félagsheimili og skóla vel við haldið. Bundið slitlag er komið á helstu götur og flugvöllur eins og best verður á kosið. Sameining við Akureyri á því ekki að vera baggi á bæjarsjóði Akureyrar. Grímseyingar verða að sameinast öðru sveitarfélagi vegna lagabreytinga og vilja sameiningu við Akureyri vegna tengsla og góðra samskipta. Grímseyingar munu allir mæta á kjörstað og nú hvet ég Akureyringa að gera slíkt hið sama og veita því góða fólki sem býr í Grímsey þann stuðning sem það óskar eftir. PÁLMI MATTHÍASSON, fyrrum sóknarprestur Grímseyinga. Grímsey, perlan í norðri Frá Pálma Matthíassyni Pálmi Matthíasson MARGIR horfðu til himins þetta kvöld. Depurðin alltumlykjandi, vik- an ein sú versta og þýddi ekkert að horfa til himins, þar var bara snjó- mugga og dimm ský. Allan daginn höfðu dunið á okkur fréttir af gjald- þroti íslensku þjóðarinnar. Fyrir vikið vorum við öll orðin gjaldþrota, andlega að minnsta kosti. Snjó- mugga og kalt en þó föstudagur, gat verið verra, fyrirhugað stefnumót við Fúlar á móti hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. Veik von um að gleyma streðinu eitt andartak, fá frið. Klukkustund síðar blásið til hlés, menn kinkuðu nú kolli, brostu jafn- vel, skáluðu, frasar eins og „þetta reddast“ fóru að heyrast, „helvíti skemmtileg sýning“, heyrðist líka, aftur tíndumst við frú Arndís inn á fremsta bekkinn, út við enda hægra megin. Sýning hófst aftur, allt gekk upp. Konur hlógu að konum, karlar hlóu að konum. Í þetta skipti mátti maður það! Fúlar á móti rúluðu á móti. Rúl- uðu á móti depurðinni, svartsýninni, vonleysinu og mikil ósköp sem það var gott að hlæja, en þetta var ekki bara grín, þarna voru líka punktar sem hjálpa til við að skilja það guðs- ríki sem við köllum konur. Karlar elska konur – og skilja þær betur en ella eftir þessa rússíbanareið um breytingaskeiðið í boði Leikfélags Akureyrar. Sýningu lauk, salurinn á fætur og lamdi saman lúkunum sem aldrei fyrr. Allir glaðir. Nema kannski einn eða tveir gagnrýnendur. Það verður að hafa það. Þessi sýning gerði kreppuna að hundasúru sem maður stakk upp í sig, tuggði og kyngdi glottandi. Takk fyrir mig. BJÖRN JÓNAS ÞORLÁKSSON, rithöfundur og fréttamaður á Stöð 2. Fúlar rúla feitt! Frá Birni Þorlákssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.