Morgunblaðið - 08.04.2009, Side 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2009
Bakvörðurinn Manu Ginobli, semleikur með San Antonio Spurs í
NBA-deildinni bandarísku í körfu-
knattleik, er meiddur. Félagið hefur
sett Argentínumanninn á meiðsla-
listann um óákveðinn tíma og ljóst
að hann verður ekki meira með liði
sínu á þessu tímabili. Ginobli hefur
glímt við ökklameiðsli í allan vetur
og hefur ekki getað leikið mikið með
liðinu, en nú er ljóst að hann leikur
ekki meira með og missir því af loka-
sprettinum í deildakeppninni og úr-
slitakeppninni.
Kevin Gar-nett, mið-
herji meistaraliðs
Boston Ce ltics í
NBA-deildinni,
er á batavegi eftir
hnémeiðsli. Doc
Rivers, þjálfari
Boston, segir að
Garnett verði
klár í slaginn gegn Philadelphia
76’ers hinn 14. apríl, en það er næst-
síðasti leikurinn á keppnistíma-
bilinu.
Uwe Schwenker var í gær leyst-ur frá störfum sem fram-
kvæmdastjóri handknattleiksliðsins
Kiel. Schwenker, sem verið hefur
framkvæmdastjóri félagsins í 17 ár,
hefur á síðustu vikum verið sakaður
um að hafa mútað dómurum fyrir
síðari úrslitaleik Kiel og Flensburg í
meistaradeild Evrópu í handknatt-
leik fyrir tveimur árum. Fleiri mál af
svipuðum toga hafa komið upp síð-
ustu daga og telur stjórn Kiel að það
sé félaginu fyrir bestu að Schwenker
hætti þegar í stað. Hann hefur neit-
að öllum ásökunum frá upphafi.
Chelsea verður án Jose Bosingwaí leiknum gegn Liverpool í
Meistaradeildinni á Anfield í kvöld.
Bosingwa hefur ekki náð að jafna sig
af meiðslum í fæti sem hann hlaut í
landsleik Portúgala á dögunum.
Hins vegar er það nú orðið ljóst að
Didier Drogba verður klár í slaginn
en óvissa hefur ríkt um þátttöku
hans í leiknum. Drogba æfði af
krafti í gær.
Steven Gerr-ard verður
með Liverpool
gegn Chelsea í
meistaradeildinni
í knattspyrnu í
kvöld. Lítils-
háttar vafi lék á
þátttöku hans í
leiknum eftir að
hafa orðið fyrir höggi í leiknum við
Fulham á síðsta laugardag.
Um 7.500 áhorfendur mættu áæfingu hjá Newcastle í gær en
nýskipaður knattspyrnustjóri liðs-
ins, Alan Shearer, hafði svokallaða
„opna æfingu“. Létu stuðningsmenn
Newcastle sig ekki vanta. Shearer
tók sjálfur þátt í æfingunni og mun
hafa sýnt að hann hefur engu gleymt
þótt knattspyrnuskórnir hafi verið
uppi í hillu um nokkurt skeið.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
trausti@mbl.is
Guðjón, sem er uppalinn í Stjörn-
unni, gekk til liðs við KR í fyrra og
frammistaða hans þar í úrvals-
deildinni fleytti honum beina leið í
atvinnumennskuna í Gautaborg í
vetur.
„Jú, þetta var frekar óvæntur
sigur. Þetta var fyrsti grannaslag-
urinn, en úrslitin segja nú ekki alla
söguna samt. Þeir voru með ungan
markvörð, sem spilaði sinn fyrsta
leik. Hann gerði slæm mistök í
fyrsta markinu, missti boltann út í
teiginn þar sem við skoruðum í
autt markið. Eftir þetta var sjálfs-
traustið í lágmarki hjá honum og
hann varði ekki neitt. Við nýttum
það til hins ýtrasta með því að
skjóta á hann úr öllum áttum og af
samtals sex skotum sem við áttum
í leiknum, fóru fimm í markið,“
sagði Guðjón, sem hóf leikinn á
varamannabekknum.
„Ég kom inná í 10 mínútur.
Leikurinn var í rauninni búinn þá,
enda komu síðustu fjögur mörkin
okkar á fimm mínútna kafla. Þegar
Örgryte jafnaði virtust þeir ætla
að taka leikinn í sínar hendur, en
annað markið okkar gerði út um
þetta.“
Varla er hægt að finna meiri ná-
grannaslag en þegar GAIS og Ör-
gryte mætast. Æfingasvæði félag-
anna eru nánast hlið við hlið og
þau skipta með sér sama heima-
vellinum, Gamla Ullevi í Gauta-
borg.
Keppir við stirðan „Zlatan“
Guðjón og félagar í GAIS mæta
Helsingborg á mánudaginn, en þar
leikur Ólafur Ingi Skúlason, sem
reyndar er enn frá keppni eftir
langvarandi meiðsli. „Það verður
strembinn leikur. Við þurfum að
spila betur en síðast og vonandi
verð ég kominn í liðið. Ég er að
keppa við Per nokkurn Erikson
um framherjastöðuna, en við erum
að spila 4-1-4-1 leikkerfið, þar sem
aðeins er pláss fyrir einn fram-
herja. Per er frekar stór og
stirður, vill helst taka boltann nið-
ur og spila honum til baka. Ég er
mun ágengari, vil taka meira á og
nýta hraðann, sem ég hef töluvert
meira af en hann. Per er svona
einsog Zlatan Ibrahimovic, nema
án allrar tækni,“ gantast Guðjón.
„Ég þarf bara að nýta tækifærið
vel, enda hörð samkeppni um allar
stöður. Ég fer brátt að setj’ann,
gefum þessu nokkra leiki, þá kem-
ur þetta allt saman.“
„Ég bý í miðborginni, enda mið-
bæjarrotta að eðlisfari. Hinir
strákarnir eru svolítið fyrir utan, í
úthverfunum. Ég er kannski ekki í
eins miklum samskiptum við þá og
ég hefði haldið, því utan æfinganna
erum við bara hjá fjölskyldum okk-
ar. Svo eru þeir líka svo djöfull
leiðinlegir,“ grínast Guðjón og aug-
ljóst að það liggur vel á honum.
„Já, það er farið að hlýna svo
núna, komin sól og stuttbuxna-
veður. Við erum loksins búin að
koma okkur almennilega fyrir og
þetta er allt einhvern veginn að
smella saman. Borgin er frábær,
svona svolítið eins og Reykjavík,
bara án allra neikvæðu hlutanna.
Ég fer um á bíl og það tekur bara
5-7 mínútur að fara á æfingu,
svona svipað og það tók að fara í
Garðabæinn,“ segir Guðjón.
Þótti leiðinlegt
að læra sænsku
En hvernig gengur sænskan hjá
honum? „Jú, jú, hún er öll að koma
til. Ég get sagt allt þetta helsta,
eins og að panta mat og… já, ætli
það sé ekki það helsta bara! Svo er
maður aðeins farinn að skilja þjálf-
arann líka, sem getur verið kostur.
Við fórum á sænskunámskeið í
byrjun, en það reyndist bara of
létt og leiðinlegt einhvern veginn,
svona eins og danskan var í gamla
daga. Maður kunni þetta eiginlega
allt fyrir, en maður lærir auðvitað
mest á því að demba sér í samræð-
ur.“
Ætla að gera betur í ár
„Við lentum í 11. sæti í fyrra og
markmiðið er klárlega að gera bet-
ur. Síðan liðið vann sig upp fyrir
fjórum árum, hefur því ekki tekist
að vinna tvo leiki í röð ennþá og
því þarf að breyta. Stefnan er sett
á efstu sex til átta sætin, sem er
ekki óraunhæft. Samkvæmt úttekt
um daginn, kom í ljós að við erum
eitt ríkasta félagið í deildinni
ásamt fimm öðrum liðum, meðan
önnur lið eru stórskuldug. Því er
ljóst að félagið er vel rekið og von-
andi fer það að skila sér inni á
vellinum einnig. Ekki vantar um-
gjörðina; hér mæta 20.000 manns á
alla heimaleiki, og það er mikið
gert úr þessu með umfjöllunum og
slíku.“
Ætlar sér enn fleiri M
„Tími okkar Íslendinganna er
kannski ekki alveg kominn ennþá
hérna í GAIS, en það verður von-
andi breyting þar á fljótlega,“ seg-
ir Guðjón í anda forsætisráðherra
vors. „Við eigum fullt erindi hingað
og ég vona að næst þegar þú
hringir, þá verði ég efstur í ein-
kunnagjöfinni með flest M,“ sagði
Guðjón hógvær að lokum, en hann
var ásamt Gunnleifi Gunnleifssyni
valinn besti leikmaður Íslands-
mótsins í fyrra af Morgunblaðinu.
Fer brátt að setj’ann
Íslendingaliðið GAIS burstaði Örgryte 5:1 í grannaslag í fyrstu umferðinni í
Svíþjóð Guðjón Baldvinsson í harðri samkeppni um stöðu framherja í liðinu
GUÐJÓN Baldvinsson, knattspyrnu-
kappi með GAIS í Svíþjóð, tók þátt í
fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni á
þessu tímabili um helgina, þegar hann
kom inná sem varamaður í nágrannas-
lag gegn Örgryte, í 5:1 sigri liðsins,
sem þótti frekar óvæntur. Þrír aðrir Ís-
lendingar leika með liðinu, þeir Hall-
grímur Jónasson, Guðmundur R.
Gunnarsson og Eyjólfur Héðinsson.
Ljósmynd/Guðmundur Svansson
Stórsigur Guðjón Baldvinsson og Eyjólfur Héðinsson léttir í lund í leikslok eftir að GAIS hafði burstað Örgryte, 5:1.
Í HNOTSKURN
»Guðjón Baldvinsson er 23 ára Garðbæingur sem kom til KRfyrir síðasta tímabil og skoraði þá 9 mörk í 21 leiki á sínu
fyrsta tímabili í efstu deild.
»Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Færeyjum í mars enhafði áður spilað 8 leiki með 21-árs landsliðinu.
»GAIS er eitt fjögurra Gautaborgarliða í sænsku úrvalsdeild-inni en hin eru Örgryte, IFK Gautaborg og Häcken. Í fyrra
endaði GAIS í 11. sæti af 16 liðum.
»Eyjólfur Héðinsson leikur sitt þriðja tímabil með GAIS en aukGuðjóns fékk félagið Guðmund R. Gunnarsson frá KR og Hall-
grím Jónasson frá Keflavík í vetur.
MICHAEL Jordan, sem
margir telja einn albesta
leikmann í sögu banda-
rísku NBA-deildarinnar í
körfuknattleik, var í fyrri-
nótt kynntur til sögunnar
sem einn af þremur nýjum
leikmönnum sem teknir
verða inn í frægðarhöll
körfuknattleiksins. Næst
verður tekið inn í þennan
góða félagsskap í haust og
þeir sem fá inngöngu í frægðarhöllina þá eru
auk Jordans félagar hans í Draumaliði
Bandaríkjanna í körfuknattleik, þeir David
Robinson og John Stockton. Auk þeirra fá
tveir þjálfarar aðgang að höllinni, þeir Jerry
Sloan og C. Vivian Stringer.
Jordan var fimm sinnum valinn besti leik-
maður deildarinnar, varð sex sinnum meist-
ari með Chicago Bulls. Tvisvar fékk hann ól-
ympíugull með Bandaríkjunum auk ótal
annarra verðlauna sem hann hlaut á nærri
tuttugu ára ferli sínum. Stockton lék ávallt
með Utah Jazz og Robinson var lykilmaður í
San Antonio. Stockton til dæmis efstur á lista
þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar
og stolið boltanum oftast í NBA deildinni frá
upphafo. Robinson var tvisvar meistari, mjög
fjölhæfur miðherji. skuli@mbl.is
Jordan kominn í frægðarhöllina
Michael
Jordan
KNATTSPYRNUKAPPINN og
tennisleikarinn Arnar Sigurðsson
er kominn í úrslit Íslandsmótsins
í tennis innanhúss, eftir sigur á
Birki Gunnarssyni í gærmorgun.
Leik þeirra var frest-
að á sunnudaginn
en Arnar var þá
tepptur á Ak-
ureyri eftir að
hafa spilað þar
með knatt-
spyrnuliði Breiða-
bliks í deildabik-
arnum. Arnar sigraði Birki 6:1
og 6:0 og mætir Raj Bonifacius í úrslitum
klukkan 16 í dag.
Raj spilar einnig til úrslita í tvíliðaleik,
ásamt 14 ára syni sínum, Rafni, en þeir
mæta bræðrunum Magnúsi og
Birki
Gunn-
arssonum.
Í kvenna-
flokki mætast síðan Sandra
Dís Kristjánsdóttir og Eirdís Heið-
ur Chen Ragnarsdóttir, einnig
klukkan 16 í dag.
Leikirnir fara fram í Tennishöll-
inni í Kópavogi. trausti@mbl.is
Arnar mætir Raj í úrslitum