Morgunblaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 3
ð velta þessum hlutum fyrir mér og gott að losna við þann bagga sem ég á öxlunum,“ sagði hinn 29 ára gamli an en hann býður fyrrverandi sig- um mótsins í mat á miðvikudags- Það er hefð sem hefur ríkt lengi á mótinu og ætlar Immelman að bjóða llkjöt að hætti Suður-Afríkumanna msu góðgæti. Tiger Woods bauð upp á gara og mjólkurhristing ári eftir fyrsta á Mastersmótinu árið 1997. Skotinn yle kom á óvart árið 1989 þegar hann at ári eftir sigurinn á Mastersmótinu le bauð upp á slátur eða „haggis“ og i allir kátir með matinn en fé- urinn var víst góður. seth@mbl.is a“ Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2009 FRANSKI knatt- spyrnumaðurinn Sylvain Soumare skrifaði undir samning við Grindavík í gær en hann hefur verið til reynslu hjá félaginu und- anfarnar tvær vikur. Samning- urinn gildir út þessa leiktíð. Sylvain Soumare er 26 ára örv- fættur kantmaður og verður í bún- ingi nr. 18. Hann lék síðast með Olivais E Moscavide í portúgölsku 2. deildinni en fékk sig lausan und- an samningi um áramótin. Áður lék hann með SC Vinea Eisenstadt í Austurríki en hann hóf ferilinn með US Creiteil í Frakklandi. Soumare er annar leikmaðurinn sem semur við Grindavík á skömm- um tíma en á dögunum gekk Þór- arinn Brynjar Kristjánsson til liðs við félagið. Soumare lét ekki sitt eftir liggja í gær þegar leikmenn Grindavíkur tóku að sér að bóna bíla til fjáröfl- unar á æfingaferð til Vest- mannaeyja í vor. skuli@mbl.is Fór beint í að bóna bíla Sylvain Soumare KARLALIÐ Norð- ur-Karólínu lagði Michigan State í úr- slitaleik bandaríska háskólakörfuboltans aðfaranótt þriðju- dags, 89:72. Úrslita- leikurinn fór fram í Ford Field- keppnishöllinni í Detroit og voru 72.922 áhorfendur á leiknum. Það má segja að leikmenn Norður-Karólínu hafi gert út um leikinn strax í upphafi þegar liðið náði 30 stiga forskoti, 34:4. Munurinn var 21 stig á liðunum í hálf- leik, 55:34, og er það met í þessari keppni. Ekkert lið hefur skorað fleiri stig í fyrri hálfleik í úrslitaleiknum en þetta er fimmti titill Norður-Karólínu í þessari keppni frá upphafi og er liðið þriðja sigursælasta liðið í þessari keppni ásamt Indiana. Kentucky hefur sjö sinnum sigrað en UCLA er með yf- irburði á þessu sviði með 11 titla. Michael Jordan, fyrrverandi leik- maður Chicago Bulls, var að sjálfsögðu á meðal áhorfenda en hann var í sig- urliði Norður-Karólínu árið 1982 undir stjórn Dean Smith. seth@mbl.is Norður-Karólína meistari Roy Williams þjálfari Norður- Karólínu Guðjón ValurSigurðsson og samherjar í þýska hand- knattleiksliðinu Rhein-Neckar Löwen mæta Al- freð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel fjór- um sinnum á einum mánuði. Liðin mætast tvisvar sinnum í lok apríl í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik. þriðja við- ureignin verður í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar hinn 9. maí og fjórði leikurinn fer fram í Kiel 16. maí í þýsku 1. deildinni.    Aðalsteinn Eyjólfsson hefur svosannarlega komið liði SV Kassel á inn á sigurbraut síðan hann tók við stjórn þess í desem- ber. Kassel er nú komið í þriðja sæti SV-riðils þýsku 3. deild- arinnar í handknattleik og er að- eins þremur stigum á eftir toppliði riðilsins þegar fimm umferðir eru eftir. Aðeins efsta lið riðilsins fer upp í 2. deild á næstu leiktíð.    Viggó Sig-urðsson, þjálfari hand- knattleiksliðs Fram í karla- flokki, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefnd- ar HSÍ. Ástæða bannsins er sú að Viggó fékk úti- lokun eftir viðureign Akureyrar og Fram í N1-deild karla á síðasta sunnudag. Hann má þar með ekki stjórna Framliðinu í fyrsta leik þess við Hauka í undanúrslitum úrslitakeppninnar sem hefst fimmtudaginn 16. apríl.    René Vandereycken var í gærsagt upp starfi landsliðsþjálf- ara Belgíu í knattspyrnu. Belgar töpuðu tvisvar sinnum í síðustu viku fyrir Bosníu í undankeppni heimsmeistaramótsins og eru nú í fjórða sæti fimmta riðils und- ankeppninnar, ellefu stigum á eft- ir Spáni sem forystu.    Jason Kidd, leikstjórnandi Dall-as Mavericks í bandaríska NBA körfuboltanum, er kominn í þriðja sætið yfir þá leikmenn sem flestar stoðsendingar hafa gefið í deildinni og ruddi þar með sjálfum Magic Johnson úr vegi. Stoðsend- ingakóngurinn er sem fyrr, John Stockton. Kidd náði áfanganum í leik gegn Phoenix á sunnudag, en hann gaf alls 14 stoðsendingar í leiknum. Er hann þá samtals kom- inn með 10.142 stoðsendingar á ferlinum, en í öðru sæti listans er Mark Jackson, sem lék lengst af með New York Knicks og Indiana Pacers, með 10.334 sendingar. Metið á John Stockton (Utah Jazz) sem fyrr segir, með 15.806 stoðsendingar. Fólk sport@mbl.is Leikurinn var jafn og spennandi og Gauti Þor- móðsson kom Íslandi yfir þegar tæpar 11 mínútur voru liðnar, eftir undirbúning Ingvars og Emils Alengaards. Kínverjar jöfnuðu rétt áður en fyrsta lota var úti, 1:1. Íslenska liðið var heldur sókndjarfara og hélt áfram að sækja í annarri lotu. Bæði lið fengu hættuleg færi og m.a. fékk Emil Alengaard sann- kallað dauðafæri en náði ekki að skora. Kínverjarnir voru öllu beittari í byrjun þriðju lotu og skoruðu fljótlega, 2:1, en á þeim tíma voru tveir Íslendingar í refsiboxinu og því fátt um varnir. Eftir það náði íslenska liðið betri tökum á leiknum en náði ekki að jafna fyrr en rúm mínúta var til leiksloka. Í það skiptið voru Kínverjarnir tveimur mönum færri, íslenska liðið nýtti sér það til fullnustu og Egill Þormóðsson skoraði, 2:2, eft- ir sendingu frá Ingvari. Þá var framlengt og rétt eftir að íslenska liðið átti hættulega sókn komst ein Kínverjanna inn fyrir vörn Íslands og brotið var á honum. Dæmt var víti og úr því skoruðu Kínverjar gullmark og tryggðu sér með því sigurinn, 3:2. „Ég er ánægður með að allir okkar menn spiluðu vel og tóku þátt í leiknum en í svona móti er mikilvægt að nýta allan mannskapinn. Ég er líka ánægður með þann karakter í liðinu að jafna svona seint í leiknum og það var sérstaklega gam- an fyrir Egil að skora sitt fyrsta A-landsliðs- mark,“ sagði fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson. Ísland mætir Norður-Kóreu í öðrum leik sínum á mótinu í dag. vs@mbl.is „Vorum of mikið í refsiboxinu“ Morgunblaðið/Kristinn Fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson lagði upp bæði mörk Íslands gegn Kínverjum í gær.  Ísland tapaði fyrir Kína á gullmarki, 3:2, í Serbíu „HVORT liðið sem var hefði getað sigrað í dag en við vorum helst til of mikið í refsiboxinu að þessu sinni,“ sagði Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði landsliðs- ins í íshokkí, eftir að það tapaði, 2:3, fyrir Kínverj- um í framlengdum leik í fyrstu umferð 2. deildar heimsmeistaramótsins í Novi Sad í Serbíu. Í HNOTSKURN »Kínverjar fengu 2 stig fyrir sigurinn á Ís-landi, þar sem hann vannst í framleng- ingu. Ísland fékk 1 stig þar sem staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma. Annars eru þrjú stig fyrir sigur í íshokkíleik. »Ísland leikur við Norður-Kóreu í dag,Eistland á föstudag, Serbíu á laugardag og Ísrael á mánudag. »Reiknað er með að Eistland og Serbíaséu langsterkust en hin fjögur liðin berj- ist um að halda sæti sínu í 2. deild. Efsta liðið fer upp í 1. deild en neðsta lið fellur í 3. deild.                     !"#  $"%    & '"#  ("%  )*#  +    , *  +    .  & $"#  /"%  +  .  %   .   && ,0      #1 "#  '"%   2  +**# 4% #1 + # 5*#     6   "#  '"%  #  7   6  . #  8  9    9**  2** :*  ;     ;  <   & - =    2**/>"%  #  !" +    2 82"9**  ? 2    2@ .    ##  ,&*#&            Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Þetta er gríðarlega skemmtilegt verkefni því með okkur í þessum riðli í Bosníu eru heimamenn, Serbía og Svartfjallaland og dóm- ararnir koma sjálfsagt frá Króat- íu,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta verður því mjög krefjandi verkefni sem við erum að fara í,“ bætti hann við. Íslenska lið hélt til Kaup- mannahafnar í gær, þaðan til Vín- ar og loks til Bosníu þar sem mót- ið hefst á föstudaginn og lýkur á sunnudag. „Við ætlum auðvitað að reyna að koma liðinu áfram úr þessum riðli, en þetta verður erfitt og við gerum okkur grein fyrir því. Serb- ar eru með sterkasta liðið – eitt af þremur bestu í heiminum í þess- um aldursflokki og léku til úrslita við Rússa á síðasta móti. Svart- fjallaland er með svipað lið og við og ég held að Svartfjallaland hafi unnið með einu eða tveimur mörk- um síðast þegar þjóðirnar mætt- ust í þessum aldursflokki,“ sagði Stefán. „Það er því alveg ljóst að þetta verður hörkumót, en við erum með fínt lið og ætlum okkur að reyna að gera góða hluti. Við byrjum á föstudaginn og mætum þá Serbum, mætum síðan Svartfjallalandi á laugardag og Bosníumönnum á sunnudaginn, en þá ætti að vera orðið ljóst hvaða þjóðir komast áfram. Við lítum á leikinn á laugardaginn sem úr- slitaleik um hvaða lið komist áfram með Serbíu,“ sagði Stefán. Riðill þessi átti að vera leikinn hér á landi en vegna efnahags- hrunsins var hætt við það. „Út af árferðinu urðum við því miður að hætta við að sjá um þennan riðil. Það var auðvitað mjög óheppilegt í ljósi þess hvaða þjóðum við erum með í riðli, en við ætlum okkur að komast áfram úr riðlinum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Krefjandi en ætlum áfram  U19 ára kvennaliðið í Bosníu  Leikur í „austantjaldsriðli“ um páskana ÍSLENSKA kvennalandsliðið í hand- knattleik, skipað 19 ára stúlkum og yngri, hélt í gær til Bosníu þar sem liðið tekur þátt í undankeppni Evr- ópukeppninnar. Stefán Arnarson, þjálfari liðsins, segir verkefnið erfitt en allir séu ákveðnir í að komast áfram. að ir er yor rk í við ar úrslit ið allt “ útu s . Ar- sen- rir o vik- sen- a var- eti ll- AP al MARKVERÐIR: Heiða Ingólfsdóttir, Haukum Sigríður Ólafsdóttir, FH Sunneva Einarsdóttir, Fram AÐRIR LEIKMENN: Aðalheiður Hreinsd., Stjörnunni Anna Erlingsdóttir, KA Elín Helga Jónsdóttir, Fylki Ester Ragnarsdóttir, Stjörnunni Hanna Rut Sigurjónsdóttir, Fylki Indíana Jóhannsdóttir, Stjörnunni Ingibjörg Pálmadóttir, FH Karen Knútsdóttir, Fram Rut Jónsdóttir, Holstebro Sigríður Hauksdóttir, Fylki Stella Sigurðardóttir, Fram Unnur Ómarsdóttir, KA Þorgerður Atladóttir, Stjörnunni Þórhildur Gunnarsd., Stjörnunni Íslenski landsliðshópurinn í Bosníu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.