Morgunblaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2009 WATCHMEN kl. 6 - 9 B.i. 16 ára GRAN TORINO kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára SHOPAHOLIC kl. 6 LEYFÐ AKUREYRI BENJAMIN... kl. 8:30 B.i. 7 ára HE´S JUST NOT... kl. 8 B.i. 12 ára DEFIANCE kl. 10:30 B.i. 16 ára SELFOSSI WATCHMEN kl. 8 B.i. 16 ára GRAN TORINO kl. 10:20 B.i. 12 ára MARLEY AND kl. 8 LEYFÐ KEFLAVÍKKRINGLUNNI WATCHMEN kl. 6D - 9D B.i. 16 ára DIGITAL GRAN TORINO kl. 5:30D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL SHOPAHOLIC kl. 6 - 8:10 LEYFÐ DEFIANCE kl. 10:20 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK WATCHMEN kl. 5D - 8D - 10:30 B.i. 16 ára D WATCHMEN kl. 5 - 8 VIP ELEGY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára GRAN TORINO kl. 8 B.i. 12 ára SHOPAHOLIC kl. 5:50 - 8 LEYFÐ DESPEREAUX kl. 5:50 ísl. tal LEYFÐ FRIDAY THE 13TH kl. 10:10 B.i. 16 ára CHIHUAHUA kl. 5:50 ísl. tal LEYFÐ BENJAMIN BUTTON kl. 8:30 B.i. 7 ára ÁLFABAKKA MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUM SÍÐUSTU ALDAR VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK Empire - Angie Errigo ATH. STUTTMYNDIN ALDREI STRÍÐ Á ÍSLANDI EFTIR BRAGA ÞÓR HINRIKSSON VERÐUR SÝND Á UNDAN. SAMbio.is Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss SÝND Í ÁLFABAKKA ÓSKARSVERÐLAUNALEIKARARNIR PENÉLOPE CRUZ OG BEN KINGSLEY FARA Á KOSTUM ÁSAMT DENNIS HOPPER OG PATRICIA CLARKSON Í ÞESSARI MÖGNUÐU MYND FRÁ SPÆNSKA LEIKSTJÓRANUM ISABEL COIXET 100/100 ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 SAN FRANCISCO CHRONICLE STÆRSTA OPNUN Í USA Á ÞESSU ÁRI! FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 2009! NEWYORK POST 100% PREMIERE 100% CHICAGO SUNTIMES - R.EBERT 100% “BRILLIANT AÐLÖGUN Á EINNI VIRTUSTU MYNDASÖGU ALLRATÍMA. GEFUR MYNDUM EINS OG DARK KNIGHT LÍTIÐ EFTIR.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í KRINGLUNNI ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! EKKI MISSA AF ÞESSARI! KRINGLUNNI OG SELFOSSI EKKI MISSA AF ÞESSARI! EKKI MISSA AF ÞESSARI! SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI KRINGLUNNI OG AKUREYRI BYGGT Á METSÖLUBÓKINNI SÝND Í ÁLFABAKKA LÍTIL MÚS, STÓRIR DRAUMAR SÝND MEÐ ÍSLE NSKU TALI VINSÆLASTA OG ÁN EFA EIN ALLRA BESTA KVIKMYND CLINT EASTWOOD FYRR OG SÍÐAR! SÝND Í ÁLFABAKKA, SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í Svo miklið er víst að aðdá-endur teiknimyndasagnataka kvikmyndagerðWatchme fagnandi, aðrir halda ró sinni. Watchmen, eftir Alan Moore og Dave Gibbons, kom út undir lok 9. áratugarins og hlaut áberandi jákvæða dóma. Tímaritið Time taldi hana t.d. bestu teikni- myndasögu allra tíma, talsvert frá- brugðna þeim einsleitu ofurhetjum sem teiknimyndasögurnar fjalla al- mennt um. Einstaklega kraftmikil, sjónræn upplifun, hugmyndarík, gagnrýnin og flókin. Hinn virti Moore taldi bókina sína nánast útilokaða til kvikmyndunar, búinn að sjá mun auðveldari verk sín mislukkast gjörsamlega á tjald- inu. Kvikmyndagerðin er hrottafengin og vægðarlaus og endurspeglar myrkt og yfirspennt andrúmsloft kaldastríðsáranna. Það er komið fram á 9. áratuginn, en Nixon enn sprækur og situr við völd á fimmta kjörtímabili með Kissinger sér á hægri hönd. Ofurhetjur sem létu að sér kveða á árum áður hefur verið skipað að setjast í helgan stein en koma skyndilega á ný fram í dags- ljósið þegar ein þeirra er myrt. Snúa bökum saman og hefja rann- sókn á drápinu, sem örugglega er framið af einum úr hópnum. Gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir útrýmingu þeirra en komast þá að enn víðtækara og hlífðarlausu samsæri sem þýðir allsherjar tor- tímingu. Það er Spaugarinn (Morgan), fyrrverandi harðjaxl úr Víetnam, þar sem hann barðist með Dr. Man- hattan (Crudup), sem er drepinn af fyrrverandi félaga sínum og þá fer í gang atburðarás sem sendist áfram og aftur á bak, m.a. til þess tíma þegar Spaugarinn nauðgaði Silk Spectre (Gugino). Ofurkonan Laurie (Akerman), dóttir hennar, býr með hinum stökkbreytta, vélræna og berstrípaða Dr. Manhttan, sem er í raun eina, ósvikna ofurmennið í hópnum og reikar á milli Jarðar og Mars. Hann gerist sífellt dularfyllri og varasamari, Laurie leitar til fé- laga síns, Náttuglunnar (Wilson), sem dylst undir nafninu Dan Dredi- berg, eftir að stjórnvöld bönnuðu of- urmönnunum að láta á sér kræla. Ozymandias (Goode), er sá eini sem lifir í velsæld, en er með óhreint mjöl í pokahorninu. Myndin, með ótölulegar vísanir í lista-, stjórnmálamenn og andrúms- loft þess níunda, gengur síðan að mestu út á hvort þeim góðu tekst að yfirbuga illmennin í hópi ofurmenn- anna og hliðarsporin mörg og mis- jöfn. Watchmen er þungbúin, níst- andi og frábærlega teiknuð og gerð brellumynd og Snyder tekst vel að halda flugi og krafti í atburða- rásinni. Leikaravalið er yfir höfuð gott, maður hefði viljað sjá meira til Spaugarans, hann er fjallbrattur í meðförum Morgans (sem minnir notalega á Downey Jr., í stuði), í líf- legu upphafsatriði. Wilson er ólíkleg ofurhetja en heldur andlitinu, hann stóð sig eftirminnilega í gjörólíku hlutverki sem barnaníðingurinn í Hard Candy. Þá fór hann með aðal- hlutverkið á móti Kate Winslet í Akerman og Guigino halda sig rétt- um megin í umferðinni sem mæðg- urnar. Watchmen er augnakonfekt, vel klippt og tekin, puntuð með tónlist Jimi Hendrix, Paul Simon og fleiri snillinga frá tímaskeiðinu í bak- grunninum. Hún hittir eflaust í mark hjá harðsoðnum aðdáendum sögunnar, hjá öðrum fellur hún örugglega í misjafnan jarðveg í sinni miklu lengd, ofurofbeldi og flóknu framvindu. Svalar hetjur „Watchmen er augnakonfekt, vel klippt og tekin, puntuð með tónlist Jimi Hendrix, Paul Simon og fleiri snillinga.“ Sambíóin, Smárabíó, Laugarásbíó Watchmen bbbnn Leikstjóri: Zack Snyder. Aðalleikarar: Malin Akerman, Billy Crudup, Matthew Goode, Carla Gugino, Jackie Earle Ha- ley, Jeffrey Dean Morgan, Patrick Wil- son. 160 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Illvígar ofurhetjur Alan Moore er afburða- sögumaður sem á sér stóran hóp aðdáenda. Sögurnar skyldi maður ætla að væru tryggt efni í metaðsókn- armyndir, en öðru nær. The League of Extraordinary Gentle- men (’03), var gerð af viðvaningi með slíkum viðvaningsbrag að aðalleikarinn, Sir Sean Connery, hét því að gera ekki fleiri myndir um dagana. From Hell (’01), gerð af Hughes-bræðrum eftir sögu byggðri á mýtunni um Jack the Ripper – Kobba kviðristu, olli miklum vonbrigðum hvað að- sókn snerti en vegnaði skár. Iðn- aðurinn er í vafa um að Watch- men standi undir kostnaði, hvað þá aðsóknarlegum væntingum. Mikilsvirtur sagnasmiður Alan Moore

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.