Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009
Arnar Grét-arsson, fyr-
irliði knatt-
spyrnuliðs
Breiðabliks, hef-
ur verið ráðinn
aðstoðarþjálfari
liðsins fyrir kom-
andi keppn-
istímabil. Hann
mun jafnframt leika áfram með lið-
inu. Arnar, sem er 36 ára, er uppalinn
hjá Breiðabliki og kom aftur til fé-
lagsins á miðju sumri 2006 eftir langa
dvöl erlendis sem atvinnumaður þar
sem hann lék með AEK í Grikklandi
og Lokeren í Belgíu. Hann á að baki
71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og
er næstleikjahæsti leikmaður Breiða-
bliks í efstu deild með 128 leiki.
Unnur Sigurðardóttir var í gærráðin verkefnisstjóri landsliðs-
mála hjá Frjálsíþróttasambandi Ís-
lands til 1. júlí. Hún mun m.a. sjá um
undirbúning og stjórn landsliðsins
sem keppir á Smáþjóðaleikunum á
Kýpur 1.-6. júní og í Evrópubik-
arkeppninni í Sarajevo í Bosníu 20.-
21. júní.
Ísak Einarsson ætlar ekki að leikameð liði Tindastóls frá Sauðár-
króki í úrvalsdeild karla í körfuknatt-
leik á næstu leiktíð. Ísak var lyk-
ilmaður Tindastóls á síðustu leiktíð
en hann er á förum til Noregs.
Jón Orri Kristjánsson skrifaði und-ir tveggja ára samning við körfu-
knattleikslið Þórs frá Akureyri á dög-
unum. Jón Orri lék stórt hlutverk
með liðinu á síðustu leiktíð en Þórs-
arar féllu úr úrvalsdeildinni. Þórsarar
leita nú að þjálfara fyrir liðið en
Hrafn Kristjánsson hefur ákveðið að
sækjast ekki eftir því starfi áfram.
Hrafn hefur þjálfað liðið undanfarin
fimm ár.
Mælingarsýna, að
boltinn var á 102
km hraða þegar
Christiano Ro-
naldo skoraði fyr-
ir Manchester
United gegn
Porto í leik lið-
anna í meist-
aradeild Evrópu í
fyrrakvöld. Ronaldo skaut af 34
metra færi eftir 6 mínútna leik og
tryggði liði sínu sæti í undanúrslitum
meistaradeildarinnar þar sem það
mætir Arsenal.
Liverpool ætlar að losa sig við hol-lenska landsliðsmanninn Ryan
Babel í sumar að því er fram kemur í
enskum fjölmiðlum í gær. Liverpool
keypti Babel frá Ajax fyrir tveimur
árum og greiddi fyrir hann 11,5 millj-
ónir punda en Hollendingurinn hefur
ekki náð að festa sig í sessi og er hun-
dóánægður með stöðu sína hjá liðinu.
Babel hefur fengið fá tækifæri eftir
að Liverpool fékk spænska landsliðs-
manninn Albert Riera til liðs við sig
fyrir tímabilið en Hollendingurinn
hefur aðeins sex sinnum verið í byrj-
unarliðinu á tímabilinu.
MichaelLaudrup,
þjálfari rússneska
knattspyrnuliðs-
ins Spartak í
Moskvu, hefur
verið látinn taka
pokann sinn eftir
sjö mánuði í
starfi. Valeri
Karpin, framkvæmdastjóri félagsins,
mun taka við starfi hans. Liðið hefur
aðeins unnið fjóra af fyrstu tíu leikj-
um sínum í deildinni. Laudrup, sem
gerði garðinn frægan hjá Bröndby,
Juventus, Barcelona, Real Madrid,
Ajax og danska landsliðinu sem leik-
maður, hefur áður þjálfað lið Getafe á
Spáni og Bröndby í Danmörku.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„VÖRNIN var frábær hjá okkur og
Óli [Ólafur Haukur Gíslason] fór á
kostum í markinu. Þar lá stærsti mun-
urinn á liðunum að þessu sinni,“ sagði
glaðbeittur þjálfari Vals, Óskar Bjarni
Óskarsson, eftir að lið hans hafði unnið
öruggan sigur, 25:19, á HK í fyrstu
rimmu liðanna í undanúrslitum Ís-
landsmótsins í handknattleik karla í
Valsheimilinu í gærkvöldi.
„Auk varnarleiksins og markvörsl-
unnar fór Fannar [Þór Friðgeirsson]
hamförum í sókninni. Á heildina litið
var þetta alvöru leikur í úrslitakeppni,
spennan var mikil og varnarleikur
beggja liða til fyrirmyndar,“ sagði
Óskar ennfremur. Hann var ánægður
með að hafa getað leyft Sigfúsi Sig-
urðsson að hvíla sig í leiknum. Sigfús
hefur ekki jafnað sig á meiðslum. Ósk-
ar vonast til þess að hans menn haldi
uppteknum hætti í næstu viðureign
liðanna á mánudaginn og tryggi sér
annan vinning og þar með sigur í
rimmunni. „Ef við ætlum að verða
meistarar þá verðum við að vinna leik-
ina á útivelli,“ sagði Óskar Bjarni Ósk-
arsson.
Spennustigið var alltof hátt
„Spennustigið var of hátt hjá okkur,
menn ætluðu sér um of og fóru þar
með langt fram úr sér,“ sagði Gunnar
Magnússon, þjálfari HK, sem skilj-
anlega var ekki eins hress og kollegi
hans hjá Valsliðinu. „Við gerðum alltof
mikið af mistökum og nýttum illa opin
marktækifæri. Varnarleikurinn var í
lagi þótt við eigum að geta gert betur.
En fyrst og fremst var það sókn-
arleikurinn sem varð okkur að falli,
þar vorum við staðir, náðum ekki að
skapa okkur nógu góð færi. Á heildina
litið þá fundum við aldrei taktinn í
sóknarleiknum. Þá lék Óli Gísla okkur
grátt í marki Vals. Framhjá því verður
ekki litið,“ segir Gunnar og bætir við
að hann geti lofað stuðningsmönnum
HK að þeir sjái allt annað og betra lið
þegar HK og Valur leiða saman hesta
sína á nýjan leik á mánudagskvöldið í
Digranesi. „Þá ætlum við okkur sig-
ur.“
Vörn okkar var frábær og Óli fór á kostum
um. Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir þá
varð engin taugaveiklun í liðinu en einhvern veg-
inn hrökk allt í gang hjá okkur við sýndum loksins
hvað býr í liðinu,“ sagði stórskyttan Rúnar Kára-
son, sem skoraði 9 mörk fyrir Framara á Ásvöll-
um í gærkvöld.
,,Það er búið að vera gott hugarfar á æfing-
unum undanfarið og ég vissi að við gætum vel tek-
ið Haukana á góðum degi og ekki síst eftir að
Haukarnir sögðu að við værum óskamótherjarnir.
Það tókst að leggja þá að velli og það sást vel að
við vorum liðið sem hafði meiri sigurvilja. Við ætl-
um ekkert að staldra við þennan leik. Við ætlum
að halda þessu striki og gera út um þetta einvígi í
Safamýrinni á mánudaginn.“
gummih@mbl.is
anmat hjá okkur“
„VIÐ getum þetta, það sýndi sig að þessu sinni. Síð-
asti leikur okkar við HK fyrir 10 dögum var hrika-
lega lélegur af okkar hálfu. Það kom ekki til greina
að endurtaka það að þessu sinni,“ sagði Ólafur
Haukur Gíslason, sem átti frábæran leik í marki
Vals gegn HK í gær, varði 21 skot, þar af tvö víta-
köst.
„Vörnin var hreinlega frábær að þessu sinni og
ekkert svipuð þeirri sem við lékum í síðasta leik,
munurinn er alveg hrikalegur. Síðan falla hlutirnir
með okkur að vissu leyti. Heimavöllurinn er sterkt
vígi hjá okkur þar sem við höfum ekki tapað lengi og
sú staðreynd hjálpar okkur mikið.
En fyrst og fremst var það frábær varnarleikur
okkar sem lagði grunninn að þessum sigri. Það er
ekkert smá mál að halda hinu frábæra sóknarliði
HK niðri með þeim afleiðingum
að það skorar aðeins 19 mörk,“
sagði Ólafur og vildi ekki gera
mikið úr eigin afrekum í leiknum
og vísaði mest til þess hversu vel
samherjar hans hafi leikið.
Ólafur hefur glímt við meiðsli
upp á síðkastið og var um tíma
vafasamt að hann gæti tekið þátt
í leiknum. „Ég er ekki orðinn
góður ennþá, en ég bara get ekki
sleppt þessu tækifæri og geri því
allt til þess að leika því mig langar svo hrikalega að
verða Íslandsmeistari,“ sagði Ólafur Haukur Gísla-
son, markvörður og fyrirliði Valsmanna, eftir sig-
urinn á HK í gær, 25:19. iben@mbl.is
Langar svo hrikalega til að vinna
Ólafur Haukur
Gíslason
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Ljóst var strax í upphafi leiks að
taugar leikmanna voru þandar til hins
ýtrasta og nokkuð var um mistök.
Varnir beggja liða voru þéttar en hún
var þéttari Valsmegin því markvörður
þeirra, Ólafur Haukur Gíslason, var
mættur til leiks á ný eftir meiðsli.
Hann tók þau skot sem vörnin náði
ekki og þar skildi á milli liðanna.
Varnarleikur HK var einnig mjög
góður en þegar kom að markvörslunni
þá stóðu Kópavogsbúar gestgjöfum
sínum talsvert að baki.
Sem fyrr segir var varnarleikurinn
í aðalhlutverki. Þess varð strax vart á
markaskorinu, sem var lítið. Eftir 15
mínútna leik var staðan 5:3, Val í vil.
Þrjú af fyrstu fimm mörkum HK voru
skoruð úr vítakasti. Það fór vel á því
að Fannar Þór Friðgeirsson innsiglaði
þriggja marka forskot fyrir Val fáein-
um sekúndum áður en leiktíminn í
fyrri hálfleik var úti, staðan 10:7.
HK-liðið náði sér aldrei á flug í síð-
ari hálfleik í sókninni. Þar brugðust
lykilmenn algjörlega. Sóknarleikurinn
var nær allan leikinn mjög einhæfur
og gekk aðallega á milli þriggja
manna. Hornmennirnir voru varla
með og línumaðurinn, Einar Ingi
Hrafnsson, fékk engan frið til þess að
athafna sig innan um varnarmenn
Vals sem fóru á kostum.
Valsliðið lék frábæran varnarleik
og markvarslan var í takti við það þar
sem Ólafur Haukur varði 21 skot.
Sóknarleikurinn var brokkgengur en
slapp vel til sökum þess hversu
klaufalegir leikmenn HK voru. Þeir
misstu boltann úr höndum sér, ann-
aðhvort vegna kæruleysis eða van-
hugsaðra skota og sendinga.
Það kostaði gríðarlega orku og nú
er spurningin hvort Valsmenn verða
búnir að fylla á tankinn þegar kemur
að næstu viðureign – á mánudag.
HK-menn verða heldur betur að
bæta sóknarleik sinn ætli þeir sér að
ná fram oddaleik í þessu einvígi.
Morgunblaðið/Golli
Gegnumbrot Sigfús Páll Sigfússon leikmaður Vals brýst hér í gegnum vörn
HK en Sverre Jakobsson er til varnar. Valsmenn sigruðu örugglega 25:19.
Sóknarleikurinn brást alveg hjá HK
BIKARMEISTARAR Vals voru svo sann-
arlega klárir í slaginn þegar úrslita-
keppnin hófst í gær. Þeir voru á tánum
frá fyrstu mínútu á meðan leik-
mönnum HK brast þor og kjarkur þar
sem reynslumenn brugðust í sókninni.
Valsmenn tóku völdin í leiknum strax
og innbyrtu sex marka sigur, 25:19.
Staðan í hálfleik, 10:7, Val í vil.
Valsmenn voru
sannarlega
klárir í slaginn
25-19
Vodafone-höllin, undanúrslit
Íslandsmóts karla í handknattleik,
fyrsti leikur, fimmtud. 16. apríl 2009.
Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 6.3, 7.5,
10:7, 16:12, 19.14, 21:17, 25:19.
Mörk Vals: Fannar Þór Friðgeirsson
11/2, Arnór Þór Gunnarsson 7/3,
Sigurður Eggertsson 3, Ingvar Árnason
2, Heimir Örn Árnason 1, Orri Freyr
Gíslason 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 21/2
(þar af 6 til mótherja).
Mörk HK: Valdimar Fannar Þórsson 5/2,
Gunnar Steinn Jónsson 3/3, Ólafur Bjarki
Ragnarsson 3, Ragnar Snær Njálsson 3,
Már Þórarinsson 2, Einar Ingi Hrafnsson
1, Ragnar Hjaltested 1, Sigurgeir Árni
Ægisson 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 6 (þar
af 5 til mótherja), Björn Ingi Friðjónsson
8 (1 til mótherja).
Dómarar: Ingvar Ragnarsson og Jónas
Elíasson.
Áhorfendur: Um 450, flestir þeirra
stuðningsmenn HK.
STAÐAN ER 1:0 FYRIR VAL
VALUR-HK