Morgunblaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Kaupi bækur Kaupi bækur og bókasöfn. Upplýsingar í síma 898 9475, Þorvaldur. Ferðalög Til leigu raðhús á Costa Blanca, Spáni - Frábær staðsetning rétt við ströndina 40 mín. sunnan við Ali- cante. Mjög vel búið hús: þvottavél, uppþvottavél, heimabíó, frábær rúm. Barnvænt, sundlaug, öll þjónusta þ.m.t. 40 veitingastaðir í göngufæri, golfvellir. Svefnaðst. fyrir 4 + 2. Viku- leiga 300-500 Evrur (45 - 75 þús. kr). S. 824-5820. Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsi- legt útsýni yfir Pollinn. Frítt netsam- band. Uppl. á www.saeluhus.is eða í síma 618-2800. Húsnæði í boði Meðeigandi óskast að nýju fallegu raðhúsi á Spáni- Torrevieja. S. 899 2940. Húsnæði óskast Mosfellsbær 4-5 herb. með bílskúr Óska eftir 4 til 5 herb. eign með bílsk. í Mosfellsbæ/Mosfellsdal. Frá 15.4. Verðhugm. 0 til 130 þús. á mánuði. Öruggar greiðslur. Uppl. í s: 696-7594 eða ivarorn@emax.is Sumarhús Sælureitur í sveitinni Til sölu sumarhús byggt 2003, stærð 48,5 m², staðsett í fallegu umhverfi við Eyrarvatn í Hvalfjarðarsveit. Ásett verð 14,5 m. eða tilboð. Bátur o.fl. fylgir. Uppl. í síma 896 1422. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Tölvur Tölvuskápur Til sölu ROSENGRENS tölvuskápur með 1500W viftu og lykillæsingu. Er eins og nýr. Gott verð. Uppl. í síma 896 5422. Til sölu Vandaðar postulíns-, kristal- og trévörur í miklu úrvali. Frábært verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Skattframtöl Skattframtal 2009 fyrir einstaklinga. Hagstætt verð. Sjáum um eldri framtöl og kærur. Einnig bókhald, vsk.-skil, heimasíður, lén o.fl. Dignus ehf. - dignus.is - s: 699-5023. Þjónusta Plexiform og bólstrun 555 3344. Framleiðsla á stöndum fyrir blöð, nafnspjöld o.fl. Fartölvustandar, póstkassar, húsnúmer og skilti Bólstrun og viðgerðir á sætum í faratækjum sjá plexiform.is Ýmislegt TILBOÐ Herrainniskór á tilboðsverði Tvö verð 900 og 1900 Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Teg. 11007 vel fylltur BH, stækkar þig um eina stærð, fæst í BC skálum á kr. 3.850,- buxur í stíl á kr. 1.950, Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.- fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Sérlega þægilegir ökklaskór úr leðri og fóðraðir með flís. Stærðir: 36-42. Verð 12.500. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bátar Vantar lítin bát , t.d. optimis. Vantar lítinn árabát eða litla skútu t.d. optimis en skoða hvað sem er þó hann/hún þarfnist aðhlynningar. Upplýsingar 865 6167 Karl. Bílar Nú er tækifærið að eignast flottan bíl á hægstæðu verði Land Rover Discovery 3, árg. 2006, lán 5.7, verð 6,9 millj. S. 899 2940. Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla . 8921451/5574975.Visa/Euro Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 899 9825. Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Sisal teppi Falleg-sterk-náttúruleg. Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, s. 533-5800. Vinnuvélar FULLBÚINN SENDIBÍLL – HAGSTÆTT VERÐ. Nýr Isuzu NQR 75 heildarþyngd 7500 kg. Vélarstærð 190hö, sjálfskiptur, 6 gíra,MBB 1500 kg vörulyfta. Vandaður 20 m3 vöru- kassi. Upplýsingar: Vélheimar ehf. Eirhöfða 14, sími 587 5414. Félagslíf MÍMIR 6009031619 III°  HEKLA 6009031619 VI  GIMLI 6009031619 I Raðauglýsingar Unnur Eyfells var falleg og glæsileg kona sem hélt reisn sinni fram til síðasta dags. Um það geta þeir borið vitni sem horfðu á hana taka á móti heiðursvið- urkenningu úr hendi Hönnu Birnu borgarstjóra á Breiðholtshátíð 14. febrúar síðastliðinn þá nýorðin 85 ára. Unnur var eftirminnileg kona sem vakti athygli hvar sem hún fór, oft klædd eins og táningur með hnút í hnakka, skreyttum blómi. Hún hafði óvenjumikið ljóst hár sem annars féll þétt niður á herðar. Einar hennar ást- kær tók aldrei í mál að hún léti stytta Unnur Nikulásdóttir Eyfells ✝ Unnur Nikulás-dóttir Eyfells fæddist í Reykjavík 21. janúar 1924. Hún lést á Landspít- alanum 26. febrúar 2009 og var útför hennar gerð frá Dóm- kirkjunni 12. mars. Meira: mbl.is/minningar það. Þau höfðu kynnst á skautum þegar Unn- ur var kornung stúlka 16 eða 17 ára. Einar féll strax fyrir henni og úr varð farsælt hjónaband með tveim fallegum dætrum. Unnur hafði bjartan og háan sópran og hefði trúlega náð langt á söngbrautinni ef hún hefði helgað sig tónlist- inni, en hún tók Einar sinn og dæturnar fram yfir söngframann. Þekktust var Unnur á sínum tíma fyr- ir söng sinn á móti Ólafi Magnússyni söngvara frá Mosfelli við þrettánda- brennur þar sem þau voru í hlutverk- um álfadrottningar og álfakóngs. Unnur var einnig lengi vel undirleik- ari og forsöngvari hjá Þjóðdansafé- laginu. Nú síðustu árin kom hún oft fram með Vinabandinu og Gerðu- bergskórnum og var um tíma undir- leikari kórsins. Og lengi verður henn- ar minnst fyrir söng sinn á kvöldvökum Skíðaskólans í Kerling- arfjöllum. Vissulega átti hún það til að yfirgnæfa aðra með sínum háu skæru tónum, svo að sumum þótti nóg um, en oftar heillaði hún alla með undur- blíðum og fallegum söng. Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum tengdust Unnur og Einar sem meðeig- endur í hlutafélaginu Fannborg sem stofnað var um rekstur skíðaskólans 1964. Lögðu þau og afkomendur þeirra góðan skerf til starfsemi skólans. Unnur var útivistar- og íþrótta- kona. Hún lagði lengi stund á skíða- íþróttina og á skauta fór hún eins oft og hún gat alveg fram undir áttrætt og í sund fór hún næstum daglega. Unnur var traust og trygg kona, hispurslaus og hreinskilin og ófeimin við að segja skoðun sína og átti til að móðga fólk án þess að það væri ætlun hennar. En Unnur var umfram allt heilsteypt og góð kona sem hugsaði meira um hag sinna nánustu en um sinn eigin. Hún gat til dæmis ekki hugsað sér að selja stóra fallega húsið sitt á Selvogsgrunni á meðan fólkið hennar hafði þörf fyrir að fá að búa þar. Þar voru líka minningar um Ein- ar hennar við hvert fótmál, sem hún nærðist á eftir að hann dó og hana dreymdi um að hverfa til hans þegar þessu lífi lyki. Við minnumst kærrar vinkonu með söknuði og þakklæti fyrir ótal góðar samverustundir og vottum hennar nánustu okkar dýpstu samúð. Kristín og Valdimar. Meira: mbl.is/minningar Kynni okkar Unnar hófust þegar hún kom á stríðsárunum frá Íslandi til Berkeley í Kaliforníu til að kvæn- ast unnustanum Einari Eyfells, sem var við nám í Kaliforníuháskóla, U.C. í Berkeley, ásamt um tuttugu sam- löndum sem öllum var boðið í brúð- kaup þeirra. Vestur-íslenskur prest- ur, séra Thorláksson, gaf þau saman, en athöfnin sem var á íslensku fór fram í lítilli kirkju og brúðkaupsveisl- an í hinu glæsilega Claremont-hóteli og voru brúðhjónin sérlega falleg. Unnur Eyfells varð fljótlega vinsæl í hópnum, hún spilaði á píanó og söng og bauð okkur skólafólkinu oft heim og var þá óspart tekið lagið að frum- kvæði Unnar. Eftir heimkomuna til Ísland að loknu stríði urðu kynni okkar nánari. Alltaf var hægt að leita til hennar þegar vantaði lag fyrir kennslu eða tómstundaiðju mína og æfingar, eða undirleik. Hjálpsemi hennar kom fram í fleiru. Á tímabili þegar við báð- ar vorum með börn á svipuðum aldri voru Unnur og Einar meðal þeirra vina sem buðu mér að koma með börnin til sín ef ég þyrfti á að halda eftir að ég varð ekkja. Hjálpsemi þeirra og annarra var ómetanleg. Síð- ar var mér ljóst að hún rétti mörgum hjálparhönd. Unnur var einlægur og óþreytandi stuðningsmaður Þjóðdansafélags Reykjavíkur frá stofnun þess 1951. Lengst af söng Unnur fyrir dansi á sýningum félagsins eða í hartnær hálfa öld og bæði dönsuðu þau hjónin með hópnum erlendis og á heimaslóð- um á skemmtunum félagsins. Unnur og Einar unnu mjög mikið fyrir félag sitt meðan hans naut við og hélt hún áfram og starfaði með því allt til þessa árs. Það síðasta sem Unnur sagði við mig fyrir skömmu var „Ég er tilbúin að hitta hann Einar minn“. Með djúpri samúð til Ingibjargar, Margrétar, fjölskyldna þeirra og ann- arra ættingja. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.