Morgunblaðið - 17.04.2009, Page 1

Morgunblaðið - 17.04.2009, Page 1
FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 íþróttir Sprettur Andri Steindórsson frá Akureyri og Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði fögnuðu Ís- landsmeistaratitlum í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands. 30. Íslandsmeistaratitill Elsu. 4 Íþróttir mbl.is ,,VIÐ hreinlega skitum á okkur í seinni hálfleik. Við biðum al- gjört afhroð, fengum á okkur 21 mark í hálf- leiknum og þessi frammi- staða er al- gjörlega óvið- unandi,“ sagði Haukamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir tap Íslands- meistaranna gegn Fram í 1. um- ferð úrslitakeppni N1 deild- arinnar í handknattleik. ,,Einhverra hluta vegna greip um sig gríðarleg værukærð og kæruleysi hjá okkur sem orsakaði það að varnarleikurinn hrundi. Ég vil ekki meina að um vanmat hafi verið að ræða heldur einbeit- ingarleysi. Við erum besta liðið á landinu og nú verðum við bara að sanna það á mánudaginn,“ sagði Kári Kristján. gummih@mbl.is ,,Gríðarlegt kæruleysi og værukærð“ Kári Kristján Kristjánsson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ELVAR Erlings- son er hættur að þjálfa karlalið FH í handknatt- leik en hann hef- ur stýrt Hafn- arfjarðarliðinu undanfarin tvö ár. Liðið vann 1. deildina á síðustu leiktíð undir hans stjórn og hafnaði í fimmta sæti í N1-deildinni á yfirstandandi leiktíð eftir að hafa verið í toppbaráttu framan af vetri. ,,Ég átti eitt ár eftir af samningi mínum og hafði hug á að halda áfram en eftir að hafa kannað bak- landið meðal leikmanna og eftir fund með stjórninni var sameig- inleg ákvörðun okkar að ég hætti. Ég mun í framhaldinu taka mér frí frá þjálfun,“ sagði Elvar í samtali við Morgunblaðið í gær en hann þjálfaði unglingaflokk FH og var með séræfingar fyrir yngri leik- menn liðsins áður en hann tók við meistaraflokknum fyrir tveimur ár- um. Þorgeir Arnar Jónsson, formað- ur handknattleiksdeildar FH, sagði við Morgunblaðið í gær að leit stæði yfir að nýjum þjálfara og vonaðist hann til þess að þau mál kæmust á hreint á næstu dögum. ,,Það voru engin leiðindi í þessu á milli okkar og Elvars. Við vorum ánægðir með hans störf en við telj- um að leikmenn okkar þurfi á þess- um tímapunkti að fá nýja áskorun,“ sagði Þorgeir við Morgunblaðið. Elvar hættur hjá FH-ingum Elvar Erlingsson Morgunblaðið/hag Í opna skjöldu Magnús Stefánsson og félagar hans úr liði Fram komu flestum á óvart í gær þegar liðið landaði 32:28 sigri gegn Haukum á útivelli. »2-3 ÞÓRIR Hergeirsson var í gær ráð- inn sem þjálfari norska kvenna- landsliðsins í handknattleik, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Marit Breivik frá árinu 2001. Þar með eru tveir íslenskir þjálfarar við störf sem landsliðsþjálfarar erlend- is. Dagur Sigurðarson er þjálfari karlaliðs Austurríkis. Norska liðið hefur á undan- förnum árum verið í fremstu röð á heimsvísu en liðið varð Evrópu- og ólympíumeistari á sl. ári. Þórir er 44 ára og fæddur á Sel- fossi. Hann hefur frá árinu 1986 verið búsettur í Noregi. „Ég þakka það traust sem mér er sýnt og það er gott að þessu ferli er lokið. Ég er stoltur og þakklátur að fá þetta tækifæri,“ sagði Þórir m.a. á fundi með frétta- mönnum í gær þegar greint var frá ráðningu hans í beinni sjónvarps- útsendingu á norska ríkisútvarpinu, NRK. Fyrsta stórmótið sem Þórir glím- ir við verður í Kína í desember á þessu ári þar sem heimsmeistara- mótið fer fram. Noregur hefur einu sinni fagnað sigri á HM en það var árið 1999 þegar mótið fór fram í Noregi. Hammerseng ánægð Gro Hammerseng, lykilmaður norska landsliðsins, fagnaði ráðn- ingu Þóris. „Þetta eru mjög góðar fréttir og ég er glöð fyrir hönd Þóris og liðsins að þetta er niður- staðan. Ég hef trú á því að liðs- félagar mínir séu ánægðir með þessa niðurstöðu. Þórir er faglegur í sínu starfi og hann nær góðu sambandi við leikmenn. Það er gott að vinna með Þóri og það verður spennandi að sjá hvernig honum tekst til,“ sagði Hammerseng við NRK í gær. Marit Breivik náði frábærum ár- angri með kvennalandsliðið á ár- unum 1994-2009. Liðið hefur unnið öll stórmót undir hennar stjórn. Á 15 ára tímabili gerðist það aðeins þrisvar að Noregur náði ekki verð- launasæti á stórmóti. Þórir hefur frá árinu 2001 upp- lifað ýmsa stórviðburði með lands- liðinu. Noregur fékk silfur á Evr- ópumeistaramótinu 2002, og liðið varð Evrópumeistari 2004, 2006 og 2008. Á HM 2007 tapaði Noregur í úrslitaleiknum en liðið varð eins og áður segir Ólympíumeistari í Pek- ing. seth@mbl.is Ég er stoltur og þakklátur Þórir Hergeirsson Marit Breivik  Þórir Hergeirsson tekur við þjálfun sterkasta kvennalandsliðs heims

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.